Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Side 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAl 1983.
13
lÍR EFWAHACSKBEPPtl
TIL BETRILÍFSKJARA
/■
Atvinnuvegirnir tapa
öll umræða um efnahagsvandann
fer þannig fram að menn tala um
ráðstafanir i gengismálum, pen-
ingamálum, launamálum og
rikisfjármálum allt í einum hræri-
graut. Auðvitað vita allir að það sem
verið er að tala um er hvernig eigi að
minnka kaupmátt og lækka lífskjör á
þann hátt að löggiltir verkalýös-
rekendur þjóðarinnar geti haldið
stöðum og andliti án þess að gera
meira en rífast eins og venjulega. En
það gleymist stundum að í raun og
veru er efnahagsvandinn tap
atvinnuveganna. Atvinnurekendur,
bæði opinberir og einkafyrirtæki, eru
að tapa eignum sinum. Skuldirnar
hrúgast upp hjá atvinnuvegunum og
ef ekki er kippt i taumana þá kemur
einfaldlega að skuldadögum þegar
ekki lengur eru til eignir til að veð-
setja fyrir nýjum lánum.
Við ráðum ekki við tæknina
Það er alkunn staðreynd að sá sem
fiskar sér til matar á áraskipi getur
aukið tekjur sínar og bætt lífsaf-
komuna með þvi að kaupa sér ný-
tísku veiðitæki og læra að nota þau.
Fjárfesting í nýjum skipum og tækj-
um eykur aflann og tekjumar.
Tæknin veitir okkur möguleika til að
skila meiri árangri með minni vinnu,
þetta vita allir. Færri átta sig á hinu,
að tæknin veitir okkur nákvæmlega
sömu möguleika á því að ná minni
árangri með meiri vinnu. Og ekki
nóg með það, sú útkoma er miklu
sennilegri nema ef notkun tækninnar
er undir stöðugri stjórn hinna fær-
ustu manna sem láta afkasta- og
hagnaðarsjónarmiö ráða gerðum
sínum. Ef við lítum til dæmis á
Kröfluvirkjun þá er það almennt
viðurkennt nú að jafnvel þó takist að
koma henni í gang kostar það jafn-
mikið og byggja annars staðar frá
grunra. Það sem fyrir er er nánast
einskis virði. Þar fóra mörg þúsund
íslensk ársverk til einskis. En í
höfuðatvinnuvegum okkar eru ekki
ein heldur margar Kröfiur.
Þeir vildu auka verðmæti
sjávarafla
Þegar viöreisnarstjómin féll á sín-
um tíma þá sigraði sú stefna sem
síöar fékk nafniö lúðvískan eftir hin-
um vinsæla sjávarútvegsráöherra og
togarainnkaupastjóra Lúðvik
Jósepssyni. Annarra flokka for-
mönnum líkaöi aldrei nafnið og
breyttu því fljótlega. Byggðastefna
skyldi hún heita og það nafn ber hún
enn. Upp risu miklir postular þessar-
ar stefnu og predikuðu með stórum
orðum. Markmið þeirra var að auka
verðmæti sjávarafla með því að full-
vinna fiskinn í landinu. I leiðinni átti
að skapa jafna og góða atvinnu fyrir
síhækkandi kaup, hin auknu verð-
mæti áttu að falla f ólkinu í skaut. Til
að ná þessu marki þurfti aðeins að
sjá fiskveiðunum fyrir nýjum togur-
um og nýjuir fiskileitartækjum og
trollum. Fiskvinnslunni þurfti að sjá
fyrir nýjum frystihúsum og fisk-
vinnslustöðvum með flökunarvélum
og rafeindavogum. Upp var sett sér-
stök framkvæmdastofnun þar sem
hrúgur af sérfræðingum skrifuöu
þykkar bækur með áætlunum.
Var það hægt?
Var nú einhvern tíma hægt að auka
verðmæti sjávaraflans eins og til
stóð? Árið 1977 spáði Framkvæmda-
stofnun að botnfiskaflinn yrði 850.000
tonn árið 1985, spá sem líklega er
150% of há. Hins vegar er nokkuð
ljóst að þetta er sá afli sem þarf að
koma ef framkvæmdir þessarar
stofnunar eiga einhvem tíma að
borga sig. Sá floti sem við eigum í
dag getur hæglega veitt 850.000 tonn
á ári og fiskiönaðurinn mundi lflriega
ráða við tvisvar sinnum 850.000 tonn.
En hvorki fiskiðnaður eða fiskveiðar
munu fá meira en 350.000 tonn um
er einfalt. Eins og lesandinn örugg-
lega veit mundi þessi vinnsla ekki
auka verðmæti fiskaflans heldur
rýra verðmæti hans stórkostlega.
Verðmætið mundi lækka um það bil
um 5 krónur á hvert hráefniskíló 1
hverju vinnslustigi. Frystur fiskur
minnka í landi, en horfum nú raun-
sætt á það mál. Við fáum meira fyrir
fiskinn ferskan og með því að selja
fisk okkar dýrar hljótum við að
skapa meiri atvinnu í iandinu, ekki
minni. Við hljótum að bæta atvinn-
una og bæta efnahaginn þegar við fá-
um meira fyrir fiskinn með því að
senda hann ferskan út, jafnvel þó við
hættum að frysta fiskinn, salta hann
og herða fyrst.
Bættar samgöngur
Sú tækni sem við þurfum í dag er
ekki meiri fiskveiði- eða fiskvinnslu-
tækni, þar er samgöngu- og
vegakerfi innanlands sem er hægt
að komast eftir á skömmum tíma
landshorna á milli en er ekki ófært á
vetuma fyrir snjó, ófært á vorin fyrir
bleytu og ófært á sumrin fyrir ryki.
Ef við hefðum almennilegan
Sprengisandsveg þá mundi ferskur
fiskur í gámum komast á 8 tímum
frá Raufarhöfn til Reykjavflcur. Og
þannig á aö flytja hann, með hrað-
skreiðum bílum en ekki niðurgreidd-
um rikisprömmum. En við eigum
engan Sprengisandsveg, við eigum
ekki einu sinni hringveg sem mundi
þola slíka flutninga. Byggðastefnan
hefur étið allt.
„Þá fóru mörg þúsund islensk ársverk til einskis.”—Krafla.
alllanga framtíð. Svo þessi aflaaukn-
ing kemur ekki, ef þá nokkurn tíma
var vit í að reikna með henni. En er
þá ekki hægt að auka verðmætið með
því að fullvinna fiskinn í fiskvinnslu-
stöðvunum? Banna allar siglingar
með ísfisk og nota allan afla sem
hráefni fyrir fiskvinnsluna?
Fiskur verður verðminni
við geymslu
Til að athuga þetta mál örlítið
nánar skulum við athuga hvemig
haga ætti fiskvinnslu ef það eitt
markmið væri fyrir hendi að nýta
framleiðslugetu fiskiðnaðarins sem
best og skapa sem mesta atvinnu.
Fljótlega kemur í ljós að til þess er
eklri nema leið. Hún er að taka hvern
fisk sem á land kemur, frysta hann
fyrst, salta hann svo og herða hann
þar á eftir. Tæknilega séð er ekkert
mál að gera þetta, til þess er næg
framleiðslugeta fyrir hendi í þeim
fiskvinnslustöðvum sem þjóðin á
þegar. 1 þessari vinnslu mundi
skapast svo mikil atvinna að öllu at-
vinnuleysi væri bægt frá um aldur og
ævi þó aflinn ykist ekkert. En af
hverju er þetta þá ekki gert? Svarið
er um það bil 5 krónum ódýrari á kíló
en nýr, saltfiskur um það bil fimm
krónum ódýrari en frystur, skreið 5
krónum ódýrari en saltfiskur. Þess-
ar vinnsluaðferðir eru nefnilega ekki
vinnsluaðferðir heldur geymsluað-
ferðir. Geymdur fiskur er verðminni
en nýr. Enginn kjaraskerðing mundi
duga til að vinna upp tapið af þessari
vinnslu. Verkafólkið yrði hreinlega
að borga með sér.
Ný stefna
Islendingar verða að breyta um
stefnu í fiskvinnslumálum ef ekki á
illa aö fara. Viö veröum að komast út
úr þjóðrembuþokunni og horfa á
hlutina eins og þeir eru í raun. Við
ætluðum að auka verðmæti sjávar-
aflans með aukinni vinnslu, kannski
var það aldrei hægt, en það skiptir
ekki máli, það mistókst, verðmætið
jókst ekki eins og til var stofnað og
kemur ekki til með aö aukast. En á
þeirri stund sem þetta er skrifað er
flutningaskip á leiðinni til Englands
með 200 tonn af ferskum fiski í gám-
um og þetta er leiðin sem við verðum
að fara. Auðvitað kunna einhverjir
að óttast að atvinnan muni þá
Jónas Elíasson
flutningatækni. Með endurbættum
skipa- og flugvélakosti komum við
fiskinum okkar nýjum og ferskum til
þeirra kaupenda sem vilja fá fiskinn
nýjan og ferskan en hvorki frystan,
saltaðan eða hertan. Og við þurfum
Frelsi í viðskiptum
Uppgjöriö við hina misheppnuðu
byggöastefnu verður stærsta póli-
tíska verkefnið sem ný ríkisstjórn
þarf að fást við. Auövitað er þetta
verkefni vandasamt og hætta á að
eitthvað fari úrskeiðis, en lengra
verður ekki haldið á núverandi
braut, gjaldþrotið blasir við. En með
skynsamlegri efnahagsstjórn geta
landbúnaður okkar og sjávarútveg-
ur orðið arðbærar atvinnugreinar á
ný. Lykilorðiö í þeirri efnahagsstjórn
er burt með einokunina. Það á ekki
aö byggja 22000 fermetra undan-
rennumusteri til að einoka neyslu-
mjólkurmarkað í Reykjavík. Það á
að leyfa mjólkurbúum á Selfossi og
Borgaraesi að selja mjólk hér eins og
Jónas Guðmundsson hefur bent á.
Það á að leyfa að vinna og selja af-
urðir sem uppfylla tilskildar gæða-
kröfur. Viðreisnarstjómin stórbætti
lífskjör Islendinga með því að gefa
frjálsan innflutning. Næstu stóru
lífskjarabótina fá Islendingar þegar
rflrisstjórnin gefur útflutning frjáls-
an.
Jónas Elíasson
prófessor