Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Page 48
73090 SENDIBÍLASTÖÐ KÓPAVOGS auglýsingar jLÉ \jLL SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 Símsvari á kvöldin og um helgar 86611 RITSTJORN SÍÐUMÚLA 12—14 Björn Sigurðsson við Star Castle tölvuspilið, en samkvæmt bestu heimildum setti hann heimsmet á tækið á dögunum, 2 milljónir og 200 þúsund stig. D V-m ynd Einar Ólason 19ára fjölbrautaskólanemi: Setti heims- metí tölvuspili. „Ég náöi stigatölunni 2 milljónir og 220 þúsund í þessu spili og samkvæmt bók um tölvuspil er þetta heimsmet,” sagöi Bjöm Sigurðsson, 19 ára gamall f jölbrautaskólanemi, í samtali viö DV. Heimsmetið setti Björn á dögunum í leiktækjasalnum Tralla á Skúlagötu. Spiliö sem Björn er heimsmeistari í nefnist „Star Castle”, en Bjöm hefur sett met í mörgum tölvuspilanna í leik- tækjasalnum Tralla. „Samkvæmt bók um tölvuspil sem gefin er út á þessu ári var heimsmetið 2 milljónir og þúsund stig þannig að ég hef slegið þaö met vel ríflega. Aftur á móti gæti einhver annar hafa sett met eftir aö bókin kom út,” sagöi Björn. Björn sagöi aö hann heföi mikiö spilað tölvuspil síöustu tvo mánuði, nánast mætt daglega til leiks. Bjöm stundar nám viö Fjölbrautaskólann í Breiöholti og er þar á bóknámssviði, eölisfræðibraut; en vinnur í sumar hjá Sparisjóöi Reykjavíkur og nágrennis. á. LOKI Þeir eru þá ekki sam- viskulausir á lögreglu- stöðinni. Bráð- kvaddur undirstýri Maður varö bráökvaddur í bíl sínum á Alftanesveginum rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, föstudagsmorgun. Hann var á ferö ásamt eiginkonu sinni er hann lést. Bíll þeirra fór út af vegin- um en engin slys uröu vegna þess. -JGH. BANNAÐI SPEGILLINN GEFINN ÚT AFTUR Lögreglan handtók í gær sölumenn sem hugðust selja eintök af blaöi sem nefnt var Samviska þjóöarinnar — Spegillinn í gær og lagði hald á þau eintök sem þeir höfðu undir höndum. Úlfar Þormóðsson er útgefandi blaösins sem er í dagblaösbroti og inniheldur nákvæmlega sama efni og þaö tölublað Spegilsins sem lögreglan lagöi hald á að kröfu ríkissaksóknara á mánudag. Olfar Þormóösson boðaði blaöamenn á sinn fund kl. 4 í gær og tilkynnti aö — lögreglan handtók tvo sölumenn 2000 eintök af Samvisku þjóöarinnar — Speglinum hefðu veriö prentuð og sölumenn væru aö fara af staö meö blaðið. Úlfar fylgdi síöan blaöinu úr hlaöi meö stuttri ræöu af þaki húss Kamabæjar viö Austurstræti og sagöi: „Viö gefum þetta út til þess að gefa fólki kost á að dæma sjálft.” Skoraöi hann síöan á fjölmarga vegfarendur í Austurstræti aö kaupa blaöiö og lesa það vandlega áöur en þaö kvæði upp sinn dóm. „Verið fljót aö kaupa blaöiö áöur en lögreglan kemur.” Tíu mínútum síðar renndi lögreglu- bifreiö inn í Austurstræti og tóku lögreglumenn eitt eintak af Samvisku þjóðarinnar — Speglinum 1 sínar vörslur. . Ræddu lögreglumenn við sölumenn og tóku niöur nöfn þeirra og heimilisföng. Eftir aö hafa ráögast viö yfirmenn sína handtóku þeir tvo sölumenn. Er lögreglumenn hugðust fara meö hina handteknu í burtu varnaði hópur fólks þeim brottfarar. Lagöist einn maöur í veg fyrir bifreiöina. Lögreglu- menn stugguðu þá viö hópnum og var einn maöur handtekinn. Um 20—30 manns seldu Samvisku þjóðarinnar — Spegilinn í gær og var ekki annaö að sjá en salan gengi vel. Lögreglan yfirheyrði sölumennina tvo en að lokinni yfirheyrslu var þeim sleppt. Hald var lagt á þrjú eintök af Samvisku þjóöarinnar — Speglinum sem þeirhöfðu undirhöndum. -ÁS. Á myndinni til hliðar býður sölumaður Samvisku þjóðarinnar til sölu en á stóru myndinni er hann leiddur á brott af lögregluþjónum. DV-myndir: EÓ og S. Oska eftir flóttafólki frá Póllandi — til vinnu í Hraðf rystihúsi Patreksfjarðar Oskað hefur verið eftir því viö ríkisstjórnina að hún veiti 20 pólsk- um flóttamönnum landvistarleyfi hér á landi. Beiðnin kemur frá Hraðfrystihúsi Patreksfjaröar. Aö sögn Jóns Kristinssonar, for- stjóra hraðfrystihússins, stendur mannekla fyrirtækinu mjög fyrir þrifum. Erfiölega hefur gengið aö fá aökomufólk í vinnu en ástralskar og danskar stúlkur hafa þó unniö á Pat- reksfirði um tíma undanfarin ár. Jón sagöi aö hagkvæmast væri aö fá fólk sem vildi setjast að á staðnum og því hef öi verið leitaö eftir landvistarleyf i fyrir 20 pólska flóttamenn, og þá ein- göngu kvenfólk, til vinnu í hraö- frystihúsinu. Jón sagðist fyrst hafa rætt þetta mál viö Steingrím Hermannsson, þá- verandi sjávarútvegsráðherra, og niðurstaöan heföi veriö aö sótt yröi formlega um atvinnuleyfi fyrir flóttafólkið til félagsmálaráðuneytis- ins. I gær haföi umsóknin ekki borist til ráðuneytisins og ríkisstjómin hefur enga afstööu tekið í málinu. -ÖEF. 1 Ók nýja bfínum sínum réttindalaus út af Lögreglan á Isafirði tók þrjá pilta um klukkan fjögur í gærdag eftir að þeir höfðu ekið Ladafólksbil út af veg- inum í Dagverðardal viö Isaf jörð. Piltarnir eru ailir sextán ára og því án ökuréttinda. Einn þeirra mun hafa keypt bílinn fyrir um viku. Að sögn lögreglunnar á Isafirði lenti bíllinn um einn og hálfan metra frá veginum og út í mýri. Hann mun vera lítið skemmdur. Piltarnir sluppu allir án meiösla. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.