Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Síða 14
14 DV. MÁNUDAGUR 20. JtJNl 1983. TÓLF 12 hljómplötu- og kasettuverslanir á höfuðborgarsvæöinu. EUROCARD TIL DAGLEGRA NOTA AC /ICC 260 w.m JLÆmÆjk 3-Way 5 Speaker System m Slmi (96) 73676 Gl TOA/I O/VICS MEIRA EN 500 HLEDSUJR SPARNAÐUR ÞÆGINDI SÆXKJVCo) CADNKA Menning Menning Menning Menning Heim í heiðardalinn Sú myndlist sem Vamedoe telur sýna þessa togstreitu best og koma best út frá sjónarmiði Bandaríkja- manna sem ekki þekkja til hennar varð til á árunum 1880 til 1910. Um 1880 hófu norrænir myndlistarmenn aö snúa baki viö listaskólum í heimalönd- um sínum í stórum stíl og snúa sér að franskri myndlist, sem þá var með raunsæju yfirbragði, en árið 1910 var symbólisminn að syngja sitt síðasta og lærisveinar Matisse fóru um borg og bý. Varnedoe er kappsmál að sýna fram á að vendipunktur þessa tímabils fyrir norræna myndlist hafi orðið í kringum 1890 — og byggir sýninguna upp í sam- ræmi við það. Um það leyti kvaddi Gauguin vestræna menningu og hélt til Tahiti í leit að óspilltri veröld. Og ungir norrænir listamenn fóru að f jariæg jast raunsæi borgarlífs í list sinni og tóku til viöaömála hinn innri veruleika, sýnir, ævintýri, undur (sjá þær breytingar sem verða á myndlist Einars Jónsson- ar á þeim árum). París var þeim ekki lengur nafli heimsins heldur ímynd sollsins og þeir héldu heim, til móts við álfa og huldufólk í túninu heima, eða tilfinningalegan staðgengU þess, almáttuganáttúru. Vinsamlegar móttökur á IMorðurlöndum Þannig hljóða forsendur Vamedoes. Til að styðja við þær valdi hann 94 mál- verk eftir aðeins 36 listamenn og kom þeim fyrir í fimm deildum sem báru nöfnin París og Norðurlönd, Þjóðleg rómantík, Náttúrudýrkun, Sumar- nætur og Innimyndir. Aðeins tveir ís- lenskir Ustamenn em þarna meö, Þór- arinn B. Þorláksson og Asgrímur Jóns- son, og engum þarf aö koma á óvart staðsetning verka þeirra. Verk Þórar- ins eru flokkuð undir Náttúmdýrkun og Innimyndir (þ.e. Kona við glugga, 1899) og hinar tvær myndir Ásgríms (TindafjöU, 1903—4, og Hekla, 1909) sóma sér einnig vel í fyrri flokknum. Hvemig hafa gagnrýnendur á Norðurlöndum svo tekið þessari bandarísku útsetningu á norrænni myndUst? Ef á heildina er litið: mjög vinsamlega. Sumir hafa vissulega fýlt grön, sagt að heildarmyndin sé skökk, þróunin rangtúlkuð og kvartað yfir því að í heildina vanti mikilvæga myndlist- armenn, t.d. Strindberg, Josephson og C.F. HiU frá Svíþjóð og J.F. WiUumsen frá Danmörku o.s.frv. GamaUcunnugt sífur (ekki óalgengt á Islandi) hefur einnig heyrst: Hvaö er þessi útlending- ur að ráðskast með norræna myndlist ? Átökog víxlverkanir En þeir sem haft hafa fyrir því að kynna sér þær forsendur sem skipu- leggjendur gefa sér hafa fagnað sýn- ingunni. „Valið er djarft og óvenjulegt, og guði sé lof fyrir þaö,” segir einn sænskur gagnrýnandi. Undir þetta getur gagnrýnandi ofan af Islandi tekið. I stað hinnar viöteknu „prógressífu” listsöguskoöunar sem mótað hefur meirihluta þjóðlegra og alþjóðlegra listsýninga á síðustu ára- tugum stöndum við frammi fyrir sýn- ingu sem kalla mætti „díalektíska”. Forsendur hennar em pottþéttar og því gengur hún upp, hvernig sem á hana er litiö. Túlkun Vamedoes á sem sagt rétt á sér. En innan heildarinnar verða ýmisleg átök og víxlverkanir, áhorfandanum til yndisauka, — milli hins þjóölega og alþjóðlega, hins tákn- um hlaöna og raunsæja og loks milli hinna fimm deilda innbyrðis. Hvert einstakt verk nýtur sín til fulls en Eins og flestum er eflaust kunnugt hófst listahátíðin „Scandinavia Today” íBandaríkjunumsl. haustmeö pomp og prakt og er nú farið aö síga á seinni hluta hennar. Allar listgreinar hafa veriö þar í sviösljósinu: myndlist, tónlist, ljósmyndun, hönnun, bók- menntir, kvikmyndir o.fl. Viðbrögð Bandaríkjamanna hafa verið framar vonum flestra. Strax í byrjun hátíðarinnar lá ljóst fyrir að a.m.k. einn viðburður hennar mundi slá í gegn, þ.e. myndlistarsýningin „Norðanskin: Raunsæi og symbólismi í norrænni málaralist 1880—1910”. Við opnun hennar í Corcoran safninu i Washington kepptust helstu gagnrýn- endur við að láta í ljós undrun sína og aödáun og ekki dró úr lofsöngnum er sýningin var flutt til New York og síðan Minneapolis. Hammershöi var stjarnan I stórum dráttum gengu umsagnir gagnrýnenda út á þaö aö hingað til heföu menn haldið að Norðuriöndin ættu sér nær einvörðungu mikilhæfa rithöfunda og tónskáld: Strindberg, Ibsen, Sibelius og Grieg, en aðeins einn listmálara sem máli skipti: Edvard Munch. Á þessari sýningu kæmu hins vegar fram listamenn sem á sinn hátt stæðu Munch ekkert að baki og mynd- uðu list hans samhengi: Vilhelm Hammershöi, Richard Bergh og Akseli Gallen-Kallela. Sérstaklega vöktu verk Hammershöis mikla athygli. John Russell, hinn þekkti gagnrýnandi New York Times, kallaði risastóra hópmynd hans af vinum sínum, , Ji'immportrett”, meðal „áhrifamestu mynda sem geröar voru í Evrópu á ár- inul901”. Ekki var heldur annaö af við- brögðum leikmanna sem lærðra að skilja en að þeir væru sáttir viö þá staðhæfingu dr. Kirks Varnedoes, skipuleggjanda sýningarinnar, aö á henni væri að finna týnda hlekkinn í evrópskri nútímalist, hinn raunsæja symbólisma sem brúaði bilið milli Courbets ogPuvis de Chavannes. Ilmurinn af krásunum Hingað til hafa Norðurlandabúar, sem ekki hafa gert sér sérstaka ferð til Bandaríkjanna til listneyslu, oröið að láta sér nægja ilminn af krásunum. Sýningar „Scandinavia Today” voru yfirleitt leystar upp í fyllingu tímans og verkin send til síns heima. En fyrir atbeina Knuts Berg, for- stöðumanns Nasjonalgalleriet í Osló, og norrænu ráðherranefndarinnar tókst að fá „Norðanskin” til listasafns Gautaborgar í heilu lagi. Safniö i Gautaborg varö fyrir valinu þar sem borgin er nokkum veginn miðsvæðis á Norðurlöndum, auk þess sem í safninu þar er að finna meira úrval norrænnar myndlistar en í öðrum slíkum stofnun- um Norðurlanda. Þarna verður sem sagt sýningin uppihangandi til 3. júlí nk. og þangað geröi undirritaður sér ferðumdaginn. Það gefur augaleiö að uppbygging samnorrænnar myndlistarsýningar er ekkert áhlaupaverk. Hvaöa sjónarmið eiga að ráöa, hverja á að sýna, hve mörg verk á að hafa með.vandamálin erulegíó. Togstreita inni í heild Með því að gera öllum til hæfis hefði útkoman oröiö risavaxin en firna leiðinleg sýning. Enda gáfust banda- rískir safnamenn upp á fyrirtækinu vegna þrýstings frá öllum þeim nor- rænu aðilum sem vildu hafa hönd í bagga. Þegar 15 mánuðir vom til stefnu var byrjað upp á nýtt og list- fræðingnum dr. Kirk Vamedoe, sér- fræðingi í myndlist Munchs, fengið það verkefni að setja saman sýningu á nor- rænni myndlist frá því um aldamótin, en algjörlega eftir eigin höfði. Vamedoe hafði þegar myndað sér skoðanir á markmiði slíkrar sýningar. Hann ásetti sér að búa til sýningu sem umfram allt myndaði sterka efnislega og sjónræna heild og sýndi megin- drætti stflbrigða og mótífa á því tímabili sem um var að ræða. Inni í þeirri heild er, að mati Vamedoes, að finna tví- þætta togstreitu, — annars vegar milli franskra áhrifa og þjóðlegra, hins veg- ar milli raunsæis og symbólisma. Richard Bergh — Sumarkvöld á norðurslóðum, 1899—1900. Vilhelm Hammershöi — Fimm portrett, 1901. Týndi hlekkurínn er á norðurslóðum Um samnorrænu sýninguna „Norðanskin" í Gautaborg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.