Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Qupperneq 6
6
DV.FÖSTUDAGUR29. APR1L1983.
Gagnfræðaskólinn á Höfn
Kennara vantar.
Aöalkennslugreinar:
enska, íslenska og raungreinar.
Húsnæöi til staðar fyrir viökomandi.
Uppl. gefur skólastjóri í síma (97)-8348 og (97)-
8321.
Útboð
Vatnsveita Skútustaðahrepps óskar eftir tilboöum í fyrsta
áfanga aðveituæðar. Um er að ræða 7,4 km stofnlagnar, lagn-
ingu safnæða um 750 metra og virkjun linda viö Austrasel sem
er um 10 km austan viö Reykjahlíö. Útboðsgagna má vitja á
skrifstofu Skútustaöahrepps og Verkfræðifræðistofu Norður-
lands hf., Skipagötu 18 Akureyri, gegn 1000 kr. skilatryggingu.
Tilboð veröa opnuð föstudaginn 13. maí 1983 kl. 14 á skrifstofu
Skútustaðahrepps, Múlavegi 2 Reykjahlíö, að viðstöddum
þeim bjóðendum er mættir verða.
SVEITARSTJÓRI.
Aukablað um
GAQÐA
°s
kemur út laugardaginn 14. maí nk.
Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að
auglýsa í blaðinu vörur sínar og
þjónustu, vinsamlegast hafi samband við
auglýsingadeild DV, Síðumúla 33
Reykjavík,
eða í síma 27022 fyrir 6. maí nk.
A uglýsingadeild
Siðumú/a 33 simi27022.
Útlönd Útlönd
Gera húsleitir
vegna
1. maí-dagsins
Lögreglan í Gdansk yfirheyröi í gær
ritara Lech Walesa í tvær klukku-
stundir og leitaði í íbúö hans. Virðist
eigaaðþjarma beturaðWalesa.
Hið opinbera hefur hrundið af stað
mikilli áróðursherferð til þess að letja
fólk til að svara kalli „Einingar” um
Flúrpera með
gamla laginu
I Miinchen í V-Þýskalandi var
gert kunnugt í gær, að menn hefðu
nú búiö til flúrljósaperu með hefö-
bundnu sniði. — Það er Osram,
dótturfyrirtæki Siemens, sem
framleiðir peruna.
Flúrljós hafa til þessa verið pípu-
laga, og nýja peran notar þunna
slíka pípu áfram. En hún eyðir 70%
minna rafmagni en venjuleg 75
vátta pera, sem notast við málmvír
úr osmium og wolfram.
En hver pera kostar um 190
krónur og er því meira en tíu
sinnum dýrari en venjulegar ljósa-
perur í Þýskalandi.
mótmælaaðgerðir verkalýsins 1. maí,
óháðar skrúögöngum flokksins.
Walesa segir að lögreglan sé látin
angra einkaritara sinn, Bozenu
Rybicka, svo aö hún gefist upp á að
vinna fyrir hann. — Við húsleitina hjá
Rybicka lagði lögreglan hald á ræður
og ávörp Waleza og viðtöl sem hún var
að vélrita, til þess að afhenda síöar erl-
endumfréttamönnum.
Walesa hóf í gær að nýju störf sem
rafvirki hjá Lenínskipasmíðastöðinni,
en það hefur hann sótt fast síðan hann
var látinn laus eftir einangrunina með-
an herlögin voru í gildi.
Einkaritari hans, sem hóf störf hjá
Walesa sem ritari hjá óháðu verka-
lýðssamtökunum, fer í frí á næstu dög-
um enda á hún inni sumarfrí.
Heyra mátti í Varsjá í gær í ólög-
legri útvarpsstöð „Einingar” manna
en fljótlega var þaggað niöur í henni
með tilbúnum truflunum.
Þá gerði lögreglan í Gdansk leit hjá
nokkrum verkamönnum á heimilum
þeirra og virðist hafa verið á höttunum
eftir borðum eða mótmælaspjöldum
sem kynnu aö hafa verið búin til fyrir
kröfugöngu 1. maí.
Lech Walesa í læknisrannsókn og
bólusetningu í fyrradag, óður en hann
hóf störf að nýju hjá Lenínskipasmíða-
stöðinni í gær.
Stúdentar
fjölmenntu
við þinghúsið
enallt meðfriði
ENGINN ARANGUR
AF KAFBÁTALEIT-
INNI í HARÐANG-
URSFIRDI
Læknanemar og fleiri stúdentar
héldu áfram mótmælaaðgerðum
sínum í Frakklandi í gær en sjúkrahús-
læknar koma saman til fundar í dag til
aö ákveða hvort áfram skuli haldið
verkfallinu sem mjög hefur bitnað á
heilsugæslunni síðasta mánuðinn.
Læknarnir og stúdentamir mótmæla
fyrirhuguðum lagabreytingum varð-
andi háskólana, sem gera ráð fyrir að
stýra stúdentum til æðri menntunar
sem hagkvæmari sé samfélaginu. Þaö
þykir hafa verið offramboð á læknis-
lærðu fólki.
Læknaverkfalliö hefur lamað starf-
semi sjúkrahúsa nema slysavaktir.
Þúsundir stúdenta efndu til kröfu-
göngu um miðborg Parísar í gær en
uppþot urðu þó engin eins og í fyrra-
dag. Söfnuöust aö þinghúsinu um 10
þúsund læknanemar, alls staðar að úr
Frakklandi, en velvopnuð lögregla
hindraði um 5 þúsund manna göngu
vinstrisinna stúdenta í að komast alla
leið til útifundarins.
Fámenn sendinefnd fór inn í þing-
húsið og átti viðræður viö Pierre Joxe,
formann þingflokks sósíalista, en hann
hét þeim að umræðum um hið
umdeilda lagafrumvarp yrði slegið á
frest í þinginu svo að ráðrúm gæfist til
samninga við stúdentasamtök og
læknafélög.
Norsk freigáta skaut kafbáta-
eldflaug aö svæði því við Harð-
angursfjörð þar sem menn telja
sig hafa séð ókunnan kafbát á ferli.
Ekki var þeirri sendingu svarað né
benti neitt til þess að hún hefði hæft.
Leitin í gær bar engan árangur og
hafa fleiri skip og f lugvélar verið send-
ar til leitarsvæðisins, sem er um 60
mílur suður af aðalflotastöð
Norðmanna í Björgvin. Þar eru nú
kemdar allar víkur og sund í leit að
kafbátnum.
Það voru tveir borgarar sem töldu
sig hafa séð stjórnturn á kafbáti á
þessu svæði í gær og gerðu viðvart. I
leitinni í gær tóku þátt þrjár freigátur,
tveir kafbátar og f jöldi flugvéla.
Norðmenn hafa sterkan grun um aö
kafbáturinn sé sovéskur, eins og kaf-
bátamir sem Svíar hafa verið að eltast
við inni í sinni landhelgi.
Daudsföll á
landamærunum
vekia úlfúð
Mikil óvissa ríkir nú um sambúö
Austur- og Vestur-Þýskalands í náinni
framtíö eftir að Erich Honecker,
leiðtogi austur-þýskra kommúnista,
aflýsti í gær heimsókn sinni til Bonn,
sem fyrirhuguð hafði verið einhvern
tíma á árinu.
Heldur hefur andað úr norðrinu í
sambúö ríkjanna undanfamar vikur,
eftir dauðsfall vestur-þýsks borgara í
höndum austur-þýskra landamæra-
varða, sem tekið höfðu hann til yfir-
heyrslu. Maðurinn varö bráðkvaddur,
en torkennilegir áverkar á höndum
hans og höföi þóttu þurfa nánari
skýringar við, sem dráttur varð á hjá
a-þýskum yfirvöldum.
Franz Josef Strauss og aörir frammá-
menn kristiiega sambandsins í Bæjara-
landi, sem mynda ríkisstjóm meö
kristilegum sósíalistum og frjálslynd-
um, fullyrtu í fyrstu að maðurinn hefði
verið myrtur og var mjög að stjórn
Kohls kanslara bent aö krefja austur-
þýsku stjórnina skýringa.
Þegar læknaskýrslur höfðu verið
lagðar fram og hinn látni virtist hafa
hlotið áverkana þegar hann féll í
hjartaslaginu af stól og á brennheitan
ofn í varðstofu landamæravaröanna,
lægði hæstu öldumar í umræöunni.
En deilur blossuöu upp að nýju þeg-
ar fréttist að annar Vestur-Þjóðverji
hefði andast (sömuleiðis bráð-
kvaddur) í höndum austur-þýskra
landamæravarða á þriðjudaginn. A-
þýsk yfirvöld vom að vísu sýnu fljótari
að tilkynna dauösfallið og leggja fram
læknisskýrslu í það sinnið.