Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Síða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAI1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd 90 þúsund Volvo-bif reiðar seldar f Bandaríkjunum í ár: SÆNSKIR BÍLAR VIN- SÆUR í N-AMERÍKU —Volvo og Saab eiga í erfiðleikum með að anna eftirspuminni Sænskir bílar eru vinsælir í Banda- ríkjunum um þessar mundir. Bæöi Saab og Volvo eiga í erfiöleikum meö að anna eftirspurninni þar. Bæði þessi sænsku bifreiðafyrirtæki hafa sett ný sölumet á fyrsta fjóröungi þessaárs. Volvo er án efa öflugast allra sænskra fyrirtækja á Bandaríkja- markaði og hefur velgengni fyrir- tækisins haft mikil áhrif á tölumar yfir sænskan útflutning. Af 12 millj- aröa s.kr útflutningsandvirðis á síðasta ári mátti þakka Volvo fyrir 35%. Velgengni Volvo í Bandaríkjunum hefur aukist mjög á allra síöustu árum. Arið 1976 seldi fyrirtækið 40 þúsund fólksbíla og veltan nam 300 milljónum dollara. Á síðasta ári seldi fyrirtækið 72 þúsund bíla og margt bendir til þess að 90 þúsund Volvo- bílar seljist í Bandaríkjunum í ár og þar meö hefur fyrirtækið þegar náð því marki sem það setti sér að ná árið 1985. Aðalvandamál fyrirtækisins nú felst hreinlega í því aö anna hinni gífurlegu eftirspum í Bandaríkj- unum. Og nú þegar Volvo er farinn að nálgast 100 þúsund bíla markið kann nýtt vandamál að skjóta upp kollinum. Bandarísk yfirvöld hafa lagt fram tillögu um aö innfluttir bílar sem fari yfir það mark á ári veröi aö innihalda visst magn af bandarískum hlutum. „Við emm þó ekki áhyggjufullir vegna þessa. Okkur hefur skilist að Reagan forseti muni beita neitunarvaidi sínu gegn þessari tiilögu. Ég hef ekki trú á að við verðum beittir neinum inn- flutningshöftum,” sagði Bjöm Ahl- ström, yfirmaður Volvo North Americas, ísamtali við fréttamenn. Volvo er nú kominn í efsta sæti yfir söluhæstu evrópska bíia í Bandaríkj- unum, næst á undan Volkswagen og Mercedes. Saab var í 7. sæti á síðasta ári með rúmlega átján þúsund seldar bifreiðar. En það em ekki bara fólksbílar sem Volvo seiur á Bandarikja- markaði. Fyrirtækið stefnir að því að hasla sér völl með strætisvagna sína einnig. Fyrirtækiö hefur þegar fengið pöntun á hundrað vögnum og takmark þess er að ná undir sig hálfum bandaríska strætisvagna- markaðinum. Svarti sauöurinn í Volvo-fjölskyld- unni er vörubifreiðin, Volvo White. Arið 1981 keypti Volvo sig inn á sex prósent af bandaríska vörubifreiða- markaðinum. Sú fjárfesting hefur haft mikið tap í för með sér fyrir Volvo. Talsmenn Volvo segja að skýringin sé sú að International Har- vester, helsti keppinautur þeirra, freisti þess að ná undir sig markaðn- um með því að selja bíla sína meö tapi. Volvo-menn telja að Harvester haldi ekki lengi út í þessum leik sínum og reikna með að þegar á næsta ári muni Volvo White einnig skila hagnaði í Bandaríkjunum. Um framtíöina segir Bjöm Ahl- ström: „Ég tel að Volvo stafi meiri hætta af samkeppninni við GM og Chrysler heldur en við japönsku bilana. Þróunin snerist viö aftur á árinu 1981 þannig að stóru bíiarnir tóku á ný að seljast betur en eyðslu- grönnu smábílarnir. ” -GA J, Luudi. Pehr Gyllenhammar, forstjóri Volvo, hefur fyllstu ástæöu til að vera ánægður þessa dagana. Hér sést hann ganga kampakátur á fund Olofs Palme forsætisráðherra. Adelsohn vlllVíet- namstyrk tilkaf- bátavama Ulf Adelsohn, leiðtogi sænska Hægri flokksins, sagöi á stúdentafundi í Lundi í síöustu viku að sænska stjómin ætti aö láta af fjárhagsstuðningi sínum við Víetnam eða a.m.k. minnka hann verulega. „Segjum þeim að þeir fái minni peninga vegna þess aö banda- menn þeirra athafna sig í skerjagaröi okkar,” sagði Adelsohn meðalannars. Sænska stjómin hyggst í ár styðja Víetnam með 365 milljónum s.kr. Adel- sohn segir að stjómin eigi að taka a.m.k. 50 milljónir s.kr. af þessum peningum og verja til kafbátavama. Aðspurður um afstöðuna tii Nató sagði Adelsohn aö það heimskulegasta sem Sviar gætu gert í þeirri aðstöðu sem þeir væru nú í væri að halla sér að Nató. „Þaö er ekki til friðsamari þjóö en Svíar og við förum ekki fram á annaö en fá að lifa í friði. En einmitt þess vegna þurfum við að styrkja vamir okkar,” sagöi Adelsohn enn- fremur. -GAJ, Lundi. Palme færað bjóða uppá áfengi Olof Palme og aörir sænskir ráöherr- ar mega nú á ný bjóða gestum sínum upp á áfengi í opinberum veislum. Sænska þingiö samþykkti það á dögun- um meö 176 atkvæöum gegn 121. Ekki hefur mátt bjóða upp á vín í opinberum veislum í Svíþjóð frá 1980 er þingið samþykkti frumvarp þess efnis. Utlendir gestir hafa á stundum gert grín aö þessari samþykkt þingsins og fundist undarlegt að fá sérrí meö kaffinu í stað koníaks eins og tíðkast víðast hvar annars staöar. Svíar hafa sem kunnugt er fengið orð á sig fyrir aö vilja leysa öll sín vanda- mál með því að banna en einhver merki þess sjást upp á síðkastið að þeir séu smám saman aö snúa af þeirri braut. GAJ, Lundi. Deilt um tæknivæðingu i sænskri blaðaútgáf u: GRAFÍSKIR LEGGJAST í ÓÞEKKTAINFLÚENSU Miklar truflanir hafa orðið á út- gáfu tveggja stærstu dagblaða Sví- þjóðar, Dagens Nyheter og Ex- pressen, að undanförnu. Blöðin hafa margsinnis komið út upp á síðkastið þannig að stórir hiutar þeirra hafa veriö auglýsingar einar og jafnframt hefur það borið við, cinkum með Dagens Nyheter, að ekki nema hluti upplagsins hefur komið út. Ástæður þessa má rekja til skyndi- legs heilsubrests í liði grafískra sveina. Inflúensa sú er herjað hefur á þá er að því leyti undarleg að hún bítur ekki á aðrar starfsstéttir og ekki hafa grafískir séð ástæðu til að leita til læknis vegna þessa krank- leika. Þá hefur þaö einnig verið áber- andi að hinir grafísku sveinar hafa ekki getað unnið ncma á hálfum venjulegum starfshraða þegar þeir hafa mætt til vinnu og þarf því engan að undra þótt erfiðlega hafa gengið með útgáfu stórblaðanna tveggja. Það hefur auðvitað ekki dulist að „sjúkleiki” grafísku sveinanna sænsku á rætur sínar að rekja tii deilna þeirra við vinnuveitendur sína um hvernig skuli staðið að því að inn- leiða nýja tækni við blaðaútgáfuna. Eins og allir vita eru nú komnar til sögunnar tölvur sem unnið geta mikið af því starfi sem verið hefur í höndum grafískra sveina og prent- ara áður. Þessi staðreynd hefur víða um heim leitt til erfiðleika og deilna og vandamálið virðist engan veginn leyst hér í Svíþjóð. Á tímabili leit þó út fyrir að a.m.k. tímabundin lausn væri fundin á þessu máli í Svíþjóð er samtök blaða- útgefenda gerðu friðarsamkomulag viö stéttarfélag grafískra sveina. Samkomulagi þessu var ætlað að tryggja vinnufrið og var í því kvcöið á um að hugsanlegur ágreiningur skyldi leystur án stríðsaðgerða. Blaðaútgefendur segja nú að grafíska stéttarfélagið hafi með „veikindum” sínum að undanförnu brotið gegn friðarsamkomulaginu og aðgerðirnar séu í raun tilræði við lýð- ræðið í landinu. Þeir benda á að rétt- urinn til blaðaútgáfu hafi vcrið tryggður í sænsku stjórnarskránni í um tvö hundruð ár og sýni það best hversu mikilvægur hann sé álitinn fyrir lýðræðið í landinu. Blaðaútgefendur hótuðu að segja upp friðarsamkomulagi sínu við Grafíska stéttarfélagið ef það tæki ekki skýrt og skorinort afstöðu gegn „skemmdarstarfsemi” félaga sinna. Það hefur félagið nú gert og hvatt fé- laga sína til að láta af „veikindum” sínum. Blaðaútgefendur eru þó ekki fyliilega ánægöir þar sem útgáfa blaðanna hefur ekki verið tryggð þótt eðlileg mæting hafi verið í liði grafískra. Vinnuþrck þeirra virðist nefnilega ekkí eölilegt. Ekki er því séð fyrir endann á þéssu deilumáli frekar en víða ann- ars staöar. Sture Ring, formaður Grafíska stéttarfélagsins, sagðí í sjónvarpsviðtali á dögunum að grafískir sveinar í Svíþjóð vildu alls ekki standa í veginum fyrir því að ný tækni gæti hafið innreið sína. Þar stæði þvert á móti á blaðaútgcfcnd- um. Blaðaútgefendur svara því hins vegar til að þcir hafi ckki efni á að innleiða hina nýju tækni nema þeir geti samtímis mínnkað launakostn- aðinn og því verði talsverð fækkun í liði hinna grafisku sveina að eiga sér stað. Deilan stendur um hversu mikil sú fækkun eigi að vera. Blaðaútgef- endur benda á að hvergi sé meiri tví- verknaöur en í blaðaútgáfu og megi það rekja til óraunhæfra krafna grafískra sveina sem kref jist þess að vinna störf sem blaðamenn gætu leyst af hendi. Þó undanfarna daga hafi útgáfa blaðanna gengið nokkuð betur en áður er ljóst að endanleg lausn á þessu viðkvæma deilumáli er ekki fundin. GÁJ, Lundi. Feldt hefur ákveðið 4% verð- bólgu Kjell-Olof Feldt, fjármálaráðherra Svía, hefur ákveðið að verðbólgan í Svíþjóö skuli á árinu 1984 einungis vera 4%. Feldt segir að ef veröbólgan haldi áfram að vera í kringum 10% markið muni það auka mjög á erfiðleikana í sænskum þjóðarbúskap á næstu árum. En ríkisstjórninni er þaö höfuðnauð- syn ef hún á að ná þessu marki sínu aö fá verkalýðssamtökin í lið með sér. Komi til alvarlegra átaka á vinnu- markaðinum á næsta ári eins og óttast hefur verið má ljóst vera aö ríkis- stjórnin veröur aö gefa markmið sitt upp á bátinn. Sósíaldemókratar ráða hins vegar lögum og lofum í verkalýðs- hreyfingunni þannig að alls ekki er úti- lokað aö Palme takist að fá hreyfing- una til að hafa hægt um sig er kemur að launasamningum á næsta ári. Gunnlaugur A. Jónsson skrifarfrá Svíþjóð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.