Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Side 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAI1983.
17
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Sjúkdómseinkenni: Þriöjungur AIDS-sjúklinga fær húðkrabba sem kaliaður er
Kaposi’s sarcoma.
Hinn hættulegi sjúkdómur AIDS:
Hvað gera
Blóðbankinn
og landlæknir
Heimilisfaðir hringdi:
Mig langar til að koma á framfæri
nokkrum spurningum sem ég vona að
DV leiti svara við.
Allar tengjast þær skrifum banda-
ríska vikuritsins Newsweek og DV um
hinn hættulega kynsjúkdóm AIDS sem
hrjáirhomma.
Mig langar til að koma þeirri
spumingu á framfæri við landlækni
hvort embættið hafi gefið út einhverja
viðvörun vegna þessa sjúkdóms. Og ef
svo er ekki, þá hvers vegna. Ég spyr
vegna þess að AIDS er nær banvænn
sjúkdómur og skv. DV látast menn í
80—90% tilvika ef þeir sýkjast. Hér á
landi eru talsvert margir hommar og
enda þótt aðeins leiki grunur á um eitt
tilfelli hér á landi er töluverð hætta á
því að þeir beri sjúkdóminn með sér
erlendis frá. Eg spyr landlækni þess-
arar spumingar því að hann er jú land-
iæknir þeirra eins og okkar hinna. Og
ekki geta mennimir uggað að sér ef
þeir vita ekki um sjúkdóminn og ein-
kennihans.
Annarri spurningu minni beini ég til
forsvarsmanna Blóðbankans. Em ein-
hverjar ráðstafanir gerðar til þess að
komast að því hvort blóðgjafar era
hommar og geti þar af leiðandi verið
meö þennan banvæna sjúkdóm?
Ég spyr vegna þess aö þessi sjúk-
dómur berst með blóði. Ekki er ástæða
til að ætla annaö en að hommar gefi blóö
hlutfallslega jafnoft og aðrir. Þeir ein-
ir virðast sýkjast af þessum sjúkdómi.
Og þeir geta gengið með sjúkdóminn i
2 ár án þess að vita af því. Það er því
fyllilega ljóst að nommar geta gefið
blóð í góðri trú en sýkt þann sem blóðið
fær af banvænum sjúkdómi sem hann
fengi aldrei að öðram kosti. Eg segi
eins og er að mig hryllir við tilhugsun-
inni um að þurfa að fá blóð úr blóð-
banka og fá banvænan sjúkdóm i kaup-
bæti.
Dæmi era til þess að menn hafi sýkst
af AIDS viö blóögjöf í Bandarik junum.
Bandaríkjamenn hafa leyst þetta á
snjallan hátt. Hommar þekkjast ekki
svo auðveldlega úr og ekki þykir hæfa
að láta þá skrá sig sérstaklega. Banda-
ríkjamenn leystu málið á þann hátt að
festa við eyðublöð sem allir útfylla er
þeir gefa blóö, upplýsingar um sjúk-
dóminn AIDS og sagt frá því að maður
sem sjúkur sé af honum geti smitað
aðra með blóðgjöf. A eyðublaðinu era
síðan tveir reitir: annar fyrir þá sem
vilja gefa blóð og hinn fyrir þá sem
vilja senda það til rannsóknar. Homm-
arnir sjá sér auövitað hag í að láta
rannsaka hvort þeir séu sjúkir af AIDS
og senda blóðið til rannsóknar. Á
þennan hátt er allra hag borgið án þess
að hommar séu niðuriægðir á einn eða
annan hátt. Eg bæti við: Er ekki hægt
að gera eitthvað svipað hérlendis?
Síðasta spuming mín er: Getur
maður gefið blóö í Blóðbankann og lát-
ið geyma það þar þangaö til maður
þarf sjálfur á blóðgjöf að halda? Svo að
hægt sé að ganga að eigin blóði vísu í
Blóðbankanum ef í nauðir rekur?
Eg vona að DV leiti svara við þess-
um spurningum mínum.
Svör
DV leitaöi svara við spumingunum
hjá Ölafi ölafssyni landlækni. Land-
læknir sagði að hann hefði beðið Helga
Valdemarsson prófessor, ónæmissér-
fræðing, um að taka saman upplýsing-
ar um þennan sjúkdóm. Því mætti
seg ja að máliö væri komið á rekspöl.
Olafur kvaðst vilja nota tækifærið
og leiðrétta misskilning sem fram
hefði komið í annars ágætri grein í DV
um kynsjúkdóma. Rétt væri að grunur
hefði leikið á um eitt tilfelli af AIDS hér
á landi en við rannsókn hefði komið í
ljós aö ekki var um AIDS aö ræöa.
Alfreð Árnason svaraði fyrir hönd
Blóðbankans:
Um AIDS og viðbrögð Blóðbankans
við honum sagði hann að ekki væri
vitað til þess að sjúkdómurinn hefði
komið upp hér á landi. Reyndar hefði
leikið granur á að um þann sjúk-
dóm væri að ræða í einu tilfelli en sá
granur hefði ekki reynst á rökum reist-
ur. Hann taldi að sjúkdómurinn væri
það fátíður að ekki væri ástæða til þess
að gripa til sérstakra aögeröa. Og
meðan sjúkdómsins hefði ekki orðið
vart annars staðar en í Bandarikjun-
um væri tæpast ástæða til aögeröa. Um
aðrar hugmyndir bréfritara vildi Al-
freðekkitjásig.
Um hvort hægt væri að láta geyma
eigið blóð í Blóðbankanum og ganga að
því vísu sagöi Alfreð að þetta hefði
ekki tíðkast en væri tæknilega hægt.
Hann sagði aö ef sh'kra óska tæki að
gæta í rikum mæli yrði að meta
kostnaðinn af slíku. Líklega yröi það
Blóðbankanum ofviða fjárhagslega að
gera þetta.
Upplýsingar um verð og annað í síma 66476 virka daga eftir
kl. 19.00 og um helgar.
Enska knattspyman:
„Birtið stöðuna í 3. og 4. deild
Erlingur Jóhannsson, Sauðárkróki, Það eina sem ég er ekki alveg unum.
skrifar: ánægður með er að þið skuliö aldrei Væri ekki hægt að birta stöðuna i
birta stöðuna í 3. og 4. deild ensku neðstu deildunum einu sinni í
Eg er áskrifandi DV og er mjög knattspymunnar. Eg er mikill knatt- mánuði?
ánægður með síðuna um íþróttir í spymuunnandi og finnst jafngaman
blaðinu. Tel ég hana vera þá bestu i að fylgjast með stöðunni i þriðju og Meö þökk til stjómenda íþróttasiðu
blöðum landsins. fjórðu deild og í tveimur efstu deild- DV fyrir góð störf.
Sund/augar
Stærð 3,3 x 7,0 m, steinsteyptar sundlaugar í garðinn.
Komdu og. finndu. þorðið
cam hantar hor
Borð við allra hæfi, sporöskjulöguð
hringformuö og ferköntuö
Margar stæröir og fjölbreytt litaúrval
Komdu og f inndu boröiö sem hentar þér
Hringiö eöa skrif iö ef tir myndalista
STÁLHÚSGAGNAGERÐ
STEINARS HF. Sendum í póstkröfu
SKEIFUNNI 6 - SÍMAR 33590 - 35110 - 39555