Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Síða 5
DV. LAUG ARDAGUR 4. JUNÍ1983. Kynferðislega brenglaðir menn á Miklatúni: HANN BAÐ ÞÆR UM AÐ VEGA SALT VID SIG — krakkar vari sig á ókunnugum mönnum, segir móðir sem býr við Miklatúnið „Viö íbúamir erum nú mjög á varöbergi gagnvart þessum mönnum og ég veit að það eru margir sem fylgjast með túninu í kíki, enda staðreynd að krakkar hér hafa orðið fyrir áreitni þeirra,” sagöi móðir, sem býr í námunda við Miklatúnið, um ferðir kynferðislega brenglaðra manna um túnið, en eins og kunnugt er hafa lögreglunni borist nokkrar kvartanir vegna þeirra á síðastliðnu ári. Á föstudagskvöld fyrir viku var tekinn maður sem áður hefur komið við sögu í slíkum málum. Stóð hann þar innan um trén og sýndi á sér kyn- færin. Það voru nokkrir unglingar, sem leið áttu fram hjá, sem tilkynntu ummanninn. Móöirin, sem við ræddum við vegna þessara mála, vildi ekki láta nafns síns getið. Hún á fimm stúlkur og hafa sumar þeirra orðið fyrir áreitni þessara manna. ,,Ein stúlknanna var stödd á rólu- vellinum hér úti á túninu ásamt vin- konu sinni. Þær voru að róla sér þegar til þeirra kom maður og bað þær að vega salt við sig. Stúlkumar færðu sig yfir á vegasaltið og byrjuðu að vega salt við manninn, en skyndilega sáu þær hvar hann var búinn að opna buxnaklaufina.” Að sögn móðurinnar er róluvöllur- inn á Miklatúninu umlukinn trjám og því oft erfitt að fylgjast meö krökkum sem þar eru að leika sér. „Eg tel reyndar að völlurinn sé nokkurs konar gildra, því aö litlir krakkar sækja á hann, og þessir Róluvöllurinn á Miklatúni. Er hann gildra fyrir krakka? Hann er umluktur trjám og því er erfitt að fylgjast með krökkum sem þar eru að leik. DV-mynd: Þó. G. menn eru einmitt þar á ferð. Þá finnst mér vanta betri lýsingu á Miklatúnið. Eg leyfi krökkunum til dæmis ekki aö ganga y fir túnið þegar farið er að skyggja og ég tel að allir foreldrar ættu að brýna fyrir krökkunum sínum þá hættu sem get- ur stafað af því aö tala viö ókunnuga mennþama.” Móðirin vildi að lokum taka fram að hún vonaðist tU að enginn skUdi orð sín svo að um neyðarástand væri að ræða, þannig að enginn maður þyrði að láta sjá sig á túninu án þess að verða „stimplaður”. ,,Eg vU með þessu fyrst og fremst ítreka við krakka að vera vör um sig gagnvart ókunnugum mönnum á túninu.” —JGH BLÚMIN TALA þau biðja um Pokon blómaáburð ESJA SF. REYKJANESBRAUT 12 SÍMI 26020. Ný sérfargjöld t9 Amsterdani og DusseMorf einu sinni í uiku! Við mætum verðbólgu og verðhækkunum með umtalsverð- um lækkunum - einu sinni i viku á hvorn áfangastað. Amsterdam Þriðjudagsferðir +30% af lægsta fargjaldi = 8.581 +50% barnaafsláttur= 4.290 Dilsseldorf Helgarbrottför +20% af lægsta fargjaldi = 10.096 +50% barnaafsláttur = 5.048 EACiLE ÁlR « C•II I f Um sérfargjöldin gildir eftirfarandi: • Þú verður að panta og greiða ferðina með minnst hálfsmánaðar fyrirvara. • Miðanum er ekki hægt að breyta. • Ef þú hættirviðferðina endurgreiðum við helming af andvirði hennar. • Ferðin verður að vera minnst vikulöng - mest mánuður. Kynntu þér nýju sérfargjöldin - og ferðin er hafin Flugfélag með ferskan blæ Sarnarflug Lágmúla 7, sími 84477

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.