Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Side 26
26
DV. LAUGARDAGUR 4. JUNÍ 1983.
Bæknru^ bríkasöinun XXIII:
Tímamót Vlðeyjar-
prentsmiðju
Enn um rit
Bessastaðaskóla
I lok síðustu greinar var getið
hinna árlegu rita Bessastaðaskóla,
sem fyrst hófu útkomu árið 1828 og
nefndust fram til 1840 „Skólahátíð”,
en síöan til 1846 „Boðsrit”. Lang-
mestur og um leið merkastur hluti
þessa ritflokks voru fylgiritin um
ýmis efni, samin eða saman tekin af
kennurum skólans, sem allir voru í
hópi lærðustu manna landsins á sín-
um sviöum.
Sveinbjörn Egilsson
Einn hinn þekktasti þeirra og án
efa afkastamesti viö fræði- og út-
gáfustörf var Sveinbjörn Egilsson
(1791—1852). Eru engin tökáaðgera
þeim málum skil hér, en látið nægja
að vísa til skrár „Fiskesafns” I, bls.
122, og æviminningar um S.E. eftir
Jón Árnason í „Merkir Islendingar”,
II. Rvík 1947. Kemur þar ljóslega
fram, hvílíkan afburða fræðimann
hér hefur verið um aö ræða, og þekk-
ing hans á fornmálunum, grísku og
latínu, slík aö tæplega yröi við jafn-
að. Var og vel staðið að menntun
hans allt frá barnæsku, og kemur þar
Magnús Stephensen enn viö sögu,
þar sem S.E. var komið til hans í
íóbtur 10 ára gömlum til uppeldis og
forsjár.
Odysseifs drápa
Verður nú aftur vikiö að ritum
Bessastaðaskóla, en þar lagöi Svein-
björn Egilsson til stærsta skerfinn
með útgáfum sínum. Var hin lang-
mesta þeirra þýöing hans úr grísku á
Odysseifs drápu Hómers, sem út
kom á skólahátíðunum 1829—30,1835
og 1838—40. Þrjú önnur smærri rit
gaf S.E. út á sama vettvangi, „Olafs
drápu Tryggvasonar”, 1832, „Brotaf
Placidus-drápu”, 1833, og „Fjögur
gömul kvæði”, 1844, en öll voru rit
þessi prentuö í Viðey eins og ártölin
gefatilkynna.
Björn Gunnlaugsson
og Hallgrímur Scheving
Tveir aðrir af kennurum Bessa-
staöaskóla stóðu einnig að umrædd-
um ritum. Var annar þeirra Björn
Gunnlaugsson (1788—1876), stærð-
fræðikennari, sem þekktastur er sem
brautryðjandi hér á landi í land-
mælingum og kortagerð. Komu út
eftir hann sex rit, hið fyrsta „Nockr-
ar einfaldar reglur til að útreikna
túnglsins gáng”, 1828. Verða önnur
ekki nefnd hér, utan hið sérstæða rit
„Njóla eöur auðveld skoðun himins-
ins meö þar af fljótandi hugleiöing-
um um hátign Guðs og alheims
áformið, eða hans tilgáng meö heim-
inn”. Kom þetta heimspekirit út árið
1842 og var aö því leyti óvenjulegt, aö
þaö var í bundnu máli, alls 518
erindi, en auk þess skýringar.
Þriðji kennarinn, sem lagði efni í
ársrit Bessastaðaskóla, var Hall-
grímur Scheving (1781—1861), alls
þrjú, hiö síðasta „Islenskir máls-
hættir” árið 1843. Kom framhald
þeirra út í Reykjavík árið 1847 sem
fylgirit með skýrslu „Hins læröa
skóla” yfir skólaárið 1846—47.
Dregurað
leiðarlokum með
Magnúsi Stephensen
Ekki verður annað séð en nú hafi
verið getiö flestra helztu rita, er gef-
in voru út í Viðey í umsjá Magnúsar
Stephensen, en auk þess ýmissa, er
þar voru prentuö síðar. M. St. hefur
einnig sjálfur komið mikiö viö sögu,
en þó aðeins i sambandi við bókaút-
gáfuna og málefni tengd henni. Vant-
ar þó mikið á, að þeim hafi verið gerð
æskileg skil, en á því hefur ekki gef-
izt frekari kostur í þessum stuttu
yfirlitum. Slíkar upplýsingar er hins-
vegar að finna í mörgum ritum og
eru því nokkur þeirra upp talin í lok
þessarar greinar. Augljóst er af
ýmsum slíkum heimildum, að M.St.
hefur yfirleitt ekki veriö vinsæll
maður meðal alþýöu manna, enda
þótt ýmsum rita hans hafi verið vel
tekiö. Viröist svo sem hinn einkenni-
legi ritháttur hans og hin óviðfelldna
meöferð á íslenzku máli hafi líkað
miður, en þó ekki síður einræði hans í
vali og útgáfu prentaðs máls hér á
landi, sem var að heita algert um 40
ára skeið. Varð Magnús af þessum
og öörum tilefnum fyrir miklum
óþægindum og raunar andstreymi,
sem slíkur metnaðar- og kapps-
maöur átti erfitt með að þola. Spunn-
ust af þeim sökum margvíslegar
deilur, sem ollu honum sárra von-
brigða, einkum er á leið.
Ummæli
Halldórs Hermannssonar
Um þetta fjallar Halldór Her-
mannsson nokkuð í Islandica, Vol.
XI, Ithaca, N.Y. 1918, en efni þess
heftis er „The periodical literature
of Iceland down to the year 1874”.
Var upphafið þýtt af Hallgrími Hall-
grímssyni, bókaverði við Lands-
bókasafn Islands, og birt í „Helga-
felli”, IV. árg., Rvík 1946 (október),
undir heitinu „Fyrstu íslenzku tíma-
ritin”. Fer vel á, aö þessum þætti
ljúki með stuttum kafla úr þeirri rit-
gerö, en þá hafði áður verið gerð
grein fyrir hinum ýmsu tímaritum
M.St.:
„Meö þessum tímaritum lauk
hinni löngu og viröingarverðu út-
gáfustarfsemi Magnúsar Stephen-
sen. 1826 var ráðizt á hann í dönskum
blöðum fyrir stjórn hans á Lands-
uppfræðingarfélaginu, og brátt tóku
landar hans einnig þátt í árásunum.
Þetta leiddi til rannsóknar, sem lauk
með þeim úrskurði, að félagið væri
hætt störfum og Viðeyjarprent-
smiðja væri opinber eign, sem skyldi
háð eftirliti stjórnarinnar. Hún var
þó leigð Magnúsi Stephensen, og rak
hann hana til dauöadags 1833. Vegna
alls þessa voru síöustu ár hans
beiskju blandin. Hann var án efa oft
hlutdrægur og ráðríkur og æsti menn
upp gegn sér og málstað sínum.
Hann hafði lagt alla sína elju og
miklu þekkingu í þjónustu ættjarðar
sinnar, en fannst það einatt vera
lítils metið. Áhrif hans voru aðeins t'l
bráðabirgða, en það var sjálfs hans
sök. Hann vildi veita nýjum straum-
um inn í líf þjóöarinnar, en hann
gerði sér ekki Ijóst, að það gat því að-
eins borið árangur, aö þeir væru í
samræmi við menningu hennar og
erföir. Þetta skildist Magnúsi ekki
fremur en mörgum öðrum 18. aldar
mönnum. Störf hans sköpuöu því
engan varanlegan grundvöll, er
andlegt líf þjóðarinnar gæti þróazt á
í framtíðinni. Samt sem áður mun
hans jafnan verða minnzt sem eins
Bödvar Kvaran
skrffar um
bækur og
bókasöfnun
af mikilmennum landsins. Þó hann
byggði ekki upp, þá ruddi hann að
minnsta kosti brautina og opnaði ný
útsýni.”
Stiftsyfirvöld koma
til skjalanna
Eins og fram kemur hér að framan
hafði oröið sú breyting á með kon-
ungsúrskurði þ. 28. september 1831,
að Magnús Stephensen skyldi af-
henda stiftsyfirvöldum Viðeyjar-
prentverk ásamt öðrum eigum
Landsuppfræðingarfélagsins. Var
jafnframt ákveðið, að hinir nýju um-
ráðaaðilar prentverksins gerðu ráö-
stafanir til áframhaldandi starfsemi
með útvegun húsnæðis, enda lagt til
nauðsynlegt fé til þeirra aögeröa.
Hinsvegar urðu úrslit málsins þau,
aö M.St. var leigð prentsmiðjan til 5
ára, þó með vissum skilyrðum, er
betur en áður tryggöu rétt manna og
aðstöðu til afnota af prentsmiðjunni.
M.St. bjó þó ekki lengi við þá ný-
skipan, því hann lést hinn 17. marz
1833.
Prentverkið leigt
Ólafi Stephensen
Stiftsyfirvöldin seldu nú syni
Magnúsar Stephensen, Olafi
„sekretera” Stephensen, prent-
smiðjuna á leigu til 10 ára frá 1834 til
1844 og verður ekki annað séð en að
verulegur kraftur hafi verið í starf-
seminni á því tímabili. Fyrrnefnt
viðurnefni mun O.St. hafa fengiö af
starfi sínu sem ritari í Landsyfirrétt-
inum á árunum 1826—34, en eftir það
gegndi hann ekki slíku föstu emb-
ætti, en bjó búi sínu í Viðey samfellt
frá 1834 til æviloka 1872. Hefur hann
því augljóslega haft betri aðstööu til
að hafa umsjón með prentsmiðjunni
og hinum útgefnu ritum en hinn
störfum hlaðni faðir hans, og kann
það því að vera að nokkru skýring á
meiri umsvifum en áður.
Aukin
útgáfustarfsemi
Hefur fyrr komið fram, að prentuð
hafi verið alls um 75 rit á dögum
M.St. í Viðey og því að meöaltali
rúmlega fimm á ári. Ovarlegt væri
hinsvegar aö slá fram slíkri tölu yfir
síöara timabilið án allrækilegrar
rannsóknar, sem ég hefi ekki haft
spurnir af, aö gerð hafi verið. Telja
veröur þó líklegt, að hér sé ekki um
að ræða undir 100 bækur og bæklinga
og hefði þá árlegt meöaltal veriö 10
eða allt að helmingi hærra en áður.
Ber aö vona aö niöurstaða fáist í
þessum efnum um síðir.
Viðeyjarbiblía og
fyrri útgáfur
Enginn vafi er á, að trúmálarit eru
enn stærsti bókaflokkurinn, og má
vænta, að þau hafi verið rúmlega 50
talsins. Hafa sum þeirra þegar verið
nefnd í endurútgáfum eldri prent-
ana, en mjög mikið var um að slík rit
væru prentuð að nýju, og þá væntan-
lega farið saman vinsældir ritsins,
takmarkað upplag hverju sinni og
hagur útgefanda af nýtingu eldra
prentsáturs. Eru ekki tök á að nefna
önnur hér en Biblíuna, sem kom út
1841, og þar talin á titilblaði útgefin í
fimmta sinn. I raun var þó um 6. útg.
að ræða þar sem áður höfðu komiö út
á íslenzku Guðbrandsbiblía 1584,
Þorláksbiblía 1637, en einnig með
titilblaði lokaprentársins 1644,
Steinsbiblía 1728, Biblia útg. í Kaup-
mannahöfn 1747, oft nefnd Waysen-
húsbiblía eftir prentsmiðjunni, og
Biblía útg. í Kaupmannahöfn 1813,
einnig oft nefnd Harmagrútsbiblía
eða Grútarbiblía vegna misprentun-
ar á orðinu harmagrátur. Er þá komið
að þeirri útgáfu, sem hér um ræöir,
hinni sjöttu, en tvær komu síöar á 19.
öldinni, í Reykjavík 1859 og í London
1866.
Fjör færist
í rímnaútgáfur
Annar bókaflokkur færöist nú
nokkuð í aukana, en það voru rím-
urnar. Magnúsi Stephensen hafði
lítið þótt til þeirra koma og í sam-
ræmi við það voru nær engar rímur
prentaðar meðan hann réð ríkjum í
bókaútgáfu hér á landi. I Hrappsey
höföu verið prentaðar 9 rímur, en í
Leirárgörðum aðeins ein, „Rímur af
Gissuri jarli”, árið 1800, og á Beiti-
stöðum engin. Sömu stefnu var hald-
ið í Viöey á dögum M.St., þar var að-
eins ein rímnaprentun, endurútgáfa
á „Eitt æfintýri, er kallast Jóhönnu
raunir” og áður var prentaö í
Hrappsey 1784, en nú aö nýju 1829. Á
þessu verður veruleg breyting á um-
sjónarárum Ölafs Stephensen, en á
því tímabili voru útgefnar í Viðey 13
rímur, þar af sex eftir hið mikla
rímnaskáld Sigurð Breiðfjörð
(1798—1846). Er lítill vafi á, að
meginástæðan hefur verið, hve ljóða-
gerð þessi, sem talin er hafa átt upp-
tök sín hér á landi á 14. öld, hefur enn
verið vinsæl meö þjóðinni og sala
slíkra rita því trygg.
Rímurnar láta
undan síga
Um þessar mundir voru hinsvegar
aö koma fram ný viöhorf, sem smám
saman ollu fráhvarfi frá rímum. Má
segja, aö upphaf þeirra hafi veriö
gagnrýni Fjölnismanna, sem m.a.
kom fram í hinni hvössu ádeilu
Jónasar Hallgrímssonar á „Rímur
af Tristani og Indíönu” eftir Sigurö
Breiðfjörð, Kaupmannahöfn 1831,
sem birtist í 3ja árgangi Fjölnis, Kh.
1836. Verða þessi mál hér ekki frekar
rædd, en bent á stutt en glöggt yfirlit
um ágreining S.B. og Fjölnismanna í
inngangi að þriðju útgáfu „Núma-
rímna”, Rvík 1937, eftir Sveinbjörn
Sigurjónsson. Ekki veröur þó dregiö
í efa, að mestu hefur valdiö um
breyttan smekk almennings, að nú
voru að koma fram á sjónarsviöiö
ýms af okkar fremstu ljóðskáldum
og hafa rímurnar lítt þótt standast
þann samanburð.
Heimildir um Magnús Stephensen:
a) Agnar Klemens Jónsson. Lög-
fræðingatal. Rvík 1963, bls. 443—
447.
b) Autobiographia drs. Magnúsar
Stephensens (Brot). I „Tímariti
Hins íslenzka bókmenntafélags”,
9. árg. 1888, bls. 197—268. Sama í
„Merkir Islendingar”, II., Rvík
1947, bls. 66-137.
c) Jón Sigurðsson. Ágrip af æfi
Magnúsar Stephensens. I „Nýj-
um félagsritum”, 6. árg., K.höfn
1846, bls. V-XIV.
d) Ferðarolla Magnúsar Stephen-
sen. Rvík 1962.
e) Þorkell Jóhannesson. I „Skírni”,
107. árg., Rvík 1933, bls. 166-193.
I „Andvara”, 69. árg., Rvík 1944,
bls. 44-65.
f) Jón Jónsson (Aðils). Dagrenn-
ing, Rvík 1910, bls. 69—96.
Böðvar Kvaran.