Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Síða 40
40 DV. MIÐVHCUDAGUR 20. APRÍL1983. í gærkvöldi í gærkvöldi Valkostir kjósenda Sjónvarpiö og útvarpiö eru nú aö kynna landsmönnum þá einstaklinga sem bjóðast til aö stýra skipreika þjóöarskútunni næsta kjörtímabil. I gærkvöldi gaf að líta frambjóöendur í Reykjavík í sjónvarpi og í út- varpinu var gefið stutt sýnishom af sameiginlegum framboösfundi á Höfn íHornafiröi. Sameiginlegir f ramboðsfundir hafa sett mikið niður í seinni tíö þar sem áheyrendur eru ekki lengur þátttak- endur í fundunum meö fyrir- spumum. Engu aö síður geta ræðu- menn verið nokkuö líflegir, eins og heyra mátti í gær. Vonandi sér sjón- varpið ástæðu til aö gefa áhorf- endum kost á aö fylgjast meö slíkum fundi fyrir kosningar eöa sem skemmtiatriöi á kosninganótt. Þaö er enn í minnum haft þegar sjón- varpið sýndi frá framboösfundinum á Þingeyri íkosningunum 1978. Kynningarfundurinn í sjónvarpinu var einn sá besti af þessu tagi, þrátt fyrir aö Ingva Hrafnj hafi oft fatast stjórnunin. Kjósendur í Reykjavík eiga nú væntanlega auöveldara meö aö ákveöa hvemig þeir vilja verja atkvæöi sínu. Þeir eiga kost á að velja mann sem vill hreinan meiri- hluta fyrir sinn flokk eöa annan sem tekur því með jafnaðargeði ef flokkur hans hverfur af sjónar- sviðinu, þeir eiga kost á að velja um fleiri en einn flokk sem fylgir stefnu hinnar hagsýnu eöa hagnýtu hús- móöur, þeir eiga kost á að velja um tvo flokka sem vilja samstjóm meö Sjálfstæöisflokki, þeir eiga kost á aö velja konu og þeir eiga kost á aö velja mann, þar af einn sem hélt ekki þræöi í svömm sínum í gærkvöldi. Hvaö vilja kjósendur meira ? -ÓEF. Andlát Óskar Halldórsson fyrrv. dósent lést 11. apríl 1983. Hann fæddist í Kóreks- staöagerði í Hjaltastaðaþinghá, N- Múlasýslu, 27. október 1921. Oskar lauk prófi fi Kennaraskóla Islands voriö 1944. Áriö 1956—57 stundaði hann germönsk fræöi viö háskólann í KieL Cand. mag.-prófi frá Háskóla Islands lauk hann áriö 1958. Áriö 1944 geröist hann kennari við Laugamesskólann í Reykjavík og starfaði þar til ársins 1958 en það ár fékk hann stööu viö Kennaraskóla Islands og starfaöi þar til ársins 1964. Lektor í íslenskum bók- menntum við Háskóla Islands varö hann áriö 1968 og síðar dósent. Hann var kvæntur Sigrúnu Ámadóttur og eignuðust þau sex böm. Utför Oskars veröur gerö frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Gróa Þórðardóttir lést 11. apríl 1983. Hún fæddist 14. september 1919 í Eilífs- dal í Kjós, dóttir hjónanna Þórdísar Olafsdóttur og Þóröar Oddssonar. Eftirlifandi eiginmaöur hennar er Guömundur Magnússon, þau eign- uöust tvær dætur. Utför Gróu veröur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Geir Benedikt Egill Benediktsson lést 13. apríl 1983. Hann fæddist 16. maí 1897 í Skíösholtum Hraunhreppi, Mýrarsýslu. Foreldrar hans vom þau Benedikt Þóröarson og Andreana Guö- mundsdóttir. Geir var kvæntur Sigríði Gottskáiksdóttur. Þau eignuöust þrjá syni. Utför Geirs veröur gerö frá Foss- vogskapellu ídag kl. 16.30. María Símonardóttir, Sólvallagötu 7a, lést 18. apríl í öldmnarlækningadeild Landspítalans, Hátúni lOb. Baldur Guðmundsson fyrrv. fram- kvæmdastjóri, Háteigsvegi 23, lést að morgnil9. apríl. Guörún Jónsdóttir, Lindargötu 28, lést 16. apríl. Guðmundur Einarsson, Skálholtsbraut 5 Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, fimmtu- daginn21.apríl kl. 14. Kristin Gunnlaugsdóttir veröur jarðsungin frá Hmnakirkju föstu- daginn 22. þ.m. kl. 14. Bílferð verður frá Bifreiöastöð Islands sama dag kl. 11. Jón Lámsson vélstjóri, Sólvallagötu 60, verður jarösunginn frá Fríkirkj- unni föstudaginn 22. aprílkl. 13.30. Siguröur Jón Þorláksson bifreiöar- stjóri veröur jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 22. apríl kl. 13.30. Þorbjörg Friöriksdóttir hjúkmnar- kennari, Stigahlíö 37, verður jarösung- in frá Dómkirkjunni föstudaginn 22. aprílkl. 15. Björa Fossdai Hafsteinsson veröur jarösunginn frá Hólaneskirkju, Skaga- strönd, föstudaginn 22. apríl. Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi, sumardaginn fyrsta 1982. Árbæjarprestakall. Fermingarguðsþjónusta í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 og kl. 2. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Ásprestakall. Barna- og fjölskylduguðs- þjónusta hjá Ás- og Laugarnessóknum kl. 11 í Laugameskirkju. Lok bamastarfsins í vetur. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja, Fella- og Hólaprestakall. Fermingarguðsþjónustur í Bústaðakirkju kl. 11 og kl. 14. Altarisganga. Sr. Hreinn Hjartarsson. Fríkirkjan í Reykjavik. Abnenn guðsþjónusta kl. 14. Veislukaffi í umsjá Kvenfélags. Fríkirkjunnar að Fríkirkjuvegi 11, að messu lokinni. Sr. Gunnar Bjömsson. Grensáskirkja. Almenn samkoma fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. Laugameskirkja. Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 á vegum Ás- og Laugar- nessókna. Lok barnastarfsins í vetur. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Seljasókn. Fyrirbænasamvera TindaseU 3, fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sóknarprestur. Frikirkjan í Hafnarfirði. Fermingar- guðsþjónusta kl. 14. Safnaðarstjórn. Bústaðakirkja. Guðsþjónusta kl. 10 sumardaginn fyrsta á 75 ára afmælishátíð Knattspyrnufélagsins Víkings. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Séra Olafur Skúlason dómprófastur. Skemmfanir Sumarfagnaður Húnvetningafélagsins verður haldinn í Domus Medica 20. apríl (síðasta vetrardag) kl. 20.30. Húnvetningafélagið Skemmtun á sumardaginn fyrsta hjá Fóstru- élagi Islands Kaffihlaðborð, kökubasar og leikbrúðusýning verður haldin á sumardag- inn fyrsta, 21. apríl, kl. 14—17 í Fósturskóla Islands við Sundlaugarveg. Allir velkomnir. Breiðfirðingar Sumarfagnaður Breiðfirðingafélagsins verður í Fóstbræðraheimilinu í kvöld, síðasta vetrardag, kl. 21.00. Breiðfirðingafélagið. Skemmtun á sumar- daginn fyrsta hjá Fóstrufélagi íslands Kaffihlaðborð, kökubasar og leikbrúðusýning verður haldin á sumardaginn fyrsta, 21. apríl, kl. 14—17 í Fósturskóla Islands við Sundlaug- arveg. Allir velkomnir! Hátíðahöld í Kópavogi á sumardaginn fyrsta Skátamessa í Kópavogskirkju kl. 11.00. Safnast verður saman við Víghólaskóla kl. 10.30, gengið niður Álfhólsveg og upp í kirkju. E.h. Safnast saman viö Digranesskóla kl. 13.30, ganga leggur af stað ki. 14.00 gengið verður niður Álfhólsveg upp Meltr.öð og inn á Víghólaskólalóðina að sunnanverðu þar sem skemmtun fer fram. Ávarp flytur Rannveig Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Kynnir er Sigurður Lyngdal. Barnakór Kársnes- og Þinghóls- skóla syngur nokkur lög. Leikbrúðuland verður á staðnum. Diskótekið Dísa verður til staðar eftir skemmtiatriðin og sér um fjörið fyrir krakkana. Samkór Kópavogs. Sumarhátíð Félags harmóníkuunnenda Félag harmóníkuunnenda stendur fyrir kaffi og kökuveitingum i Skipholti 70 (húsi Meistarafélags byggingamanna) sumardag- inn fyrsta, 21. apríl, kl. 15.30. Börn koma fram og spila og dansa, auk þess verður fleira til skemmtunar. Allur ágóði rennur til styrktar komu norsku harmónikuhljómsveitarinnar Senja trekkspilklubb hingað til lands í sumar. Allir velkomnir. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferðir sumardaginn fyrsta. 1. kl. 10. Gönguferð á Esju. Byrjið sumarið með gönguferð á Esju. 2. kl. 13. Alfsnes. Létt ganga fyrir alla fjöl- skylduna. Verð kr. 150,- í báðar ferðirnar. Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmið- ar við bíl. Útivistarferðir Á sumardaginn fyrsta, 21. apríl, verða farnar tvær dagsferðir. 1. Þyrill—Sildarmannabrekkur, þar sem finna má sjaldgæfa geislasteina. 2. Hrafnabjörg-Miðsandur, fjöruganga. Langt verður af stað í báðar ferðirnar kl. 13.00 frá BSI bensínsölu. Farþegar verða einnig teknir við kirkju- garðinn í Hafnarfirði. Verð kr. 200,00 en frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Sjáumst. Tápað - fundið Læða tapaðist frá Háaleitisbraut 1 sl. viku tapaðist læða frá Háaleitisbraut 32. Hún er hvít með svörtum og gulbrúnum flekkjum með rautt hálsband. Finnandi vinsamlegast hringi í símá 39164. Tónleikar Háskólatónleikar Átjándu og síðustu tónleikar á starfsárinu 1982—1983 í Norræna húsinu miövikudaginn 20. apríl kl. 12.30. Á efnisskránni eru verk fyrir klarinett og slagverk. Flytjendur eru: Kjartan Oskarsson, klarinett, Reynir Sigurðsson, slagverk. Kjartan Oskarsson stundaði nám í klari- nettuleik hjá Vilhjálmi Guöjónssyni við Tón- listarskólann í Reykjavík og lauk þaöan einleikara- og kennaraprófi 1976. Stundaði síðan nám við Tónlistarháskólann í Vínar- borg, kennarar hans þar voru Rudolf Jettel og Peter Schmidl. Kjartan hefur kennt við Tón- listarskólann í Kópavogi, Franz Scubert Kon- servatorium í Vín og Royndar tónlistarskól- anum i Færeyjum. Reynir Sigurðsson nam við Tónlistarskólann í Reykjavík í Stokkhólmi. Hann er slagverks- ieikari Sinfóníuhljómsveitar Islands. Reynir er kennari við Tónlistarskóla Félags íslenskra hljómlistarmanna. Háskólatónleikar eru haldnir í Norræna húsinu í hádeginu á miðvikudögum. Þeir hefjast klukkan 12.30 og standa venjulega í 30 til 40 mínútur. Aðgangseyrir er 50,- kr. og 30,- fyrir námsmenn. Tónleikar í Hveragerði á sumardaginn fyrsta Kór Dómkirkjunnar í Reykjavík heldur tón- leika í kirkjunni í Hveragerði sumardaginn fyrstakl. 17.00. Með kórtónlist eftir Vittoria, Brahms og Mendelssohn ætlar Kór Dómkirkjunnar að bjóða sumarið velkomið í Hveragerði næstkomandi fimmtudag. Einnig mun EU'n Sigurvinsdóttir syngja einsöng og stjórnandi kórsins, Marteinn H. Friðriksson, leika á orgel. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og er aögangurókeypis. Útgáfukonsert á Borginni Nk. fimmtudagskvöld verður konsert á Hótel Borg. Hljómsveitin GRAFlK er þar að verki, liðsmenn hennar eru örn Jónsson bassi, RAMO söngur gítar og fleira, Hrafn Jónsson trommur, Rúnar Þórisson gítar, Vilberg Viggósson hljómborö. Hljómsveitin mun leika lög af síðustu hljómplötu sinni og kynna efni af næstu plötu sem heitir SYN og kemur út á næstu dögum. Konsertinn stendur yfir frá kl. 21—01 og er aldurstakmark 18 ár. Tónleikar í Hlégarði Næstkomandi fimmtudag, 21. apríl 1983, kl. 20.30 verða haldnir tónleikar á vegum Tón- listarfélags Mosfellssveitar. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran syngur við undirleik Önnu GuðnýjarGuðmundsdóttur. Efnisskrá er fjölbreytt, létt og skemmtileg lög og kammerverk eftir Mozart, Schubert, Schumann, Brahms, Rossini o.fl. Þetta eru fyrstu tónleikar Sigrúnar síðan hún hélt utan til náms, en hún er nú á 3. ári við Guildhall School of Music and Drama í Lon- don. Hún mun ljúka þaðan burtfararprófi í júlí 1984. Aðalsöngkennari hennar núna er Laura Sarti. Áður en Sigrún fór utan stundaði hún nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, undir handleiðslu Rut L. Magnússon. Aðgöngumiðar veröa seldir við innganginn og eru allir velkomnir. Kvikmyndir Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise sýnir miðvikudaginn 20sta og fimmtudaginn 21sta apríl kl. 20.30 í E-sal Regnbogans, Hverfisgötu 54 í Reykjavík, myndina 1789: ljóslifandi sögu Frönsku byltingarinnar. Tilurð myndarinnar „1789”, sem tekin var upp i 13 siöustu sýningum samnefnds leikrits í París í júnímánuði 1973, má rekja til þeirrar löngunar að varðveita þennan frábæra leik- listaratburð. Notaðar voru fimm 16 m/m myndavélar til að mynda þessa miklu leik- húshátíð. Leikurinn fer fram á nokkrum pöll- um umhverfis áhorfendur en röðin kemur líka að þeim og veitist þeim sú ánægja að verða sjálfir leikarar. Hér er sagt frá, sungið um og leikin með látbragði Franska byltingin í upp- höfnu andrúmslofti sameiginlegrar sköpunar. Leikstjóranum Ariane Mnouchkine (sem líka ber að þakka „Moliere”) og gamanleikurum sólarleikhússins hefur tekist vel upp og þau hafa skapað stórverk, jafnt á sviöi leiklistar sem kvikmyndagerðar, lifandi kennslustund í sögu. Fullkominn sjónleikur. Myndin er í lit og tekur um tvær og hálfa stund í sýningu. Allar myndir Kvikmyndaklúbbsins eru sýndar með enskum skýringartextum. Nánari upplýsingar er að fá í síma 17621/2 og 23870. Leiklist Stúdentaleikhúsið á sumardaginn fyrsta Opið hús fyrir böm í Tjarnarbíói frá kl. 15— 18, barnagæsla á staðnum, þ.e.a.s. aðstand- endur bamanna geta skilið bömin eftir frá kl. 15—18. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Síðustu forvöð að sjá Jómfrú Ragnheiði í Þjóðleikhúsinu Nú era aðeins tvær sýningar eftir á rómaðri uppfærslu Þjóðleikhússins á Jómfrú Ragnheiði, nútímalegri leikgerð Bríetar Héðinsdóttur á Skálholti Guðmundar Kamban, og er Bríet jafnframt leikstjóri. Verður næstsíðasta sýningin að kvöldi sumardagsins fyrsta, 21. apríl, og síðasta sýningin verður sunnudagskvöldið 24. apríl og er það jafnframt 30. sýningin á verkinu. Jómfrú Ragnheiður var frumsýnd á annan í jólum og hlaut þá afar góðar viötökur leikhús- gesta og gagnrýnenda sem hrósuðu verkinu í hástert og hlaut leikstjórinn Menningarverð- laun DV fyrir vikið. Tónhstin í sýningunni er eftir Jón Þórarinsson, Sigurjón Jóhannsson gerði leikmyndina og teiknaði búninga, David Walters annaðist lýsinguna. I aðaUilut- verkunum eru Guðbjörg Thoroddsen, Gunnar Eyjólfsson, HaUmar Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Helga Bachmann, Þóra Friöriksdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Hákon Waage, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Árni Tryggva- son. Dagskrá helguð Jónasi Árnasyni Leikfélag MosfeUssveitar, mennmgarmála- nefnd MosfeUshrepps og Álafosskórinn gang- ast í kvöld fyrir dagskrá sem helguð er Jónasi Arnasyni, rithöfundi og fyrrverandi alþingis- manni. Skemmtunm verður í Hlégarði og hefst hún klukkan 21. Leikfélag MosfeUs- hrepps mun flytja valda kafla úr verkum Jónasar og Alafosskórinn syngur ljóð hans. Tilkynningar Hallgrímskirkja Náttsöngur verður í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 22.00. Nemendur úr tónskóla þjóð- kirkjunnar flytja orgeltónUst. Frá Félagi Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík Vegna alþingiskosninganna feUur niður fyrir- hugað spila- og skemmtikvöld félagsins sem áttiað vera23. þ.m. Pólýfónkórinn Reykjavík Pólýfónkórinn með kaffisölu á sumardaginn fyrsta. Pólýfónkórmn efnir til kaffisölu á Hótel Sögu, Súlnasal, á sumardagUm fyrsta, fimmtudag- inn 21. apríl nk. Auk kaffiveitinganna verður hlutavelta með fjölmörgum ágætisvinning- um. Að sjálfsögðu verða einnig skemmtiatriði við aUra hæfi, kórsöngur, einsöngur, tvísöng- ur og hljóðfæraleikur. Meðal þeirra sem þarna koma fram verða: Ásta Thorstensen alt, Ásdís Gísladóttir sópran, Elsa Waage sópran, Friðbjöm G. Jónsson, sem syngur lög Sigfúsar HaUdórs- sonar við undirleik höfundar, tvær ungar stúlkur leika og syngja í léttum dúr og Josef Fung leikur á gítar. Fjölskylda Hjálmtýs Hjálmtýssonar mun syngja, en dóttirin í fjöl- skyldunni er betur þekkt undir nafnrnu Diddú. Þá mun hljómsveitin KOS leika lauflétta tón- list. Pólýfónkórmn væntir góðra undirtekta hjá almenningi eins og aUtaf áður og þakkar stuðnmg við kórstarfið. EngUin verður svik- inn af því að drekka sumarkaffið í Súhiasal Hótel Sögu og njóta fagurrar tónUstar um leið. GleðUegt sumar. 80 ára verður á morgun, fimmtudaginn 21. apríl, Helga Jónsdóttir, Goðheimum 23 Reykjavík. Hún verður aðheiman. Sumardagurinn fyrsti: Tværgöngur íKópavogi Samkór Kópavogs hefur umsjón með hátíðarhöldum sumardagsins fyrsta þar í bæ á morgun. Safnast verður saman við Víghólaskóla kl. 10.30 og gengið niöur Álfhólsveg til skátamessu í Kópavogskirkju, sem hefst klukkan 11. Skrúðganga leggur af stað frá Digra- nesskóla kl. 14, og veröur gengið niöur Álfhólsveg, upp Meltröð og inn á Víg- hólaskólalóðina að sunnanverðu. Þar mun Rannveig Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar, flytja ávarp um kl. 14.30. Barnakórar Kársnesskóla og Þingholtsskóla munu syngja nokkur lög, Leikbrúðuland verður með sýn- ingu og að lokum verður diskótek. Kynnir verður Sigurður Líndal. -EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.