Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Qupperneq 40
40 DV. MÁNUDAGUR 20. JUNl 1983. Andlát Halldóra H. Valdimarsdóttlr lést 8. júní sl. Hún fæddist á Raufarhöfn 9. maí 1930. Ung aö árum fluttist hún til Reykjavíkur. Hún gekk í Ljósmæöra- skólann og útskrifaðist þaðan voriö 1950. Eftirlifandi maöur hennar er Guömundur Halldórsson. Þau eignuð- ust sex böm. Sl. 10 ár starfaöi Halldóra sem ljósmóðir á Landspítalanum þar af átta ár á vökudeild barnaspítala Hringsins. Utför hennar veröur gerö fráBústaðakirkjuídagkl. 15. Gísli Loftsson leturgrafari lést 13. júní sl. Hann fæddist í Reykjavík 29. september 1928. Foreldrar hans voru Loftur Guömundsson og Stefanía E. Grímsdóttir. GísU fór tU náms í letur- greftri til Kaupmannahafnar, og vann aö iön sinni til dauðadags. Gísli vartví- kvæntur. Með fyrri konu sinni, Nínu F. Hansen, átti hann tvær dætur. Þau slitu samvistum. Meö seinni konu sinni, Þorbjörgu Jósefsdóttur, átti hann tvö börn. Einnig gekk hann í föðurstað Steen Johanssyni, syni Þor- bjargar. Gísli og Þorbjörg slitu sam- vistum. Utför Gísla var gerð frá Dómkirkjunni í morgun kl. 10.30. Margrét Þórðardóttir, Birkilundi 15 Akureyri, veröur jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju 21. júní kl. 13.30. Sigríður Loftsdóttir, Garðabæ Grinda- vík, veröur jarðsungin frá Grinda- víkurkirkju þriðjudaginn 21. júní kl. 14. Rannveig Ásgeirsdóttir frá Látrum, Aðalvík, er lést 13. þ.m., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn21. júní kl. 15. Steinþór Ingvarsson, Ásgarði 157, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 20. júní kl. 13.30. Anna Bjarnadóttir frá Fáskrúðsfirði andaðist 25. maí á Vífilsstöðum. Jarð- arförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 7 videoleigur á höfuðborgarsvæðinu. EUROCARD TIL DAGLEGRA NOTA um helgina um helgina HVAR VAR FJALLKARLINN? Þetta var löng helgi. En ekki leiðinleg. Utvarp og sjónvarp með besta móti og þá er ekki hægt aö láta sérleiðast. Á sjálfan lýöveldisdaginn var mjög áheyrilegur þáttur í útvarpinu, þar sem Sturla Sigurjónsson fjallaði um fánatökuna á Reykjavíkurhöfn 1913. Var fróölegt að hlusta á Sturla og gaman, eftir að þættinum lauk, að velta fyrir sér gildi fánatökunnar í sjálfstæöisbaráttu þjóðarinnar. Þótt hann hafi e.t.v. verið lítill hefur atburðurinn táknrænt gildi, sem síst skyldi vanmetiö. En svona eiga út- varpsþættir að vera, skilja við hlust- andann hugsandi undir feldi. Þá kom röðin að útvarpi frá hátíðarhöldunum. Þaö var vel til fundið að hafa útvarpsmenn stað- setta hér og þar um miðbæinn, lýs- andi því sem fyrir augu og eyru bar. Hins vegar fannst mér erfitt að fylgjast með því hvað var að gerast og hafði á tilfinningunni að svo væri um fleiri hlustendur. Alla vega var kunningi minn ekki betur með á nót- unum en svo að þegar götuleikhúsiö fór á stúfana og hvellhettur og flug- eldar byrjuöu að springa og fólkið að æpa og kalla hélt hann aö hafin væri bylting. Þetta form á dagskrá frá -hátíðarhöldunum hefði hentað mun betur fyrir sjónvarp. Inni á milli voru þó góðir kaflar, eins og t.d. pistill Einars Kárasonar um hvað væri einkennandi fyrir Islendinga. Ekki var það gestrisnin og ekki heldur bókhneigðin. Ö-nei, heldur voru þaö drykkjusiðirnir. Fyndinn var Einar og hefði pistill hans gjaman mátt vera lengri. Helga Tómasson horfði ég á meö öðru auganu því af ballett hef ég lítt gaman, en opnaði hins vegar hitt augað er Fjalla-Eyvindur birtist á skjánum. Sígild kvikmynd og mætti gjaman vera sýnd einu sinni á ári. Jafnveloftar. Lýðveldisdeginum lauk svo meö komu Náttfara frá Akureyri. Þægilegur þáttur sem Gestur Einar Jónasson stjómaði. Eitt fannst mér vanta í hátíðar- höldin á föstudag, en það var fjall- karlinn. Finnst mér ekki annaö hægt nú á öld jafnréttis en að við kynbræð- umir fáum fjallkarl til að vega upp á móti fjallkonunni. Á laugardagskvöldiö hóf göngu sína í sjónvarpi nýr flokkur sem Susan Harris hefur skrifað. Ekki list mér jafnvel á hann og Lööur, enda mun hin nýi flokkur vera skrifaöur í alvöru. Hann virðist þó ekki verri en aðrar bandarískar sápur. Á laugardag var þáttur í útvarpi um David Bowie (Jones), sem Sigmar B. Hauksson hafði tekið saman. Sigmar fékk Ásgeir Tómas- son til sín í útvarpssal og saman spjölluöu þeir um Bowie og feril hans. Inni á milli lék Sigmar síöan lög Bowie, sem hvað mestum vinsældum hafa náð. Þetta var áheyrilegur þáttur, og tek ég ofan hattinn fyrir Sigmari. Að endingu er rétt að þakka Jóni Múla fyrir þætti sína um sögu jassins sem eru á sunnudagskvöldum. Jón Múli þekkir sitt fag og það fer alltaf ákaflega vel á því að enda helgina við Ijúfa tóna jassins. Sveinn Agnarsson. Marta Kristmundsdóttir, Heiöargerði 6, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 9. júní. Utför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinn- ar látnu. Ágúst A. Snæbjörnsson fyrrv. skip- stjóri, Dalbraut 25, lést í Borgarspítal- anum 15. júní. Valgeir Bjömsson, fyrrverandi hafn- arstjóri, lést í Landspítalanum aðfara- nótt 16. júní. Þorsteinn Snorrason, Eskifirði, er látinn. Lúðvik Ottó Guðjónsson, Hverfisgötu 66A, andaöist 7. þ.m. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Olafur R. Einarsson menntaskóla- kennari, Þverbrekku 2, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 22. júní nk. kl. 13.30. Jón E. Ragnarsson hæstaréttarlög- maður veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudag- inn21. júníkl. 13.30. Jón Kr. Jónsson, Ránargötu 24, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 21. júní kl. 13.30. Ferðalög Breiðfirðingafélagið í Reykjavík Sumarferö veröur aö þessu sinni farin í Þórsmörk, föstudaginn 8. júlí kl. 20.00. Fariö veröur frá Umferöarmiöstööinni. Allar nánari upplýsingar gefur stjórn félagsins. Útivistarferðir Símsvari: 14606. Sumarleyfisferð nr. 1. Við Djúp og Drangajökul. Jónsmessuferð 23.-26. júni. Fuglaparadísin Æðey. Kaldalón og Möngufoss. Drangajökulsganga ef vill. Góð gisting. Styttriferðir: Sumarferð 1983 tU Vestmannaeyja: 25,—26. (laugard.—sunnud.). Áætlun: Lagt af stað frá Fríkirkjunni stund- víslega kl. 11.00 árdegis 25. júní og ekið til Þorlákshafnar og siglt með Herjólfi kl. 12.30 tU Vestmannaeyja. Þar tekur Páll Helgason á móti þátttak- endum og annast framhaldið, þ.e.a.s. sér fyrir gistingu, skoðunarferðum og máltíð. Heimleiðis verður haldið með Herjólfi kl. 14.00 26. júní og i Þorlákshöfn bíður rúta og flytur farþega í bæinn. Innifalið í miðaverði er: farmiði Reykjavík — Vestmannaeyjar — Reykjavík, gisting, skoðunarferð, skoðun náttúrugripasafns og ein máltíö. Verð miða er kr. 1.450,00 ATH: Miðafjöldi er takmarkaður. Kaupið því miða strax. Nánari upplýsingar í símum 33454, 32872 og 43465. Rangæingafélagið í Reykjavík efnir til skemmtiferðar laugardaginn 25, júní nk. Brottfór veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 8.00. Farið veröur í Þjórsárdal, um virkjanasvæöi Búrfells, til Sultartanga og Hrauneyjafoss. Virkjanirnar veröa skoðaðar meö kunnugum leiösögumanni. Komiö verður að Laugalandi í boöi kvenfélaga Asa- Holta- og Landhreppa. Skráning og upplýsingar í símum 76238 og 83792. Stjórnin. Frá Húsmæðraorlofi Kópavogs Orlofið verður á Laugarvatni vikuna 27. júní — 3. júlí. Tekið verður á móti innritun og greiðslum miðvikudaginn 15. júní milli kl. 16 og 18 í Félagsheimili Kópavogs. Nánari upplýsingar veittar í síma 40576 Katrír., 40689 Helga og 45568 Friðbjörg. Orlofsdvöl húsmæðra í Garðabæ verður á Laugarvatni vikuna 11.—17. júlí. Nánari upplýsingar gefur Kolbrún Lorange i sima 42526 eftir kl. 19.30 á kvöldin. Heimsókn forseta tilVestfjarða hefst á morgun Heimsókn forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur, til Vestfjaröa hefst á morgun. Forsetinn mun heimsækja Barðastrandarsýslur og Isafjaröar- sýslur. Áætlaö er aö feröinni ljúki sunnudaginn 26. júní. Á hádegi á morgun mun forseti koma aö sýslumörkum Austur-Baröa- strandarsýslu í Gilsfjarðarbotni þar sem Stefán Skarphéöinsson, sýslu- maöur Baröstrendinga, tekur á móti henni. Síðan veröur boröhald í Bjarkarlundi í boöi sýslunefndarinnar. Síöar um daginn veröur Þörunga- vinnslan á Reykhólum skoöuö, komiö verður viö í Flatey og um kvöldið verður borðhald á vegum sýslunefndar Austur-Baröastrandarsýslu. -ÓEF. Happdrætti Almanakshappdrætti Landsamtakanna Þroskahjálpar Dregið var 15. þ.m. Upp kom númer 77238. Osóttir vinningar á árinu eru í janúar 574, apríl 554269, maí 68441. Osóttir vinningar á árinu 1982: Sept. 101286, október 113159, nóvember 127803, desember 137171. Læknar Frá skrif stofu borgarlæknis: Farsóttir í Reykjavíkurumdæmi í apríl- mánuði 1983, samkvæmt skýrslum 22 lækna. Inflúensa 1006, lungnabólga 85, kvef, kverka- bólga, lungnakvef o.fl. 1134, streptókokka- hálsbólga, skarlatssótt 52, kíghósti 8, hlaupabóla 50, mislingar 1, rauðir hundar 1, hettusótt 39, iðrakvef og niðurgangur 117. Tilkynningar Vilt þú vera með í f riðarhópi? Eins og konur minnast eflaust var stofnuð friðarhreyfing íslenskra kvenna hinn 27. maí sl. Nokkrum dögum síðar hittust fáeinar konur sem voru á stofnfundinum til að ræða um stofnun friðarhópa. Nú er það ætlun þeirra að hittast aftur hinn 20. júní kl. 17 i Norræna húsinu til þess að halda umræðum áfram. Þær konur sem hafa áhuga á að stofna friðarhópa eru meira en velkomnar. Verk- efnin eru næg ef áhuginn er fyrir hendi. Klarinett í Norræna húsinu Þriðjudaginn 21. júní nk. heldur bandaríski klarinettleikarinn Margot Leverett tónleika í Norræna húsinu. Anna Guöný Guðmunds- dóttir píanóleikari leikur með á tónleikunum sem hefjast kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna er mjög fjölbreytt, en leikin verða tónverk eftir Schumann, Poulenc, Bernstein, Rachmaniov, Stravinsky og Áskel Másson. Margot Leverett lék verk Áskels, Bilk, nýlega í Bloomington Indiana og vakti við það tækifæri mikla athygli fyrir leik sinn. Hún hefur leikið m.a. á hátíðunum New Music America og New Music Chicago, í sjón- varp og fyrír Radio Nova og Radio Paris í Frakklandi, auk þess sem hún hefur haldið einleikstónleika í París, Chicago og Bioomington. Margot Leverett hefur frumflutt allmörg tónverk ýmissa höfunda og frumflutti m.a. nýlega tvö verk sem samin voru sérstaklega fyrir hana; Four pieces for solo clarinet eftir David Franck og Kickin’ Around the Cayahoga eftir Paul Sturm. Hún hefur starfað náið með tónskáldum og jafnvel samið tónlist sjálf, m.a. rafverkið Secretary Music, haldið fyrirlestra og námskeið um nýja tækni á klarinett og leikið og kennt, aðaUega í Bloommgton og Chicago. Skíðaráð Reykjavíkur Störf Skíðaráðs Reykjavíkur hafa tekið nokkrum breytingum og starfsemi þess aukist verulega á þessu starfsári. SKRR réð héraðsþjálfara bæði í alpagrein- um og göngu. Aðalhéraðsþjálfari var ráðrnn Tómas Jónsson sem þjálfaði héraðsUðið í aplagreinum og Halldór Matthíasson var ráðinn í hlutastarf við þjálfun gönguliðsins. Allt fremsta skiðafólk héraðsins sótti æfingar hjá héraösþjálfurunum. SKRR tók upp breytt fyrirkomulag við veit- ingu Reykjavíkurmeistaratitils í alpa- greinum. Aður var sérstakt Reykjavíkur- meistaramót og Reykjavíkurmeistarar í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni í hverjum flokki en nú telst sá keppandi í hverjum flokki Reykjavíkurmeistari, sem bestum árangri nær í héraðsmótum á árinu. Ford umboðið Sveinn EgUsson og Sindrasmiðjan gáfu verðlaunagripi tU Reykjavikurmeistara. Reykjavíkurmeistarar 1983 urðu eftirtaldir: í alpagreinum: Karlar: Tryggvi Þorsteinsson, Armanni. Konur: Guðrún Bjömsdóttir, Víkingi. 15—16 ára: Drengir: Gunnar Smárason, IR. Stúlkur: Bryndís Yr Viggósdóttir, KR. 13—14 ára: Drengir: Sveinn Rúnarsson, KR. Stúlkur: Snædis Ulriksdóttir, Armanni. 11—12 ára: Drengir: EgiU I. Jónsson, IR. Stúlkur: Auður Amardóttir, IR. 9—10 ára: Drengir: GísU Reynisson, IR. Stúlkur: Valdís Amardóttir, IR. 8 ára og yngri: Drengir: Kristján Kristjánsson, KR. Stúlkur: Theodóra Mathiesen, KR. Igöngu: 3 X10 km boðganga karla: C-sveit SR. 30 km karlar: Riíbert Gimnarsson, SR.. 15 km karlar: Ingólfur Jónsson, SR. 5 km konur: Guðbjörg Haraldsdóttir, SR. 5 km 17—19 ára stúlkur: Rannveig Helgadóttir, SR. 8 km 15— 16 ára drengir: Garöar Sigurðtson, SR. 5 km !'-! ára drengir: Einar Kristjánsson, SR. 2,5 km 11—12 ára drengir: Sveinn Matthíasson, SR. Sú nýbreytni var tekin upp við verðlauna- veitingu í héraðinu að verðlaun til keppenda voru aukin. Tekið er nú meira mið af fjölda keppenda í hverjum flokki og við verðlauna- veitingu skal miða við að 30% af ræstum keppendum hljóti verðlaun eða aðra sérstaka viðurkenningu fyrir góðar. árangur. Firmakeppni SKRR fór fram 1. maí sl. Eftirtalin fyrírtæki hlutu verðlaun: 1. Lúkasverkstæðið, 2. Blikkver hf., 3. Satúrnus hf., 4. Þingvallaleið hf., 5. Rakarastofan Fígaró., 6. Vatnsvirkinn, 7. Skíðalyftumar í Bláfjöllum, 8. Verslunin Jónsval, 9. Einar S. Einarsson múrara- meistari, 10. Toyota umboðið, 11. Daihatsu umboðið, 12. Skátabúðin. Toppmenn í toppformi, en hvar eru Bringuhárin? Nýlega hefur nafni hljómsveitarinnar Bringuhárin veriö breytt yfir í Toppmenn vegna misskilnings sem gætti um tónlistar- lega stefnu hljómsveitarinnar. Toppmenn eru nú komnir út í sumarhitann til þess að halda uppi svakalegu stuði á dansleikjum sumarsins. Hljómsveitina skipa allt þaulreyndir hljómlistarmenn: Hafþór Hafsteinsson trommur, Hannes Hilmarsson bassi, Jón Olafsson hljómborð og söngur og Stefán Hjörleifsson gítar og söngur. Sími umboðsmanns er 79559. Grafík- og Ijósmyndir frá Grænlandi í anddyri NH Sett hefur verið upp í anddyri Norræna hússins sýning á grafíkmyndum og ljós- myndum eftir Aka Heegh og Ivars Silis. Sýningin kemur hingað frá Færeyjum en Norræna húsið sendi hana þangað sem framlag Norræna hússins til Norðurlanda- hússins í Færeyjum og hefur hún farið víðs vegar um eyjamar. Aka Hoegh sýnir 23 grafíkmyndir og Ivars Silis 22 ljósmyndir. Aka Heegh er fædd 1947 á Grænlandi, málari, myndhöggvari, en þó einkum grafíker. Hún sótti tíma við Listaháskólann í Kaupmannahöfn en er að mestu leyti sjálf- menntuð. Hún hefur haldið einkasýningar á Grænlandi og í Danmörku. og tekið þátt í samsýningum, m.a. í Norræna húsinu á Grænlandsvikunni 1976 og á sýningunni „Land mannanna” 1980. Aka Heegh sýndi nú i maimánuði í Gallerí 20 i Kaupmannahöfn og hlaut hún mikið lof gagnrýnenda fyrir myndir sínar og vora henni veitt Emst Goldschmidts- verðlaunin að upphæð 5000 dkr. Ivars Sllis er fæddur 1940 í Riga, Lettlandi, en ólst upp í Danmörku. Fór þaðan til Grænlands til að vinna að verkfræðistörfum. Lagði þau störf á hilluna og lagði af stað með hundasleða, byssu og myndavél og slóst í för með bjamdýraskyttum grænlenskum. Hann' hefur ferðast árum saman um norðurheim- skautssvæðið og þaulþekkir það. Myndir hans hafa birst í mörgum þekktum tímaritum s.s. National Geographic Magazine, Stem og GEO. Hann hefur sjálfur skrifað bækur með frásögnum og ljósmyndum af ferðum sínum. TO Bridge Sumarbridge 50 pör mættu til leiks á þriöja sumarkvöldi í Domus Medica sl. miðvikudag. Spilaö var í fjórum riðl- um og urðu úrslit þessi: A) stig Auðunn Guðmundss.-Sigtryggur Slgurðss. 265 Þóra Ölafsdóttir-Véný Viðarsdóttir 25 Ámi Magnúss.-Björa Theódórss. 232 AldaHansen-NannaÁgústsdóttir 228 B) Stig BjömHalldórss.-JónÚlfljótss. 189 Kristmann Guðmundss-Sigfús Þórðars. 179 Guðrún Halldórss.-Guörún Einarsdóttir 176 Birgir Isleiíss.-Karl Stefánss. 17 C) Stig Gestur Jónsson-Sverrir Kristinss. 141 Sveinn Sigurgeirss.-Tryggvi Gislason 130 Bragi Erlendsson-Rikharður Steinbergss. 129 D) Stig Friðrik Guðmundsson-Hreinn Hreinss. 135 Hrálfur Hjaltason-Jónas F. Erlingss. 128 Kristján Blöndal-Valgarð Blöndal 124 Meðalskor í A: 210, í B: 156, í C og D: 108. Efstir eftir 3 kvöld í Sumarbridge eru: * Stig SigtryggurSigurðsson 8,5 Hrönn Hauksdóttir 6 Böðvar Magnússon 6 Gylfi Baldursson 6 Sigurður B. Þorsteinsson 6 Alls hafa 57 spilarar þegar hlotið stig í Sumarbridge, en samtals hafa keppendur verið um 300 það sem af er (3kvöld). Spilað verður að venju nk. fimmtu- dag og hefst spiiamennska upp úr sjö, en í síðasta lagi kl. 19.30. Aliir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 14. júní var spilaöur tvímenningur í tveim 10 para riölum. Bestuskorhlutu: A-riðill Stig 1. Karolína Sveinsd.-Sveinn Sveinss. 119 2. Agnar Ivarss.-Guðmundur Kr. Sig. 115 3. BaldurÁrnason-SveinnSigurgeirss. 111 4. Guðlaugur Sveinsson- Guðmundur Thorsteinsson 110 B-riðilI Stig 1. Hulda Hjálmarsd.- Þórarinn Andrcwss. 127 2. Hjáimar Pálsson-Þórarinn Áraason 124 3. -4. Guðrún Hlnriksdóttir-Jón Andréssonlll 3.—4. Sigrún Pétursdóttir-Öli Andreass. 111 Næst verður spilaö þriðjudaginn 21. júní klukkan 19.30 stundvíslega. Nýir spilarar velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.