Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Page 8
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAl 1983. Útlönd Útlönd Utlönd Utlönd Skora á Schultz að tala Sýrlend- ingana til Líbanonstjórn undirritar í dag viö hátíölega athöfn samkomulagiö um brottkvaðningu Israelshers af líbanskri grund. öllum er þó ljóst aö þaö kann að reynast markleysa ein vegna andstöðu Sýrlandsstjómar. En samkomulagið sem náöist eftir fjögurra mánaöa þref og milligöngu Bandaríkjastjórnar veröur undirritaö í tvennu lagi. Fulltrúar Israels og Líbanon munu fyrst undirrita það í Khalde, suöur af Beirút, og síðan í Kiryat Shmona í norðurhluta Israels eftir að hafa farið á milli í þyrlum. Áöur hefur Israelsþing samþykkt skil- málana meö því fororði að Sýrlands- her og PLO-skæruliöar verði einnig á brott úrLíbanon. Sýrland og forysta PLO hafa vísaö þessu samkomulagi á bug þar sem þaö fullnægi ekki þeim kröfum sem þessir aöilar gera aö skilyrði fyrir brottflutn- ingiherja þeirra. Sýrlensk hersveit í sovéskum skriðdrekum á feröinni í Libanon, en samningar um brottflutning þeirra er forsenda þess að samkomulag ísraels og Líbanons komi til framkvæmda. Uppreisn hjá Stem í kjölfar fólsunarhneykslisins Um 160 blaöamenn tímaritsins Stem hafa búiö um sig á ritstjórnarskrifstof- um blaösins í Hamburg en neita að hreyfa sig til verka og mæta ekki á rit- stjómarfundum. Krefjast þeir þess aö framkvæmdastjóm blaðsins verði látin vikja í kjölfar hneykslisins út af hinum fölsuðu dagbókum Hitlers. En á meðan situr Konrad Kujau, sem seldi Gerd Heidemann, blaöa- manni Stern, dagbækumar, undir eftirliti, gmnaöur um aö hafa falsað dagbækumar sjálfur eða veriö í vitoröi meö fölsun þeirra. — Hann gaf sig sjálfur fram viö landamæri .Bæjara- lands fyrir helgina en hann hvarf í vikutíma eftir aö uppvíst varö um föls- un dagbókanna. Ekki ber þeim alveg saman í svömm við fréttamenn, Kujau og Heidemann, um hvernig dagbækumar hafi veriö fengnar í A-Þýskalandi. — Kujau þessi rak forngripa- og fornbókasölu í Stutt- gart. Lögregian hefur gert húsleit hjá báð- um og lagt hald á mikiö safn minja- gripa frá Hitlerstímanum en Stern rak Heidemann frá störfum og höföaði skaöabótamál á hendur honum. Uppreisnin á ritstjómarskrifstofum Stem hófst fyrir helgina þegar útgáfu- fyrirtæki Stern réði tvo hægrisinna blaðamenn, Johannes Gross og Peter Scholl-Latour, til þess aö ritstýra Stem, eftir að tveir ritstjórar þess sögðu af sér vegna dagbókahneykslis- Fyrstu 20 mennirnir í Nicaragua sem sakaðir eru um aö hafa veitt „inn- rásaröflunum” liðsinni hafa verið sett- ir á vald nýstofnuöum „alþýðudóm- stólum” sem fjalla eiga um mál þeirra. Þeir eru ákæröir fyrir að hafa veitt útlagaskæmliöum upplýsingar um ins. Starfsfólk Stem kvíðir því að Stern muni taka sinnaskiptum undir rit- stjóm þessara tvímenninga en Stern þykir fremur hafa stigið í vinstri fót- inn. Starfsmenn krefjast þess einnig aö útgáfustjóri og raunar stofnandi Stern, Henri Nannen, víki og sömuleiöis for- maöur útgáfufyrirtækisins Gmner und Jahr, semerGerdSchulte-Hillen. ferðir sandinistahersins, komið skæm- liðunum undan og veitt þeim skjól og mat. Þessum nýstofnuöu dómstólum er ætlaö að fjalla um mál þeirra skæm- liða sem teknir hafa verið til fanga og stuöningsmenn þeirra. Eins mál Stem mun koma út í þessari viku en óvíst er um næsta tölublað. Heima hjá Konrad Kujau mun lög- reglan hafa fundiö yfir 500 nasistabæk- ur og sumar áletraðar af nasista- foringjum. Þar á meðal „Mein Kampf”, sem virðist bera áletrun höf- undar. Nágranni Kujau ber það aö Kujau hafi sagt honum að hann sæti dag og nótt við skrif tir f yrir Stern um Hitler. manna sem sakaðir era um „efnahags- lega glæpi”, eins og hamstur á skömmtunarvörum, svo sem hrís- grjónum, sykri og matarolíu. Þriggja manna dómstólar hafa verið settir upp í öllum 16 umdæmum Nicaragua til þess aö flýta réttarhöld- Stjómarher Líbanon var f jölmennur á götum höfuðborgarinnar í gærkvöldi og var leitað í bifreiðum og á fótgang- andi að vopnum og vítisvélum. Höfðu menn kviðið því að andstæöingar sam- komulagsins mundu hafa tilburði til hryðjuverka til þess að mótmæla undirskriftunum í dag. Amin Gemayel, forseti Líbanon, hef- ur hvatt George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, til þess að snúa hið bráðasta aftur til Austurlanda nær og veita lið samkomulagsumleitunum við Sýrlendinga. Taldi Gemayel mikið gagn að því, þar sem hann taldi það ekki á færi Libana að telja Sýrlands- stjórn hughvarf. Sagði hann að Sýr- lendingum hefði þótt töluvert um Shultz þegar hann var þama eystra á dögunum. Þeim hefði fundist Schultz einlægur og því taldi Gemayel hans orð líklegri til þess að vega meir en ann- arra. um en hinir hefðbundnu dómstólar landsins em kaffærðir í málaferlum. Otlagar hafa gert innrásir í Nicara- gua frá bækistöðvum sínum í Costa Rica og Hondúras, að sögn sandinista- stjómarinnar. Oljósar fréttir hafa bor- ist af bardögum um helgina en þær hafa ekki fengist staðfestar. Alþýðudómstólar í Nicaragua Grænfriöungar ætlaíRússann Grænfriðungar (umhverfis- verndarsamtökin) segjast ætla að senda skip í Beringshaf til þess aö reyna aö stöðva sovéska hvalfang- ara að veiöum. Framkvæmdastjóri samtak- anna, Patrick Moore, telur það nokkra áhættu aö senda Rainbow Warrior gegn Rússum. „Þeir gætu tekiö upp á því að saka okkur um njósnir. Það er hugsanlegt aö þeir haldi okkur og geri okkur lífið leitt á annan máta en þaö veröur aðeins málstað okk- ar til góös,” sagöi Moore við blaöa- menn í fyrradag. Hann sagöi að Sovétmenn heföu hundsaö hvalveiðibönn og Rainbow Warrior væri ætlaö aö trufla veið- arnar án ofbeldisaðgerða. „Að- gerðir okkar beinast gegn hval- veiöunum og til þess ætlum viö inn í sovéska landhelgi.” Iðnaöamjósnir Síðasti sakborningurinn i málinu gegn Hitachi-fyrirtækinu japanska ætlar ekki að færa fram neina vöm í málinu sem snerist um samsæri til að stela iðnaðarleyndarmálum frálBM. Tom Yoshida er forráöamaður innflutningsfyrirtækis í Kaliforníu, sem stendur í tengslum við Hitachi, og var hann sakaður um að hafa tekið þátt í að flytja úr landi leyndarmál um tölvutækni. Hann játar sig ekki sekan en kannast við tengsl sín í málinu. Hitachi og tveir starfsmanna fyrir- tækisins hafa játað sig seka og greitt alls 24 þúsund dollara í sekt- ir. Sperglaþjófar Lögreglan hefur orðið að f jölga á næturvaktinni í vesturhluta Sviss vegna vaxandi afbrotaöldu. Nefni- lega sperglaþjófnuðum. Sperglar hafa mjög hækkað í verslunum í Sion og víðar í vestur- hlutanum og hafa sperglaætur þá einfaldlega bjargað sér sjálfar í skjóli nætur. Rófu- og sperglahnupl þykja ekki stórglæpir en spergla- þjófar hafa verið ærið stórtækir upp á síðkastið, svo að það hefur stórséðá. Grafarar í verkfalli Jarðarfarir við helstu kirkju- garða Parísarborgar féllu niöur i gær þar sem grafarar og útfarar- stjórar lögðu niður störf í mót- mælaskyni við vinnuaðstöðuna. Um 140 grafarar á launum hjá borginni og nær 50 útfararstjórar fóru í eins dags verkfall til þess að fylgja eftir kröfum um launa- uppbætur fyrir óheilsusamlegt starf. Sömuleiðis krefjast þeir þess að eftirlaunaaldurinn verði lækkaður niður í 50 ár. Hóta þeir að teygja verkfallið með hverjum deginum sem dregst að afgreiða kröfur þeirra. A meöan eru líkin geymd fryst. Útlagarhertóku ræðismannsskrif- stofur Argentínu Um 30 argentínskir útlagar lögðu undir sig um hríð í gær ræöis- mannsskrifstofur Argentínu í Mad- rid til þess að mótmæla „af- greiöslu” stjórnarinnar í Buenos Aires á örlögum hinna horfnu í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.