Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 36
40 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRIL1983. Jóhannes Sæmundsson lést 10. apríl 1983. Hann fæddist 25. júlí 1940, sonur hjónanna Sæmundar Jóhannessonar og Sigurveigar Guömundsdóttir. Jóhannes lauk íþróttakennaraprófi frá háskólanum í San Jose í Kalifomiu í Bandaríkjunum 1965. Frá árinu 1968 til dánardags starfaöi hann sem íþrótta- kennari við Menntaskólann í Reykja- vík. Ariö 1972 gekk hann til liðs við Iþróttasamband Islands og tók aö sér starf fræðslustjóra sambandsins sem hann gegndi til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona hans er Margrét Thorlacius og áttu þau þrjá syni. Utför Jóhannes- ar verður gerö frá Landakotskirkju í dagkl. 13.30. Anna Einarsdóttir lést 11. apríl 1983. Hún var fædd 4. júní 1921. Foreldrar hennar voru Einar Jónasson og Ágústa fsafold Einarsdóttir. Anna var tvígift. Fyrri . maður hennar var Kristinn Olafsson og áttu þau tvo syni, þau slitu samvistum. Síðari maður önnu var Jóhann Hannesson en þau slitu sam- vistum fyrir nokkrum árum. Útför Önnu verður gerö frá Landakotskirkju ídag kl. 13.30. Aöalsteinn Jóhannsson, Samtúni 16 Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. apríl kl. 15. Björn Fossdal Hafsteinsson verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju, Skaga- strönd, föstudaginn 29. apríl. Kveöju- athöfn verður frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 19. apríl, kl. 16.30. Geir Benedikt Benediktsson, Hvamms- gerði 6, verður jarðsunginn frá nýju Fossvogskapellunni miðvikudaginn 20. aprílkl. 16.30. Guðmundur Einarsson, Skálholtsbraut 5 Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, fimmtu- daginn21. aprílkl. 14. Sigurjón Kjartansson, Háteigsvegi 4, veröur jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu miðvikudaginn 20. apríl kl. 10.30. Kveðjuathöfn um Svein Ellertsson, fyrrv. mjólkurbússtjóra, Blönduósi, fer fram frá Blönduóskirkju, föstu- daginn 22. apríl kl. 14. Jarðsett verður í Reykjavík. G UÐR UN ÁSGEIRSDOTTIR 11 ára Er í Hlídaskóla. Henni finnst stafsetning skemmtilegust í skólanum. Áhugamál eru frjálsar íþróttir. Hún œfir hjá ÍR. Gaman að bera át nema í vondu veöri. Leggur peningana inn í banka, en er ekki báin að ákveða hvað hán kaupir. BLAÐBERA VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI: LAUGAVEG HVERFISGÖTU AFGREIÐSLA SÍMI27022 Úlöf Sigfúsdóttir frá Aðalbóli lést i sjúkrahúsinu á Hvammstanga 17. þ.m. Sigríður Jónsdóttir frá Kirkjubæ lést sunnudaginn 17. apríl. Guðrún Jónsdóttir Bachmann lést laugardaginn 16. apríl. Jón Júlíusson frá Norðurkoti, Kjalar- nesi, andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 16. apríl. Vilhelm Frímann Frímannsson, Hringbraut 46, lést að morgni 18. april aðHrafnistu í Reykjavík. Páll Pálsson, Drápuhlíð 19, lést í Land- spítalanum 17. apríl. Kristján Eggertsson, Þverholti 18b, lést aö heimili sinu laugardaginn 16. apríl. Ingólfur A. Magnússon lést á heimili sínu aðfaranóttl6. apríl. Gróa Þórðardóttir frá Eilifsdal, Skóla- gerði 51, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 20. apríl kl. 15. Ölöf Bjarnadóttir lést í Borgarspítal- anum þann 15. apríl. Ársæl Gróa Gunnarsdóttir, Vailar- braut 3 Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness 15. apríl. Katrin Thorstensen frá Arnardal, Hellubraut 2 Grindavík, lést í Borgar- spítalanum. þann 17. apríl. Tilkynningar Sumarfagnaður Húnvetningafélagsins veröur haldinn i Domus Medica 20. apríl (síöasta vetrardag) kl. 20.30. Húnvetningafélagið Málfreyjudeildin Björkin Næsti fundur veröur haldinn þriðjudaginn 19. apríl (ath. breyttan fundardag) og hefst kl. 20.30 að Hótel Heklu. Gestir velkomnir. Háskólafyrirlestur Þriðjudaginn 19. apríl fytur dr. Vilhjálmur Egilsson fyrirlestur í boði viðskiptadeildar Háskóla Islands og Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Fyrirlesturinn fjallar um áhrif af stóriðju á jafnvægi atvinnulífsins í litlu bæjarfélagi. Dr. Vilhjálmur greinir frá einföldum líkönum af heildarjafnvægi (e. general equilibrium) og gerð slikra likana af hagkerfi borga og bæja og heilla þjóðfélaga. Hann skýrir jafnframt frá niðurstöðum úr líkani sem hann hefur gert af áhrifum stóriðju á hagkerfið við Reyðar- fjörð. Vilhjáimur Egilsson lauk kandídatsprófi frá viðskiptadeild Háskóla Islands árið 1977 og doktorsprófi í hagfræði árið 1982 frá Há- skólanum í Suöur-Kaliforníu. Hann er nú hag- fræðingur hjá Vinnuveitendasambandi Is- lands. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 17.15. Öllum er heimill aðgangur. Grár högni í óskilum í Mosfellssveit sást fyrst á vörubílspalli um páskana, gæti verið kominn langt að. Hafið samband í síma 67254. Líf og land Aðalfundur Lífs og lands verður haldinn að þögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Islands, þriðjudaginn 19.04. 1983, kl. 20.30, í herbergi 101. Dagskrá fundarins verður: 1) Skýrslastjórnar 2) Reikningar félagsins 3) Lagabreytingar 4) Kosning nýrrar stjórnar 5) önnurmál Stjórnin. - Frá Félagi Snæf ellinga og Hnappdæla í Reykjavík Vegna alþingiskosninganna fellur niður fyrir- hugað spila- og skemmtikvöld félagsins sem áttiað vera23.þ.m. Aðalfundur hf. Skallagríms verður haldinn laugardaginn 30. apríl 1983 kl. 14 að Heiðarbraut 40 Akranesi (bókasafn Akraness). Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundar- störf, II. Hlutafjármál (tillaga um innköllun eldri hlutabréfa og útgáfu nýrra hlutabréfa), III. önnur mál. Aðalfundur Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis- ins veröur haldinn í kvöld, þriöjudag, í kaffistofu hælisins og hefst kl. 20.30. Póstgírónúmer sundlaugarinnar er 72700-8. Aðalfundur Snarfara verður haldinn í húsi Slysavarnafélags Islands fimmtudaginn 21. apríl 1983 og hefst kl. 14.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Frá utanríkisráðu- neytinu Benedikt Gröndal sendiherra afhenti 2. apríl sl. hr. Ramiz Alia, forseta Albaniu, trúnaðar- bréf sem sendiherra Islands í Albaníu með aösetur í Stokkhólmi. Athöfnin fór fram í þinghúsinu í Tirana að viðstöddum hr. Reis Malile utanríkisráðherra. Háskólatónleikar Atjándu og síðustu tónleikar á starfsárinu 1982—1983 í Norræna húsinu miövikudaginn 20. apríl kl. 12.30. Á efnisskránni eru verk fyrir klarinett og slagverk. Flytjendur eru: Kjartan Oskarsson, klarinett, Reynir Sigurðsson, slagverk. Kjartan Oskarsson stundaði nám í klari- nettuleik hjá Vilhjálmi Guðjónssyni við Tón- listarskólann í Reykjavík og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófi 1976. Stundaði síðan nám við TónUstarháskólann í Vínar- borg, kennarar hans þar voru Rudolf Jettel og Peter Schmidl. Kjartan hefur kennt við Tón- listarskólann í Kópavogi, Franz Scubert Kon- servatorium í Vín og Royndar tónUstarskól- anum í Færeyjum. Reynir Sigurðsson nam við TónUstarskólann í Reykjavik í Stokkhóhni. Hann er slagverks- leikari Sinfóníuhljómsveitar Islands. Reynir er kennari við Tónlistarskóla Félags íslenskra hljómUstarmanna. Háskólatónleikar eru haldnir í Norræna húsinu í hádeginu á miðvikudögum. Þeir hefjast klukkan 12.30 og standa venjulega í 30 til 40 mínútur. Aðgangseyrir er 50,- kr. og 30,- fyrir námsmenn. Afmæli 80 ára er í dag, 19. apríl, Sigríður Guðjónsdðttir ljósmóðir frá Bæ í Króksfirði, nú á Háaleitisbraut 103 Rvík. Hún ætlar að taka á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur á Fornuströnd 1, Seltjamarnesi, eftir kl. 16 í dag. Sovéski sjómaðurinn: Ennþá með- vitundaiiaus Líðan sovéska sjómannsins, sem brenndist illa um borð í sovéskum tog- ara suðvestur af landinu á sunnudag, er enn óbreytt. Samkvæmt upplýsing- um frá sovéska sendiráðinu er hann erm meðvitundarlaus og ástand hans mjög alvarlegt. Hinn sovéski sjómaðurinn, sem fluttur var til landsins um helgina með hjartasjúkdóm, er úr allri hættu og er líðan hans ágæt. -SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.