Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Síða 1
dýrðir — ítilefnikomu togaransígær Mikið var um dýrðir á Hólmavík i gær, þegar hinn nýi skottogari Hólmadrangur FI-70 landaði þar i fyrsta sinn, tæplega 70 tonnum. Efnt var til mikillar móttökuathafnar vegna komu togarans. Um miðjan dag i gær fengu viðstödd börn að fara um horð til að skoða skipið en i gærkvöldi var haldið mikið hóf þar sem nýbygging frystihússins á staðnum var formlega tekin i notkun. Loks var haldinrt dansleikur i félagsheimilinu. i dag áforma eigendur togarans, að bjóða ibúum Hólmavikur og nágrennis í skemmtisiglingu. Fyrirtækið, sem rekur togarann er Hólmadrangur hf. Það er i eigu Hólmavíkur, nokkurra aðila á Hólmavik og nágrannahrepp- anna. Formaður þess er Jón E. Alfreðsson kaupfélagsstjóri en framkvæmdastjóri Þorsteinn Ingasort. -JSS/KJ. Hólmadrangur f&num prýddur i Hólmavíkurhöfn i gœr. Geir fær umboðið Vigdís Finnbogadóttir, forseti Is- lands, afhenti í morgun Geir Hall- grímssyni, formanni Sjálfstæðis- flokksins, umboð til myndunar ríkis- stjórnar. Geir kom til fundar við for- seta á Bessastööum klukkan eilefu í morgun. Mikill ágreiningur er sagöur innan Sjálfstæðisflokksins um hver leiða eigi viðræður um myndun nýrrar ríkisstjómar af háifu flokksins. Enn eru allar leiðir sagðar opnar og rætt um að Sjálfstæöisflokkurinn fari ýmist í samstjóm með Framsóknar- flokki einum, Alþýðuflokki og Kvennalista, eða Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Búist er við að forseti muni leggja áherslu á að viöræðum flokkanna um stjómarmyndun verði hraöaö eins og kosturer. -ÖEF. DV-mynd Kristján Jóhannsson. Ibúdin seld án vit- undar eigendanna —og með ísölunni fylgdi mestallt innbú þeirra Sá fáheyrði atburður gerðist nýverið að íbúð sem íslensk hjón áttu úti í Kaupmannahöfn var tekin og seld án þeirra vitundar. Með í söl- unni fylgdi mestallt innbú þeirra er veriðhafðiííbúöinni. „Við eignuðumst þessa 80 m2 íbúð þegar við dvöldum um skeið í Kaup- mannahöfn,” sagði konan sem átti íbúöina, er DV ræddi við hana í gær. Hún hefur óskað nafnleyndar um sinn. „I haust settum við hana svo í sölu hjá fasteignasala í Kaupmanna- höfn. Hann taldi góðar horfur með sölu og kvaðst mundu selja hana á u.þ.b. þremvikum. Um þetta leyti kom að máli við okkur danskur kunningi okkar, sem sagði okkur að þaö væri langeinfald- ast fyrir okkur að gefa sér umboð tii að skrifa undir sölusamninginn, okkur fannst þetta óþarfi en þar sem hann varaði okkur mjög við dönskum fasteignasölum og sagði þá marga varasama í viðskiptum létum við tU leiðast og gáfum honum sölu- umboð. Nú leið mánuður eftir mánuð og ekki seldist íbúðin. Við höfðum fregnað að fólk skoöaöi hana mikið en heyrðum aldrei frá því. Loks var mér farin að leiðast biðin og hafði samband við annan kunningja okkar í Kaupmannahöfn, en sá hafði lykla að íbúðinni. Hann sagði mér þá að íbúðin hefði verið seld fyrir þó nokkuð löngu og fólkið væri flutt inn. Ég hringdi strax í manninn sem . hafði söluumboðið. Hann kvaðst haf a selt íbúðina fýrir 400.000 krónur og megnið af innbúinu fyrir 5.000 krónur danskar. I gær barst mér svo bréf frá honum, þar sem hann áréttaði þetta og kvað söluverð íbúðarinnar ekki hafa dugað tU að greiða ýmsan ónefndan kostnað úti í Kaupmanna- höfn. Viö eigum sumsé ekki að sjá krónu af henni né innbúinu. Við höfðum látið endurnýja íbúðina að miklu leyti. Húsgögnin voru ný eða nýleg og flest keypt hér heima. Ég hef hringt í verslanir hér og fengið upp verð á nýjum sams konar húsgögnum sem kosta samtals 230 þúsund krónur. Samkvæmt þessari „sölu” úti í Kaupmannahöfn fengjum við rúmlega 14 þúsund íslenskar krónur fyrir húsgögnin okkar þar. Að auki var m&ið af persónulegum skjölum í íbúðinni, sem við vitum ekki hvar eru niður- komin núna. Eg kæri málið til Rannsóknar- lögreglunnar klukkan tvö í dag. Ég hef fengiö mér til aðstoöar lög- fræðing hér heima og annan úti i Kaupmannahöfn, því ég er ákveðin í að reyna að fá söluna ógilta með öllum tiltækum ráðum,” sagði við- mælandi DV að lokum. -JSS. Hólmadrangurlandaði í fyrsta sinn íheimahöfn: Þríöjahæsta mannvirki landsins félltiljaröar — sjá bls. 2 Skyriöog mysingurínn —séríega hollfæöa — Neytendur, bls.8 Kúluraðhúsin —hvemig lítaþauút? — sjá bls.3 Vinsælda- listamir — sjá bls. 37

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.