Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Síða 28
KOSNINGAFUNDUR DV KOSNINGAFUNDUR DV 28 DV. RUÐVKUDAGUR 20. APRIL1983. KOSNINGAFUNDUR DV FYRIRSPURNIR A KOSNINGAFUNDIDV Mikill fjöldi fyrirspurna barst á hinum fjölmenna kosningafundi DV, sem haldinn var í Háskólabíói í fyrrakvöld. í blaðinu í gcer birtust framsögurœður talsmanna allra listanna í Reykjavík auk lokaorða þeirra á fundinum. Vegna plássleysis var aðeins unnt að birta hluta fyrirspurnanna á fundinum. Við bœtum úr þessu nú og birtumþær fyrir- spurnir, sem bíða þurftu. Eins og fram kom í DV í gœr, var mikil stemmning á fundinum og rœðumenn sóttu og vörðust fimlega. Fundar-' gestir voru vel með á nótunum og spurðu um hin fjölbreyttustu efni, svo sem sjá má hér á síðunum. -JH. Dæmi um vald- dreifingu Jónína Sverrisdóttir spurði Guðrúnu Agnarsdóttur: Getur fulltrúi Kvenna- listans gefið dæmi um valddreifingu í verki? „Valddreifingin verður misjöfn eftir aðstæðum og málaflokkum en ég get tekið dæmi um skóla. Þar til dæmis gætu foreldrar, böm, kennarar og skólastjóri ráðiö um það hvemig fjár- munum yrði ráðstafað sem best í þágu skólans ef búið væri að fullnægja ein- hverjum ákveðnum lágmarkskröfum. I stað þess að nú eru það miðstýrðar ákvarðanir sem kennarar og skóla- stjórar hafa lítinn sveigjanleika til að breyta og foreldrar ráöa nánast engu. Það væri eitt dæmi sem ég gæti tekið,” sagði Guðrún. Þjóðnýtingar- áformin Jóhann Lámsson spurði Svavar Gestsson: Hvernig standa þjóö- nýtingaráformin gagnvart olíufélögun- um, Lyfjaverslun ríkisins og tryggingafélögunum eftir margra ára samfellda stjórn Alþýöubandalagsins? „Við höfum nú ekki verið einir í stjórn þannig að við höfum orðið að sæta því aö gera samkomulag við ýmsa aðila. Að því er varöar olíu- verslunina þá hefur Framsóknar- flokkurinn staöiö mjög dyggilega vörö um hana vegna þess að hann á þar hagsmuna aö gæta. Að því er varðar sameiningu bankanna, sem við höfum lagt mikla áherslu á, til dæmis að sam- eina rikisbankana, þá hefur Sjálf- stæðisflokkurinn staðið þá vakt mjög dyggilega, meðal annars í núverandi ríkisstjórn. Að því er varðar hins veg- ar Lyfjaverslunina þá hefur miðað i áttina, annars vegar með því að það hefur verið tekin um það ákvörðun að Háskóli Islands rekur nú Reykjavíkur- apótek og svo hitt að Lyfjaverslun ríkisins er nú komin undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytiö og er þannig hluti af hinni almennu heil- brigðisþjónustu í landinu. Þetta eru skref í áttina en fleiri verða að sjálf- sögöu stigin um leiö og við höfum afl til, sem viö munum vonandi fá áður en mjög langur tími líöur,” sagöi Svavar. Siglt undir f ölsku f laggi? Steinn Bollason spyr Jón Baldvin Hannibalsson: Nú er það mál manna að þú sért svokallaður hægrikrati, það er aö segja hallur undir Sjálfstæðis- flokkinn. Finnst þér ekki að þú siglir undir fölsku flaggi, þegar þú ert í framboði fyrir Alþýöuflokkinn? „Steinn Bollason, heldur þú að maður eins og Helmuth Schmidt sigli undir fölsku flaggi sem sósíaldemó- krati. Það held ég ekki. Spumingin um samstarf við Sjálfstæöisflokkinn er stærra mál en þetta. Spumingu um stjórnarmyndun eftir kosningar er ekki í höndum okkar aö svara, hún er í höndum ykkar. Ég hef hins vegar sagt að reynsla aiþýðuflokksmanna af sam- 0JHITACHI I HÖRKUTÓLIN FAGMANNINUM TIL HEILLA Umboðsmenn fyrir Hitachi- rafmagnsverkfæri: REYKJAVÍK: Byggingavörur, Armúla REYKJAVÍK: O. Ellingaen, Ananaustum KÓPAVOGUR: Bykö HAFNARFJÖRÐUR: Lækjarkot AKRANES: Múlningarþjónustan BORGARNES: Kaupfélag Borgfirðinga STYKKISHÓLMUR: Kaupfilag Stykkishölms PATREKSFJÖRDUR: Rafbúö Jónasar P6r ÍSAFJÖRDUR: Póllinn hf. BOLUNGARVÍK: Jón Fr. Einarsson SAUÐÁRKRÓKUR: Rafsjá ÓLAFSFJÖRÐUR: Versl. Valberg AKUREYRI: Norðurljós HÚSAVÍK: Bókeverslun Þórarins Stefánssonar SEYÐISFJÖRDUR: Stálbúðin EGILSSTAÐIR: Versl. Fell HÖFN, HORNAFJÖRDUR: Kristall VESTMANNAEYJAR: Brimnes SELFOSS: G.A. Böðvarsson KEFLAVÍK: Stapafell t Dieselvélar hf. Suðurlandsbraut 16 105 — Simi 35200. starfi við Alþýöubandalag og Framsóknarflokk er slæm. Reynsla þjóðarinnar er að samstjóm þessara flokka er slæm. Reynslan af samstarfi alþýöuflokksmanna við Sjálfstæðis- flokkinn í viðreisn var góð. Ég hef enga fordóma gegn því að vinna með sjálf- stæðismönnum, en það er á hreinu aö þeir svari nú skýrt og skilmerkilega: i em þeir tilbúnir að leggja niður| Framkvæmdastofnun ríkisins, eruj þeir tilbúnir að stokka upp land-( búnaðarmálin?” svarar Jón Baldvin. Hannibalsson. Skilyrði fyrir stjórnar- samstarfi Ragnar A. Þórsson spurði Vilmund Gylfason: Ætlar þú að gera kröfuna iðnað, að stórefla íslenska framleiðslu. Ég tók það fram, einmitt þegar ég var , að útlista stefnu hinnar hagsýnu hús- móður, að hún framleiðir sem mest heima og nýtir það sem hún á. Það er bæði atvinnuskapandi og gjaldeyris- sparandi,” sagði Guðrún. Aukið heildar- fylgi jaf naðar- stefnunnar? Ásgeir R. Helgason spyr Jón Baldvin Hannibalsson: Er það rétt aö framboð Vilmundar sé meðvitað klofningsfram- boð til að auka heildarfylgi jafnaðar- stefnunnar? „Spurningin er hvort framboð Vil- mundar sé meðvitað yfirleitt. Ég er Atvinnurek- endurfáiað fara á hausinn Grétar Jónsson spurði Friðrik Sophusson: Er flokkur yðar því fylgjandi að arðsemissjónarmið ráði í fjárfestingum og að þeir atvinnurek- endur fái að fara á hausinn sem ekki em menn til að reka fyrirtæki sín arð- vænlega? „Okkar stefna er sú að það sé stjóm- valda aö sjá fyrir því að þaö séu rekstrarskilyrði fyrir atvinnuvegina, það sé þeirra skylda og að því beri þau að starfa. Hins vegar eigi stjómendur fyrirtækja og fólkið sem vinnur í fyrir- tækjum að sjá svo til að fyrirtækin séu vel starfandi og samkeppnin að láta þá Ræðumenn á kosningafundi DV í fyrrakvöld vora: Jón Baldvin Hannibalsson af A-lista, Olafur Jóhannesson af B- lista, Vilmundur Gylfason af C-lista, Friðrik Sophusson af D-lista, Svavar Gestsson af G-lista og Guðrún Agnars- dóttir af V-lista. Á myndinni er Guðrún i ræðustóli. um aðgreiningu löggjafarvalds og framkvæmdavalds að skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi ef þú kemst á þing? ,,Svarið er já. Og þaö er meira en það. Bandalag jafnaðarmanna, hvort sem við verðum nú einhver, mörg eða fá, sem komum til með að sitja á Al- þingi, munum sjálf haga okkur í smáu og stóru eins og við erum að leggja til að menn og konur hagi sér í stjórnkerf- inu. Okkar fólk, sem veröur í lög- gjafanum, mun hvergi koma nálægt framkvæmdavaldsstöðum á sama tíma. Og ég skal segja ykkur í þeim efnum: Ég hef séð of mikiö,” sagði Vil- mundur. Afstaða til innflutnings Margrét R. Guðmundsdóttir spurði Guðrúnu Agnarsdóttur: Hver er af- staöa hinnar hagsýnu húsmóður til inn- flutnings? Ber hún meiri virðingu fyrir heildsalanum en barninu? „Við leggjum áherslu á íslenskan ekki alveg viss. Nei, við höfum ekki borið saman bækur okkar, við Vil- mundur, um þetta. Við höfum að vísu oft lýsteftirþví út af hvaða ágreinings- málum Vilmundur yfirgaf Alþýðu- flokkinn. Við vitum ekki hver þau eru. Það er ekki ágreiningur um það mark- mið að skilja betur milli löggjafar- valds og framkvæmdavalds. Alþýðu- flokkurinn hefur lagt fram tillögur um að leggja niður stofnanir eins og Fram- kvæmdastofnun. Alþýðuflokkurinn hefur ekki skipað þingmann í banka- ráð ríkisbanka og í stjórnarskrárnefnd höfum við reynt aö draga skilin milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds betur. Þaö er hins vegar nýja tillagan, patentlausnin um hinn þjóðkjörna for- sætisráöherra, sem er ný hjá Vil- mundi. Hún var að vísu mikið rædd innan Alþýðuflokksins en henni var hafnað þar eftir rækilegar rökræður vegna þess að hún er röng. Hún leiðir ekki til réttrar niðurstöðu. Því miður, þetta er ekki ráðabrugg milli okkar Vilmundar, hann anaði út í þetta alveg einn og án samráðs við okkur,” svarar JónBaldvin Hannibalsson. starfa áfram sem starfa vel. Hinir, sem ekki geta starfað í samkeppninni, eiga að fá að fara á hausinn,” sagði Friðrik. Stöðvalauna- og verðhækk- anir með lagaboði? Geir R. Andersen spyr Ólaf Jóhannesson: Ætlar Framsóknar- flokkurinn að halda fast viö þá stefnu sem hann hefur boðað að stjórnarsam- vinna við aðra flokka byggist á aö stöðva launa- og verðhækkanir ákveðið tímabil til dæmis allt að tveimur árum meðlöggjöf? „Framsóknarflokkurinn hefur sett fram þá stefnu að það eigi að setja há- mark á hækkanir. Það hámark verður aö vera þannig gert að þar sé um þrep

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.