Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Blaðsíða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. AGUST1983.
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Útgálufélag: FRJÁUS FJÖLMIDLUN HF.
Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri ogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
AöstoOarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjóm: SiDUMÚLA 12—14. SÍMI 80*11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími rftstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. P rentun:
ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19.
Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr.
Helgarblaö22 kr.
Friðarsinnar spilla friði
Um helgina lagði Alþýðubandalagið sitt af mörkum til
að auka ófriðarlíkur í heiminum. Nokkur hundruð manns
gengu frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur undir nafni
friðar. Það er góð meining, en hefur þveröfug áhrif.
Sovézkir sendiráðsmenn tárast ekki, þegar þeir sjá Al-
þýðubandalagið og taglhnýtinga þess mynda friðarkeðju
í miðborginni. Þeir senda ekki skeyti til Kremlar um, að
bezt sé, að austur og vestur falli í friðarfaðma.
Þeir senda hins vegar skeyti um, að íslendingar séu
veikir fyrir eins og aðrir Vesturlandabúar. Þeir segja
friðargönguna vera dæmi um, að íslendinga skorti úthald
í kalda stríðinu eins og aðra Vesturlandabúa.
Friðarhreyfingin á Vesturlöndum magnar ófriðarblik-
urnar með því að stappa stálinu í ráðamenn Sovétríkj-
anna. Hún hvetur þá til að taka aukna áhættu í útþenslu-
stefnunni. Þannig er friðarhreyfingin friðarspillir í raun.
Sovétstjórnin hefur verið að færa sig upp á skaftið á
undanförnum árum. Heima fyrir hefur harðstjórnin auk-
izt. Meðal annars er á geðveikrahælum mokað eiturlyfj-
um í friðarsinna og áhugamenn um efndir Helsinki-samn-
ingsins.
Sovétstjórnin hefur ráðizt með hervaldi inn í Afganist-
an og beitir fyrir sig leppríkjum í hernaði gegn íbúum
Kampútseu, Angóla og Eþíópíu. Hún er aö koma sér upp
miklu safni meðaldrægra kjarnorkueldflauga gegn
Vestur-Evrópu.
Á sínum tíma kom Krústjoff í veg fyrir, að leyni-
þjónustumaöurinn Beria tæki öll völd í Sovétríkjunum.
Nú er öldin önnur og grimmari, því að leyniþjónustumaö-
urinn Andrópof hefur brotizt til valda í Kreml.
Andrópof varð fyrst frægur fyrir að fara með hernaði j
gegn Ungverjum og láta myrða Nagy forsætisráðherra í
tryggðum. Síðan varð hann aftur frægur fyrir að koma
upp geðveikrahælum fyrir friðarsinna og aðra óvini ríkis-
ins.
Ef rétt reynist, að búlgarska leyniþjónustan hafi staðið
að baki tilraunarinnar til að myrða páfann í Róm, þá er
hin sovézka ábyrg, því að hin búlgarska er lítið annað en
útibú hennar, sérhæft til skítverka af slíku tagi.
Að undirlagi Andrópofs hefur sovézka leyniþjónustan
margfaldað umsvif sín á Vesturlöndum. Heimsfriðarráö-
ið eitt kostar Kremlverja um 1.800 milljón krónur á ári.
Er það þó aðeins brot af kaldastríðsrekstri Andrópofs.
Umsvifin gengu svo fram af sósíalistanum Mitterrand
Frakklandsforseta, að hann rak í einu vetfangi 47 sovézka
leyniþjónustumenn úr landi. Honum mislíkaði, hversu
opinskátt þeir stunduðu hina hvimleiðu iðju sína.
Leyniþjónustumennirnir, sem hafa tekið völdin í
Kreml, stefna eindregnar en fyrirrennararnir að heims-
yfirráðum. I þeirra augum er friðarhreyfingin á Vestur-
löndum sönnun þess, að fyrirstaðan sé aö grotna niður.
Hinir nytsömu sakleysingjar, sem ganga frá Kefla-
víkurflugvelli til Reykjavíkur, stuðla að þessari forlaga-
trú í austri. Þeir gera Andrópof óbilgjarnari og djarfari.
Þeir eru plága, sem stuðlar að ófriði í heiminum.
Mörg dæmi eru þess, að menn uppskeri ekki eins og
þeir sá. Friðarhreyfingin á Islandi er dæmi um það. I stað
þess að mynda friðarkeðju í miðborginni ætti hún að
mynda friöarkeðju utan um sovézka sendiráðið eitt, utan
um umboðsmenn Adrópofs.
Jónas Kristjánsson.
ÖFUGMÆLA-
SMIÐUR í
ÆÐRA VELDI
I iúnímánuöi sl. hnaut ég tvívegis
um svo harkalega og langa ádeilu-
grein i DV eftir einhvern Jón Gísla-
son, að undrun mína vakti. Því
hrasaði ég tvívegis um þröskuld
þennan, að ekki dugðu minna en tvö
tölublöö til að koma allri árásinni til
skila. Ekki var höfundur áberandi
gagnoröur og má vera að þess vegna
hafi fyrri hluti greinar hans flotið
fram hjá mér i önn dagsins,
athugunarlítið. Hins vegar þurfti
síðari hluti greinarinnar, en heiti
hennar var „GAMALMENNABOK-
MENNTIR” endilega að elta mig í
orlof til útlanda meö þeim afleið-
ingum aö ég las hana vandlega. Þar
lágum vlö Jón Gislason illa i þvL
Orlof til hvíldar og ánægju og
lestur ritgerðar Jóns Gíslasonar fór
þvi miöur ekki vel saman og ekki
býst ég við því að gleðja Jón með
þeim athugasemdum, sem hér fara á
eftir i tilefni greinar hans. Sem betur
fer er umræöuefnið ekki bundið við ■
einn mánuö öðrum fremur og jafnvel
ekki ár og þvi l.st ég athugasemdlr
þessar flakka, þótt síöbúnar séu.
Voöamenn.
Kjarnorkuárás Jóns Gíslasonar er
beint að þeim voðamönnum sem
„gerast rithöfundar á elliárum, án
þess að hafa vald á tungunni, stil
hennar né almennum formsatrið-
um.”
Sá er svo mælir og gerir það að
aðalatriöi máls síns aö taka þurfi úr
umferö heila kynslóð Islendinga
fyrir kunnáttuleysi í móðurmálinu
gat ekki valið óheppilegri ástæðu til
að bera þau kaun sín á torg, að sjálf-
ur er hann svo til óskiljanlegur á
íslensku, órökvís umfram aöra menn
og. öfugmælasmiður í æðra veldi.
Sbr. tíða notkun hans á oröunum
„ritleikni”, ritlist”, og „rit-
menning”, sem yfirleitt mynda 180°
hom við skrif hans.
Ef eitthvað kynni að vera unnt að
græða á grein Jóns Gíslasonar um
íslenskan stíl er tvennt til: að iæra
hana utanbókar til vamaðar, eða
gleyma henni gjörsamlega. Vissu-
lega er skylt að finna framangreind-
um orðum stoð og er þar á vísan að
róa í ritgerð J óns Gíslasonar.
Jón hefurorðið:
„íslensk ritmenning er glögg í
fagurlegum gripum um strengi og
ljóðræna kynngl máls og forms.
Fegurö og leiknl ritlistarinnar er
FÖST (lbr. hér) og ljóöræn í forml
málsins, jafnt í einfaldri stöku (eða
hvaö?, lnnskot M.Ó.:) mansöngsvísu
til skáldgyðjunnar.”
Kæri Jón.
Þú fyrirgefur smá svimakast, sem
ég fékk meðan ég reyndi að skilja
þessa sýnikennslu þína i „ritUst”.
Vera má að hún sé „glögg í fagurleg-
um gripum um strengl og ljóðræna
kynngi.......” o.s.frv. eins og þú
orðar þaö, en mig grunar að ég færi
léttar meö að skilja Guðrúnu heitna
„gamalmennisrithöfund” frá Lundi,
ef hún tæki tU máls á miðUsfundi við
erfiö hlustunarskUyröi.
Ennþá er ég að lesa fyrsta dálkinn
af átta í síðari grein Jóns Gíslasonar,
er ég rígheld í borðröndina og svitna.
Jónsegir:
Kjallarinn
Magnús Óskarsson
„Orðkynngi, frásagnagleði í
fornsögum, frásögnum af miklum
atburðum eða stílhreinum ævlsögum
er hvergi tU lýta.”
„Stflhrein ævisaga"
Þaðvarog.
Frásagnagleði í frásögnum fer að
verða frásagnaverð er í hlut á trú-
boði „ritmenningar”, sem vama viU
máls öUum þeim, sem ekki deyja í
tæka tíð. Gaman væri samt aö rekast
á „stUhreina ævisögu” ungs manns,
sem sannaði þá kenningu að hrein-
leiki stílsins skipti öUu máli en ævin
Utlu. Ekki er þó víst, að það yrði ævi-
saga Jóns Gislasonar; a.m.k. ekki
sjálfsævisaga.
Sem vænta má lýsir enginn betur
hreinleika ritstUs Jóns Gíslasonar,
ekki síst þegar hann kveöur upp
dauöadóma yfir ritstU annarra
manna, en Jón sjálfur. Þótt enn sé
ég staddur í fyrsta dáUci, er orð-
kynngi hans þegar orðin svo mögn-
uö, að tvær stuttar setningar í röð
byrjar hann á orðinu „orökynngi”
og fer létt með að fela fyrir mönnum
eins og mér hvers konar stUbragð
þaðer. Aðsvo mæltusegir Jón:
„tslensk þjóðareinkennl eru glögg
og föst í fagurbókmenntum alþýð-
nnnar á Uðnum öldum.”
Einum greinarskUum neöar er það
„islensk ritmenning” (ekki íslensk
þjóðareinkenni), sem orðkynngi
Jóns gefur sömu einkunn, þ.e.
„glögg” og „föst”. Vitaskuld getur
hvort tveggja rétt verið, þótt orða-
forðinn sé fábrotinn, hugsunin g
óglögg og festan í lágmarki, þegar
ritUst J óns Gíslasonar ris sem hæst.
Þótt Ula gengi hélzt óbreyttur sá
ásetningur minn að skUja ritleikni og
stU Jóns Gíslasonar, ekki sízt vegna
þess, að það gat ekki verið heiglum
hent. Var ég þó enn fastur í fyrsta
dálki, þegar að þessari setningu
kom:
„Orðkynngl skáldsing grípur leikn-
um og fimum hugtökum um streng
boga ljóðagyðjunnar svo að ekkl
verður á betur kosið.”
Hér brast mig þrek og aðra eigin-
leika tU aö skUja þennan nýja móður-
málsmessias. Var og sennilegt að
betur gengi aö skUja í sjö dálkum tU
viðbótar boðskap og ritleikni þess
sem án tUefnis kýs fremur að tala
um „streng boga” en bogastreng?
Engu að síður hrakti óviðráðanleg
þrjóska mig til að lesa grein Jóns
Gíslasonar tU enda og reyna til
þrautar að skUja hana. Ekkert kom
úrþvi.
Yfir ystu mörk
De gustibus non est disputandum,
sögðu Rómverjar, sem lauslega út-
leggst: Um smekk ber ekki aö deUa.
Mér dettur ekki í hug að deUa við
nokkurn mann um stU og blæbrigði
íslenzks máls eða smekk yfirleitt. En
þegar máUialtur bögubósi veður yfir
yztu mörk velsæmis móðurmálsins í
þvi skyni að kveða upp dauðadóma
yfir öðrum, sem stungið hafa niður
penna, er mér um megn að þegja.
Endalaust gæti ég rakiö dæmi til
sönnunar þeim stóru orðum, sem hér
hafa verið sögð. En hver nennir að
lesa um „endurtekningar, sem
merla mýrartýru óraunveruleik-
ans”, áUt Jóns Gíslasonar á „leUmi..
. í rltleikni” eða það sem hann kaUar
mlsheppnaðar framfarir, svo gripiö
sé einhvers staðar niður í þá sjö
dálka, sem enn hefur ekki verið
vitnað í að ráði. Upp á þær veitingar
býð ég ekki.
An þess að hafa um það hugmynd,
hver Jón Gislason er, má álykta að
hann sé fremur ungur maður. Eg
vona í einlægni að hann geri nú langt
hlé á rituðu máU sínu og hann verði
maður langUfur, því ekki er útilokaö,
að emhver kynni að skUja hann ef
hann hæfi á nýjan leik aö skrifa um
áttrætt.
Magnús Óskarsson
borgarlögmaöur.
A „En hver nennir að lesa um „endurtekn-
ingar, sem merla mýrartýru óraunveru-
leikans”, álit Jóns Gíslasonar á „leikni . . . í
ritleikni” eða það sem hann kallar misheppn-
aðar framfarir. . .”