Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Qupperneq 10
10
DV. MÁNUDAGUR 20. JUNI1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Afghanistan:
Sovéska yfirstéttin íifir
i vellystingum og étta
Hann beygir sig hægt fram á viö og
frásögninhefst:
— Þaö var á miöjum degi í lok
desember í fjrra að ég heyrði mikla
sprengingu í nágrenni skrifstofu
minnar. Eg hljóp á staðinn áöur en
lögreglan náöi að loka hverfinu, en
það er alltaf gert þegar skæruliða
sveitirnar hafa gert árásir inni í
Kabul.
Ur rústum veitingahússins Barg-I-
Sabz var fjöldi nakinna konulíka
grafinn fram. Samtímis komu á
staðinn sovéskir hers júkrabílar til að
sækja „sín” fómarlömb sprengj-
unnar.
— Það sem mig og aðra hafði
grunar lengi fékkst nú staðfest:
Veitingahúsið, sem var mest sótt af
sovéskum ráðgjöfum og háttsettum
afg1 f isKU’r. flokksmeðlimum, var
leynilegt vændishús, eitt af mörgum,
sem hafa opnaö í Kabul upp á
síðkastiö.
— I sömu viku varð annað
veitingahús fyrir sprengjuárás og
einnig það var talið vera vændishús.
Á báöum stöðum var áfengi selt fyrir
opnum tjöldum. Það kann vissulega
einnig að hafa verið ástæðan fyrir
sprengjuárásunum.
Óve/komin yfírstétt
Það er ekki bara vændi, alkóhól-
ismí og aukin eiturlyfjanotkun sam-
fara svartamarkaðsbraski sem
hefur komið í kjölfar innrásar
sovésku hersveitanna í Afghanistan.
Þetta fátæka fjallaland hefur að
auki fengiðnýja óvelkomna yfirstétt,
en henni tilheyra þeir sem vanalega
eru kallaðir sovésku ráðgjafarnir og
f jölskyldur þeirra.
Þessir nýju yfirdrottnarar búa í
sínum eigin hverfum í Kabul, vel víg-
girtum. Þeir búa þar í eininga-
húsum sem eru framleidd af
sovéskri verksmiöju í borginni.
Þeir versla í verslunum þar sem
vöruúrval er mikið og verðið langt
undir því verðlagi sem er í Sovétríkj-
unum. Böm þeirra ganga í einka-
skóla og þar sem líkur sækir líkan
heim umgangast þau mest hvert
annaö.
Fríverslunarsvæði
„Hin sovéska yfirstétt”, eins og
ráðgjafamir og fjölskyldur þeirra
kallast í Kabul, nýtur þeirra forrétt-
inda að búa í hverfum sem hægt er
að líkja við nokkurs konar fríversl-
unarsvæði, og það notar hún sér
óspart.
Svo til allar vörur sem Vestur-
landabúar eru vanir aö geta keypt,
en hinn venjulegi Sovétmeöborgari
lítur á sem lúxusvöru, er hægt aö fá í
Afghanistan, annaðhvort á löglegan
hátt eöa á svartamarkaðnum.
Meirihluti hinna japönsku tölvu-
leiktækja, sem em flutt til landsins,
fer til hinna sovésku heimila og hinir
frægu Afghanpelsar hanga þar í
hver jum klæðaskáp.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kabul flytja Afghanir inn vörur frá
Japan fyrir um 100 milljónir dollara
á ári. á meöan útflutningur landsins
nemur aðeins um 10 til 15 milljónum
dollara. Meginhluti útflutningsins
eru pelsar og skinnavörur.
Hver borgar mismuninn er opin-
bert leyndarmál. Að sjálfsögðu er
verslað með gjaldeyri á svörtum
markaði í landinu. þar sem hægt er
að verða sér úti um bæði dollara og
rúblur. Þrátt fyrir opinbert bann við
sh'kri verslun viðgengst hún fyrir
opnum tjöldum í markaðshverfinu í
Kabul.
Bestu lækna og lyf
Sovésku ráðgjafarnir hafa aögang
að eigin hersjúkrahúsi í Kabul og er
húsið vaktaö af hersveitum allan
sólarhringinn. Fyrir innan múrana
er bestu lækna landsins að finna svo
og bestu lyfin. Þeir sem þurfa á sér-
fræöingsaöstoð að halda eru sendir
heim til Sovétríkjanna á kostnað rík-
isins.
Afghanir sjálfir hafa ekki aðgang
að sjúkrahúsinu nema þeir sem
tilheyra yfirráðastéttinni.
Kennari nokkur hafði eftirfarandi
söguaðsegja:
— Læknar uppgötvuðu að ég var
með berkla. Það eina sem þeir gátu
sagt mér að gera var að fara til
markaðshverfisins í Kabul og reyna
að kaupa þau lyf sem ég þarfnaðist á
svarta markaönum. Ég gerði þetta
og hafði heppnina með mér. En það
kostaði mig tvenn mánaðarlaun.
Þessi saga kann að hljóma ótrú-
lega en áreiðanlegar heimildir
herma að þar ríki mikill skortur á
sjúkrahúsplássum og lyfjum, ekki
síst í Kabul þar sem talið er að um
hálf milljón flóttamanna búi án
leyfis yfirvalda. Þeir gætu verið
fleiri því enginn veit með vissu hve
margir búa í borginni.
Búa í einangrun
Merki um nærveru Sovétmanna í
Afghanistan er að finna á öllum
sviðum þjóðlífsins. Á sviði menn-
ingar, menntunar, stjómmála,
áróöursmála, kaupsýslu, íþrótta.
Jafnvel á sviði kirkjumála er þau að
finna.
Það er engin launung að hina raun-
verulegu ríkisstjórn Afghanistan er
að finna handan hinna vel gættu
múra sovéska sendiráðsins í Kabul.
Þaöan er stríðinu og utanríkisstefnu
landsins stjórnað, þaöan koma efna-
hagsaögerðimar og ákvarðanir' í
öry ggismálum ásamt mörgu f leiru.
Samt sem áður búa sovésku ráð-
g jafamir og fjölskyldur þeirra meira
og minna einangruð mitt á meðal
þess fólks sem þeir komu til aö
frelsa.
Friðsæld og ótti
Ibúðahverfi Sovétmannanna i
Kabul eru byggð á þeim stöðum þar
sem áöur voru fátækrahverfi. Þeim
var einfaldlega rutt burtu til aö rýma
fyrir húsum Sovétmannanna.
Einstaka háttsettir afghanskir
flokksmenn fá einnig að búa í
hverf um þessum.
Þeir geta nú kallað sig lukkunnar
pamfíla, því nú búa þeir í húsum þar
sem rennandi vatn er að fá, ásamt
rafmagni og miðstöðvarhitun. Þetta
er sannkallaður lúxus í höfuð-
borginni þar sem skortur á öllum
tegundum eldiviðar gerir sífellt vart
við sig, ekki hvað síst hina köldu
vetrarmánuði.
Á yfirborðinu eru hverfi Sovét-
mannanna hrein og friðsæl, en undir
yfirborðinu leynist óttinn um nýjar
árásir. Bara á meðan á bylUngar-
hátíðarhöldunuum stóö í apríl síðast-
liðnum sprungu þrjár sprengjur í
þessum hverfum og áður en útgöngu-
bannið gengur í gildi klukkan tíu að
kvöldi eru götur og torg alauð. Það
eina lifandi sem sést eru hermenn-
irnir sem gæta hverfanna í bryn-
vörðum bílum sínum.
Jafnvel í verslunarhverfunum í
borginni er samgangur milli Sovét-
mannanna og Afghana í lágmarki og
verslunareigendumir hafa neyðst til
að læra nýtt tungumál. Eigandi
pelsaverslunar við aðalverslunar-
götu í Kabul, Chicken Street, segir
svo frá:
— Við vitum alltaf hvenær sovésku
f jölskyldurnar koma og versla.
Verðið skiptir ekki
máli
Það byrjar meö því að tveir
sovéskir vörubílar fullir af hermönn-
um keyra upp götuna og stansa með
nokkurra hundraða metra millibili.
Hermennimir taka sér stööu á gang-
stéttunum og em í viðbragösstööu.
Síðan kemur röð einkabíla, oftast
svartar Volgubifreiðir. Konumar sjá
um að gera innkaupin undir eftirliti
manna sinna. Þær em mjög vand-
látar og láta verðiö sig litlu máli
skipta.
Svo er eins og merki sé gefið og
bílalestin þokast af stað heimleiðis á
ný.
— Við verslunareigendur getum
ekki kvartað. Sovétmennirnir eru
hinir nýju ferðamenn okkar, segir
eigandi pelsaverslunarinnar og
brosir breitt.
— Sætti’ maöur sig viö þau óþæg-
indi að lifa í sifelldum ótta um líf sitt
og vera hataður af næstum því
öllum verður maður jú að fá
eitthvað í staðinn, segir einn Sovét-
mannanna.
Lögregluríki
I lok febrúar síðastliðins bættust
yfir 700 nýir sovéskir ráðgjafar í hóp
þeirra sem fyrir vom í landinu. Allt
voru þetta sérfræöingar frá öryggis-
lögreglunni KGB. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum em nú um
sjö þúsund KGB-menn í Kabul einni,
ásamt fjölda austur-þýskra leyni-
þjónustumanna.
— Afghanistan er smátt og smátt
að verða lögregluríki, segir heim-
ildarmaðurinn og segir frá auknum
lögregluaðgeröum, auknum símhler-
unum og ritskoðun á einkabréfum,
yfirfullum fangelsum og pyntingum.
Stefnumótun á sviði menningar- og
íþróttamála er alfarið i höndum
Sovétmannanna. Þetta sást greini-
lega við byltingarhátiðarhöldin á
íþróttaleikvanginum í Kabul. öll til-
högun hátíðarhaldanna var nákvæm
eftirlíking af ólympíuleikunum í
Moskvul980.
— Við erum hægt og sígandi að
verða hluti af Sovétríkjunum, segir
eldri maður, einn af fáum sem þorir
að láta skoðanir sínar í ljósi.
— Þess verður ekki langt að bíða
aö við fáum nýtt opinbert tungumál.
Sjálfur hef ég neyðst til að læra
rússnesku að hluta og það gerir það
aö verkum aö ég þori ekki aö snúa
aftur til heimabæjar míns. Hvemig á
ég að útskýra það fyrir vopnuðum
unglingi að ég hafi aldrei unnið með
Sovétmönnunum, segir hann og
hristirhöfuðið.
(DN)
Binn hinna sovésku ráðgjafa / verslunarferð í einu af friverslunarhverfum Kabul. Hin sovéska yfirstétt býr i vellystingum praktuglega, en
undir niðri nagar óttinn um árásir skæruliða.