Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Qupperneq 34
34
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAl 1983.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Skák
Texti:
Baldur Hermannsson
Eitthvaö er þaö sem helgarskákmót-
in hafa umfram aörar samkundur
mannanna, því alveg er það segin saga
að sá maöur sem eitt sinn hefur hrist af
sér slenið og rifiö sig upp úr mókinu
eins og glorsoltinn skógarbjöm aö vor-
lagi og fariö út á land á helgarmót til
þess aö vega mann og annan, hann er
bókstaf lega ekki í rónni fyrr en hann er
aftur kominn á flakk í leit að nýju móti
á nýjum stað með nýjum andstæðing-
um.
Auðvitað er það ærið margt sem
saman dregst til þess að gera þessi
mót aö góöri dægradvöl, en ég hef um
það sterkan grun að sjálft fyrirkomu-
lagið snerti einhvers konar dulda taug
í hverjum einasta þátttakanda: þama
eru menn algerlega út af fyrir sig á
veglegum stað þar sem allt er yfirfljót-
andi í dýrlegum krásum og ljúffengum
miði og þaö er dekrað við mann á allar
lundir. Um daga láta menn geisa eld
og jám en um kvöld og nætur ríkir
gleðin og kveðskapurinn og líklega
hefur enginn Islendingur dregið upp
máttugri mynd af slíku þingi en sjálfur
Snorri gerði í Gylfaginningu fyrir svo
og svo mörgum árum: — Þá mælti
Gangleri: „Allmikill mannfjöldi er í
Valhöll. Svo njóta trú minnar að all-
mikill höfðingi er Oðinn er hann stýrir
svo miklum her. Eða hvað er skemmt-
un Einherja, þá er þeir drekka eigi? ”
Hárr segir: „Hvern dag, þá er þeir
hafa klæðst, þá hervæða þeir sig og
ganga út í garðinn og berjast, og fellir
hver annan. Þaöer leikur þeirra. Og er
liður að dögurðarmáli, þá ríða þeir
heim til Valhallar og setjast til
drykkju, svosem hér segir:
A llir Einherjar
Ódins túnum í
höggeasl hvern dag,
eal þeir kjósa
og ríða eigi frá,
sitja meirof sáttir saman. "
Einherjar berjast
í Stykkishólmi
Herjað í Hólminum
Einherjar skáklistarinnar komu
saman í Stykkishólmi um fyrri helgi til
þess aö vega hver annan og vera
glaöir. Þama voru menn af öllum stig-
um, allt frá vonglöðum flóðhestum upp
í alþjóðlega meistara. Þarna voru
glaðbeittir strákar sem fýsti að reyna
sig í orrustum og þama voru einbeittir
jámhausar, aldri orpnir, og létu sér
hvergi bregða þótt saman lysti fylking-
unum.
Þessir menn áttu þaö eitt sameigin-
legt að þeir voru óðfúsir að berjast og
þeir óttuðust ekki vopndauðann frekar
en Einherjar hinir fomu, en um kvöld
og nætur skipaði gleðin og skáld-
skaparmálin öndvegi eins og vera ber
á góðra vina fundi. I morgunsárið lögð-
ust menn útaf litla stund og sváfu meö
vopnum sínum eins og Grettir sterki.
Járnhausinn
hélt velli
Tímaritið Skák er forsprakki helgar-
skákmótanna í samvinnu við Skák-
samband Islands. Þetta var 17. mótið
og Helgi Olafsson sigraði í 10. skiptið.
Annar varð Sævar Bjamason, hinn
glaðlyndi og vinsæli Hort norðurhjar-
ans eins og hann er nefndur skák-
manna meðal. Oli Valdimarsson sneri
heldur betur á yngri mennina á þessu
móti og sölsaði undir sig þriöja sætið
eftir haröskeytta baráttu við Islands-
svíann góða, Dan Gunnar Hansson. Oli
er eitilharður skákmaður, sann-
kallaður jámhaus og glúpnar ekki
ryrirneinum.
„A eftir Ola koma flóðhestamir,”
sagði dökkhærður gárungi í neðstu
sætunum, en það vom talsverðar ýkj ur
því næst á eftir Öla komu ekki ringari
kappar en Gunnar Gunnarsson, Ásgeir
Þ. Arnason, Dan Hansson og Hilmar
Karlsson.
Skáleyjabóndinn, Eysteinn Gíslason, lenti í honum kröpp-
um en svaraði fyrir sig meö snjöllum kveðskap.
Einherjarnir Sigurjón Magnússon til vinstri og Þorsteinn Snædal bergja á hollum
miði, totta retturaar óspart og blása reyknum til orrastu. Báðir tefldu af þrótti og
hugkvæmni en skortir enn þá kunnáttu og reynslu sem þarf tU að skipa hin efri sætin.
MyndBH.
Oii Valdimarsson kenndi æskulýðnum lexíuna og hreppti
þriðja sæti eftir ágætan sigur í síðustu umferð gegn Dan
Gunnari Hansson.