Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Síða 21
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRIL1983. 21 KOSNINGAFUNDUR DV KOSNINGAFUNDUR DV „ER KOMINN TÍMI TILAÐSÖDLAUM” — sagði Fríðrik Sophusson „Ég er viss um þaö aö þaö eru margir sem eiga samleiö með Sjálf- stæðisflokknum, samleiö meö flokki sem er tilbúinn til þess aö leiða þjóöina frá upplausn til ábyrgöar,” voru loka- orð Friðriks Sophussonar. Hann geröi fyrr í iokaræðu sinni athugasemd viö það veður sem Jón Baldvin Hannibalsson hefði gert út af því aö skoðanir væru skiptar í Sjálf- stæðisflokknum um sum mál. „Þetta er alveg rétt hjá Jóni Baldvini en í Alþýðuflokknum er ekki pláss fyrir fleiri skoöanir en eina og það var þess vegna sem Vilmundur Gyifason yfirgaf flokkinn og þaö er þess vegna sem hann er kaliaður Nelló ídag.” „Hugsið ykkur það ef Nelló flóð- hestur hefði verið kjörinn varafor- maður Alþýðuflokksins þá hefði Jón Baldvin komiö ríðandi á honum hér í salinn í dag og báðir verið ánægðir.” Friðrik beindi síðan spjótum sínum að Svavari Gestssyni og sagði hann Svavar bíræfinn mann. Hann hefði gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn fyrir stefnu sína í húsnæðismálum en það væri einmitt Svavar sem bæri ábyrgð á því að ungt fólk heföi ekki eignast sitt eigiðhúsnæöiídag. -JGH. „KAPPERBEST MEÐFORSJÁ” — sagði Ólafur Jóhannesson „Að kosningum loknum verðum við öll að vera við því búin að slíðra sverð- in og taka höndum saman. Samstöðu er þörf við lausn hinna alvarlegu vandamála. Smáþjóð eins og við Islendingar höfum hvorki efni á né orku til að standa stöðugt í innbyrðis deilum og togstreitu. Sannleikurinn er sá að eftir á sýnast slíkar deilur hafa verið deilur um keisarans skegg. Við skulum jafnan öll hafa það hugfast aö kapp er best með forsjá.” Þannig hljóöuöu lokaorð Olafs Jóhannessonar í gærkvöldi. Olafur hafði fyrr í lokaræðu sinni minnst á niðurtalningu verðbólgunnar. Hann gat þess að 1980 hefði hún verið 60% en 1981 hefði tekist að koma henni niður í 40%, 1982 hefði hún hins vegar aukist aftur í 60% vegna skorts á aðgerðum. „Ástæðan fyrir þessu 1981 var sú aö þá var beitt niöurtalningu.” Olafur gagnrýndi síðan Friðrik Sophusson fyrir að minnast ekki á Gunnar Thoroddsen í sambandi við núverandi ríkisstjórn en segja þess í stað að Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur heföu ráðiö mestu. „Hann mundi víst ekki eftir neinum öðrum,” sagði Olafur og bætti síðan viö að Gunnar hefði nú einu sinni verið höfuð ríkisstjórnarinnar og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins þegar hann myndaðihana. -JGH. „EKKIAÐ BERJAST GEGN KÖRLUM” — sagði Guðrún Agnarsdóttir „Ég er viss um að tíminn mun leiða í ljós að þessi almannavakning kvenna til að leita mannréttinda sinna, til að verða virkar og ábyrgar um stefnu- mótun og rekstur þess þjóðfélags sem þær búa í er ekki bara sjálfsagt og eðli- íegt frumkvæði. Það getur orðið gæfu- spor fyrir afdrif mannlífs á þessari jörð.” Þetta voru lokaorð Guðrúnar Agnarsdóttur í gærkvöldi. Guðrún hafði áður í lokaorðum sín- um minnst á að stefna Kvennalistans væri raunsæisstefna sprottin upp úr áralangri reynslu kvenna af heimilis- rekstri, umönnun og verndun lífs. „Hún er stefna mannúðlegra hagsýni sem vill taka upp rýtt gildismat mann- legra verðmæta og samábyrgðar.” „Stefna Kvennalistans felur einnig í sér mannréttindabaráttu þar sem sameinast er um að rétta hlut kvenna til jafns á viö karla. Viö erum ekki að berjast gegn körium heldur fyrir konur og um leið fyrir okkur öll, því að aukið kvenfrelsi leiðir af sér karlfrelsi. Karl- ar eru líka fjötraðir af kynhlutverki sínu og kysu sér ef til vill margir annað hlutskipti en þeim býðst nú ef svigrúm gæfisttil.” Guðrún sagði síöan í ræðu sinni: „Auðlindir okkar eru fyrst og fremst við sem byggjum þetta land, þekking okkar og tæknikunnátta, fiskimiö, gróður, jarðvarmi og fallvötn. Við vilj- um nýtingu á þessum auðlindum, þar sem annað verðmætamat er lagt til grundvallar en stimdargróði og rán- yrkja.” -JGH „VERULEG HÆTTA ERTILHÆGRI” — sagði Svavar Gestsson „Grundvallaratriði þessarar kosningabaráttu og þess sem við stöndum nú f rammi fyrir, góðir fundar-1 menn, er það að þaö er veruleg hætta til hægri. Ihaldsöflin viröast vera í stórsókn. Tókuð þið eftir því hvað Friðrik Sophusson sagði þegar hann var spurður um það hvaða stefnu S jálf- stæðisflokkurinn myndi reyna að knýja fram í ríkisstjórn? Hann sagðist myndi fylgja stefnu þar sem lögð yrði áhersla á það að aðrir flokkar undir- gangist stefnu íhaldsins. Það mun Alþýöubandalagiö aldrei gera, hvaða hlutskipti sem aörir flokkar kunna að kjósa sér eftir þessarkosningar.” Þannig hljóðuöu lokaorö Svavars Gestssonar í gærkvöldi. Svavar minntist fyrr í lokaræðu sinni mikið á Vilmund Gylfason og kosningabaráttu hans. „Vilmundur hefur á undanfömum árum orðið býsna þekktur fyrir það að fara fram með miklum hávaöa í íslenskum stjórnmálum.” „Vilmundur Gylfason er í rauninni alltaf að sprengja. Hann er að sprengja reyksprengjur og fer fram með hávaða og gerviróttækni í orði. Undir niðri leynist hægfara og ihalds- samur krati, afsprengikerfisins.” Svavar fór síðan nokkrum oröum um Jón Baldvin Hannibalsson og kvað hann undariega mikið fyrir það að bregða sér í dýragarða. „Hann nefndi flóðhesta þegar hann var að tala um Vilmund vin sinn og fyrir nokkrum vik- um hélt hann kappræðufund við tófu- vinafélagið í Sigtúni,” segir S vavar. -JGH Mikið fjölmenni sótti stjóramálafund DV og var Háskólabíó troðfullt. Setið var í sætum, staðið á göngum og auk þess sjónvarpað til þeirra sem vora i anddyri. „NIÐURTALNINGIN REYNST LEIFTUR- SÓKN FRÁ REAGAN” — sagði Jón Baldvin Hannibalsson „Við vitum það öll að það hefur orðið trúnaðarbrestur á milli stjórnmála- manna og almennings. Stór hiuti þjóðarinnar hefur orðið fyrir sárum vonbrigðum. Við skulum öll láta í ljósi þá' von sameiginlega að íslenskir stjómmálamenn endurreisi trúnaö sinn og endurveki traust sitt hjá þess- ari þjóð en þeir þurfa svo sannarlega að vinna fyrir því,” voru lokaorð Jóns Baldvins Hannibalssonar í gærkvöldi. Jón hafði áður minnst í lokaræðu sinni á Svavar Gestsson og hinn fyrir- hugaöa fund þeirra í Sigtúni, þar sem Svavar hafnaði þátttöku. „Skolli sjálf- ur þorði ekki út úr greninu.” Jón Baldvin gerði einnig aö umtals- efni niðurtalningu Framsóknarflokks- ins og sagði að sér væri ávallt hlátur í hug þegar hún væri nefnd. Meginor- sökin fyrir batanum árið 1981 kvað Jón vera góða stöðu dollarans. „Með öör- um orðum niðurtalningin er þá eftir allt saman, loksins vitum við það, leiftursókn frá Reagan i Hvíta hús- inu.” Jón gerði síðan núverandi ríkisstjóm að umtalsefni og að enginn hefði verið henni til vamar á fundinum. „Það er nú þannig að þegar Gunnar Thorodd- sen, sem hefur boriö höfuð og herðar yfir þá í Sjálfstæðisflokknum, hefur gengið út af sviðinu vill enginn við hann kannast lengur af þessum sem hann lyfti til valda og sem nutu náðar- sólarvaldanna með honum og böðuðu sig í ljósinu,” sagði Jón Baldvin. -JGH „ERUM AÐ TALA GEGN FLOKKUNUM FJÓRUM” „Við emm að tala gegn þessu flokks- valdi, gegn flokkunum fjómm. Ég segi ykkur það skiptir engu höfuömáli á laugardaginn hver þeirra vinnur. Þeir skipta þessu með sér eins og þeir hafa gert. Það sem að skiptir máli er að búa til nýjar rásir. Það sem skiptir máli er að þetta flokkakerfi sem við höfum bú- ið við verði umskapaö. Bandalag jafnaðarmanna er alvar- — sagði Vilmundur Gylfason legasta tilraun sem gerð hefur verið í sögu lýðveldisins til að umskapa flokkakerfiö og færa það nær fólkinu. Ég segi ykkur, þetta er hægt, það er komið undir árangri okkar á laugar- daginn, við verðum aö treysta á ykkur en þetta er hægt.” Þetta vom lokaorð Vilmundur Gylfasonar í gærkvöldi. Vilmundur hafði áður í lokaræðu sinni lýst ríkisafskiptastefnu sem nú vairi yfirgengileg í íslensku efnahags- lífi. Hann sagði það mikilvægt að ríkis- valdið komi hvergi nærri í samningum um kaup og kjör og fiskverð. „1 dag er þetta rikisafskiptastefna í þágu mestan parts ónýts atvinnu- rekstrar. Ög það er þar sem sósíalismi Sjálfstæðisflokksins og sósíalismi Alþýðubandalagsins hittast fyrir í sama rúminu. Og það er í þessum grandvallaratriðum sem á þessum f lokkum er enginn munur. ’ ’ Vilmundur minntist síðan á vald stjórnmálaflokkanna og setu stjóm- málamanna í ríkisbönkum, í Fram- kvæmdastofnun, í útvarpsráði og fleiri valdamiklum stofnunum og ráð- um. „Og hugsið ykkur ef að allt þetta vald lenti hjá einum flokki, hundrað manna sveit. Þá hjálpi okkur guð.” JGH Erum séitiæfðir i HAT og CUROEN BIFREIÐAU|VERKSTÆÐIÐ hnastés SKEMMUVEGI 4 K0PAV0GI SIMI 77840 IÞROTTA- SKÚR með franskn læsingu / stærðum 26-35. -,3B Verð kr. 380. Póstsendum. TOPP, ®^SKÓRTNN "/AT VELTUSUNDI 1 21212 Domus Medica, Simi 18519. Þingmenn úr DanKaraoum og sjóðsstjómum Alþýðuílokkurinn KRONURUT Philips frystikistur. 260 OG 400 LÍTRA. Heimllístækl hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.