Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Side 26
34
DV.FÖSTUDAGUR29. APRÍL1983.
Andlát
Kristin Gísladóttir lést 20. apríl 1983.
Hún fæddist aö Hrútsstöðum í Flóa 18.
júní 1908, foreldrar hennar voru
Kristín Jónsdóttir og Gísli Brynjólfs-
son. Kristín ólst upp hjá móðurömmu
sinni, Kristínu Hannesdóttur í Meðal-
holtum. hún giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum, Lárusi Salómonssyni,
11. september 1932. Þau eignuðust sex
böm og eru fimm þeirra á lífi. Kristín
varöur jarðsungin frá Bústaðakirkju í
dagkl.15.
Ingvar Jóhannsson, Hvítárbakka
Biskupstungum, verður jarðsunginn
laugardaginn 30. apríl frá Skálholts-
kirkju kl. 14. Jarðsett verður í Bræðra-
tungu.
Viðar Kristinsson, Greniteigi 13 Kefla-
vík, verður jarðsunginn frá Kirkju-
vogskirkju, Höfnum, laugardaginn 30.
apríl kl. 14.
Jón Guðmundsson frá Norðurgarði
Mýrdal, verður jarösunginn frá Skeið-
flatarkirkju laugardaginn 30. apríl kl.
15. Bílferð veröur frá Umferðarmið-
stöðinnikl 11 árdegis.
Sigurlaug Sigurjónsdóttir frá Steinnesi
verður jarðsungin frá Þingeyrarkirkju
iaugardaginn 30. apríl kl. 14.
Bjami Matthíasson, Fossi Hrana-
mannahreppi, verður jarðsunginn frá
Hrunakirkju laugardaginn 30. apríl kl.
13. Jarðsett verðurí Tungufelli.
Ölöf Sigfúsdóttir, Aöalbóli verður jarð-
sungin frá Staðarbakkakirkju í dag
föstudaginn 29. apríl.
Sigrún Júnía Einarsdóttir, Hörgsási 4
Egiisstöðum, verður jarðsungin á
morgun, laugardaginn 30. apríl, kl. 14.
Garðar Guðnason, Eyrargötu 6 Siglu-
firði, verður jarðsunginn frá Siglu-
fjarðarkirkju laugardaginn 30. apríl
kl. 14.
Ingvar Jónsson, Hrafnistu, sem andaö-
ist 19. apríl, verður jarösunginn frá
Fossvogskirkju mánudaginn 2. maí kl.
16.
Ólina Hólmfríður Sigvaldadóttir frá
Syröi-Gunnólfsá lést í elli- og hjúkrun-
arheimilinu Hombrekku, Olafsfirði,
laugardaginn 23. apríl. Jarðarförin
verður frá Olafsfjarðarkirkju laugar-
daginn30. aprílkl. 14.
Gyða Eggertsdóttir Briem lést 28.
apríl á Vífilsstöðum.
Gyða Hinriksdóttir lést í Borgar-
spítalanum 27. apríl síöastliðinn.
Ágústa Sigríður Guðjónsdóttir,
Þrastargötu 5 Reykjavík, lést í Land-
spítalanum fimmtudaginn 28. apríl.
Ásgeir Einarsson rennismiður, Tungu-
seli 7 Reykjavík, lést 27. þ.m. á Borg-
arspítalanum.
Tilkynningar
Friðarvika Samhygðar
Nýlega hófst friðarvika sem hreyfingin Sam-
hygö stendur fyrir. I þessari viku munu tugir
Samhygðarfélaga tala við fólk úti um allt land
og gefa öllum kost á því að taka þátt í skrif-
legri áskorun til Islendinga um að miðviku-
dagurinn 4. maí verði dagur án ofbeldis.
Þennan dag skorar Samhygð á alla Islend-
inga að sýna hver öörum umburðarlyndi,
gagnkvæma virðingu og þeir beiti hvorki
sjálfa sig né aðra þvingunum.
Þessi dagur verður fyrsta skrefið í átt til
raunverulags friðar á Islandi og þar með
þjóðfélags sem er laust við hvers kyns of-
beldi.
Samhygð. Hreyfing sem vinnur með lífinu.
Fornleifar í
Mosfellssveit
Guðmundur Olafsson fornleifafræðingur,
starfsmaður Þjóðminjasafns Islands, mun
flytja erindi um fornleifar og fornleifaskrán-
ingu í Mosfellssveit á aðalfundi Sögufélags
Mosfellssveitar fimmtudaginn 5. maí nk.
Fundurinn verður haldinn kl. 8.30 í bama-
skólanum eða rétt við rústir miðaldabænhúss-
ins að Varmá. Boðið verður upp á fornleifa-
kaffi og með því (skyldi það vera skinnhand-
rit frá miðöldum?). Komið, hlustið og
bragðið.
Sögufélag Mosfellssveitar.
Kvenfélag
Langholtssóknar
boðar til fundar þriðjudaginn 3. maí kl. 20.30 í
safnaðarheimilinu. Dagskrá: venjuleg
fundarstörf, skemmtiatriði, myndasýning frá
30 ára afmæli félagsins, kaffiveitingar. Gestir
fundarins verða konur úr kvenfélagi Breiö-
holts. Stjórnin.
í gærkvöldi
í gærkvöldi
Það er af sem áður var
Það vekur furðu mína hvers
vegna Ríkisútvarpið hljóðvarp reyn-
ir ekki að gera dagskrá sína á
fimmtudagskvöldum meira aðlað-
andi en raun ber vitni.
Þetta er eina kvöld vikunnar sem
sjónvarpið veitir ekki samkeppni og
þá skyldi maður ætla að reynt y rði aö
draga hlustendur að viðtækjunum
með einhverju góögæti. En þaö er nú
eitthvaö annaö. Dagskráin er sjald-,
an eins hrútleiðinleg og einmitt á
fimmtudagskvöldum. Það er af sem
.áðurvar, þvíégmanekkibetur en
að í gamla daga hafi allra handa
skemmtileg framhaldsleikrit verið á
fimmtudagskvöldunum og þá var nú
hlustaö. Nú hefur sinfónían fengið
framhaldsþáttinn, hvernig sem á því
stendur, því samkvæmt könnun sem
var gerð hér um árið kom í ljós að
innan viö einn af hundraði hlustenda
hlustaði á sinfóníuna að staðaldri.
Það eru því undarlegar ástæður sem
liggja að baki því að hún skuli fá
besta hlustunartíma sem völ er á.
Annars voru fréttirnarí gærkvöldi
besta efniö það kvöldið. Utvarpið
stendur alveg sérstaklega vel að vígi
sem fjölmiðill, þegar svo stendur á í
þjóðfélaginu sem nú gerir. Með svo
til engum fyrirvara getur það flutt
fréttir af því hvemig hinar pólitísku
þreifingar ganga og hvað sé yfirleitt
að gerast í stjórnarmyndunarmálun-
um. Þetta hlutverk leysa starfsmenn
fréttastofu vel af hendi og er örugg-
lega aldrei eins mikið hlustað á út-
varp hér á landi eins og á kvöld-
fréttatímum.
Ekki skal ég láta unglingaþátt
Helga Más Barðasonar frá Akureyri
gjalda þess sem á eftir honum fylgdi,
þetta er hressilegur þáttur og vinsæll
meðal unglinga eftir því sem ég best
veit.
Sigurður Þór Salvarsson
Æskan — Nýtt
tölublað
I marsblaði Æskunnar er m.a. skýrt frá stofn-
un bókaklúbbs. Askrifendur geta gengið í
bókaklúbbinn og fá við það rétt til kaupa á út-
gáfubókum Æskunnar frá og með árinu 1983 á
félagsverði. Skyldur eru engar aðrar en
skilvísi. I blaðinu segir: Við erum hjartanlega
sammála þeim lesendum Æskunnar sem bent
hafa á að það eigi að gefa ungmennum ekki
síður en fullorðnum kost á að ganga í bóka-
klúbb og fá þannig góöar bækur á hagstæðu
verði. — Við munum kappkosta að gefa út
góðar bækur og fjölbreytt lesefni, sumt
einkum til skemmtunar, annað umhugsunar-
vert. — Lesendur Æskunnar eru á ýmsum
aldri og viö munum reyna að hafa eitthvað
fyriralla.
Þá er sagt frá útgáfubókum Æskunnar í
apríl en þær eru: Kári litli og Lappi eftir
Stefán Júlíusson með myndskreytingum eftir
Halldór Pétursson., Sara eftir Kerstin Thor-
vall, þekktan sænskan rithöfund.
Litsíðum hefur verið fjölgað úr fjórum í
tólf. Litmynd af Línu Langsokk fyigir viðtalið
við Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Það, og fleiri
viðtöl i blaðinu, tók Eðvarð Ingólfsson, rithöf-
undur og blaðamaður Æskunnar.
Spumingar í 1. hluta áskrifendagetraunar
1982 eru birtar í blaöinu. Vinningar í þeim
hluta eru reiðhjól af gerðunum Kalkhoff, Peu-
geot og Winther. Að venju er blaðið fjölbreytt
aðefni.
Kvenfélag
Hallgrímskirkju
heldur sína árlegu kaffisölu í félagsheimili
kirkjunnar nk. sunnudag, 1. maí, og hefst hún
kl. 15, að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni. Fé-
lagskonur treysta á fólk að koma við og kaupa
sér kaffisopa og styrkja meö þvi framgang
kirkjubyggingarinnar. Tekið á móti kökum og
brauöi eftir kl. 10 á sunnudag.
Gideon félagið
Minningarspjöld og gíróseölar eru til staðar í
kirkjum og safnaðarheimilum um mest allt
land.
Fjáröflunarkaffi
til eflingar minningarsjóði Ingibjargar
Þórðardóttur verður sunnudaginn 1. maí kl.
15—17 í safnaðarheimili Langholtskirkju.
vt&h
Ferðalög
Heimili óskast
Oskaö er eftir heimili í sveit eöa strjálbýli fyrir öryrkja meö
framtíðardvöl í huga.
Allar nánari upplýsingar veitir félagsmálactjórinn í Hafnar-
firði í síma 50482.
FÉLAGSMÁLASTJÓRINN
í HAFNARFIRÐI
Ferðir Útivistar um helgina
Á sunnudaginn 1. maí verða tvær ágætar
dagsferðir í boði hjá feröafélaginu Otivist. Kl.
10.30 er ætlunin að ganga yfir Esju. Verður
gengið bæði á Hátind (909 m) og Skálatind
Esjunnar, en mjög langt er síðan slík ferð hef-
ur verið farin. Er tilvalið fyrir allt gönguglatt
fólk að notfæra sér þetta tækifæri. Að sjálf-
sögðu þarf að vera vel skóaður og nestaður
því ferðin tekur allan daginn. Kl. 13 verður
langþráð kræklingaferð í boði. Farið verður
að Maríuhöfn og Búðasandi í Hvalfirði. I
Maríuhöfn var einn stærsti kaupstaður á Is-
landi á 15. öld. Þetta er auðvitað tilvalin ferð
fyrir alla fjölskylduna. Um næstu helgi, 6.-8.
maí, verður helgarferðin Ljósufjöll — Löngu-
fjörur. Ljósufjöli eru hæstu fjöll á Snæfells-
nesi utan Jökulsins og Löngufjörur ein
skemmtilegasta strandlengja landsins. I
þeirri ferð verður margt fleira skoðað, t.d.
Gullborgarhellar og Rauðamelsölkelda.
Brottför í dagsferðirnar er frá BSI, bensín-
sölu, og þarf ekki að panta far fyrirfram. I
helgarferðina þarf að taka farmiöa á skrif-
stofunni Lækjarg. 6a. Sjáumst.
Ferðafélaglð Otivist.
Kvennadeild Skagfirðinga-
félagsins í Reykjavík
er með veislukaffi og hlutaveltu í Drangey,
Síðumúla 35, sunnudaginn 1. maí kl. 14. Mun-
um á hlutaveltuna sé skilað í Drangey
miðvikudaginn 27. apríi eftir kl. 19.30.
Nýjar bækur
Grasmaðkur
Leikrit
Birgis
Sigurðssonar
Iðunn hefur gefið út leikritið Gras-
maðk eftir Birgi Sigurðsson en það var
frumsýnt hjá Þjðöleikhúsinu 14. apríl.
Þetta er f jórða leikrit Birgis sem sýnt
er á sviöi en hin þrjú hafa verið leikin á
vegum Leikfélags Reykjavíkur. Hið
fyrsta þeirra, Pétur og Rúna, hlaut
verðlaun í leikritasamkeppni L.R. á
sínum tíma. Hin voru Selurinn hefur
mannsaugu og Skáld-Rósa, en það
síðarnefnda hefur einnig verið gefið út
á bók. — Grasmaðkur er nútímaleikrit
sem gerist aö mestu í Reykjavik. Það
er í fjórum þáttum, fimm atriðum.
Persónur eru fimm: Unnur, Haraldur,
eiginmaður hennar, Bragi, systurson-
ur Unnar, Gréta, dóttir Haralds, og AUi
bróðir hans. Leikritið fjallar um sam-
skipti þessarar f jölskyldu innbyrðis og
átök sem þar veröa þegar tekið er að
gera upp málefni fortíðarinnar. —
Kápumynd Grasmaðks gerði Ríkharð-
ur Valtingojer-Jóhannsson. Bókin er
108 blaösíöur. Oddi prentaði.
Aðalfundir
Aðalfundur hf. Skallagríms
verður haldinn laugardaginn 30. apríl 1983 kl.
14 aö Heiðarbraut 40 Akranesi (bókasafn
Akraness). Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundar-
störf, 2. Hlutafjármál (tillaga um innköllun
eldri hlutabréfa og útgáfu nýrra hlutabréfa),
3. önnur mál.
Kvenfélag Lágafellssóknar
heldur aöalfund sinn í Hlégaröi mánudags-
kvöldið 2. mai nk. og hefst hann með borð-
haldi kl. 19.30. Venjuleg aöalfundarstörf. Kon-
ur eru beðnar að tilkynna þátttöku sína í sima
66486, Margrét, eða 66602, Hjördís.
P———■———
Fundir
J öklarannsókna-
félag ísiands
Vorfundur verður baldinn að Hótel Heklu
fimmtudaginn 5. maí 1983, kl. 30.30
Fundarefni:
1. Alpaför. Ari Trausti Guðmundsson segir
frá og sýnir myndir.
2. Snjóflóð vetrarins. Hafliði Jónsson.
3. Snjóflóðaspjall. Magnús Hallgrimsson.
kaffibolli og rabb. Starfsnefndir hittast.
Félagsstjórnin.
JC Reykjavík
Lokafundi hjá JC Reykjavik sem halda átti í
kvöld hefur verið frestað til laugardagsins 30.
apríl og verður í Víkingasal Hótel Loftleiða og
hefst kl. 12.30 með borðhaldi. Rökræðueinvígi
verður á milli JC Reykjavík og JC Vest-
mannaeyjum. Stjórnin.
Fundur
Stofnfundur fyrsta billiardfélags Reykja-
víkur veröur haldinn í A-sal Regnbogans
sunnudaginn 1. maí nk. kl. 13. Þegar hafa
skráö sig á milli 150 og 200 stofnfélagar og bú-
ist er viö aö fleiri láti skrá sig á fundinum.
Happdrætti
Vinningsnúmer
í vorhappdrætti
íþróttafélags stúdenta 1983
1-4: Ferð með SL á kr. 15.000,- 41,47, 199,361.
R—8: Ferð með SL á kr. 12.000,- 115, 332, 923
934.
9-100:
1, 6, 7, í
107,114
160,180,
248, 255,
396,397,
481,482,
573,574,
727,731
Hljómplata/kassetta
3,11, 24, 38, 44, 55, 58,
128,133,134,135,138,
, 188,208,211,213,221,
285,308,309,329,347,
399,404, 406,412, 417,
1,491,503,513,514,515,
, 575,593,597,627,631,
732,890,906,928,941,
í Skífunni
71, 73, 75, 88, 91,
139,144,154,157,
223,224,227, 240,
348,375,384,388,
444,449,467,477,
523,540,554,566,
637, 641,650,666,
945,960,965,967.
Afmæli
Fundarboð
Aðalfundur AUiance Francaise í Reykjavik
vcrður haldinn fimmtudaginn 5. maí 1983 kl.
20.30 i húsakynnum félagsins aö Laufásvegi
12, annarri hæð. Dagskrá fundarins verður á
þessa leið:
1. Skýrsla fráfarandi stjórnar.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir
fram.
3. Kosningforseta.
4. Kosning nýrrar stjórnar.
5. Lagabreytingar.
6. önnurmál.
Æskilegt er aö sem flestir sæki fundinn þar
sem veigamikil mál er varða framtíð félags-
ins veröa tekin til umræðu.
Hittumst heil.
Kvenfélag Árbæjarsóknar
Kvenfélag Árbæjarsóknar heldur fund þriðju-
daginn 3. maí kl. 20.30 í safnaðarheimUinu. A
dagskrá eru venjuleg fundarstörf og
skemmtidagskrá. Gestir fundarins eru konur
úr Kvenfélagi Eyrarbakka.
Axel Clausen, sölumaður verður 95 ára
á morgun, laugardaginn 30. apríl.
Hann tekur á móti gestum í Templara-
höllinni milli kl. 5 og 7 síðdegis.
Ölafur Albertsson frá Hesteyri,
kaupmaður í Kaupmannahöfn, er átt-
ræður í dag, 29. apríl.
Leiðrétting
A forsíðu DV í gær var birt mynd af
þeim níu konum sem kosnar voru til
setu á Alþingi. En þau leiðu mistök
urðu að í myndatexta féllu niður nöfn
þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur Al-
þýðuflokki og Kristínar Kvaran,
Bandalagi jafnaöarmanna. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.