Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Síða 10
10 DV. FÖSTUDAGUH 29. APRlL 1983. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Tölvan — blessun eða bölvun vinnandi fólks? — með réttu skipulagi gæti vinnuvika framtíðarinnar orðið ZOstundirfyriralla Poul Schliiter, forsætisráðherra Dana, er ánægöur með sig þessa dagana. Danska krónan er sæmilega traust, verðbólga í landinu ekki nema 6% á ári og bankavextir á lánum fara sílækkandi. Tekist hefur að draga verulega úr opinberum útgjöldum. Það er reyndar miklu meira talað um peninga í dönskum fjölmiðlum en íslenskum! Og reiknað út hvað Danmörk hafi sparað þegar olíulækkunin varð á heimsmarkaönum og hvað svo hafi sparast til viðbótar þegar veturinn reyndist svo mildur að kyndingar- kostnaður snarminnkaði og ekki þurfti að eyða í snjómoksturinn!!! Mestur vandi sem Danir eiga við að glíma er atvinnuleysið. Um 314 þúsund manns eru nú á atvinnuleysingja- skrám. Þetta er fólk úr ýmsum starfsgrein- um. Háskólarnir hafa mikiö fækkað kennurum og nemendum, ekki síst í hugvísindum. Meiri er þó fjöldinn af ófaglærðufólkisemekkifær vinnu. Eyririnn sparaður við lifandi fólk, en.... I fyrstu hjálpuöu ríflegar atvinnu- leysisbætur, allt að 90% launa. En það er liöin tíð. Ný lög þrengja mjög að þeim lakast stæðu. Er sagt að ýmsar fjölskyldur hafi varla efni á að kaupa Þótt ekki sé nema fjörutíu minútna ferðalag frá Kaupmannahöfn yfir til Svíþjóðar þá er þaö eins og aö koma yfir í annan heim. Þjóðimar sem búa sér dagblað né gefa börnunum sínum í bíó. Það vantar þó greinilega ekki fé í þessu þjóöfélagi. Til hermála fara gífurlegar fúlgur, þótt ótrúlegt sé að danski herinn muni framar grípa til vopna. En það er ekki síður áberandi að stórfé er eytt í hvers kyns tækni- og tölvubúnað. Þannig var nýlega frá því skýrt að öll happdrættisskuldabréf ríkisins (obligationer) væru nú komin á tölvur. Við þetta sparaðist nokkurt geymslu- pláss í kjallara ríkisféhirðis, og ein- hver hópur af starfsliði verður nú óþarfur og atvinnulaus. Kostnaður viö framkvæmdina nam 100 milljónum danskra króna (= 250 milljónirísl.) Annað dæmi, þar sem manni finnst eins og eyririnn sé sparaður þegar lif- andi fólk á í hlut, en krónunni fleygt í tæknina, má sjá á Konunglega leik- húsinu þessa dagana. Þar hafa 11 manns fariö í verkfall og vilja fá tíma- kaup sitt hækkaö um 2 krónur danskar. (Alls mundiþaökosta leikhúsið dkr. 50 þús. á ári að fallast á kröfuna.). Þetta fólk starfar við að bera búninga úr birgðageymslum til leikara. Rang- halar Konunglega leikhússins eru sannarlega miklir og á næstu árum verður varið minnst tvö hundruð millj- ónum dkr. til að gera á því tæknilegar endurbætur. Þá koma færibönd og sín hvorum megin við Eyrarsund eru gjörólíkar. Svíar eru löghlýðnir og taka lífiði fjarska alvarlega. I augum þeirra eru lyftur til vinnuhagræðingar. Má þá ef til vill fækka í þeim hópi fólks sem er á flakki með búningana og yrði það þá atvinnulaust og utangarös. Meöan á verkfallinu stendur liggja sýningar leikhússins aö mestu niðri — en fjármálaráðherra veröur ekki hnikað. í stað kauphækkana: vinnutímastytting Tæknin átti að verða blessun mann- kynsins en ekki bölvun. Enda er mikið rætt hér um styttan vinnutíma fyrir alla og fer sú umræða bæði fram á þinginu, verkalýðsfélögunum og í dag- blöðunum. Þingflokkamir hafa hver sína tillögu. Radikalir leggja til að í næstu samningum við launþega komi vinnu- tímastytting í stað kauphækkunar, í stað þess til dæmis að hækka kaup um 3% verði vinnutími styttur um 3%. Sósíaldemókratar hafa stungið upp á því að almennur vinnudagur verði færður úr átta klukkustundum niður í sex. Ýmis af stærstu verkalýðsfélög- unum hafa þegar lýst sig tilbúin til viöræðna um að fóma dýrtíðaruppbót fyrir styttri vinnudag. Raunar mundu atvinnuleysingjar vera miklu fleiri en raun ber vitni í Danmörku ef ekki væm alls konar ráð notuð til aö dylja þá. Þannig á fólk kost á því að fara á eftirlaun rúmlega sextugt — en fær að vísu ekki alveg eins mikið og ellilífeyrisþegar. Menn em famir að spá því að tuttugu stunda vinnuvika með þriggja mánaða sumarfríi gæti orðið aö vem- leika launþeganna upp úr næstu alda- mótum. PS: Þaö fór hrollur um Dani þegar þeir sáu nýlega í sjónvarpsfréttum að venjuiegur Islendingur hefur 2/3 af tekjum sínum með eftir- og heigar- vinnu. Danir kærulausir og syndum spilltir. Ekki alls fyrir löngu kom sænskt sjón- varpslið með tæki sín og tól í Nýhöfn- ina og gerði vettvangskönnun. Dag- skráin, sem út úr því kom, sýndi Dani sem atvinnulausa alkóhólista. Danir bmgðust ókvæöa viö — hefðf nokkur veriö fullur í Nýhöfninni þann daginn þá væri það áreiðanlega helst sænska sjónvarpsliðið. Inga Huld Hákonardóttir skrifarfrá Kaupmannahöfn Vinsældir Svía jukust ekki þegar þeir bönnuðu innflutning á dönsku kjöti vegna þess að upp hafði komiö gin- og klaufaveiki á einum bæ í Danmörku. Meö þessu banni tókst Svíum loks að selja sitt eigið kjötfjall innanlands og auk þess að spilla fyrir kjötmarkaöi Dana í fjarlægum heimshomum, til dæmisí Japan. En Danir ætla ekki að láta þá eiga neitt hjá sér. Metsölubókin hér í landi þessa daga er „Tilfældet Sverige”, bullandi skammir um bræöraþjóöina eftir danska sjónvarpsblaðamanninn Mogens Berendt. Yfirvöldin með nefið í hvers manns koppi Berendt er mjög gagnrýninn á stjóm- arfarið í Svíþjóð. Hann segir m.a. að t)et er i de gidcj' ogfíðqre tii Sveri^e, \ er de efterhaiiden_ ' ikke í/dt bíoclfatf/’ge, „ hins/dar) ? Danir gátu ekki stiiit sig þegar fréttist aO leOurblökutegund nokkur sœkir norOur á bóginn og hefur nú fundist i SvíþjóO: „Hvernig nenna þær yfir sundiO — er ekki orOiO ansiþunnt blóOiO i fólkinu þarna hinum megin?" Svíar í augum bræðraþjóða —hlýðnir þumbarar í einræðisríki Hvað vinnst og hvaO fer forgörOum viO töivuvæOinguna sem viO blasir? IMynd iír bæklingi frá Ericsson information System A /Si Mogens Berendt: hefur margt aO athuga viO sænskt stjórnarfar. þótt „sossarnir” (þ.e. sænskir sósíal- demókratar) láti í veðri vaka að Sví- þjóð sé eitt mesta lýðræöisríki verald- ar þá sé sannleikurinn allur annar. I raun sé Svíþjóð hreinasta einveldi í lýðræðisgæru. Stéttabarátta eöa stjómarandstaða sé engin enda þegn- arnir ekki vanir að mögla yfir neinu. Þeir hafa hlýtt valdhöfunum eins og guðlegri forsjón allt frá því að Gústaf Vasa kom landinu undir sterka mið- stjórn aðalsmanna upp úr 1500. Berendt hatar bæði sænska alþýðu- sambandið og sænska sósíaldemó- krata (ef þar er munur á) af öllu- hjarta. Hann eys sér yfir hugmyndir þeirra um bættan hag verkafólks, hlut- deild þess og jafnvel eignaraðild í fyrirtækjum. Skólakerfið þykir honum einnig af- leitt og tilraunir þess til að jafna mun barna frá menntamannaheimilum annars vegar verkamannaheimilum hins vegar, telur hann misheppnaðar. Skólinn sé mést notaður til innræting- arherferða, ýmist gegn vígbúnaði stór- veldanna, tóbaksreykingum eða öðm í þeim dúr. Mogens Berendt veröur tíðrætt um boð þau og bönn sem í sífellu streyma frá skrifborðum embættismannanna sænsku. Yfirvöldin séu með nefið ofan í hvers manns koppi, eilíflega aö hafa vit fyrir þegnunum á landsföður vísu. Fólk megi varla fá sér sígarettu eða vínglas inni á sínu eigin heimili og reyndar lifi sænska þjóðin heilnæmu, alvömgefnu og heldur leiðinlegu líf i. Kannske eru þeir bara að plata Dönum hefur orðið bókin mikill skemmtilestur. „Ættum viö ekki bara að láta loka Svíþjóð,” skrifar einn. En annar svar- ar: „Eg hlýt að vera sálarlega brengl- aður, ég elska Svíþjóð með grenitrján- um, röndóttu bændaskyrtunum og öllu.” Og sá þriðji: „Svíarem bara í þykj- ustuleik. Undir skrifstofubyggingun- um í Stokkhóimi em neðanjarðarhvelf- ingar, og strax á morgnana fer helm- ingurinn af öllum Svíum þangað niður og syngur, dansar, drekkur, eiskar og reykirallandaginn. Ingmar Bergman er eini Svíinn sem veit ekkert um þetta og þess vegna gerir hann svona alvarlegar myndir svo að allur heimurinn heldur að Svíar séu ógurlegir þumbarar en þaðertómtblöff.” IHH-Khöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.