Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Blaðsíða 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 29. APRIL 1983.
Spurningin
Ertu hlynntur
tvennum kosningum
á árinu?
Jakob Hannesson nemi: Nei, alls ekki.
Eg tel það ekki tímabært.
Guðbjörg Þórftardóttir klinikdama:
Eg veit þaö ekki, ég hef ekki fylgst meö
þvímáli.
Viktor Guömundur Cilia aöstoöarmól-
ari: Eg veit það ekki, ég vildi helst
losna viö það, þaö er ekkert vit í því.
Eg held þaö sé nóg aökjósa einu sinni.
Birgir Helgason verslunarstjóri: Já.
Eg held aö það sé ringulreið fram-
undan og aö þaö veröi að kjósa aftur til
aö f á vissu í f ramhald mála.
Baröi Friöriksson lögfræðingur: Já, ég
held aö verði aö hafa aörar kosningar.
Mér sýnist ekki hægt að koma reiðu á
stjómmálaástandið öðruvísi.
Christer Persson plötusmiður: Já. Mér
finnst aö einn flokkur eigi að vera í
stjóm. Eg veit þó ekki hvort það næst
með öörum kosningum.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Bjórdrykkjulöndin:
HÓPUR MANNA
DREKKUR
DAGLEGA
töluveröur hluti starfandi manna alltaf
meira og minna drukkinn.
Islenskir fylgjendur bjórs geta bent
á þaö aö hér myndi hann aðeins seldur
í ríkinu en ekki í matvöruverslunum
eins og til dæmis í Danmörku. Ég bendi
ó það á móti aö hætt er viö því aö fyrst
eftir aö sala bjórs yröi leyfö hér á landi
þá myndu félagar í byggingarvinnu
eöa á skrifstofu slá saman í einn kassa
til aö svala sér á og stytta daginn. Slíkt
háttalag gæti síöan fljótlega undiö upp
ásig.
Lesendur
Ég skal viðurkenna það að fólk á
fömum vegi í Kaupmannahöfn er
opnara og oft þægilegra en það sem
maður mætir hér. Ef þessi þægindi eru
hins vegar sprottin af bjórdrykkju að
einhverjum hluta þá vil ég heldur ís-
lenskan drumbshátt.
Bensínaf greiðsla Skeljungs:
Mjöggóö
þjónusta
0318—5729 hringdi: opna hann. Hann var sérlega natinn
EghringivegnagreinaríDVídag, og passaöi sig að skemma ekki
26. apríl. Þar er sagt frá ókurteisum lásinn. Á meðan hann hjálpaði mér
afgreiðslumanni hjá Bensínstöð og fullvissaði mig um aö þetta myndi
Skeljungs, Laugavegil80. allt ganga fór yngri maður í aö af-
Þaö vill svo til að ég fór nýlega á greiða bíla sem biðu fyrir aftan mig.
þessa sömu bensínstöö og bensíniö Það endaði með því að af-
var næstum búiö á bílnum hjá mér, greiðslumanninum tókst að opna
mælirinn kominn á rautt. Þegar ég lásinn og ég fékk bensín. Þetta kalla
síöan pantaði bensín kom í ljós aö égmjöggóöa þjónustu.
ekki var hægt að losa lokið af bensín- Ég vil líka bæta því viö almennt að
tankinum. ég hef aldrei oröið fyrir neinum
Mér til aðstoðar kom fullorðinn óþægindumísamskiptumviöbensín-
bensínafgreiðslumaöur og hann setti afgreiðslumenn í bænum og vinn ég
olíu á lásinn og reyndi fleira til að þó á bíl og er mikið á ferðinni.
Siguröur Valgeirsson
7910—7352 skrifar:
Alltaf af og til blossa upp í fjölmiöl-
um deilur um bjórinn. Fram á ritvöll-
inn geysast menn sem vilja leyfa hann
og telja að hann muni leysa sterkari og
göróttari drykki af hólmi. Svo er
vitnað til erlendra þjóða og bent á frá-
bæra vínmenningu þeirra andspænis
því hvernig íslendingar drekki alltaf
eins og svín. Þannig er það nefnilega
með áfengisdrykkjuna að hún þykir fín
og gleðiauki á meðan drukkið er í hófi
en eftir þaö fer glansinn af. Því miður
gerist þaö æðioft með hvem þann er
bragðar áfengi að hann fer yfir strikiö
og verður útúrfullur og því fylgir
enginn glæsibragur.
Ætlun mín er aö ræöa aöeins um
bjórinn og erlendu þjóðirnar. Eg veit
það að í Kaupmannahöfn hættir manni
fljótlega að bregða við að finna
áfengisremmu út úr þeim sem stendur
eða situr við hlið manns í strætisvagni.
Hér heima þætti þetta hins vegar
tíðindum sæta og hinn lyktandi yrði lit-
inn hornauga. Ég bendi á þetta dæmi
til að undirstrika þaö aö í löndum þar
sem mikil bjórdrykkja tíðkast þá er
Má taka sölu-
skattoftar
en einu sinni?
2936—6799 hringdi:
Heimila lög þaö að söluskattur sé
tekinn af sama hlutnum eða vörunni
oftáreneinusinni?
Ég hef grun um það að til dæmis
þegar málverk eöa aðrir listmunir eru
seldir á listmunauppboðum þá leggist
söluskattur ofan á verðið sem verkið er
keypt á, svo eru margar ástæöur fyrir
því að verkið getur farið aftur á
uppboö. Kaupandanum líkar kannski
ekki verkiö þegar heim er komiö og
líka getur hugsast að verkið falli ekki
nógu vel í þann stað sem því var ætlaö.
Þegar þaö er síöan boöið upp aftur
endurtekur sagan sig. Það er selt á
kaupverði með söluskattsálagningu.
Árni Kolbeinsson deildarstjóri í fjár-
málaráðuneytinu svarar:
Grundvallarreglan er sú aö
sérhver sala á vöru eða þjónustu er
söluskattsskyld. Undanþegið sölu-
skatti er þó lausafé sem seljandinn
hefur notað í eigin þágu eða viö starf-
semi sína enda geti salan ekki talist
til atvinnurekstrar seljanda. Séu
notaöir munir hins vegar seldir af
aðila sem hefur atvinnu af sölu slíkra
muna eru þeir söluskattsskyldir þó
notaðir séu.
„Hætt er við því að fyrst eftir að sala bjórs yrði leyfð hór á iandiþá myndu
félagar i byggingarvinnu eða á skrifstofu slá saman i einn kassa tii að svala
sér og stytta daginn. Slíkt háttalag gæti siðan fijótiega undið upp á sig,"
segir 7910— 7352 meðal annars í bréfi sínu.
Aukakfloin:
Hollur matur
og hreyf ing
lausnin
9130—5089 skrifar:
Nú er loks vor í lofti, snjóa er tekið
að leysa og menn þora aö láta sig
dreyma um að fara aö fjarlægja
nagladekkin undan bílunum. I kaldri
birtu vorsins koma svo í ljós ryð-
blettir á fjölskyldubílnum og einnig
sést á sætum og teppum inni í þeim
að þeir eru búnir aö vera útvaönir í
drullu allan veturinn. I speglinum
sést síöan aö eigendur bifreiöanna
hafa sumir heldur ekki komiö sem
best undan vetri. Fyrir ofan buxna-
strenginn er kominn björgunarhring-
ur eða dekk sem verður eigandanum
þó til lítils bjargræðis á baöströnd
eöa í sólríku skoti viö heimili hans.
Það er líklega engin tilviljun að um
þessar mundir eru megrunarkúrar
auglýstir af kappi. Allir vilja vera
grannir og stæltir, ekki síst á sumrin
og vorin, en þeir eru hins vegar
misánægðir með að þurfa að leggja
eitthvaö á sig til að svo veröi.
Eina raunhæfa lausnin til aö líta
sæmilega út er að hreyfa sig sæmi-
lega, til dæmis með sundi og
hlaupum, og neyta hollrar fæöu.
Skipulagslítiö svelti eöa töfrakúrar
hjálpa lítiö sem ekkert og stuðla
se.nnilega helst aö því að veikja
vamir líkamans. Að minnsta kosti
bæta þeir ekki útlitið. Gott væri að
menn geröu sér grein fyrir því og
annaðhvort sætta þeir sig viö eigið
sköpulag eða grípa til raunhæfra
aðgerða í stað þess aö láta féfletta
sig meö loforöum og gylliboðum um
skjóta og fyrirhafnarlitla lausn á
vandamálinu.