Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Síða 11
DV. FÖSTUDAGUR 29. APRIL1983. 11 Schliiterfær góða einkunn í fjármálastjóm I fyrsta skipti í mörg ár fá Danir góöa einkunn fyrir stjómun á þjóöar- hag í árlegu yfirliti frá OECD. Greinargerð um fjárhag landanna innan þess veröur birt opinberlega 3. maí en innihaldið er þegar komið á prent í dönsku blööunum. Stjóm Schliiters færhrós fyriraðhafa minnk- aö veröbólguna um heiming, fyrir aöhaldssemi í meðferö opinberra fjár- muna, sem stórlega hefur minnkað hallann á ríkissjóði, og í þriöja lagi fyrir ráöstafanir til aö bæta hag fyrir- tækja og framleiðenda. I greinargerðinni er Dönum ráölagt að sýna meiri sveigjanleika og stuöla aö fleiri valkostum hvaö snertir at- vinnutækifæri, launaþróun og peninga- streymi, ennfremur að fækka enn starfsmönnum hins opinbera. -ihh-/Khöfn. Eitt af „pílagrlmaskipunum" þrem sem Danir aru að smíða fyrir írak. Danir smíða skip fyrir íraken: Flytja þau pflagríma eða vopn? I skipasmíðastöðinniHelsingjaeyri á Sjálandi er langt komið smíöi 3ja flutningaskipa sem fara eiga til Iraks. Segir í opinberum skýrslum aö helsta verkefni skipanna verði aö flytja píla- gríma til helgra staöa múhameðs- trúarmanna. Geti um 250 manns komist meö hverju skipi. En nú er kominn upp sterkur grunur um aö farþegarnir veröi ekki sann- trúaðir ferðalangar heldur vígbúnir hrrmenn. Þannig hefur komið í ljós aö þilförin eru sérstaklega styrkt til aö þola mikinn þunga. Er talið aö þeim sé ætlað að f lytja sovéska skriðdreka sem Irakar nota í stríðinu við Iran. Eins eru skipin meö óvenjulegum landgöngu- pöllum, sem gera aUa uppskipun auö- velda, jafnvel í stórbrimi. Forsvars- menn skipasmíðastöðvarinnar segja aö þetta sé heppUegt þegar sækja þurfi pUagríma til afskekktra staöa og hafn- lausra. En öðrum þykir trúlegra aö á pöUunum komist hermenn og skriö- drekar fyrirhafnarlaust í land á óvina- strönd. Styrjöldin mUU Iraks og Irans hefur nú staöiö um þaö bU þrj ú ár. -ihh. VIÐTALIÐ: Reynir Hugason, aðaleigandi Tölvubúðarinnar hf., kveðst ekki óttast erlenda samkeppni. DV-mynd Sv.Þ. Spilakassamir okkar verða aldrei verðlausir —segir Reynir Hugason raf magnsverkf ræðingur „Viö erum mikrótölvufyrirtæki og höfum veriö í þessum „bransa” í ein þrjú ár,” sagði Reynir Hugason, raf- magnsverkfræðingur og aöaleigandi Tölvubúöarinnar hf. „Það er langur timi, því aö breytingarnar eru örar á þessu sviöi — þaö er aö segja á sviði rafeinda- og tölvutækni. Þaö sem var góö latína fyrir ári er venjulega úrelt í dag og því er erfitt aö starfa í faginu. Viö vorum fyrstir á markaðinn með míkrótölvur, hér á landi. Byrjuöum 1979, og sýndum þá fram á notagUdi þeirra fyrir atvinnulífiö. Við settum upp skóla um aUt, sem snertir míkró- tölvur, og rekum hann enn. Viö réöum einnig til okkar forritara og smíðuðum heUsteypt safn viðskiptaforrita er gerir nánast allt, sem venjulegt fyrir- tæki þarf á að halda. Viö seljum bæöi viöskiptatölvur, sem unnt er aö nota viö bókhald, texta- vinnslu' áætlanagerö og fleira, og einnig litlar heimilistölvur, er notaðar eru tU þess aö leika sér aö og tU þess aö læra á. A síðasta ári byrjaöi svo innflutn- ingur, aö marki, á spUakössum til landsins. Og spUakassar innUialda tölvur. — Þá haföi algjört leiktækja- æöi gengiö yfir heiminn um nokkurt skeiö, sem barst tU Islands með inn- f luttningi þessara kassa. Viö hjá Tölvubúðinni vissum aö leik- imir í erlendu spUakössunum voru sams konar og í heimUistölvunum okkar, svo við ákváöum aö taka þátt í „geiminu”, eins og ungUngarnir segja. Viö þróuðum því okkar eigin kassa. — Okkur fannst alveg óþarfi aö láta útlendingana sitja eina aö þessum markaði. Við vissum vel aö við gátum gert jafngóöa, eöa betri, kassa sjálfir. Seinni hluta síðasta árs lögðum við því á brattann, og árangurinn er aö koma í ljós hjá okkur núna. Vitanlega hefur þetta kostað nokkurn svita og fáein tár, en viö erum ánægðir meö árangurinn, og ég held aö okkur hafi tekist bara nokkuö vel upp. Erlendir spUakassar eru meö sér- smíöaöa rafeindahluta sem í eöU sínu eru tölva. I kössum Tölvubúðarinnar eru einnig tölvur. Munurmn er þó sá að viö notum tölvur sem eru sérstaklega smíöaöar sem leiktölvur eöa einka- tölvur. Þaö er því bæði aðgengilegt að skipta um leiki í þeim og jafnframt er tU mikið úrval leikja á markaönum. Tölvur okkar notum við á nýjan og áöur óþekktan hátt. Við seljum aögang aö þeim. Forritm, sem við notum, eru óbreytt, eriend leikforrit. Þau koma í sérstökum handhægum kubbum sem ætlaörn eru tU þess aö smeUa í tölv- umar. Viö breytum engu, hvorki for- ritum né tölvum. Flóknari leikir Hins vegar smíðum viö stýribúnað í kringum tölvurnar og umfram aUt kassana sjálfa. Við framleiðum tvenns konar kassa. Minni kassarnir eru sambærilegir viö þá sem innfluttir eru. Þeir eru þó sterkbyggðari, lita vel út, ír**-** K 1 K X K X K X K X K X K og hannaðir með þaö fyrir augum að breytingar geti oröiö á myntstærð. Auk þess er mjög auðvelt og ódýrt aö skipta um leiki í þeim. Þaö kostar um það bU tólf tU fimmtán hundruð krónur að skipta um leiki í kössunum, en í sambærilegum innfluttum kössum kostar hver leikur svona níu til tuttugu þúsund krónur. Ástæöur þess, aö leikir í kössum Tölvubúöarinnar eru ódýrari en inn- fluttir, eru þær aö spUakassar okkar eru öðruvísi uppbyggðir en þeir inn- fluttu. — Dýrari geröin af kössum okkar kostar um hundraö þúsund krónur. Þá er gert ráö fyrir flóknari leUtium oe fleiri valmöguleikum, bæöi fyrir notendur og þann sem rekur kassann. Slíkir kassar eru ekki á markaöi er- lendis, svo að okkur sé kunnugt um. Otlit dýrari kassanna er svipaö og uppbygging þeirra hin sama og hinna minni — að frátöldum stýriútbúnaöi. Stjómborð dýrari kassanna er þó auð- vitað flóknara; ermeðfleiritökkum. Enn sem komið er eigum viö þó dýrari gerö kassa okkar einungis sem „prótótýpu” eöa frumeintak. Þar hefur verið bætt viö borði meö stjórn- búnaöi sem gerir kleift aö setja tíu leiki í tölvuna í einu. Notandanum er þannig gefinn kostur á aö velja sér leik. Einnig er hægt aö láta leikina kosta mismunandi mikiö, og að stjóma þeim tíma sem hver leikur má taka áður en fariö er aö borga aftur í kass- ann. Þessi útgáfa gefurmöguleika á aö tengja mun fleiri stjómtakka viö spiliö en ódýrari geröin. Þannig er hægt aö fást viö flókin verkefni, þar sem til þarf eina fjórtántakka. Innfluttir, uppgeröir, erlendir kassar meö einum leik em á boöstól- um hér á svipuðu verði og okkar kassar en þykja eðlilega ekki standast samkeppni viö þá. Leikir í erlendu kassana em einnig umtalsvert dýrari, eöa svona um það bil fimm til fimmtán sinnum dýrari. Viö emm því ekki mjög hræddir viö erlenda samkeppni. Að lokum má geta þess aö spilakass- arnir okkar veröa aldrei verðlausir, þótt leikirnir falli úr tísku, vegna þess að í þeim er venjulegt sjónvarp og tölva sem nema um þaö bil helmingi af verðgildi kassans. Af þessu geta erlendir framleiöendurekki státað.” -FG. FRA ITALIU, UNGA LINAN. Teg:4322 Litir: blátt og grátt leður, með leðursóla. Laugavegi 96 bimi 23795 1 -k 1 -k ¥ ¥ -ít -k ¥ -k ■k -k ¥ ¥ <x -k -ú ■k ■k -tt -K -tt -K -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k •tt -k -tt ■¥ -tt ¥ -tt ¥ -tt ¥ ¥ ¥ -tt ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Við hliðina á Stiörnubioi -tt ¥ ¥ ¥ Pappírsumbrot Umbrotsmaður vanur pappírsumbroti óskast til starfa á Uppl. veitir Ólafur Brynjólfsson hjá Hilmi hf., Síðumúla 12. Teg: 4322 Litir: dökkblátt og grátt leður. Póstsendum. STJÖRNU- SKÓBÚDIN * ★: r ★ ■&★ ☆ ★ -ír ★ ☆ ★ £ -j/. t;í y. íj. y. * -tt UmboÓ í Reykjavík ognágrenni Reykjavík Aðalumboð, Vesturveri, s. 17757 og 24530 Verslunin Neskjör, Nesvegi 33, s. 19292 Sjóbúðin v/Grandagarð, s. 16814 Passamyndir h.f., Hlemmtorgi, s. 11315 Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58-60, s. 35230 Hreyfill, Fellsmúla 24, s. 85521 Paul Heide, Glæsibæ, s. 83665 Verslunin Rafvörur, Laugarnesvegi 52 S. 86411 Hrafnista v/Laugarás, s. 38440 Verslunin Réttarholt, Réttarholtsvegi 1, s. 32818 Bókaverslun Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7, s. 83355 Bókabúð Braga, Arnarbakka 2, s. 71360 Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, s. 72800 og 72813 Kópavogur Blómaskálinn, Kópavogi, s. 40980 Bóka- og ritfangaversl. Veda, Hamraborg 5, s. 40877 Borgarbúðin, Hófgerði 30, s. 40180 Garðabær Bókaversl. Gríma, Garðaflöt 16-18, S. 42720 Hafnarfjördur Hrafnista Hafnarfirði, s. 53811 Kári og Sjómannafélagið, Strandgötu 11-13, s. 50248 MIÐI ER MÖGULEIKI Sala og endurnýjun stendur yfir HAPPDRÆTTI 83-84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.