Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Blaðsíða 44
27022 AUGLYSINGAR SÍÐUMÚLA 33 S/WÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 AFGREIÐSLA 86611 RITSTJORN SÍÐUMÚLA 12—14 Réttarhöld í máli skipstjórans á Einari Benediktssyni: Framvísaði öðru haffæris- skírteini Fiskiskipiö Einar Benediktsson BA, sem varöskip kom meö til Hafnar- fjaröar í síðustu viku að beiöni Siglingamálastofnunar, mun aö öllum líkindum halda á djúprækjuveiöar þegar lokiö er viö lagfæringar þær sem Siglingamálastofnunin óskaöi eftir aö geröar yröu á skipinu. Er veriö aö vinna viö þær núna og skipið verður tilbúiö á veiöar aftur einhvern næstu daga. Fram kom í réttarhöldum vegna töku skipsins í síöustu viku aö þaö var ekki haffærisskírteinislaust. Skipstjór- inn lagöi fram í réttinum annað skír- teini, undirritaö af Hjálmari Bárðar- syni siglingamálastjóra. Starfsmaður Siglingamála- stofnunarinnar afhenti skipstjóranum þaö í Vestmannaeyjum í vetur þegar skipiö var tekið þar við meintar ólög- legar veiöar og beðiö var úrskuröar um hvort Einar Ben væri togari eða fiskibátur. Skírteinið gilti fyrir eina ferö til Reykjavíkur. Á því var engin dag- setning um hvenær ferðin þangaö ætti aö hefjast eða hvenær henni ætti að ljúka. Siglingamálastofnunin aftur- kallaöi ekki hitt haffærisskírteini skipsins um leið og þaö nýja var afhent, og sagöi skipstjórinn fyrir rétt- inum aö hann teldi sig ekki hafa veriö brotlegan með bæöi þessi plögg undir höndum. -klp- Rútubflstjóri grunaðurum ölvunarakstur Rútubílstjóri á áætlunarleiöinni Reykjavík — Olafsvík var tekinn í Stykkishólmi á laugardag grunaöur um ölvun viö akstur. Hann hafði þá ekið alla leiö frá Reykjavík. Farþeg- amir gerðu sér þetta ljóst eftir aö rút- an var farin frá Reykjavík og kæröi einn farþeganna bílstjórann í Stykkis- hólmi. Lögreglan tók hann þar úr um- ferö en vörubílstjóri var fenginn til að Ijúka ferðinni. Að sögn Ríkarðs Más- sonar, dómsfulltrúa í Stykkishólmi, mun niöurstööu blóörannsóknar aö. vænta innan tíöar. Bílstjórinn er frá Reykjavík. -EA Ríkisstjórnin fliugar braðabirgðalög um húsnæðismál: Hækkun húsaleigu verði takmörkuð — óheimilt verði að kref jast hærri verðbóta á húsaleigu en nemur hækkunum á lánskjaravísitölu Ríkisstjórnin mun á fundi sínum á morgun ræöa hvort setja eigi bráöa- birgðalög um aö húsaleiga fyrir íbúðarhúsnæði hækki ekki meira en almennt kaupgjald: Félagsmálaráð- herra leggur málið fram í ríkisstjórn en gert er ráö fyrir aö forseti Islands gefi lögin út. Meginatriöi væntanlegra bráöa- birgðalaga er aö óheimilt veröi frá 1. október 1982 aö krefjast hærri verö- bóta á húsaleigu fyrir íbúðarhúsnæöi en nemur hækkunum á lánskjara- vísitölu Seölabanka Islands, eins og hún er reiknuð 1. mars., 1. júní, 1. september og 1. desember. Oheimilt veröi aö kref jast hækkunar verðbóta á fjárhæö húsaleigu íbúöarhúsnæöis oftar en ársfjórðungslega. Hækki lánskjaravísitalan á einhverjum framangreindra útreikningsdaga meira en nemur hækkun veröbóta á laun, skuli hækkun verðbóta á húsa- leigu takmarkast viö hækkun verð- bóta á laun. Gert er ráö fyrir aö lögin öðlist þegar gildi og gildi til 1. júní 1984. Til bráðabirgða veröi ákvæði um aö hækkun á húsaleigu íbúöarhúsnæðis á tímabilinu frá 1. október 1982 til gildistökudags megi aö hámarki nema 23,6%. Hafi slík húsaleiga veriö hækkuö fram yfir þaö skuli mismunurinn teljast vaxtalaus inn- eign leigutaka hjá leigusala og renna til greiðslu á húsaleigu þeirri sem leigutaka ber næst aö greiöa leigu- sala. -JBH. Ný þjóðhagsspá 1983 Kaupmáttur rýrnar um 8% Otlit er fyrir að þjóðarfram- leiðsla dragist saman um 4,5—5,5% á árinu 1983. Einnig aö kaupmáttur tekna rýrni að meðaltali um 8% frá fyrra ári, eða um 10% á hvem vinnufæranmann. Þetta kemur m.a. fram í nýrri þjóðhagsspá Þjóöhagsstofnunar fyrir árið 1983. I spánni er enn fremur gert ráö fyrir talsverðum halla á viöskipt- um viö útlönd, eöa um 4%. Greiðslubyröi af erlendum lánum nam 21,4% af útflutningstekjum á síðasta ári. I þessari spá Þjóðhags- stofnunar er gert ráð fyrir sama hlutfalli áriö 1983, vegna skulda- aukningar. Þá kemur fram í spánni aö halli á vöruskiptajöfnuði veröi nú um 10— 11% af útflutningstekjum, í staö 22% í fyrra. Stafar þetta af auknum vöruútflutningi og 6% samdrætti í vöruinnflutningi. Loks er gert ráö fyrir 3% bata á viðskiptakjörum, sem stafar eink- um af lækkun oliuverös og hækkun á áli og kísiljámi. -JSS Áhyggjuraf ófærð Víða um land em menn farnir aö hafa áhyggjur af færð á vegum á . kjördag næstkomandi iaugardag enda segir Veðurstofan aö allt bendi til áframhaldandi norðan- áttar meö éljum norðanlands fram á kjördag. Friðjón Þórðarson dómsmála- ráöherra sagöi í morgun aö í ráðu- neyti sínu væru menn famir aö hugleiða bráöabirgöalög. „Fólk verður aö geta kosið,” segir ráð- herrann. Hann sagði að helst kæmi til álita aö bæta sunnudeginum við semaukakjördegi. Undirkjörstjórnir hafa rétt til þess aö fresta kosningu um allt að viku enda komi til samþykki yfir- kjörstjómar. Ein slfk frestun, jafn- vel í lítilli sveit, myndi valda því að úrslit annars staðar af landinu mætti ekkibirta. Astand samgöngumála er alvarlegast á norðausturhomi . landsins. Þar er mikill snjór en mokstur að hefjast. Vegageröin mun leggja sig alla fram um snjó- mðning fyrir helgina. Á blaðsíöu 3 er einnig fjallaö um ófærðina og kosningarnar. -KMU. Falklands- eyingarnir komnir Hingað til lands er komin fjöl- skylda frá Falklandseyjum. Það eru hjónin Dennis og Margareth Humphreys ásamt dóttur þeirra, 10 mánaða. Hyggjast þau setjast að á íslandi. Þau eru bresk að uppruna og hafa starf- að við landbúnað á Falklands- eyjum og hyggjast starfa í þeirri grein hérlendis. Þau hafa þegar fengið nokkur atvinnutilboð. Þau komu hingað til lands fyrir milligöngu pennavinar síns, Guðrúnar Jónsdóttur. ás-DV-mynd: Einar Ólason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.