Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Qupperneq 7
DV. FÖSTUDAGUR 29. APRlL 1983. Útlönd Útlönd Útlönd 7 Útlönd Líta ber á hina horfnu sem dána — segir herforingjastjórnin í Argentínu um þær þúsundir sem horfið hafa í „óheiðarlega stríðimT gegn vinstri skæruliðum Herforingjastjórnin í Argentínu hef- ur tilkynnt landsmönnum aö telja beri af þær þúsundir manna sem hurfu sporlaust í „hreinsiuium” hersins gegn vinstrisinna skæruliðum á siöasta ára- tug. Mannréttindasamtök ætla aö á milli sex þúsund og þrjátíu þúsund manns hafi horfið í „óheiðarlega stríðinu”, eins og Argentínumenn kalia það. Margt af þessu fólki hvarf eftir aö það hafði verið „handtekið” af mönnum sem gáfu sig út fyrir að vera úr öryggislögreglunni. Herforingjastjórn ber á móti fregn- um um að yfirvöld hafi í haldi með leynd fanga í sérstökum fangabúöum eða fangelsum. Kynnt var í útvarpinu í gær skýrsla um aðgeröirnar gegn skæruliðunum og um leið var tilkynnt að telja bæri hina horfnu af, nema þá sem dveldu í útlegð eða færu huidu höfði. Skýringin á þessum mannshvörfum var sögð liggja í því að herinn gæti ekki boriö kennsl á alla þá skæruliöa sem fallið hefðu í skærum við hermenn og eins í innbyrðis átökum skæruliða. Ennfremur var því haldið fram að margir hefðu skipt um nöfn og látið sig hverfa til þess að forðast ofsóknir eða hefðu einfaldlega flúið land. Ekki var sagt hve margt fólk hefði verið tilkynnt horfið en sagt var að senn yrði lagður fram listi af innanrík- isráðuneytinu þar yfir. Jafriframt var lofað að birta skrá yfir þá sem hinu ppinbera hefði tekist að upplýsa hvaða afdrif hefðu hlotið og einnig aðra skrá yfir þá sem afplánuöu í fangelsum dóma fyrir skæruliöastarfsemi eða biðu dóms. I skýrslunni var viðurkennt að ein- hver brögð hefðu verið að því að her- menn hefðu brotið gegn mannrétt- indum: Engin dæmi voru þó tilgreind þarum. Um þúsund manns úr mannrétt- indasamtökum efndu tii mótmælaað- gerða fyrir utan forsetahöllina í Buenos Aires í gær. Bar þetta fólk spjöld með myndum af horfnum ást- vinum. Geröi það aðsúg að lögreglu- stjóranum, sem í sömu mund yfirgaf höllina. Hinar grátandi mæður, eins og þær hafa verið kallaðar, konurnar sem oft koma saman á aðaltorginu í Buenos Aires kallandi eftir skýringum á hvarfi sona sinna. Á leið á norðurpólinn ítalski blaðamaðurinn Ambrosio Fogar, sem stefnir að því að verða fyrstur manna til þess aö ferðast fótgangandi til norðurpólsins, ætti að ná því takmarki sínu á mánu- daginn. Hann er sagöur orðinn mjög þreyttur og hefur létt af sér öllum þyngstu byrðunum. Ber hann að- eins léttan bakpoka. Fogar (41 árs) hóf gönguferð sína 13. mars. Hann hóf að æfa sig fyrir þessa för í Nepal fyrir f jórum árum, og hefur tvívegis siglt einn á báti umhverfis hnöttinn. Breski ævintýramaðurinn David Hempelman-Adams (26 ára) varð að gefast upp við sína tilraun fyrr í mánuöinum, eftir að hann hlaut byltu og rifbrotnaði. Hann hafði auk þess lent í vondum veðrum. Einhver brögð kunna að hafa verið að því að herinn hafi brotið gegn mannréttindum, var viðurkennt í skýrslu argentinskra yfirvalda um aðgerðirnar gegn skæruliðum. Skeifan 11. Sími 31550 Só/uð radia/ sumardekk zS FÖSTUDAGSKVÖLD I JliHUSINU 11 JliHUSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 10 í KVÖLD Glæsilegt úrval húsgagna á 2. og 3. hæð. MATVÖRUR FATIMAÐUR HÚSGÖGN RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála Jli A A A A Á A % ED E3 d Ea E ZJ E3UHi3jT> DjCSElJ [3 ■ uiiriiiftaiiHiiiiii'iiii Jón Loftsson hf. ________________ Hringbraut 121 Sími 10600 OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 9-12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.