Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Page 16
16 Spurningin Hvern telur þú líklegan for- sætisráðherra í hugsanlegri | utanþingsstjórn? Þorkell Guðmundsson: Eg het aldrei hugsað mér að það verði utanþings- stjórn. Björn Jóhannesson: Mér þætti líklegast að það yrði Jóhannes Nordal. Bjami Vigfnsson: Því get ég ekki svarað. Það er ekkert hægt um það að segja. Guðmundur Búason: Eg mundi halda að það yrði Jón Sigurðsson, forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar. Sigurbjöm Bjaraason: Eg hef ekkert spáð í það. Steinunn Jónsdóttir: Eg hefði nú viljað fá hann Gunnar Schram í embætti for- sætisráðherra. , DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAl 1983. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Baldur Benediktsson skrifar og spyr m.a. hvort það sé sannur meistarabrag- ur á Liverpool sem hafi tapað mörgum leikjum i röð. Meistara- bragurað tapa4íröð? Baldur Benediktsson skrifar: Enn á ný þarf ég að taka pennann fram, nú vegna greinar Hauks Magnússonar sem birtist í DV miðvikudaginn 4. maí. Ég ætla að benda Hauki á, aö þeg- ar ég skrifaði grein mína 24. mars, sem birtist 28. apríl eftir mánaðar „meðgöngutíma”, þá voru leikmenn Liverpool ekki búnir að vinna mjólkurbikarinn og þá hafði Manchester United fræðilegan möguleika á aö hljóta Englands- meistaratitilinn. Nú, svo get ég nú fundið fleiri mis- heppnaða leiki hjá Liverpool, t.d. síð- ustu fjóra leiki. Tap í þeim öllum! Sannkallaður meistarabragur, ekki satt! Athugasemd: Það er rétt sem Baldur Benediktsson segir að óvenjulangur tími leið þar til bréf hans var birt í blaöinu. Við biöjumst velvirðingar á því. -SGV ÁNÆGÐUR VIÐSKIPTAVINUR 15424-7591 hringdi: ingu til tilbreytingar. Mig langar til að Þar sem margir eru að rífast og koma á framfæri kæru þakklæti til | skammast sí og æ i þessum dálki væri Rakarastofunnar, Skólavörðustíg 17, gaman aö koma með eina bjarta lýs- fyrir góða þjónustu. „Fólk eyðir áreiðanlega ófáum stundum í að reyna að ná sambandi við skiptiborð læknastöðvarinnar,” segir 6863-4423. Eigi er heigl- um hent að ná sambandi — kvartað undan símaþjónustu læknastöðvarinnar í Glæsibæ stundum í það að ná sambandi við skiptiborö læknastöðvarinnar. Til dæmis var ég í vinnu þá þrjá mánu- daga sem ég reyndi aö ná sambandi við hana Svar: DV leitaði svara hjá Þórunni Hjalta- dóttur, forsvarsmanni læknastöðvar- innar Glæsibæ. Þórunn sagði að hún tæki undir þau orð afgreiðslustúlknanna aö þær væru undir miklu álagi. Yfir 20 læknar störf- uðu í læknastöðinni og þeim sinnti aðeins eitt skiptiborö. Því gæti reynst erfitt aö ná sambandi. Lítið væri að gera við þessu nema e.t.v. aö bæta við skiptiborðum en það væri a.m.k. ekki fyrirsjáanlegt. 6863-4423 hringdi: Mig langar til að spyrja hvers vegna er svona erfitt að ná i læknastööina í Glæsibæ i síma. Er nokkur leið aö; skipuleggja simaþjónustuna betur? Mig langar til að taka dæmi. Tekið er á móti tímapöntunum á mánudögum milli klukkan 10 og 12. I þrjá mánudaga í röð reyndi ég að ná í læknastöðina en það tókst aldrei. Sama máli gegnir um lækni sem ég hef reynt að ná í í miðstöðinni. Eg hef rætt þessi ; mál viö afgreiðslustúlkur og þær hafa ',sagt að þær væru undir svo geysilegu álagi og raunar lítt við þær að sakast en ég veit bara ekki hverja á að spyrja. Hverjir eru forsvarsmenn þessarar istöðvar? Fólk eyðir áreiðanlega ófáum vinpu- „Meistaraverk”, er dómur bréfritara um nýju plötu Grafíkur, Sýn. Frábær SÝN hjá Grafík Geir Sigurðsson skrifar: Fyrir þremur til fjórum árum komst á skrið nokkurs konar upp- stokkun á íslensku popptónlistarlífi. Unglingar hreinlega gáfust upp á sykursætum dægurlögum Gunnars Þórðar, Pálma, Bjögga og Ragnhild- ar Gísla. Upp risu margar hljóm- sveitir á stuttum tíma, sumar efni- legar, aðrar ekki. Flestar undir áhrifum frá bresku pönk og nýbylgj- unni. Breytingarnar urðu til góðs, en úr byltingunni, sem reis hæst í „Rokk í Reykjavík”, komu samt furðulega fáar „klassa” hljómsveitir sem enn eru starfandi í dag. Þeyr, Baraflokkur, Egó... Þó eru það tvær aðrar hljómsveitir sem hafa sérstöðu: Þursaflokkurinn, Grafík. Sú fymefnda vegna þess að hún byrj- aði fyrr og ruddi brautina og Þursar eru í dag önnur tveggja hljómsveita sem hinn islenski rokkaðdáandi má búast við miklu af, sú síðarnefnda er hin. Saga Grafík er á vissan hátt enn sérstæðari en Þursaflokksins. Grafík varð til á Isafiröi, skipuð þaulæfðum tónlistarmönnum sem Isfirðingar flestir vissu að mikiö bjó í. Sú varð raunin haustið '81. Þá kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar, Ot í kuld- ann. Platan var lofuð af gagnrýnend- um og vel tekið. Tónlistin var frá- brugðin annarra, með vönduðum textum. Fyrir utan spilamennsku á Vest- fjörðum á sumrin þá hefur verið hljótt um Grafik. Hljómsveitin hefur aöeins fengið brot af þeirri umfjöllun sem „stóm númerin” hafa baöað sig í. Kannski að hluta sök Grafikmanna sjálfra, eða kannski er Grafík eina „underground” hljómsveitin í anda Crass í reynd. Nýkomin er út önnur LP plata hljómsveitarinnar. Ber hún nafnið Sýn. Meistaraverk, já meistaraverk. Sérstaða Grafík undirstrikast með þessari plötu. Loksins er komin gæðaplata á borð við „lifun. ..” Trú- brots. Þeir drengir í Grafík em ótrú- lega hugaðir að senda þvílíka plötu frá sér á þessum síðustu og verstu tímum tískufyrirbrigða. Auk upp- hafs og endastefs, leikin á flygil, skiptist efni plötunnar í fimm lög með texta og fjögur „instrumental”. Ekkert laganna er mjög „grípandi” en öll vinna þau á viö hlustun. Styrk- ur og gæði plötunnar felast í að þetta er ekki tónlist stíluð fyrir óskalaga- þætti og diskótek. Sýn er stórt skref fram á við hjá Grafík og í beinu framhgjdi af fyrstu plötunni. Tónlistin er orðin marg- slungnari og „þyngri”. Bestu lög: öll. Svo vikið sé aftur að „stóm númerunum” þá hafa ekki orðið ýkja miklar breytingar á tónlist Þeysara, Ego og Baraflokksins síöustu miss- eri. Væntanleg plata Þureanna sker að líkindum úr um stöðu þeirra. Eitt- hvað nýtt þarf nú að koma til svo ekki komi aftur tímabil ládeyðu og endurtekninga eins og var fyrir um- skiptin fyrrnefndu. Grafík hefur stigið skrefið. Geta hinir fylgt á eftir? Tíminn leiðir það í ljós. Einfaldar ballöður Bubba víki burt, textaþvaður Grýlanna víki burt. Is- lensk rokktónlist þarf aftur inn á braut nýjunga og persónulegrar sköpunar. SÝN er plata í háum gæðaflokki. Islenskur rokkheimur má vera stoltur af slíkri tónlistar- sköpun. Hríngiðí millikl. 13ogl5 86611 eðaskrífið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.