Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 22
22
DV. MÁNUDAGUR 20. JUNl 1983.
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþré
Socrates
fer ekki
til Roma
Sá orðrómur kvisaðist út í Sviss,
eftir landsleik Svisslendinga og
Brasilíumanna á föstudaginn, að
Socrates, fyrirliði brasilíska lands-
liðsins, væri á förum til italska
liðsins Roma.
Tino Viola, framkvæmdastjóri
Roma, var staddur í Basel til að
ræða við Socrates. Eftir að
Socrates haföi rætt viö forráöa-
menn Roma í sex klukkustundir
sagði hann aö dæmið hefði ekki
gengið upp. — Ég mun ekki ræða
frekar við forráðamenn Roma,
sagði Socrates, sem sagði síðan að
ekkert annað ítalskt félag heföi
haft samband viö hann.
-sos
Socrates — sést hér á fullri ferð í landsleik gegn Rússum.
Brasilíumenn
voru heppnir
að leggja Svisslendinga að velli 2-1 íBasel
Þaö er óhætt að segja að Brasilíu-
menn hafi haldið flugeldasýningu
síðustu 15 minúturnar í landsleik
þeirra gegn Svisslendingum í Basel
á laugardaginn. 60 þús. áhorfendur
sáu þá gera út um ieikinn á loka-
Eindhoven
vann forseta-
bikarinn
Hollenska félagið Eindhoven
vann sigur í hinni árlegu forseta-
knattspyrnukeppni í S-Kóreu
þegar félagið vann sigur, 3—2, yfir
landsliði S-Kóreu í úrslitaleik
keppninnar, sem fór fram í Seoul í
gær. Jurrie Koolhof (2) og Hallvar
Thoresen skoruðu mörk Elnd-
hoven.
Landslið Ghana vann sigur, 5—0,
yfir ólympíuliöi Bandaríkjanna í
keppninni um þriðja sætið.
-SOS
mínútunum eftir að Svisslending-
ar höfðu haft yfirhöndina — komist
í 1—0 á 33. mín og átt síðan þrumu-
skot sem hafnaði í stönginni á
marki Brasilíumanna.
Þegar 20 mín. voru til leiksloka
náði Socrates að jafna, 1—1, úr
vítaspymu sem hann fiskaöi
sjálfur. Við jöfnunarmarkið vökn-
uðu Brasilíumenn til lífsins og hófu
þeir geysilega skothríð á mark
Svisslendinga. Þegar þrjár mín.
voru til leiksloka bar sú skothríð
árangur. Það var Carera sem
skoraði sigurmark Brasilíu (2—1)
meö skoti af sex metra færi, með
skalia.
Það var Egli sem skoraöi mark
Sviss á 33. mín úr vítaspymu og
síðan átti Claudio Sulser þrumu-
skot í stöng á marki Brasilíu á 41.
mín. Heppnin var ekki með Sviss-
lendingum því að á síðustu sek.
leiksins átti Egli skalla sem rétt
strauk marksúluna á marki
Brasilíumanna sem máttu hrósa
happi að fara meö sigur af hólmi.
-SOS
I
.
Johan Cruyff.
Mikið áfall fyrir
áhangendur Ajax
—að Johan Cruyff skyldi ákveða að fara til Feyenoord
Áhangendur Ajax urðu fyrir
gífurlegu áfalli þegar Johan Cruyff
ákvað að ganga til liðs við erki-
fjenduraa Feyenoord. Eins og DV
sagði frá fyrir helgi þá skrifaði
Cruyff undir eins árs samning við
Feyenoord. Þessum félagaskiptum
hefur verið likt við að leikmaður
hjá Rangers færi til Celtic. 1 Skot-
landi væru þannig félagaskipti
talin glæpsamleg.
Cruyff var aðalmaðurinn á bak
við sigur Ajax í holiensku meist-
arakeppninni og bikarkeppninni sl.
vetur. — „Eg hef veriö mjög
hamingjusamur hjá Ajax og
þakklátur fyrir að hafa fengið
tækifæri til að leika með félaginu.
Nú er ég farinn frá Ajax og því mun
ég reyna hvað ég get með
Feyenoord til að taka meistaratitil-
inn frá Ajax,” sagði Cruyff.
Cruyff hafði upp á vasann tíu
tilboð frá félögum í Evrópu en
hann ákvað eftir mikla umhugsun
að vera áfram í Hollandi. — „Það
tók mig langan tíma aö taka
ákvörðun um hvað ég ætti að gera.
Fjölskylda mín haföi mest að segja
í þessu sambandi. Eg gat ekki
hugsað mér að fara að rífa hana
enn einu sinni upp og halda frá
Hollandi,” sagði Cruyff, sem hefur
áður leikiö á Spáni og í Bandaríkj-
unum — með Barcelona og Los
Angeles Azrecs.
„Þetta verður síðasta keppnis-
tímabil mitt sem knattspyrnu-
maður. Eg mun leggja skóna á
hiliuna eftir næsta keppnis-
tímabil,” sagði Cruyff, sem er 36
ára. -SOS
íþróttir
íþróttir
íþróttir
UEFA refsar
Möltubúum
— vegna skrílsláta áhorfenda ílandsleik Möltu
og Spánar
Aganefnd Knattspyrausambands
Evrópu, UEFA, hefur eim refsað
Möltubúum vegna óláta á knattspyrnu-
leik á Möltu. Eins og menn muna voru
Möltubúar dæmdir árið 1982 i tveggja
leikja leikbann á heimaveili og þurfti
tsland þess vegna að leika gegn þeim á
Sikiley á ttaliu. Aganefnd UEFA kvað
upp þann úrskurð á fundi sínum í Bera
i Sviss á laugardaginn að Möltubúar
yrðu að leika næsta landsleik sinn án
þess að áhorfendur fengju að vera
viðstaddir.
Astæöan fyrir þessu er að upp úr
sauð í Evrópuleik Möltu og Spánar á
dögunum. Þá köstuðu áhorfendur
steinum í leikmenn spánska liðsins og
gerðu aðsúg að dómara leiksins.
Einnig töfðu boltadrengír leikinn af
ásettu ráði. Knattspyrnusamband
Möltu var þá sektaö um kr. 6.500
(íslenskar).
Pólverjar fá refsingu
Aganefnd UEFA refsaði
emmg
pólska liðinu Widzow Lodz. Félagiö má
ekki leika næstu tvo leiki sina í
Evrópukeppni á heimavelli og verða
leikirnir aö fara fram í 250 km f jarlægð
frá Lodz. Ástæðan fyrir þessu er að
áhorfandi kastaði flösku í höfuöið á
öðrum línuverðinum í leik Lodz gegn
Juventus.
Þá voru tveir leikmenn Lodz dæmdir
í eins leiks keppnisbann í Evrópu-
keppni.þeirGreboszogSwiatek. -SOS
Meszöly fær
nýtt starf
Kalman Meszöiy, landsliðsþjálfari
Ungverjalands, sem sagði starfi sinu
lausu eftir aö Ungverjar töpuðu fyrir
Dönum, 1—3, í Kaupmannahöfn, hefur
fengið nýtt starf. Hann hefur verið
ráðinn þjálfari 1. deildarliðsins Vasas
frá Búdapest. -SOS
Frankfurt
sagði-Nei!
— við tilboði Hamburger íKóreumanninn Cha
Forráðamenn Frankfurt komu
heldur betur á óvart um helgina þegar
þeir neituðu að samþykkja samning
þann sem Hamburger hafði boðið
félaginu i sambandi við kaupin á S-
Kóreumanninum Bum-Kun Cha.
Forráðamennirnir sögðu að
Hamburger hefði ekki boöið það verð
sem Frankfurt vildi fá fyrir Cha —
þ.e.a.s. ellefumillj. ísl. króna.
— Við gefum Hamburger tækifæri til
að endurskoða tiiboð sitt sagði einn af
forráðamönnum Frankfurt.
Eins og DV sagði frá fyrir helgina
áttu árslaun Cha hjá Hamburger að
vera fjórar milljónir sem geröu hann
að tekjuhæsta knattspymumanni V-
Þýskalands.
-SOS
íþróttir
íþrótt
KJUKLINGAR
eru sérgrein okkar, nammi, namm.
Franskar Kartöflur
sósa og salöt
Komiö á staöinn, eða
hringið á undan ykkur og
pantið í síma 29117
Þá er maturinn tilbúinn
þegar þiö komið
Veríð velkomin
SOUTHERN
FRIED
CHICKEN
Kjúklingastaðurinn í
Tryggvagötu
Svangir sækja
Svörtu Pönnuna
SvARTA
PANNAN
Hraórétta veitingastaóur
íhjartaborgarínnar
.^. O
ahomi
Tryggvagötu og Pósthússtrætis
Sími 16480