Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Page 16
DV. FÖSTUDAGUR 29. APRlL 1983.
Iþrótt
fþrótt
íþróttir
Iþrótt
Guðmundur
mætfr
Perúmanni
— og Broddi mætir
Norðmanni í HM
íbadminton
Allir sterkustu badmintonspilarar ís-
lands taka þátt i heimsmeistaramótinu í
badminton, sem hefst í Brömbyhöllinni í
Kaupmannahöfn á sunnudaginn. tslensku
keppendurnir eru Guömundur Adolfsson,
Broddi Kristjánsson, Kristín Magnúsdóttir,
Þórdis Edwald og Kristín B. Kristjánsdóttir.
Broddi og Guðmundur verða í sviðsljós-
inu á sunnudaginn. Þá taka þeir þátt í
undankeppninni í einUðaleik karla. Broddi
leikur gegn Norðmanninum Geir Dahl
Morge og Guðmundur leikur gegn Federico
Vaidez frá Perú.
-SOS
Arnór glímir
við Diego
Maradona
— þegar Anderlecht
mætir Barcelona
Frá Kristjáni Bcrnburg — fréttamanni DV í
Belgiu:
— Anderlecht mun taka vöU sinn aftur í
notkun i sumar eftir hinar miklu endurbætur
sem nú er verið að gera á honum. Fyrsti
leikur féiagsins á endurbættum veUi verður i
sumar og mun Anderlecht þá leika gegn
Barcelona. Það verður jafnframt fyrsti leik-
ur Arnórs Guðjohnsen með félaginu og mun
hann þá glíma við kappa eins og Argentinu-
manninn Diego Maradona og V-Þjóðverjann
Bernd Schuster, sem eru taldir tveir af bestu
knattspyrnumönnum heíms.
-KB/-SOS
Gomes skorar
mest íEvrópu
— oger með örugga
forustu í keppninni
um guilknött ADIDAS
Portúgalinn Gomes hjá Porto heldur enn
forustu sinni í keppninni um gullknött
ADIDAS. Hann er nú markahæstur í
Evrópu, hefur skorað 28 mörk í 26 leikjum.
Houtman hjá Feyenoord er í öðru sæti með
25 mörk og Ian Rush hjá Liverpool er í þrið ja
sætimeö24 mörk.
Listinn yfir markahæstu leikmenn
Evrópu er nú þannig:
Mörk — Leikir
Gomes, Porto 28—26
Houtman, Feyenoord 25—31
Rush, Liverpool 24—38
Anastopoulos, Olimplakos 23—26
Blissett, Watford 23-38
Krimau, Metz 22—32
Nicbolas, Celtic 22—32
Szannach, Auxerre 21—31
Real Madrid á
toppnum
Spánska liðið Real Madrid er nú efstá blaði í
keppninni um nafnbótina besta knatt-;
spymufélag Evrópu. Real Madrid er með 16
stig, Aberdeen og Liverpool meö 14, Benfica
og Hamburger með 13, Anderlecht, Man-
chester United og Dundee United með 12,
Juventus, Bayern Miinchen og Nantes með
11 og Barcelona, Celtic og Standard Liege
með lOstig.
^SOS
Sigur hjá
Aberdeen
Nokkrir leikir voru háðír á Bretlands-
eyjum í fyrrakvöld. Úrslit urðu þessi:
2. deild
Leeds—Sheff. Wed. 1—2
3. deild
Oxford—Mfllwall 1—0
Úrvalsdeild
Kilmarnock—St. Mirren 2—2
Motherwefl—Aberdeen 0—3
Kristján Bemburg, fréttamaður DV i Belgíu, færir Amóri Guðjohnsen blómvönd eftir að Amór hafði gert samning við Anderlecht. Á milli þeirra er Eiður Guðjohn-
sen, faðir Araórs, sem annaðist samningagerð fyrir son sinn. DV-mynd De Schryver.
sem er frábær knattspyrnumaður og drengur góður,” sagði Alois Derijcker,
framkvæmdastjóri Lokeren, íviðtali við DV
Frá Kristjáni Bernburg — fréttamanni
DVíBelgíu:
— Það er mikil eftirsjá að Araóri
Guðjohnsen nú þegar hann fer frá Lok-
eren, þvi aö hann er knattspyraumað-
ur með gífurlega hæfileika og ekta at-
vinnuhugsjón, sagði Alois Derijcker,
framkvæmdastjóri Lokeren, í stuttu
spjalli við DV, eftir að Araór hafði
skrifað undir tveggja ára atvinnu-
samning við Anderlecht. — Araór er
drengur góöur, rólegur og yfirvegaður
og hann hefur unnið fyrir hverjum
franka sem hann hefur fengið i
greiðslu hjá okkur á þeim fjórum árum
sem hann hefur verið hér í Lokeren.
— Við hjá Lokeren höfum keypt
marga unga og efnilega leikmenn á
undanfömum árum og þar í hópi era
þeir Amór og James Bett, sem nú leik-
ur meö Glasgow Rangers. Við höfum
ekki staðið í veginum á þeirra frama-
braut enda er ljóst aö við munum
aldrei leggja stein í götu þeirra leik-
manna sem hafa þjónað okkur vel.
Frekar gleðjumst við yfir því aö við
höfum getaö lagt eitthvað af mörkum
til þess aö þeir verði betri og betri leik-
Alois Derijcker, framkvæmdastjóri Lokeren, á ritstjóraarskrifstofu DV.
menn, sem tekið er eftir og virðing er
borin fyrir, sagði Derijcker.
Derijcker sagði að þeir Amór og Bett
hefðu fengiö tækifæri hjá Lokeren til
að kynnast því hvemig er að leika meö
atvinnumannaliði sem hefur veriö í
toppbaráttu í Belgíu og tekið þátt í
Evrópukeppnum á undanfömum ár-
um. Þeir hafa fengiö góða reynslu og
þeir hafa fengið góð laun þann tíma
semþeir hafa veriö hjá Lokeren.
— Lokeren er ekki f élag sem hugsar
eingöngu um að græða peninga á leik-
mönnum. Við viljum að sjálfsögðu
halda sem lengst í góða leikmenn og fá
þá til að leika undir okkar merki. Þeir
10 þús. áhorfendur sem koma aö
meðaltali á heimaleiki okkar gera
kröfur um að við séum með góða leik-
menn og það er takmarkið hjá okkur.
— Við horfum því með söknuði á eftir
Arnóri, en um leið óskum við honum til
hamingju með þann áfanga sem hann
hefur náö á knattspyrnuferli sínum,
sagðiDerijcker.
Kæmi strax til
íslands
Derijcker sagðiaðef hann vissi af leik-
manni uppi á Islandi sem hefði allt það
til að bera sem Arnór hefur — skap-
festu og fómfýsi, þá myndi hann ekki
hika við að leggja leið sína til Islands
til að b jóða þeim leikmanni að koma til
Lokeren og freista gæfunnar hjá félag-
inu.
Arnór kvartar ekki
— Eg reikna ekki með að Arnór
kvarti undan verunni hér hjá Lokeren.
Hann var aðeins 17 ára þegar hann
kom til okkar og byrjaöi skjótlega að
leika með aðalliði okkár. Ég er sann-
færður um að Anderlecht hefði ekki
haft áhuga á aö fá Arnór til sín nema
að hann sé „Belgíumaður” knatt-
spymulega séð, en það var hann með
því að gerast leikmaður hér 17 ára.
Það var fyrir mikla fómfýsi föður
hans, Eiðs Guðjohnsen, að Arnór náði
því takmarki.
Fengum 17,5 milljónir
franka
— Það er ekkert launungarmál að
við fengum 17,5 milljónir franka frá
Anderlecht fyrir Amór (8,7 milljónir
íslenskar — innskot blaðamanns). Það
var samið sérstaklega um kaupverð í
samningum okkar viö Arnór — þ.e.a.s.
hvaða hlut við fengjum ef hann óskaði
að fara frá okkur. I samningum
okkar við Arnór var einnig klásúla
um hvað hann fengi í sinn hlut en ég vil
ekkert ræða um það. Þaö er Amórs
mál.
Derijeker sagði að það væri ljóst að
ekkert af stóru félögunum í Evrópu
myndi samþykkja slíkar klásúlur í
samningum sínum við unga og
óreynda leikmenn þegar þeir kæmu til
þeirra. Viö erum þó stórt félag, knatt-
spymulega séð.
Stefnum á bikarinn
— Veturinn hefur verið erfiðurhjá okk-
ur þar sem margir af okkar bestu leik-
mönnum hafa átt við þrálát meiðsli aö
stríða. Því höfum viö þurft að tefla
fram mjög ungu liði. Takmarkiö hjá
okkur er nú aö tryggja okkur sigur í
bikarkeppninni í ár og tryggja okkur
þar með sæti í Evrópukeppni næsta
keppnistímabil. — Ég er mjög
ánægður með að Arnór verði með í
þeirri baráttu. Við þurfum á hans
kröftum að halda, sagði Derijeker aðí
lokum. -KB/-SOS
Glæsigjöf
Framkvenna
Framkomur færðu Knatt-
spyraufélaginu Fram glæsilega af-
mælisgjöf. Þær færðu Fram kr. 75
þúsund í byggingu annars áfanga
félagsheimilis félagsins við Safamýri.
Framkonurnar hafa unniö mikiö starf
innan félagsins og á undanförnum
árum hafa þær fært félaginu hverja
stórgjöfinu á fætur annarri.
„Horfi með söknuði
á eftir Arnóri...