Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Síða 16
16
DV. MÁNUDAGUR20. JUNI1983.
Spurningin
Fyndist þér að herða
ætti eftirlit með ferðum
erlendra ferðamanna
um ísland?
Erlendur Magnússon, skemmdar-
verkamaður: Eg held aöþaö þurfi. Viö
fáum ekki aö fara um hálendi annarra
landa nema undir eftirliti og viö þurf-
um að varðveita okkar land út i ystu
æsar. Islendingar kunna ekki að ganga
um landiö sitt.
Hinrlk Þórisson, atvinnulaus: Eigum
viö ekki bara aö leyfa þeim aö vera
villtir?
Dfana Ágústsdóttir, starfsmaður
Álafoss: Já, ég myndi ætla þaö. Þaö
hefur veríð talað um þaö undanfaríö og
ég er hlynnt því.
Svanhvít Ingjaldsdóttir húsmóöir,
Akureyri: Já, mér fyndist að ætti að
setja einhverjar takmarkanir á feröir
þeirra.
Skúli Magnússon, atvinnulaus: Já,
mér finnst þaö. Islensk náttúra er of
dýr til aö eyðileggja hana.
William Thomas Mölier, fuiltrúi lög-
reglustjóra: Já, vegna spjalla á nátt-
úru landsins. Umferð um hálendiö hef-
ur aukist og öræfanáttúran er mjög
viðkvæm.
Leiftursóknin hef-
ur þegar brugðist
Ragnar A. Þórsson skrifar:
I kosningabaráttunni í vor voru
kjósendur alvarlega varaðir við
valdatöku íhaldsins í landinu. Sú aö-
vörun dugöi skammt og hægriflokk-
amir náðu þingmeirihluta þótt
naumur væri.
Þegar stjómarmyndunarviöræður
Steingríms og Geirs stóðu yfir varð
flestum ljóst að kaupránsstjóm var í
fæöingu. Berorðar yfirlýsingar for-
ystumanna hægriflokkanna og mál-
gagna þeirra voru vísbendingar um
þaö sem koma skyldi.
Undir leiösögn Jóhannesar Nordal
og Jóns Sigurðssonar undirbjuggu
framsókn og íhaldiö stjómarsátt-
mála sem á sér engan líka í sögu ís-
lenskalýðveldisins. Þær efnahagsaö-
geröir sem fylgdu í kjölfarið eiga sér
enga hliðstæðu í nútíma lýöræöisríki.
Ríkisstjómin skeröir kaupmátt
alls launafólks í landinu stórlega án
þess aö nokkuð komi í staðinn. Samn-
ings- og verkfallsréttur er numinn úr
gildi og veröbætur á laun bannaöar á
meðan verölag hækkar stööugt.
Bráöabirgöalög ríkisstjórnarinnar
standast hvorki lög né hefðir fr jálsra
þjóða.
Lítil vinna
Afleiðingar kreppuáætlunar ríkis-
stjórnarinnar hafa nú þegar litiö
dagsins ljós. Kaupmáttur verkafólks
er nú lakari en um langt árabil og at-
vinnuleysi færist í aukana. Verð-
bólgan veöur áfram og þrátt fyrir
gífurlegar kjaraskerðingar hækkar
verö á öllum vörum og opinberri
þjónustu stööugt.
Astandið í efnahagsmálum þjóðar-
innar fer nú ört versnandi og efna-
hagsaögeröir ríkisstjórnarinnar
flýta fyrir þeirri þróun. Bráða-
birgöalögin munu kalla fram mikinn
samdrátt hjá innlendum iönaöi og
verktökum.
Jóhannes Nordal og Jón Sigurös-
son em helstu hugmyndafræðingar
ríkisstjórnarinnar í efnahags- og
launamálum og munu þeir væntan-
lega svara fyrir sig þegar efnahags-
smu.
lífið er komiö í rúst og heildsölumar
standa einar eftir upp úr kreppunni
aö Seölabankanum meötöldum aö
sjálfsögðu.
Sjálfskipaðir hagfræðingar Vinnu-
veitendasambandsins, Verslunar-
ráösins og SlS hafa fengið tækifæri
til aö spreyta sig á efnahagsvanda
þjóðarinnar. Þaö tók þá eina viku aö
sanna að þeir væru ekki færir um aö
stjórna þjóðinni frekar en sínum
eigin fyrirtækjum.
Heildsölukóngar, braskaralýöur
og stórkaupmenn stjóma fjármála-
og efnahagsstefnu þjóðarinnar.
Erindrekar NATO og Alusuisse fara
meö utanríkis- og iðnaðarmál. Áhrif
Framsóknarflokksins em tak-
mörkuö en munu væntanlega nægja
honum til áframhaldandi vafasamra
stöðuveitinga h já hinu opinbera.
Leiftursóknin sem Framsókn
baröist gegn og ihaldiö þóttist ekki
kannast viö í kosningabaráttunni í
vor er nú komin til framkvæmda.
Leiftursóknin inniheidur ekkert
annaö en kauprán og aftur kauprán.
Sú ríkisstjórn sem nú fer með völd
ógnar öllu því sem áunnist hefur á
sviöi félags- og heilbrigöismála
undanfama áratugi.
Frjálsa verkalýðs-
hreyfingu
Þær s.k. efnahagsaögeröir sem nú
hafa verið gerðar munu valda 30—
40% kaupmáttarskeröingu á næstu
vikum. Eftir nokkra mánuöi hafa öll
skerðingarákvæði bráðabirgðalag-
anna komið til framkvæmda.
Verkalýðshreyfingin getur ekki
fallist á þessar aðfarir nema hún
vilji fóma sjálfstæði sínu og frelsi.
Kaup og kjör hafa verið skert áður
með bráðabirgðalögum en aldrei
umfram samdrátt þjóðartekna og
aldrei án mildandi aðgerða vegna
þeirra sem verst em settir.
Núna er afkoma fjölda fólks í
mikilli hættu. Eignahrun blasir viö
hjá fjöiskyldum sem eru aö koma sér
upp húsnæöi eöa fjárfesta í öðm.
Bráöabirgðalög ríkisstjórnarinnar
munu reynast mörgum heimilum of-
viða.
Einungis verkalýðshreyfingin
getur stöðvað framgang bráöa-
birgðalaganna. Svar launafólks og
hagsmunasamtaka þeirra nlýtur því
að vera, „samningana í gildi”. Við
verðum að neyða vinnuveitendur að
samningaborðinu strax, með verk-
f öllum ef þörf kref ur.
„Jóhannes Nordal og Jón Sigurðsson eru helstu hugmyndafræðingar ríkis-
stjómarinnar í efnahags- og launamálum,” segir Ragnar A. Þórsson í bréfi
Rauðvínsleikhús í Félagsstofnun
Ásgeir R. Helgason skrifar:
. Stúdentaleikhúsið hefur nú lifaö
'lengur en nokkur þorði að vona. Sýn-
ingar leikhópanna em hver annarri
betri. Síðasta uppfærsla Stúdentaleik-
hússins á tilbrigðum úr verkum Jökuls
heitins Jakobssonar var listilega vel
unnin. Það er gaman að sjá hve núver-
andi meölimum Stúdentaleikhússins
tekst vel að nýta þá möguleika sem
„kaffileikhús” eða öllu heldur rauð-
vínsleikhús býður upp á. Lifandi upp-
færslan, sem gerðist út um allan sal,
reykjarlyktin og rauðvínskeimurinn
hentaöi vel því efni sem leikhópurinn
bauð upp á aö þessu sinni. Uppfærslan
á verkum Bertolt Brecht féll einnig
einkar vel inn í þennan ramma og tókst
að mínum dómi betur að því leytinu til
að andrúmsloftið í salnum var öllu“
léttara og frjálsleiki rauðvínsleikhúss-
ins nýttist að fullu. Eins og gefur að
skiija er það forsenda þess að áhorf-
| endur njóti þess frjálsræðis sem rauð-
I vínsleikhús býður upp á aö leikurinn sé
I ekki það viðkvæmur að laumulegir
skreppitúrar blöörufullra gesta trufli
ró leikendanna. í þessu jafnvægi felst
einmitt listin að reka rauðvínsleikhús.
Undirritaður þurfti því miöur að
bregöa sér frá í tvígang meðan á sýn-
ingu stóö enda búinn að innbyrða tvo
bjóra áður en á hólminn var komið og
rauðvínsflaskan góða, sem fékkst á
leikhúsbarnum (fýrir lítið), rann ljúf-
lega niður undir taktföstum „feil-
nótum” Jökuls heitins. Undirritaður
gætti ýtrustu kurteisi og varkámi
þegar náttúran kallaöi og tiplaöi á
tánum milli atriða þegar engar hömlur
héldu lengur. Það kom því nokkuð flatt
upp á strák þegar, aö lokinni afbragðs-
góðri sýningu, ungur og ábúðarfullur
starfsmaöur Stúdentaleikhússins
vindur sér að honum og biður hann
náðarsamlegast og í fuUri vinsemd að
vera ekki að þessu rápi meöan á sýn-
ingu standi. I fyrsta lagi bar undirrit-
aður sig mjög hæverkslega að eins og
áður segir og í ööru lagi er þetta sú
hætta sem rauövínsleikhús býöur
heim. I þriðja lagi var nokkuö seint í
rassinn gripið þar eð sýningin var
búin, nema starfsmaður hafi tekið eftir
augljósri hrifningu undirritaðs og talið
víst að hann myndi sjá sýninguna
a.m.k. tvisvar. Hér væri nær að byrgja
brunninn áður en byttan er dottin ofan
í og hreinlega banna gestum að taka
með sér rauðvínskúta inn á sýningu
a.m.k. þeim sem verður fljótt brátt í
brók. Hitt kann þó að reynast heiUa-
vænlegra að miða sýningar við þaö
form sem rauðvínsleikhús er, ef verið
er aö púkka upp á slíkt form á annað
borð. Þetta krefst þess að vísu að
áhorfendur sýni fyllstu tiUitssemi og
bregði sér ekki frá nema fuUa nauðsyn
beri tU og þá svo að h'tið beri á. Slíktt
frjálsræði og gagnkvæm tUlitssemi er
það sem gerir rauðvínsieikhús að þeim
heUlandi heimi sem það er.
Að lokum vil ég þakka mjög góða
sýningu og það var samdóma álit allra
kunningja minna sem voru á þessari
frumsýninguá „JökuU og við” aötæp-
lega hefði nokkurt atvinnuleikhús stað-
ið sig betur en Stúdentaleikhúsið gerði
þetta kvöld.
Lifi Stúdentaleikhúsiö.
Rúnar Guðbrandsson, Kolbeinn Bjarnason og félagar þeirra í Stúdcntaleikhúsinu
fá í senn lof og last frá Ásgeiri R. Helgasyni.
Bubbi! Fáðu Megas
með á aðra plötu
4420—2301 skrifar:
Mig langar til að vekja athygli á
þessari plötu hans Bubba.
Sérstaklega finnst mér honum tak-
ast vel upp þar sem hann fær Megas
(þann mikla Ustamann) í lið meö sér.
Þar eru tveir góðir saman!
Bubbi! Reyndu aö fá Megas meö þér
á aöra plötu því við eigum ekki marga
eins góða listamenn og hann meðal
okkar Islendinga.
Hafðu þökk fyrir góða plötu.
m-----------------------►
Megas er einn af mestu listamönnum
þjóðarinnar, segir bréfritari.