Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Síða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 4. JÚNI1983. Kvikmyndir________ Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Þaö eru ófáir sem kannast viö nafniö Walt Disney. Þetta nafn hefur í 55 ár veriö nátengt hugmyndum fólks um fjölskylduskemmtun, ann- aðhvort í formi kvikmyndar eða heimsóknar á útivistarsvæði Disney- lands. Margt bendir þó til þess aö kvikmyndir þær sem enn eru fram- leiddar undir merkjum Walt Disney hafi efnislega fjarlægst þessar hug- myndir fólks um „skemmtun fyrir alla fjölskylduna”. Hver heföi t.d. látið sér detta í hug fyrir 10—15 árum aö gera Walt Disney mynd sem væri bönnuö bömum innan sextán ára aldurs? Eöa láta söguhetjuna tengj- ast eiturlyfjasölu eins og gerist í einni nýjustu myndinni sem Walt Disney fyrirtækiö hefur sent frá sér undir heitinu TEX? Margt bendir til þess að Walt Disney hafi ekki verið sérlega hug-' myr.daríkur listamaöur. Aftur á móti haföi hann þann hæfileika aö eiga auðvelt meö að stjóma fólki og laða það besta fram af listrænum hæfileikum þess. Einnig hafði Disney mjög ákveönar og fastmótað- ar skoöanir hvernig æskilegt væri aö ala ungdóminn upp og byggöi marg- ar sínar myndir á þessum hugmynd- um sínum. Róleg byrjun Walt Disney reyndi viö margt áöur en hann lenti á réttri hillu varðandi ævistarf sitt. I fyrri heimsstyrjöld- inni keyröi hann m.a. sjúkrabíl en upp úr 1920 kom hann sér upp vinnu- aöstööu í Hollywood og fór aö teikna. I fyrstu geröi hann stuttar teikni- myndaseríur eins og ALICE IN CARTOONLAND og OSWALD THE RABBIT en þaö var ekki fyrr en 1928 aö hann hóf kvikmyndagerö. Á þess- um ámm skóp Disney ásamt Ub Iwerk teiknimyndapersónuna Mikka mús (sem hét að vísu í fyrstu Mort- imer) ásamt Plútó og Andrési önd. Þessar persónur birtust á hvíta tjaldinu í formi stuttra teiknimynda og urðu fljótlega mjög vinsælar. Um 1926 var jafnvel fariö aö líkja Disney við þá félaga Chaplin og Eisenstein. Það var þó ekki fyrr en 1937 aö mynd frá Walt Disney sló verulega í gegn. Var þaö teiknimyndin SNOW WHITE sem er fyrsta teiknimyndin sem Ðisney gerði í fullri lengd. Disney var himinlifandi yfir þeim móttökum sem myndin fékk og ákvaö að stækka kvikmyndaver sitt til muna. Einnig fjölgaöi hann teikn- umm sem unnu við gerð teikni- mynda hans upp í 1000 manns. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa og á næstu ámnum 1940—1942 sendi hann frá sér m.a. myndimar PINOCCHIO (1940), FANTASIA (1940) ogBAMBI (1942). Erfiðár Þótt sagan hafi sýnt að hér var um aö ræða kvikmyndasöguleg listaverk þá tapaði Disney þó nokkrum fjár- munum í upphafi á PINOCCHIO og FANTASIA meðan BAMBI geröi ekki meira en aö vinna upp kostn- aðinn af gerð myndarinnar. Sama gilti um DUMBO sem Disney fram- leiddi 1941. Á stríös- og krepputímum er ekki óalgengt að kvikmyndahusum f jölgi til muna. Kvikmyndin er tiltölulega ódýr skemmtun sem flestir geta látið eftir sér og einnig er auðvelt aö gleyma áhyggjum og eymd þegar sest er inn í sal k vikmyndahússins og ljósin hafa slokknað. Þetta gerðist í Bandarikjunum í seinni heimsstyr- jöldinni og náöi aðsóknin aö kvik- myndahúsunum hámarki árið 1946. Andstastt þessu féll niður aösóknin aö þeim myndum sem Walt Disney framleiddi sem varö til þess aö kvik- myndaver hans einbeitti sér aö gerð heimildar- og áróðursmynda fyrir bandaríska ríkið. Það var ekki fyrr en 1950 sem hjól- in fóru að snúast aftur hjá kvik- myndaverinu þegar myndin CIND- ERELLA hlaut mjög góðar viötökur fáum oröum sagt blómstraöi starf- semi kvikmyndavers Walt Disneys á þessum árum. En árið 1976 gerðist það í fyrsta sinn I níu ár að tekjur vegna sölu kvikmynda minnkuðu miöaö við árið á undan. Sölumenn Disney-kvik- myndaversins kenndu myndinni TREASURE OF MATECUMBE um tekjumissinn en hún var sumarmynd fyrirtækisins og gekk illa. Þegar sama þróun hélt áfram næsta ár var ákveðið aö gera andlitslyftingu á kvikmyndaverinu og kynna hina „Nýju Disney-línu”. Ákveöið var aö reyna að höfða til eldri og breiöari aldurshóps því aö á sl. tuttugu árum haföi börnum á aldrinum 5 til 13 ára fækkaö úr 18,2% niður í 13,6% af bandarísku þjóöinni. Einnig var texti myndanna færöur í nútíma form og því mátti heyra orö og setningar í þessum „nýju Disneymyndum” sem voru alger bannorö áöur fyrr. Stjörnustríð Disneys Ein fyrsta myndin sem gerö var eftir þessari nýju línu var PETER’S DRAGON og FREAKY FRIDAY sem Barbara Harris og Judy Foster léku í. Þessar myndir höföu margt sér til ágætis en náöu aldrei víðtækri úrbreiöslu. Á sama tíma var ný teg- und fjölskyldumynda aö koma fram á sjónarsviðið með stjömustríðs- myndir George Lucas í fararbroddi. Disney kvikmyndaveriö ákvaö aö taka þátt i leiknum og sendi á jóla- markaðinn 1979 sína dýrustu mynd sem nefnist THE BLACK HOLE. Myndin, sem gerist um borð í geim- skipi úti í himingeimnum, gekk hvorkivelné illa. Næst reyndi Disney kvikmynda- verið að framleiða í samvinnu viö Paramount kvikmyndaveriö söngva- og dansmyndina POPEYE og galdramyndina DRAGONSLAYER en líkt og áöur varð útkoman ekki nógu góö. Aöaltekjur Disney kvik- myndaversins voru fyrir gamlar myndir sem höföu verið dregnar fram í dagsljósiö, dustaö af þeim rykiö og endursýndar. Þannig gekk THE JUNGLE BOOK vel þegar hún var endursýnd og átti þetta sérstak- lega við um Evrópu sem virtist opn- ari fyrir endursýndum Disney- myndum. Óviss framtíð Sú mynd sem hefur veriö talin einn besti fulltrúi hinnar „nýju” Walt Disney línu er líklega TRON, þar sem söguhetjunum er breytt í raf- agnir svo þær geti komist óhindrað inn í heim og vídd tölvunnar. Myndin hefur hlotiö þokkalegar viðtökur áhorfenda. Walt Disney kvikmyndaveriö hefur þó ekki gleymt eða gefið upp á bátinn gerö teiknimynda þótt þeim hafi fækkað mikið á síðari árum. Aðsóknin að THE RESCUERS, sem gerö var 1977, slagaöi hátt upp í met- aðsóknina aö STAR WARS bæöi í Þýskalandi og Frakklandi. Aö und- anförnu hefur teiknarahópur kvik- myndaversins unniö við að fullgera mynd byggöa á goösögn frá Wales. Á myndin aö bera heitið THE BLACK COULDRON og verður frumsýnd ár- iö 1985. Einnig eru nokkrar stuttar teiknimyndir á leiðinni og má nena THE BRAVE LITTLE TOASTER og BASIL OF BAKERSTREET. Segja má aö Walt Disney kvik- myndaveriö standi á líkum tímamót- um og það geröi eftir síöari heims- styrjöldina. Þaö getur tekið fyrirtæk- ið nokkur ár að finna þann hóp áhorf- enda sem þaö er aö leita eftir. Ein sú mynd sem Walt Disney kvikmynda- veriö bindur miklar vonir viö aö geti gefið vísbendingu hvort þaö sé á réttri leið eöa ekki er TEX. Hún verður sett í almenna dreifingu í sumar og þaö veröur því ekki fyrr en í haust sem kemur í ljós hvort áhorf- endum líkar nýja linan frá Disney. B.H. Er það þetta sem koma skal? A triöi úr myndinni TRON sem er dæmigerð fyrir nýju h'nuna frá Disney kvik- myndaverinu. \'ja línan frá Disney Walt Disney kvlkmyndaverid reynir ad adlaga sig breyttum tínium hjá áhorfendum. A næstu árum gekk framleiðsla kvikmyndaversins nokk- uð vel, ekki síst ef haft er í huga að á þessum tíma kom sjónvarpið fram á sjónarsviðið sem beinn keppinautur kvikmyndahúsanna. Nú haföi dæmið hins vegar snúist viö. Meðan aörir kvikmyndaframleiðendur sáu fram á þverrandi aösókn aö myndum sín- um fóru áhorfendur aftur aö streyma í kvikmyndahúsin til að sjá Walt Disney myndir. Ný stefna tekin En Walt Disney komst fljótlega aö því aö bæði var of dýrt aö framleiöa teiknimyndir í fullri lengd og svo aö áhugi almennings á teiknimyndum virtist á þessum tíma vera mjög tak- markaður. Eftir aö hafa stórtapaö á myndinni Sleeping Beauty reyndi Disney fyrir sér meö gerð leikinna mynda á borð við POLLY- ANNA (1960) og DARBY O’GILL AND THE LITTLE PEOPLE (1959). Þótt mikiö væri lagt í þessar myndir þá varö uppskeran heldur rýr. En á sama tíma sendi Disney frá sér tvær myndir í léttum dúr sem lítiö var Ein af fyrstu teiknimyndum i fullri lengd sem Disney gerði var Mjallhvit og dvergarnir sjö. lagt í. Þetta voru myndimar THE ABSENTMINDED PROFESSOR og THE SHAGGY DOG sem varð önnur söluhæsta myndin í Bandaríkjunum áriö 1959. Þarna haföi WALT DESNEY fundið töfraformúlu sem hann átti eftir aö nota óspart næstu árin. Aö vísu framleiddi kvikmynda- verið rándýrar myndir sem voru settar á markaðinn um jólin en uppi- staöan var gamanmyndir sem voru umfram allt einfaldar og ódýrar í framleiöslu. Segja má aö tvennt hafi aðallega orsakað þessar vinsældir mynda Disney. A þessum tíma höfðu hin kvikmyndaverin misst að miklu leyti áhugann á að framleiöa myndir sem gætu höfðaö til allrar f jölskyldunnar. Samtímis jókst mjög hratt sá fjöldi bama sem kominn var á „kvik- myndahúsaaldurinn” því gífurleg fólksfjölgun hafði orðið í Bandaríkj- unum upp úr stríðinu eöa á árunum 1946-1953. Sömu stefnu haldið Hin orsökin var að öfugt viö önnur kvikmyndaver notfæröi Disney sér sjónvarpiö í stað þess aö loka augun- um fyrir tilvist þess eöa ber jast gegn því. Hann geröi myndir fyrir sjón- varp er fjölluðu um framleiðslu kvik- myndavers hans og einnig fékk nafn hans góða auglýsingu í sjónvarpi gegnum allar stuttu teiknimyndirnar sem hann seldi sjónvarpinu sýning- arréttinn á. Þótt Walt Disney félli frá áriö 1966 hélt kvikmyndaverið áfram á sömu braut og hann haföi markað. Ein- hver hugvitssamur handritahöfund- ur kom fram með tillögu um að gera kvikmynd um lítinn fólksvagn sem væri gæddur mannlegu eðli. Þannig varö til myndin THE LOVE BUG sem varð söluhæsta myndin 1969. I Myndin The Absent minded Professor markaði timamót hjá Disney kvikmyndaverinu 1961.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.