Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Qupperneq 12
12 DV.FÖSTUDAGUR29. APRÍL1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogótgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoflarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSONogINGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—M SÍMl 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMl 270 Afgreiðsla, áskriftir, srráauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning,umbrot, mynda-ogplötugerfl: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuöi lMkr. Verðílausasölu 15kr. Helgarblaöl8kr. , Tapið túlkað á brott í túlkun hinna sauðtryggu málgagna á kosningaúrslit- unum þykir hverjum sinn fugl fagur að venju. Sjónhverf- ingamenn færa þar langsótt rök að sigri sinna manna og ósigri annarra, þvert ofan í sjálf kosningaúrslitin. , 1 Morgunblaðinu er fall Geirs Hallgrímssonar af þingi orðið að persónulegum sigri hans úti á landi, væntanlega einnig í kjördæmum stjórnarsinnanna Friöjóns og Pálma, en ósigurinn í Reykjavík hins vegar ómögulegum Albert að kenna. Hin raunverulega ástæða þess, að Sjálfstæðisflokkur- inn vann ekki á í Reykjavík eins og víðast úti á landi, er samt sú, að hópur sjálfstæðismanna kastaði atkvæði sínu á Alþýðuflokkinn í innanflokks mótmælaskyni. Þetta hefur oft komiö fyrir áður og af ýmsum ástæðum. I þetta sinn voru ýmsir hörðustu Gunnarsmennimir að þakka Geir fyrir frægan Isafjarðarfund og senda honum sína síðustu kveðju, í von um, að hann félli af þingi. Þeim tókst þetta, nánast fyrir tilviljun. Á það má líta sem eins konar áminningu til flokksforustunnar um, að hún hefur ekki enn gert upp við fortíðina, jafnvel þótt Morgunblaðið tali ekki að sinni um maðka í mysunni hjá Friðjóni og Pálma. I Þjóðviljanum er ósigur Alþýðubandalagsins orðinn að frækilegum raunsigri, bæði almennt séð og í ýmsum sér- málum á borð við fsal. Þar tala menn t.d. um varnarsigur í samanburði við það, sem búizt hafi verið við fyrir kosningar. I stað þess aö leggja áherzlu á samanburð milli þing- kosninga sér á parti, byggðakosninga sér á parti, skoðanakannana sér á parti og fróðra manna áliti sér á parti, eru þessu öllu grautað saman eftir hentugleikum. Að vísu hefur nokkurt gildi að bera kosningaúrslit í alþingiskosningum saman við úrslit í byggðakosningum, niðurstöður skoðanakannana og fróðra manna mat á stöðunni. En aðalsamanburðurinn hlýtur að vera við fyrri þingkosningar. Þannig vann Bandalag jafnaðarmanna 7,3%, Samtök um kvennalista 5,5% og Sjálfstæðisflokkurinn 3,3%, en Alþýðubandalagið tapaði 2,4%, Alþýðuflokkurinn 5,8% og Framsóknarflokkurinn 5,9%. Þetta eru hinar undan- bragðalausu staðreyndir. Alþýðubandalagið sá fyrir ósigurinn og varaði kjós- endur við svokallaðri „hægri sveiflu”, sem væri að gleypa landið. Þessi sveifla var auðvitað að mestu leyti ímyndun, en var máluð á vegginn til að auðvelda síðari túlkun. Eftir kosningar gat Þjóðviljinn svo barið sér á brjóst og sagt, aö hægri sveiflan hafi verið stöðvuð í frækilegri lokasókn Alþýðubandalagsins í kosningabaráttunni. Tapið upp á 2,4% er gersamlega fallið í skuggann. Með þessu er raunverulega verið að reyna að strika yfir nokkur síðustu árin og láta líta svo út sem öll fortíðin hafi ekki verið meiri en ein eða tvær vikur, það er að segja tíminn frá síðustu skoðanakönnunum. Auðvitað brosa gamlir jálkar í skoðanakönnunum, þegar reiknimeistarar flokkanna vilja taka þær til samanburðar frekar en síðustu eða fyrri alþingis- kosningar. Jálkarnir vita nefnilega, að kannanir eru ekki kosningar, þótt góðar séu. Skemmtilegust var þó túlkun úrslitanna hjá frambjóö- andanum, sem fékk 411 atkvæði og kolféll. Að hans mati voru það skoðanakannanirnar, sem biðu ósigur, en ekki hann sjálfur. Nei, að sjálfsögðu lýtur enginn í lægra haldi íkosningum! Jónas Kristjánsson KVÖLDVOR- RÓSAROLÍAN Ekkert lát virðist á sölu kvöldvor- rósarolíunnar, eftirspumin hefur jafnvel aukist enn frekar í kjölfar yfir- lýsinga heilbrigöisyfirvalda og sér- fræðinga þess efnis að lækningamáttur olíunnar væri ekki á rökum reistur. En hvað er kvöldvorrósarolía, og hvaö hefur hrundið af stað þvílíkri ofurtrú á hollustu þessarar rándýru vöru? Kvöldvorrósarolían er unnin úr fræi samnefndrar jurtar (Evening primrose). Eins og aörar fræolíur er hún mjög auðug af f jölómettuðum fitu- sýrum, einkum línólsýru, en hefur að auki þá sérstöðu, aö í henni er að finna fágæta sýru, gamma-línólensýru. Móðurmjólkin mun vera eina fæðan sem státar af þessari sýru auk kvöld- vorrósaroliu, svo ekki er leiðum að líkjast. Fullyrðingar um hollustu og lækningamátt olíunnar eru raktar til þessara tveggja fitusýra. Að hluta tU er því um aö ræða eiginleika, sem allflestar jurtaolíur búa yfir (þ.e. eiginleika línólsýru), en aö hluta er brjóstamjólkurþátturinn óviöjafnan- Nú þegar moldviðri kosningabarátt- unnar eru hjöðnuð er kannski hægt aö byrja að tala um póUtík af skynsemi og stUUngu. Þess vegna ætla ég að stinga nokkrum orðum á blað um KvennaUst- ann. Fyrst vil ég þó óska honum til hamingju með árangurinn í kosningun- um. Ég var í hópi þeirra sem í fyrra tóku einarða afstöðu meö Kvennaframboð- inu þegar það ákvað að bjóða fram til borgarstjómar í Reykjavík. Mér fannst þaö þarft framtak, bæði sem framlag tU frelsisbaráttu kvenna (sem á endanum hlýtur að koma okkur körl- um tU góða) og sem mótmæli og mót- vægi gegn roluhætti svonefndra „vinstri flokka” sem farið höfðu með meirihlutavald í borgarstjóminni í fjögurár. Mér f annst sá vettvangur sem þá var slegist um áskjósanlegur fyrir kvenna- baráttu sem vildi freista þess að sam- eina konur. Mér fannst hins vegar strax þá varhugavert að ætla sér aö yfirfæra sama baráttuform á kosning- ar tU Alþingis. Þar er tekist á um aUt aðra hluti en í borgarstjóm, hluti sem ég fæ ekki séð að konur sem heild hefðu öðruvísi afstöðu tU en karlar. Á Alþingi er tekist á um stóm línurn- ar í efnahagsmálum. I þeim átökum skiptast menn ekki eftirkynjum, fjarri því. Það eru stéttir þjóðfélagsins sem eigast viö, atvinnurekendur og launa- fólk. I báöum hópum eru karlar og konur. Eg fæ því ekki séð aö í þeim Laufey Steingrímsdóttir legi taUnn búa yfir sérstökum eigin- leikum, svo undraverðum að sögn ein- stakra manna, að hann bæti eða lækni svoaðsegja hvertmannannamein. ÞrösturHaraldsson átökum eigi Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir meiri samleiö meö RagnhUdi Helgadóttur en ég með Davíð Schev- ing. 440 kr. fyrir flösku af salatolíu? Eiginleikar línólsýru, og þá jurtaolíu yfirleitt, eru m.a. þeir, að blóðfita, réttara sagt serum kólestról, lækkar sé þeirra neytt í staö harðrar fitu. Þessi mikilvægi eiginleiki hefur orðið tU þess, að læknar og vísindamenn á sviði hjartasjúkdóma mæla yfirleitt meö neyslu jurtaolía, en ráðleggja í þess stað minni neyslu harðrar fitu. Þetta er engm ný bóla, og því væru víst fæstir fúsir til aö borga 440 krónur fyrir flösku af saltolíu. Annar eiginleiki línólsýru er sá, að hún er upphafsefni, eða nokkurs konar hráefni, tU myndunar prostaglandina og leukotrina. Þessi virku efni hafa víðtæk áhrif á líkamann, m .a. við sam- drátt sléttra vöðva og temprun blóð- þrýstings, samloðun blóðflagna og þar með tUhneigingu tU blóðtappamynd- unar. Ernnig virðast þau gegna hlut- verki í ofnæmi. Sú spurning vaknar því eðlUega hvort neysla lmólsýru geti ef tU viU haft áhrif á prostaglandin, og þar með á aUa þessa mikilvægu þætti. Enn hafa engar rannsóknir getað sýnt Fljótaskrift á stefnuskránni? Á Alþingi er líka tekist á um utan- ríkisstefnu þjóðarinnar. Heldur ekki þar fæ ég séð aö afstaða fólks fylgi kyn- ferðinu. Enda kom það í ljós að í kosningabaráttunni urðu hvaö mestar umræður um þann hluta stefnuskrár ' Samtaka um kvennalista sem fjaUaði um utanrUcis-, friöar- og herstöðva- mál. Þó ég viti þaö ekki með vissu grunar mig að nefnd stefnuskrá hafi verið unnin í allmiklum flýti. Eg vil að minnsta kosti halda að það sé ástæðan fyrir því að umræddur kafli í stefnu- skránni einkenndist af reynsluleysi í íslenskri pólitík, þekkingarleysi og, það sem verst er, afstööuleysi. Eg ætla að röksty ðja þetta hér á eftir. Það er þá fyrst reynsluleysið. Eg hélt í sannleika sagt að engum dytti í hug að bjóða fram Usta tU Alþingis í fullri alvöru án þess að hafa skýra og fastmótaöa afstöðu tU erlendrar her- Pólitískt hugleysi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.