Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Page 40
7909 0 SENDIBÍLASTÖÐ KÓPAVOGS SKEMMUVEGI 50 Símsvari á kvöldin og um helgar AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAI 1983. Forseti Islands fól Svavari Gests- syni, formanni Alþýöubandalagsins, umboð til myndunar meirihluta- stjómar í gær eftir að Steingrímur Hermannsson hafði tilkynnt að við- ræður hans við Sjálfstæðisflokkinn væru strandaðar. Svavar Gestsson mun í dag hefja tilraunir sínar með viðræðum við f or- ystumenn albra flokka. Samkvæmt heimildum DV mun hann leggja fram tillögu.um að fresta útborgun verðbóta sem greiðast eiga 1. júní um einn mánuð, til að skapa frekara S’ngrúm fyrir stjórnarmyndunarvið- ræður. Hugmynd þessi hefur verið til umræðu meöal þingmanna undan- farna daga þar sem taliö er að Al- þingi sé undir óeölilegum þrýstingi vegna þess að forseti hafi gefið frest til myndunar meirihlutastjórnar fram að hvítasunnu. Sjálfstæðis- menn munu vera þessu hlynntir við ákveönar aðstæður. Ef meirihluta- samstaða næðist um þessa ákvörðun myndi Svavar leggja til við Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra að sett yrðu bráðabirgðalög um frestun á greiðslu veröbóta. Jafnhliöa þessum viðræðum munu Svavar og Guðmundur J. Guðmunds- son eiga sérstakar viðræður við Al- þýðuflokkinn um möguleika á mál- efnalegri samstöðu þessara flokka. Oskað hefur verið eftir því að Al- þýðuflokkurinn tilnefni tvo menn til þessara viðræðna. Litlar líkur eru taldar á því aö Svavar Gestsson myndi ríkisstjóm. Að mati margra mun þó líklegt að ný stjóm verði mynduð um næstu helgi. Oformlegar viðræður fara nú fram milli flokka og enginn möguleiki hef- ur enn verið útilokaður. Samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks er enn í athugun. Steingrimur Hermannsson sagði í gær að ekki bæri mikiö á milli þessara flokka og að hægt væri aö brúa það bil ef jarð- vegur væri fyrir hendi. Sagði Stein- grímur að svo virtist sem ýmsir sjálfstæðismenn vildu reyna aðrar leiðir. Samstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Bandalags jafnað- armanna er enn í athugun og margir sjálfstæðismenn hafa áhuga á minni- hlutastjórn S jálfstæðisflokksins. ÓEF/HERB. Þingvallasveit: SUMAR- BÚSTAÐUR BRANN TIL ÖSKU Um fjörutíu fermetra sumarbústað- ur í Miðfellslandi viö Þingvallavatn brann til ösku í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi varð Ingólf ur Guömundsson bóndi á Miðfelli var við eldinn í bústaðnum og tilkynnti um hann. Bústaöurinn var að mestu brunninn þannig að slökkvilið var ekki sent á vettvang. Eldsupptök eru ókunn en málið er til rannsóknar. -JGH. Skutlan yf ir Reykjavík Geimskutlunni Enterprise verður flogið yfir Reykjavík eftir hádegi a fimmtudaginn. Hún kemur á baki Boeing 747-risaþotu. Þessi samstæða verður næststærsta flugfar sem sést hefur yfir höfuðborginni. Aðeins Zeppelin-loftskipið, sem kom hingaö árið 1930, var stærra. Hugsanlegt er að tveir geimfarar verði með í för, þeir Carol Bobko, sem var flugstjóri geimskutlunnar Challenger í geimferð hennar í apríl síðastliðnum, og Donald Peterson, sem flaug einnig Challenger en fór auk þess í geimgöngu. -KMU. 1 ■Mði 118* ■'ý,'.U,-"-‘A ' ■ Stal veski f rá 93 ára gömlum manni Maður um tvítugt, sem margoft hef- ur stolið frá gangandi fólki, veittist að 93 ára gömlum manni á Skeggjagötu laust fyrir klukkan hálfþrjú í gærdag og tók af honum veski. Maðurinn flúði eftir að hafa tekið veskið ennáðistogviöurkenndiverkn- aðinn. Hann mun ekki hafa veitt gamla manninumneina áverka. Aö sögn rannsóknarlögreglunnar í morgun var ungi maðurinn þá í haldi en ekki lá ljóst fyrir hvort gerð yrði krafa um gæsluvarðhald seirrna í dag. Fram aö þessu hefur hann komist upp með að játa á sig sams konar verknaði og síðan verið sleppt. -JGH. \ Tíkin Týra í Ytri-Njarðvík eignað- ist á dögunum hvorki meira né minna en tíu hvolpa. Einn hvolpur- inn kafnaöi þegar Týra grúfði sig yf- ir afkvæmi sín meðan krakkar voru að skoða þau. Hinir níu dafna vel. Týra, sem orðin er átta ára gömul, hefur eignast alls fjörutíu hvolpa um ævina. Páll Sigurðsson, eigandi hennar, sagði þessa frjósemi sjald- gæfa. DV-mynd: Heiðar Baldursson. LOKI Þá er línan komin frá Castró. j HESTUR OLVAÐS KNAPA DRUKKNADI (llll Dýraverndunarsamband Islands hefur óskað eftir því að rannsóknar- lögreglan rannsaki hvort dýra- verndunarlög hafi verlð brotin er hestur drukknaði í árlegri hópreið Hestamannafélags Keflavíkur. Málavextir eru þeir að 1. maí á hverju ári ríða keflvískir hestamenn á móti hafiifirskum hestamönnum og hittast inn við Voga. Aö loknum þeim fundi héldu keflvískir t:l baka og ákváðu að kæla hesta sina i sjónum á Fitjunum. Er þangað var komið fór einn knapinn út úr hópnum og sund- reið, með þrjá til reiðar, í átt til hafs. Einn hestanna gafst fljótlega upp og drukknaði. Knapinn komst þó klakk- laust i land ásamt hinum hestunum. Má teljast mildi að ekki fór verr því dauður hesturinn var bundinn viö hina. John Hill, rannsóknarlögreglu- maðurí Keflavík, sagði í samtali við DV að ekki færi milli mála að knap- inn heföi verið ölvaður er atburður- inn átti sér stað og myndi rannsóknin beinast aö þvi að athuga hvort hann hefði brotið dýravemdunarlögin með framferði sínu. Formlegar yfirheyrslur eru ekki hafnar en rannsóknarlögreglunni barst kæransíðastliðinn föstudag.-ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.