Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Síða 4
DV. FÖSTUDAGUR 29. APRlL 1983. 4 Málin reifuð fyrir forseta Fulltrúar aUra stjórnmálaflokka áttu í gær viöræöur við forseta íslands um stjórnmáiaástandiö og möguleika á myndun nýrrar rikisstjórnar. Fundirnir hófust klukkan hálf tvö og voru hverjum forystumanni áætluð þrjú kortér tU viöræöna viö forsetann. Fyrstur kom forystumaður stærsta þingflokksins og síðan hver af öörum eftir stærð flokkanna. Geir HaUgrimsson varðist allra frétta eftir fund sinn með forsetanum. Hann sagðist gera ráð fyrir að ræða við formenn allra flokka en vUdi ekkert segja um hvort hann ætti möguleika á myndun meirihlutastjórnar eða hver væri raunhæfasti stjórnarmyndunar- möguleikinn í stöðunni. Steingrímur Hermannsson,formaður Framsóknarflokksins, sagðist reiðu- búinn tU að ræða myndun stjórnar með hverjum þeim sem gæti myndaö meiri- hiutastjórn. Hann greindi þannig frá viðræðum sinum við forsetann: „Við ræddum atvinnumál, sjávarútveginn og stöðuna þar og önnur mál sem eru knýjandi núna. Ég fagna því að mér heyrðist hún vera á þeirri skoðun að stjórnarmyndun þyrfti að geta gengið fljótt fyrir sig. Þaö erum við líka.” Svavar Gestsson sagði: „Ég skýrði forseta frá viöhorfi Alþýðubandalags- ins tU stöðunnar i stjórnmálum eins og hún er núna og fór yfir þau málefni. Ég tel að forseti hljóti að taka sjálfstæða ákvörðun. Ég er ekki með prédikanir yfir forseta íslands eins og Morgun- blaðið.” Svavar bætti síðan við: „Ég tel að höfuðatriðið sé aö mynda ríkis- stjórn og það fljótt.” Kjartan Jóhannsson, formaöur Alþýðuflokksins, sagði að þaö væri ekki venja að greina frá viðræðum við forseta og því varðist hann aUra frétta af því sem þeim fór á milli. Um stjórnarmyndunarviðræðurnar sagði hann: „Það er ýmislegt sem bendir tU þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu á leiðinni að mynda nýja ríkisstjórn,” en bætti við að reynslan hefði sýnt að slíkar ríkisstjórnir væru ekki sérlega góðar. VUmundur Gylfason sagðist hafa lagt áherslu á það í viöræðum sinum Pálmi Jónsson og Friðjón Þóröarson ræddu við Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra á sama tima og forystumenn flokkanna ræddu við forseta. Friðjón og Pálmi komu af þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks- ins ti! viðræðna við forsætisráðherra á skrifstofu hans þar sem þessimynd var tekin ígær. Vigdís Finnbogadóttir forseti og Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda lagsins. við forseta að hann teldi ekkert óeðU- legt að fuUtrúi stærsta þingflokksins fengi stjórnarmyndunarumboð og því væri það ekkert atriði fyrir Bandalag jafnaðarmanna hvort viðkomandi væri innan þingflokksins eða utan. Síðast til viðræönanna kom Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, fuUtrúi Kvennalistans. Hún vildi ekki ræða hvort samstjórn KvennaUstans, Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins væri raunhæfur möguleiki en sagðist hafa átt viðræður við Geir Hall- grímsson fyrr um daginn. Hún lagði sérstaka áherslu á að Geir hefði boðað forystu Kvennalistans til viðræðna enda hefðu þær ekkert frumkvæði átt um slíkar viðræður. Eftir þessar viðræður er það for- setans að ákveða næsta skref sem er að fela einhverjum forystumanna flokkanna umboð til myndunar ríkis- stjórnar. -ÓEF. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, af Kvennalista, og Vigdis Finnbogadóttir forseti. Þetta er i fyrsta sinn sem kona kemur til viðræðna við forseta íslands um stjórnarmyndun. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Tuttugu og þriggja kónga flokkur Þá er loksins runnin upp kveðjustundin góða, en ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsen sagði af sér í gærmorgun, eins og reiknað hafði verið með. Um stund verður biðlað til allra átta, en aö lokum mun fara svo, að Geir Hallgrímsson myndar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista, ef marka má þær hreyfingar sem uppi eru, en stjórnin hefur þegar fengið nafn og kallast Vífreisn. Það kemur heim og saman við þaö úrræðaleysi, sem viröist blasa við nýrri stjórn, sama af hvaða toga hún er spunnin. Nafngiftin, sem komin er af því að reisa við víf er eins góð og hver önnur, þegar ljóst er að erfitt mun verða að reisa við þjóðarhag. Hundr- að prósent verðbólga, þorskleysi á miöum og virkjanamál í kaldakoli, eru þau náttúrufyrirbæri og manna- verk, sem enginn fær við ráðið í fljótu bragði, jafnvel þótt friður fengist til þess. Þrjátíu og tveggja þingmanna hópur á þingi á móti tutt- ugu og átta er ekki líklegur meiri- hluti til stórræða. 1 raun væri það frekast þjóðstjórn eða utanþings- stjórn, sem líkleg yröi til að skapa það traust, sem nú skortir svo mjög hjá almenningi í garð stjórnvalda. í þingflokkunum mun bera meira á framamálum einstaklinga en raunverulegri umhugsun um þjóðar- hag eins og gjaman er við stjómar- myndanir. Margir kóngar em í spU- inu, en velfelstir þingmanna mundu þiggja ráðherrasæti og láta fyrir það nokkuð af þeim hugmyndum, sem þeir höfðu uppi fyrir kosningar. Auðvitað var kosningabaráttan á þann veg, að Iítið var á hugmyndum og stefnumiðum flokkanna að græða. Venjan hefur verið að mynda ríkis- stjórnir til að taka við ákveðnu búi, sitja síðan í nokkura tíma við brauð og leiki og togarakaup áður en horfið er á ný út í það yndistafl, sem fylgir viöræðum um nýja stjórn að loknum kosningum. Þetta er ævistarf stjórn- málamanna. Ekkert bendir til að nein breyting hafi orðið núna. Talið er víst aö Geir HaUgrimssyni verði falin stjórnar- myndun fyrstum manna, en í flokki hans em tuttugu og þrír kóngar, sem á þessum dögum telja sig allir jafn- gUda til ráöherradóms. Tuttugu og þriggja kónga flokkur ræðir svo við fjórtán kónga flokk, tíu kónga flokk, o.s.frv„ en endar sjálfsagt sínar þreifingar á þriggja drottninga flokki. Á meðan stefnir verðbóigan hraðfari inn á annað hundraðiö, haldið verður áfram að veiða smá- fisk af þeim tegundum sem eftir lifa, og henda honum fyrir borð, og skýrslur Hjörleifs rykfaUa, verði þær ekki notaðar í forhlöð af rjúpna- skyttum. Á komandi atvinnuleysis- sumri, skiptir auðvitað mestu aö defla um stórkónga og smákónga innan flokkanna, sem þvælast fram og aftur um stjórnmálasviðið með hálfar ríkisstjórnir í farangrinum, enda varðar engan um það, sem á egó-i sínu hefur komist á þing, þótt egó-ið hafi forgang fram yfir þjóöar- þarfir. Fari nú hins vegar svo, að Geir HaUgrímssyni takist aö mynda ríkis- stjórn, ætti hann að sjá svo til, aö sáttmálar tækju fram að dýfan skuli tekin strax, enda er þá frekar von til að horfur batni seinna á kjör- timabUinu. Góðar óskir skulu fylgja honum í þeirri tilraun, sem fyrir dyrum stendur. Tuttugu og þriggja kónga flokkur hans verður að koma með viðhlítandi skýringar, ætli hann með einhverjum hætti aö setja fótinn fyrir formann sinn, því sama er hvaða hugmyndir það eru, sem menn hafa gert sér um formanninn bæði innan flokks og utan, þá er það víst að enginn er á þessari stundu jafnfær um að koma einhverju hripi á flot landinu tU bjargar. Um aðra flokka skal það sagt, að annað er að vinna kosningar á mis- jafnlega haglegum faguryrðum en ætla sér aö standa frammi fyrir verkefnum, sem krefjast mikUIar dómgreindar og lítils kjaftæðis. Svarthöfði {mimmnmimimniiiimiimmnmnnitiitmimimimtimtnntnrtimK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.