Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Síða 29
DV. LAUGARDAGUR 4. JUNI1983.
fallegan reit "a e4. Kóngsriddari
Petrosjans er hins vegar álappalega
staösettur, en nú bætir hann úr þvi.
15.—Rg8! 16.0—0—0 Re7 17.f5 Re4
18. Df3 Rc6!
Eftir uppskipti á riddurum er allur
máttur úr hvítu stöðunni. Eftirlifandi
riddari svarts á e4 er sterkari en hvíti
biskupinn.
19. Rxc6 Dxc6 20.Bd4
Freistandi var að hindra langa
hrókun með 20.Bh4, en svartur hefði
svarað með 20.—exf5! og hótað 21,—
Dh6+ sem vinnur biskupinn.
20. —0—0—021.h4Kb8
Petrosjan byggir nú stöðu sína upp í
rólegheitum. Hvítur kemst ekkert á-
leiðis á kóngsvæng og verður að láta
sér vel líka að bíða átekta.
22.Hh2 Hd7 23.Kbl Hc8 24.Dd3 Hdc7
25.HÍ1 Dd7 26.Hf3 Da4 27.Ddl Hc4
28. Hd3Da529.h5
Hótar engu, því að h6 má ávallt
svara með —g6. Peðið hefði því mátt
vera kyrrt á sínum stað því að nú
myndast „hola” á g5 sem Petrosjan
reynir strax að hertaka. En hvítur var
orðinn leiður á biðinni eins og svo
margir mótherjar Petrosjans.
29. —Db5 30.Hb3
Hótunin var 30.—Hxd4! 31.Hxd4
Rc3+ o.s.frv.
30. —Dd7 31.Hf3 Dd8 32.Hd3 Dc7 33.HÍ3
f6(?)
Lítur ágætlega út því að hrókurinn á
h2 er valdlaus. En nú opnast staðan og
hvítur nær andanum. Rétta áætlunin
er fólgin í framrás peðanna á
drottningarvæng, en hún krefst ræki-
legs undirbúnings og er auk þess bund-
in nokkurri áhættu.
34.fxe6 fxe5 35.Bgl Dd6 36.HÍ7 H4c7
37. He2?
Rétt er 37.e7! því að eftir 37.—Hxe7
38. Hxe7 Dxe7 39.Dxd5 er hvíta staðan
vænlegri. Eftir textaleikinn missir
hvítur peð en honum verður til bjargar
að svartur kemur peðum sínum ekki á
hreyfingu.
37.—Dxe6 38.Hxc7 Hxc7 39.Bh2 g6
40. Dd3 Kb7
Hér fór skákin í bið. Petrosjan taldi
stööuna vera jafntefli, en hvítur þarf
þó aö gæta að sér.
41. hxg6 hxg6 42.DÍ3 Hf7 43.Dg2 Ka6! ?
Leikið eftir langa umhugsun. Nú
virðist 44.c4 liggja beint við en
Petrosjan hafði ákveðiö framhald í
huga sem hann taldi mjög sterkt. Engu
að síður...
44.c4! Dc645.cxd5Dc4!
Nú gengur hvorki 46.D né Hxe4
vegna 46—Hfl+ og vinnur og 46.Bxe5
er svarað með 46.—Hfl+! 47.Dxfl
Rd2+ 48.Hxd2 Dxfl+. Hvítur á einn
leik sem heldur í horfinu, Petrosjan
sást yfir hann.
46. Hel! Dd3+
Petrosjan bauð jafntefli áður en
hann lék og ég samþykkti eftir að hafa
séð leikinn. I fyrstu vildi hann ekkert
við það kannast að hafa boðið jafntefli,
því að enn þarf hvítur aö vanda sig.
47. Dc2?? tapar auövitað vegna 47.—
Rd2+ 48.Kcl Hc7! 49.Dxc7 Rb3 mát og
47. Kal er svarað óþægilega með 47.—
Rd2 og ekki gengur þá 48.De2 vegna
48, —Rb3+ 49.Ka2 Rcl+ o.s.frv. Best
er 47.Ka2! Dxd5+ 48.Kal Hc7!
48.De2+ b5 50.Hdl Dc6 51.Bxe5 og
taflið leysist upp í jafntefli.
29
Storlr strákar
fá raflost og
fiisi ti■« waú
m.M. U%
Á meðan stórir strákar fá raflost
og Sísi fríkar út verðum við sem
borgum skattana og gerum heiðar-
legar tilraunir til að lifa á loftinu að
una 13% kjaraskerðingu og má nú
fara að búast við að ýmislegt falli í
gjalddaga og kannski verðum við að
segja upp Morgunblaöinu af því að
við getum ekki hætt að vera áskrif-
endur að útflutningsbótum og tap-
rekstri á togurum.
Eg varð fyrir því óláni um daginn
að lesa stjórnarsáttmála þeirra
manna sem kalla sig ríkisstjóm og
vegna þess að ég var alinn upp á
hafragraut svo að ég yrði stór og
sterkur skildi ég næsta fátt af því
sem ég las en fékk það þó á tilfinn-
inguna aö þaö ætti að bjarga þjóöfé-
lagi á þann hátt aö þeir verst settu
yrðu best settir og er þetta í sam-
ræmi við kenningar biblíunnar um-
himnaríki sem hefur komið upp úti-
búi við Austurvöll og var ekki seinna
vænna.
Það er dálítið undarlegt að eftir allt
talið um svartnætti íslensks efna-
hagslífs og aflabrest skuli sólin enn
vera að buröast við að skína en hún
hlýtur þó að fara að hætta því í
Garöabænum og á Laufásveginum.
En það er ekki í okkar verkahring að
hugsa um þessa hluti heldur mann-
anna með lyklana sem eru rauðir og
bláir samkvæmt fréttum dagblað-
anna og þeirrar náttúru að það er
hægt að opna með þeim ráðuneyti af
því að það hefur engum dottið í hug
að setja eldspýtu í skráargatið eins
og nemendur gera þegar þeir eru
búnir að fá leiða á landafræði eða
reikningi.
Við sem eigum ekki ráðuneytis-
skráargat og höfum ekki efni á þvi aö
kaupa okkur eldspýtur en erum búin
aöfá lífstíöarleiða á reikningi náum í
hamar og nagla og neglum bréfalúg-
una okkar kirfilega aftur og biðjum
póstinn vinsamlegast að setja nótur
héðan í frá beint í öskutunnuna en
léttu umslögin sem innihalda launin
okkar með vísitölubótunum á milli
stafs og hurðar því að það skiptir
okkur ekki nokkru máli hvenær eða
hvert þau fjúka.
En mitt í öllu þessu volæði gefur
ríkisstjórnin út bráðabirgöalög um
lækkun tekjuskatts sem nemur
þremur krónum og áttatíu og f jórum
aurum á dag og við verðum svo fegin
að það léttir svo þungu fargi af okkur
að það liggur nærri að við tökum
undir með henni Sísí sem fríkar út
daglega og stundum tvisvar á dag og
virðist aldrei ætla að verða búin að
þessu.
Sumar
Sumarið er komið, a.m.k. í Breið-
holtinu, og sonur minn þriggja ára
spyr mig daglega hvort ég sé hrædd-
ur við flugur en ég er ekkert hræddur
við flugurnar nema þær sem menn fá
stundum í höfuðiö og hann vill þá fá
að vita hvort það séu stingflugur því
að einhver álíka vitur og hann hefur
talið honum trúumaðþærséu hættu-
legar, jafnvel hættulegri en ríkis-
stjómir og sexmannanefndir sem
hafa þó sem betur fer ekki vængi
frekar en kýrnar.
Þessi ágæti sonur minn þykist ekki
vera hræddur viö flugur og kemur
stundum með þær til mín og leyfir
mér að skoða þær, hann kom með
eina um daginn sem viö nánari at-
Háaloftið
Benedikt Axelsson c
hugun reyndist vera rúgbrauð og
áður en hann vissi hvað þetta var í
raun og veru fannst honum það mik-
ið afreksverk hjá sér að hafa ekki
orðið hræddur við brauðmolann og
sló í því efni föður sinum við sem var
forðum daga alveg ógurlega
hræddur við sláturtunnur sem
geymdar voru í dimmum kjallara og
hann hélt aö væru draugar.
Á æskuárunum er ímyndunaraflið
næstum því ótakmarkað og ég man
eftir því aö þegar við frændi minn
einn vorum í sveit í gamla daga fór-
um við í útreiðartúr á hverjum
sunnudegi og vorum ekki fyrr komn-
ir út fyrir túngarðinn en viö vorum
orðnir Roy Rogers og Lone Ranger
og drápum hvor annan svo oft með
vísifingri hægri handar að önnur eins
fjöldamorð hafa ekki þekkst í gjörv-
allri mannkynssögunni.
Þegar líða tók á haustið og farið
var að skyggja urðum við undan-
tekningarlaust myrkfælnari en al-
mennt gerist og jafnframt fljótari að
hlaupa en aðrir menn því að við vor-
um alltaf að flýja draugana sem
voru stöðugt á hælunum á okkur þótt
þeir næðu okkur sem betur fer
aldrei.
Eitt sinn munaöi þó litlu. Á bænum
var kirkja og síðsumarskvöld nokk-
urt þegar við vorum að reka heim
kýmar sáum við mann standa við
kirkjugarðinn og hann ropaði svo
ferlega að það var engu líkara en
þessi búkhljóð byrjuðu í skeifugöm-
inni og enduðu ekki fyrr en úti á
Kistu.
Við gripum auðvitað til þess eina
ráðs sem við kunnum í þessum efn-
um, hlupum sem fætur toguðu heim í
bæ og svo var asinn mikill á okkur að
við hlupum í sameiningu önamu okk-
ar um koll þar sem hún var að skúra
bæjargöngin og átti sér einskis ills
von.
Auðvitaö var draugurinn vinnu-
jakki sem hengdur hafði verið til
þerris og ropinn hafði komið frá
rjúpugreyi sem hefur örugglega ekki
haft neitt illt í huga þegar hún flaug
upgundan klaufum kúnna.
Nú eru engir draugar til lengur
nema vísitöludraugurinn sem fitnar
eins og púkinn á fjósbitanum og
gagnvart honum dugir ekki nokkum
skapaðan hlut að taka til fótanna
hversu hratt sem menn gætu annars
hlaupiö.
Og því miður er hann eins og Sísí,
honum ætlar aldrei að takast að fríka
almennilega út.
Kveðja
Ben.Ax.