Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Side 7
DV. MÁNUDAGUR 20. JUNI1983.
7
Neytendur Neytendur
Ódýrir og góðir tómatar vekja ósvikna ánægju.
Tómatar á sumarútsölu:
SUMIR KAUPMENN
FARA NIÐUR FYRIR
HEILDSÖLUVERÐ
Þá eru tómatarnir komnir á
langþráða sumarútsölu. Þeir lækkuðuí
heildsöluverði núna fyrir helgina úr 70
krónum í 50. Margir kaupmenn hafa
hins vegar farið með verðið enn neðar
og heyrst hafa auglýsingar í útvarpi
frá verslunum sem selja tómata niður í
39 krónur kílóið. Eru kaupmenn þá
ugglaust að selja tómata sem eru
orðnir þaö vel þroskaðir aö þeir
geymast lítið. Er lofsvert þeirra
framtak í því að leyfa neytendum að
kaupa þessa vöru fremur á ódýru verði
enaöhendahenni.
Það ætti ekki að vera þörf á því að
hvetja menn til þess að úða í sig tóm-
ötum á þessu lága verði. Tómatar eru
mjög góðir A-vítamíngjafar. Ur 25
grömmum af tómötum fæst dag-
skammtur af þessu vítamíni sem
stuðlar að heilbrigði vefja og er græð-
andi. Augun þurfa einnig A-vítamín.
Sömuleiðis er mikið af B-vítamíni í
tómötum, að ógleymdu C-vítamíninu
sem gnægð er af. Þá er töluvert af
kalsíum í þessum góða ávexti. Hitaein-
ingar eru fáar, aðeins 14 í 100
grömmum af ferskum tómötum.
Hægt er að matreiða tómata á hinn
fjölbreytilegasta hátt. Eftir að fólk
hefur komist á bragðið finnst því þeir
oft hreinlega ómissandi með mat.
Niðurskomir i salöt, ofan á brauð, í
pottrétti, ofnrétti, grillaðir, bakaðir og
steiktir. Einnig sér eða meö öðru. Oft
er í uppskriftum mælt með því að hýði
tómata sé fjarlægt. Það er best að gera
með því að dýfa tómötunum í sjóöandi
vatn í 10 sekúndur og svo strax í kalt
vatn. Hér á eftir fara nokkrar
uppskriftir með tómötum í.
Vorsalat
Tómatar skomir í báta
smátt skorinn laukur
Italian garlic dressing eða matarolía
edik
krydd, aðallega hvítlauksduft
Tómatbátarnir settir í skál og
lauknum stráö yfir. Olíunni helt yfir
og látið standa í 10 mínútur í kæli áöur-
en borið er fram. Unaðslegt meö öllum
mateöa eittsér.
Tómatar au gratin
450 g stórir tómatar
50 g brauðrasp
50 g rifinn ostur
50 g smjör
salt og svartur pipar
1 tsk /5 ml sinnepsduft
söxuð steinselja
Smyrjið ofnfast fat. Afhýðið og
sneiðið tómatana. Utbúið til skiptis lög
af tómötum, rifnum osti og raspi.
Kryddið hvert lag og setjið á það
nokkrar smjörklípur. Endið á osti og
raspi. Bakið við 190 gráða hita i 40
minútur. Steinselju stráð yfir.
Tómata- og eplamauk
500 g þroskaðir tómatar
500 g rauð epU
750gsykur
HeUið sjóðandi vatni yfir tómatana
og flettið hýðinu af þeim. Afhýðið eplin
og skerið kjamann úr. Skerið
tómatana og eplin í litla bita og setjið í
pott ásamt sykrinum. Ef notaður er
minni sykur eða meira af tómötum en
gefið er upp í uppskriftinni þarf að nota
sultuhleypi. Sjóðið þar tU tómatar og
epU eru orðin meyr og lögurinn farinn
að þykkna.
Fylltir tómatar
9 stórir tómatar
2 laukar
1/4 púrra
smjör
1 h vítlauksrif
ltsk. oregano
ca 1/4 tsk. salt
pipar
2 harðsoöin egg
ca 2 dl rifinn ostur
Saxið laukinn og púrruna fínt.
Steikið í smjörinu þar tU laukurinn er
mjúkur og guUinn. Bætið saman við
hvítlauknum, sem er annaðhvort press-
aöur eða skorinn mjög fínt, oreganoi,
salti og pipar. Að siöustu eru
harðsoðnu eggin, sem hafa verið
hökkuð eða stöppuö, sett saman við.
Skerið ofan af tómötunum og hoUð þá
að innan með teskeið. „Innmatinn” er
hægt að nota í salöt. FylUð tómatana
með því sem á pönnunni er og leggið
lok af rifnum osti ofan á það. Bakiö í
ofni við 250 gráða hita í 10—12 mínútur.
Berið fram með brauði og köldum
drykkjum.
Otal aðrir möguleikar err á að fylla
tómata. Um 3 stórir tómatar eru
ætlaðir á mann eða 4 Utlir. Þessi
uppskrift hér að ofan hentar því þrem.
DS.
Leiðrétting:
Standberg
skal standa
A Neytendasíðunni síðastliðinn um. Nafn fyrirtækisins sagði púkinn
þriöjudag var sagt frá vörukynningu að væri Steinavör en átti að vera
sex fyrirtækja. Nafn eins fyrútækis- Standberg. Biöja aUú púkar Stand-
ins misritaðist. Púkinn hljóp á rit- bergsmenn forláts.
vélarborðinu með þessum afleiðing- -sa
301 - PERM OF
PERMA PRIMER
FLJOTANDI
ÁLKLÆÐNING
Stór kostur þessarar þakklæðningar
er sá að það má bera á gömul pappa-
þök, þótt illa séu farin af veðrun eða
leka. Þetta efni er vatnsþétt, endur-
kastar hita, verndar gegn veðrun og
minnkar fokhættu að mun, stenst vel
útfjólubláu geisla sólarinnar. Þetta
efni er mjög teygjanlegt, sterkt og lin-
þornar ekki, en hefur mjög sterkan
slitflöt. Þar sem um engin samskeyti
er að ræða, þá sparar þetta kostnað-
inn við upphitun hússins. Viðhalds-
kostnaður er sára litill en gera má ráð
fyrir að setja eina umferð af efninu á
10—12 ára fresti sem er ólíkt þeim
kostnaði við að þurfa að mála báru-
járnið á 3—4 ára fresti. Þetta efni
stenst vel alkalí, sýrur og seltu og
önnur óhreinindi. Fæst í litum. Höfum
10 ára gamlar þakklæðningar og skrif-
legar yfirlýsingar af ástandi þakanna í
dag.
Hafið samband og kynnið ykk-
ur verð og greiðslukjör.
Leitið tilboða tímanlega.
Gerum tilboð yður að kostn-
aðarlausu.
Upplýsingar veitir
GUNNAR F.E. MAGNÚSSON,
MÚRARI
í síma 91-20623 kl. 12-14 og eft-
ir kl. 18.
^PIast-
þakrennur
Hvað gerir plastþakkrennurnar frá
Nýborg sérstæðar?
m % • Samsetning er auðveld í mismunandi veðrum. Engin líming, enginn lóðning eða þörf fyrir sérstök verkfæri
o ’ • Sterkur plast-profill úr hörðu P.V.C.
0 • Þær henta vel öllum byggingum, nýjum sem gömlum. Þær koma í stað gömlu zinkþakrennana og passa í gömul rennujárn.
LJ • Rennuböndin eru gerð með tilliti til miklis snjóþunga.
• Tengihlutarnir eru með gúmmílistum er leyfa þenslu
eftir mismunandi hitastigi.
• Ekkert viðhald og þarfnast ekki málunar.
• Litið við, hringið eða skrifði eftir upþlýsinga-
og myndbæklingi.
Ávallt eitthvað nýtt í
Nýborg
Ármúla 23