Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Page 13
DV. MÁNUDAGUR20. JUNI1983. 13 • „Fyrr í greininni var nefnt að ýmsar mjólkurvörur eru seldar á óeðlilega háu verði. Því til sönnunar má nefna verðsaman- burð sem Verðlagsstofnun birti í upphafi þessa árs á verði nokkurra vörutegunda í Danmörku annars vegar og hér á landi hins vegar. Þar kom fram að lítið jógúrtbox er 152% dýrara hér á landi en í Danmörku. Ekkert hefur komið fram hjá framleiðanda þessarar vöru sem skýrir þennan mikla verðmismun. Hins vegar er ljóst að fjöldi fólks hér á landi kaupir ekki þessa vöru vegna þess hve dýr hún er.” leiðsluvörur sínar óháð því hvar þeir búa. Þaö skýtur þó nokkuð skökku við að það er Framleiðsluráð land- búnaðarins en ekki sexmannanefnd- in sem ákvarðar hve hátt verðjöfn- unargjaldið er hverju sinni. Verð- jöfnunargjaldiö er þannig greitt af neytendum og varpa Hagvangsmenn fram þeirri spurningu hvort ekki séu takmörk fyrir því hversu langt sé hægt að ganga í hækkun þessa gjalds í þeim tilgangi að standa undir rekstri óhagkvæmrar mjólkur- vinnslu. Þegar litið er til þess að á undanfömum árum hefur mjólk til aö mynda hækkað miklu meira en al- menn laun i landinu er ástæða til þess að taka undir þessar vanga- veltur höfunda skýrslunnar. Auk þess má svo bæta við að ástæöa er til að ætla að verðjöfnunargjaldið hafi á einstaka stað verið notað til að fjár- magna nýbyggingar í mjólkuriðnaði aö minnsta kosti að hluta til. Offjárfesting í mjólkuriðnaði I margnefndri skýrslu Hagvangs hf. eru leidd að því rök að innan mjólkur- iðnaðarins haf i átt sér stað umtalsverð offjárfesting sem aftur leiði til hærra vöruverðs en ella. Bent er m.a. á að í jafnvel minnstu mjólkursamlögunum sé mikið af tækjum til framleiðslu sér- afurða sem nýtast mjög illa. Auk þess má benda á að nú er að rísa ný mjólkurstöð að Bitruhálsi i Reykja- vík. A sama tíma stendur svo til nýtt mjólkursamlag í Borgarnesi að helmingi til ónotað þar sem ekki er nægjanleg mjólk á því svæði til að vinna úr, en einmitt stór hluti þeirrar mjólkur sem framleidd er á svæði Mjólkursamlags Borgfirðinga er send- ur óunninn til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík þar sem mjólkin er geril- sneydd og pökkuð. Ekki er vafamál að það væri mun hagkvæmara fyrir okkur neytendur að mjólk sú sem Mjólkur- samsalan í Reykjavík dreifir væri gerilsneydd og pökkuð í þeim mjólkur- samlögum sem í upphafi taka á móti henni, þ.e. í Borgamesi og á Selfossi. I stað mikillar nýbyggingar að Bitru- hálsi þyrfti aðeins að byggja örlítið við Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi. Mjólkursamsölunni yrði hins vegar breytt í dreifingarstöð fyrir pakkaðar mjólkurvörur. Ekki er þó ástæða til að ætla aö þessi leið verði farin enda hafa milliliðimir allt sitt á hreinu. Þeirra hlutur er ekki skertur að nokkm ráði við verðlagn- ingu mjólkurvara, þótt sífellt sé kroppað í launalið bóndans. Enda er nú svo komið að launaliður bóndans í verðlagningargmndvelli landbúnaðar- vara er tæplega 38% og hefur aldrei verið lægri. en fyrir fáum árum síðan nam launaliöurinn allt að 55% af verð- lagningargmndvellinum. Fátt sýnir betur en einmitt þetta stórhækkandi milliliöakostnaö i landbúnaöi. Lokaorð I þessari grein hefur fyrst og fremst verið rætt um mjólkuriönaöinn en margt bendir þó tU þess að það sama sé uppi á teningnum í öðrum miUUiða- greinum í landbúnaði. Neytendasam- tökin hafa af þessum ástæðum sett fram kröfu um að verðlagningar- grundvöllur landbúnaðarafuröa verði endurskoðaður frá grunni. Talsmenn bændasamtakanna munu eflaust lýsa þessari kröfu Neytendasamtakanna sem stríðsyfirlýsingu samtakanna gegn bændum. Slíkt er að sjálfsögðu fásinna. Neytendasamtökin leggja á það áherslu að við Islendingar séum sjálfum okkur nógir um framleiðslu sem flestra landbúnaðarvara. Hins vegar eru það hvorki hagsmunir neyt- enda né framleiðenda að miUUiða- kostnaðurinn vaxi svo að neysla þessara afurða dragist stórlega saman vegna þess að verðið er of hátt. T.d. má ætla að síöasta verðhækkun á smjöri muni draga verulega úr notkun á þessari vöru. Fyrr í greininni var nefnt að ýmsar mjólkurvörur eru seldar á óeöUIega háu verði. Því tU sönnunar má nefna verðsamanburð sem Verölagsstofnun birti í upphafi þessa árs á verði nokkurra vörutegunda í Danmörku annars vegar og hér á landi hins vegar. Þar kom fram að Utið jógúrtbox er 152% dýrara hér á landi en í Dan- mörku. Ekkert hefur komið fram hjá framleiðanda þessarar vöru sem skýrir þennan mikla verðmismun. Hins vegar er ljóst að fjöldi fólks hér á landi kaupir ekki þessa vöru vegna þess hve dýr hún er. Neytendur óska góðs samstarfs við búvöruframleiðendur. Hins vegar er ekki ástæða til aö æUa að slíkt sam- starf takist á meðan þeir menn sem teljast forvígismenn bænda hafa það helst að bjóða neytendum að neita þeim um ódýrari vörur, svo minnt sé á dæmið um hina margfrægu Húsa víkur- jógúrt. Jóhannes Gunnarsson, form. Neytendafélags Reykjavikur og nágr. Þjoðarbuið hefur orðið fyrir tveimur efnahagsáföllum i einu. Annað áfallið er afiasamdrátturinn en hitt er efnahagsstefna undanfarinna ára. Valkostirnir Viö höfum ekki lengur þann valkost að safna erlendum skuldum. Þess vegna versna lífskjörin svona mikið. Við erum að súpa seyðið af tveimur efnahagsáföUum í einu. AUir útreikn- ingar um það hversu mikið lífskjörin þurfa að batna eru óraunhæfir ef ekki er tekið mið af þessari staðreynd. Þeir valkostir sem við stöndum frammi fyrir eru ekki glæsilegir. Við þurfum að ná verðbólgunni niður og ná jafnvægi í ríkisbúskapnum án þess að auka skuldirnar eriendis. Besta leiðin til þess að komast út úr þeim erfiðleikum sem við erum í er sú að reyna að auka sjálfa þjóðarfram- leiðsluna. Einungis með aukinni þjóöarframleiðslu er hægt að standa undir bættum lífskjörum. Við höfum líka aðra leið. Hún er sú að halda áfram eyöslustefnu undan- genginna ára án þess þó að f jármagna hana með erlendum lántökum. Sú leið mun aldrei leiða til betri lifskjara. Uppbyggingarstefna Almenningur hefur nú orðið að þola mikla en óhjákvæmilega kjaraskerð- ingu. TU þess að nokkur von geti verið um betri tíma verður strax að hefja uppbyggingu atvinnuUfsins. Megin- þættimir í uppbyggingarstefnu hljóta að vera lægri verðbólga, hófleg skatt- heimta, rétt gengisskráning og fjár- festingar á arðsemisgrundveUi. Verðbólga undanfarinna ára hefur kostað þjóðarbúið miklar fjárhæðir í verri rekstri fyrirtækja. Verðbólgan leiðir til þess að stjórnendur fyrirtækja gera fleiri mistök við ákvarðanatöku vegna þess að þeir geta ekki metiö verðhlutföU nægilega nákvæmt. Lægri verðbólga er því frumskilyrði fyrir góðum rekstri fyrirtækja. Skatt- heimtan hef ur gengið of langt á undan- förnum árum og er komin út yfir skyn- samleg mörk. Dregið hefur úr athafna- vUja og neðanjarðarhagkerfið blómstrar. Skattheimtan gengur of nærri skattstofnunum sjálfum. Á lægri skatta er ekki hægt að byggja upp at- vinnulífið. Rétt gengisskráning er lykUUnn að jafiirétti atvinnugreinanna. Rétt skráð gengi er miöað við að jafnmikiö sé flutt inn í landið og út úr því. Þá fá útflutn- ingsgreinarnar að gegna þjóðhagslegu hlutverki sínu, að afla þess gjaldeyris sem þjóðin viU eyða og heimamarkaös- greinar eru í réttri samkeppnisstööu við innfluttar vörur. Ef gengiö er ekki rétt skráö þá dregur úr þjóðarfram- leiöslunni. Utflutningsgreinar lenda í erfiðleUcum og innflutningurinn vex á kostnað heimamarkaðsgreinanna. Hætta veröur á atvinnuleysi. Markviss fjárfesting er forsenda betri lífskjara í framtíðinni. Ef fjár- festingin á undanfömum árum heföi byggst á arðsemi í stað velferöar- sjónarmiöa þá væru erfiðleikar okkar ekki s vo miklir sem þeir eru nú. En for- tiöin er Uðin og það sem máU skiptir er aö snúa viö blaðinu núna. Til þess er svigrúm og það verður að nota. Gömul sannindi en sönn Það sem hér hefur verið sagt um uppbyggingu og bætt lífskjör er ekkert t%7-1969. 1 botninum. nýtt. En þaö er jafnrétt og þaö hefur aUtaf verið. Almenningur hefur nú tekið á sig mikla skeröingu á lífskjörum. Meö því er verið að horfast í augu viö stað- reyndir tveggja þungra efnahags- áfalla. En almenningur ætlast tU þess aö fórnimar verði ekki tU einskis. Það verður vandlega fylgst með því hvort vaxtarskilyröi séu sköpuð fyrir at- vinnulífið. Almenningur veit sem er að aukin verðmætasköpun er sá grund- Efnahagsáfallió frá 1982. völlur sem lífskjörin verða að byggjast á. Skuldasöfnun, verðbólga, sligandi skattheimta og félagsmálafjárfest- ingar auka aldrei verðmætasköpunina. Almenningur er nú tilbúinn tU þess að bregðast við staðreyndum í efnahags- málum og þá er að láta á það reyna hvort stjórnmálamennirnir em líka reiðubúnir í slaginn. Dr. Vilh jálmur EgUsson, hagfræðingur. Erlendar skuldir i % af þióóarfrarleiðslu. 2f nahagsáf al lió

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.