Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Side 28
28 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGUST1983. I gærkvöldi í gærkvöldi FRÁ EÐA ÚR REYKJAVÍK Hið fyrsta sem ég heyrði í útvarpi í gær voru giefsur úr lestri Erlends Sigmundssonar é smásögu eftir August Strindberg, Brauð og ást. Ekki vakti efnið athygli mina, en lesturinn var með þeim hætti, að óöara mátti heyra að hér var prestur á ferð. Arni Böðvarsson fjallaði að þessu sinni um forsetningamar „fyrir” og „handa” i þættinum Daglegt mál. Eg var öldungis á sama máli, það er allt að þvi s jaldgæft núorðið að heyra að eitthvaö sé handa hinum eða þessum. Forsetningin „fyrir” hefur unnið stórlega á, hvort sem um er að kenna margnefndum enskum áhrif- um eöa ekki (sbr. auglýsinguna: „hreinn safi fyrir hresst fólk”). Svipuö hefur þróunin orðiö meö „frá” og „úr”, notkun hinnar fyrr- nefndu er nú mun algengari en áöur; nú segja menn varla lengur: „Eg er aö koma úr Reykjavik”, heldur „frá Reykjavík”, o.s.frv. Þetta tvennt er aðeins litið dæmi um þær breytingar sem eru að verða á islensku nútima- máli, og menn gefa almennt ekki mikinn gaum. Arni Böðvarsson hefur bent á margt í þessu sambandi undanfarin misseri. Þorsteinn Matthiasson talaði um daginn og veginn. Hann kom viða við, þó ekki of víða, eins og mörgum hættir til á þessum vettvangi. Þorsteinn flutti mál sitt áheyrilega, en margir þeir sem flytja erindi af þessu tagi mættu hafa það i huga að þeir eru að tala við hlustendur en ekki bara aö lesa fyrir þá. Féir liðir voru á dagskrá sjón- varps. lþróttaþáttarins get ég að engu, en mikill fengur var aö leikrit- inu um systurnar þrjár eftir Tchekov. Það var hér sýnt i mjög góöri finnskri útgáfu og þrátt fyrir tveggja tíma lengd varð það ekki langdregið. Leikurinn var framúr- skarandi, og var svo sem ekki við ööru að búast af hálfu Finna. Þetta er makalaus þjóð, ekki sist á leik- listarsviðinu. Finnskan er með fall- egri mólum, hörð en samt mjúk, gerólik okkar máli en þó lík því. Aherslan er t.d. á fysta atkvæði orös, eins og i islensku. Yfirleitt finnst mér finnskt sjónvarpsefni með því betra sem sést af erlendu efni. Skandinavíska 20. aldar tónlistin síöast á útvarpsdagskránni gladdi eyrað hins vegar lítt. Þetta var gleöi- snauö tónlist, enda bar siðasta tón- verkið heiti viö hæfi: Sinfonia dolorosa. Pétur Astvaldsson. Andlát Magnús Pétursson tónlistarmaöur lést 28. júli sl. Hann fæddist á Akureyri 12. febrúar 1930. Foréldrar hans vom Rósa Soffía Þorsteinsdóttir og Pétur Jónasson. Ariö 1951 lauk Magnús prófi i hljómfræði frá Tónlistarskólanum í Reykjavik. Haustið 1963 settist Magnús í söngkennaradeild Tónlistar- skólans og brautskráðist þaðan sem tónmenntakennari vorið 1965. Það sama haust hóf hann störf við Mela- skóla og starfaöi þar óslitið til dauöa- dags. Magnús samdi fjöldann ailan af dans- og sönglögum. Eftirlifandi kona hans er Ragnheiöur Hannesdóttir. Þau eignuðust tvö börn. Otför Magnúsar veröur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Kristinn K. Albertsson bakarameistari lést 28. júli sl. Hann fæddist á Húsavík 10. apríl 1927, sonur hjónanna Kristjönu Sigtryggsdóttur og Alberts Flóventssonar. Er Kristinn hafði lokið námi i bakaraiðn fluttist hann til Reykjavikur og vann þar að iðn sinni. Stofnsetti hann Alfhelmabakari árið 1959 og hin siöari ár rak hann einnig Brauð hf. ásamt fjölskyldu sinni. Kristinn var formaöur Landssam- bands bakarameistara um árabil og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Eftirlifandi eiginkona hans er Dýrleif Jónsdóttir. Eignuðust þau fjögur böm. tJtför Kristins verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag kl. 15. J6n G. Jónsaon fyrrverandi gjaldkeri, Víðimel 40 Rvik, lést 1. ágúst sl. Jón fæddist 24. janúar 1902. Hann vann mikiö aö félagsmálum, m.a. i Verk- stjórafélagi Reykjavíkur, Verkstjóra- sambandi Islands og Slysavamafélagi Islands. tJtför Jóns verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavik fimmtu- daginn 11. ágúst kl. 10.30. Friðrlk Þórður Bjarnason tollvörður, Baldursgerði 5 Keflavík, andaðist i Sjúkrahúsi Keflavíkur 7. ágúst. Guðmundur Guðmundsson frá Blómsturvöllum Stokkseyri andaðist ó Elliheimilinu Grund 7. ágúst sl. Hulda K. Lilliendahl, Birkimel 8A, lést 7. ágúst. Karl Hjálmarsson, fyrrverandi póst- og simstjóri, Hringbraut 43, andaöist laugardaginn 6. ágúst. Skúli Pálsson, Norðurtúni 6 Keflavík, lést í Landakotsspitala laugardaginn 6. ágúst. Helga Laufey Thoroddsen, Barmahliö 24, lést 29. júli. Otförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Anna Lovísa Pétursdóttir veröur jarðsungin frá Kópavogskirkju mið- vikudaginn 10. ágúst kl. 15. Halldóra Elin Halldórsdóttir, Barðavogi 9, verður jarðsungin frá Fossi’ogskirkju miðvikudaginn 10. ágústkl. 13.30. Hermann Eriendsson, Mávahlíð 32, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 10. ágúst, kl. 15. Frá utanrfkisráðuneytinu Ræðlsmaður Islands f Lagos, Dan I. Agba- koba, andaðist föstudaginn 15. júli 1983. Tilkynningar Tónleikar í IMorræna húsinu Næstkomandi laugardag kl. 17.00 stendur tslandsdeild Ung Nordisk Musik samtakanna fyrir tónleikum í Norræna húsinu. Árleg tón- listarhátíð samtakanna verður haldin í Osló í lok ágúst og gefur á laugardaginn að heyra framlag Islands á henni, auk fleiri nýrra tón- verka. Tilgangur tónleikanna er að auki sá að afla fjár til utanfarar íslensku þátttakendanna á hátíðinni. Flutt verða verk eftir Mist Þorkelsdóttur, Lárus Halldór Grímsson, Kjartan Olafsson, Hilmar Þórðarson, Hauk Tómasson, Guðna Ágústsson og Atla Ingóifsson. Fyrirlestrar um jarðfærði og myndbreytingu bergs á jarðhitasvæðum Gestafyrirlesari Jaröhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna 1983 er dr. Patrick R.L. Browne frá Auekland háskóla á Nýja Sjá-, landi. Hann mun flytja fyririestra á sal Orku- stofnunar, Grensásvegi 9, Reykjavík, dagana 8. til 11. ágúst og 16. ágúst. Fyrirlestramir hefjast kl. 9.00. Efni fyrirlestranna er sem hér segir: Mánudag 8. ágúst: Stratigraphy, structure and hydrology of some geothermal systems in New Zealand. Þriðjudag 9. ágúst: Hydrothermal minerals and temperature. Miðvikudag 10. ágúst: Hydrothermal alter- atión — recognition of permeability. Fimmtudag 11. ágúst: Geothermal systems amim&re deposits. Þriðjudag 16. ágúst: The evolution of geo- thermal systems. The boys from Chicago GRAMM hefur sent frá sér plötuna The Boys from Chicago með Þorláki Kristinssyni. Þor- láki til aðstoðar á plötunni er hljómsveitin Ikarus en í henni eru þeir Bergþór Morthens (úr Egó) á gítar, Bragi Olafsson (úr Purrki Pillnikk) á bassa og Kormákur Geirharðsson (úr Q4U) á trommur. Sérlegur gestur Þorláks á plötunni er Megas, en hann syngur fjögur af tuttugu og einu laga plötunnar. Hin 60 mínútna ianga plata skiptist nokkuð greinilega í tvö horn (eða siður). A fyrri hliðinni er söngur og kassagítarspil Þorláks en á þeirri seinni keyrir hann rokkið upp við undirleik Ikarus. öll lög og útsetningar eru eftir Þorlák, Megas og Ikarus. Upptökur á The Boys from Chicago fóru fram í Grettisgati í mars. Þess má að lokum geta að nafnið á þessari frumraun sinni sækir Þorlákur í samheitið á hinum kunnu peningamagnskenninga-hag- fræðingum en lærimeistari þeirra er hinn um- deildi Milton Friedman. Nánari upplýsingar varðandi þetta atriði fylgja plötunni. Námsdvöl á Álandseyjum Alandseyingar eru þess mjög fýsandi að fá Is- lending til námsdvalar við Lýöháskóla Alandseyja. Nokkrir Islendingar hafa verið þar við nám og borið dvölinni og kennslunni góöa sögu. I bréfi frá skólastjóranum, miklum Islandsvini og valmenni, Sten-Erik Fagerlund, skýrir hann frá því að á næsta námsári 1983—84 sé stjórn Álandseyja reiðu- búin að veita námsstyrk að upphæö 2000 finnsk mörk en kostnaður við námsdvölina í eitt ár er talinn vera 3000—3500 finnsk mörk. Styrkurinn er því allríflegur, 60—70% af heildarkostnaði. Skólinn leggur helst áherslu á listir og hand- íðir. A næsta skólaári verður lögð sérstök áhersla á leikritakynningu og leikhússtarf- semi. Allar nánari upplýsingar er að finna á skrif- stofu Norræna félagslns í Norræna húsinu. Lestunaráætlun Sambandsskipa HULL/GOOLE: GAUTABORG: Jan , 8/8 Hvassafell , 2/8 Jan .22/8 Hvassafell .16/8 Jan 5/9 Hvassafell .30/8 Jan .19/9 Hvassafell .13/9 ROTTEHDAM: KAUPMHÖFN: Jan 9/8 Hvassafell , 3/8 Jan .23/8 Hvassafell .17/8 Jan 6/9 Hvassafell .31/8 Jan .20/9 Hvassafeil .14/9 ANTWERPEN: SVENDBORG: Jan .10/8 Hvassafell , 4/8 Jan .24/8 HelgafeU .19/8 Jan 7/9 Hvassafell .18/8 Jan .21/9 HvassafeU .15/9 HAMBORG: AARHUS: Jan .12/8 Hvassafell 4/8 Jan . 26/8 Helgafell .19/8 Jan 9/9 Hvassafell .18/8 Jan .23/9 Hvassafell .15/9 HELSINKI: GLOUCESTER: Helgafell . 15/8 SkaftafeU .19/8 HelgafeU 9/9 SkaftafeU .17/9 LARVtK: HALIFAX, Hvaasafell .15/8 CANADA: Hvassafell .29/8 Skaftafell .20/8 Hvassafell 12/9 SkaftafeU .19/9 Trúnaðarbréf afhent Hannes Hafstein sendlherra afhenti hinn 2. ágúst sl. Erik Suy, framkvæmdastjóra skrif- stofu Sameinuðu þjóðanna i Genf, trúnaðar- bréf sitt sem fastafulltrúi Islands hjá alþjóða- stofnunum i Genf. íbúðir fyrir aldraða í Vík í Mýrdal Um þessar mundir er að ljúka byggingu fyrsta áfanga íbúöa fyrir aldraða í Vík í Mýr- dal. Er hér um að ræða fjórar íbúðir, en í þeim geta dvalið 5—8 manns. Byggingaraðil- ar eru Minningarsjóður Halldórs Jónssonar o.fl. og sveitarfélögin tvö í Mýrdalnum, Hvammshreppur og Dyrhólahreppur. Heildarkostnaður við þennan lokaáfanga nemur u.þ.b. 2.500.000,- kr. og af þeirri upphæð á Minningarsjóðurinn að greiða um 600.000,- kr. á þessu ári. Sjóðurinn hefur engar tekjur aðrar en gjafir velunnara þessa mál- efnis. Hefur stjórn hans því afráðið að efna til almennrar fjársöfnunar til að sjóðnum verði gert kleift að standa við skuldbindingar sínar. Hafa í því sambandi verið sendir út gíróseðlar til Mýrdælinga, Austur-Eyfellinga og þeirra Skaftellinga á höfuðborgarsvæðinu sem sjóðs- stjórninni er kunnugt um. Ekki er þó ólíklegt að ýmsir, sem gjaman vildu leggja þessu brýna málefni lið, hafi ekki fengið bréf frá sjóðnum. Viljum við því fá að vekja athygli á þessari söfnun hér og benda viökomandi á, að hægt er að koma framlögum til skila í öllum peningastofnunum með því að greiða með gíróseðli inn á söfnunarreikning sjóðsins, sem er hlaupareikningur nr. 1155-1 í útibúi Búnað- arbanka Islands í Vik. Þá munu frú Agústa Vigfúsdóttir, Drápuhlíð 24 Reykjavík og sr. Gísli Jónasson, Ránarbraut 7 Vík, einnig taka við gjöfum til sjóðsins. Aö lokum skal þess svo einnig getið hér að nýlega var sjóðnum afhent minningargjöf um Eyjólf Högnason frá Hvoli í Mýrdal að upphæð kr. 37.071,18. Um leið og þessi rausn- arlega gjöf og aðrar þær gjafir sem sjóðnum hafa undanfariö borist eru þakkaðar viljum við einnig fá að nota tækifæri til að þakka allar þær gjafir, sem sjóðnum berast í þeirri söfnun sem nú er að hef jast. F.h. Minningarsjóðs Halldórs Jónssonar o.fl., Einar Oddsson, Gisli Jónasson. Ert þú undir áhrifum LYFJA? Lyf sem hafa áhrif á athyglisgáfu og viðbragðsflýti eru merkt með RAUÐUM VIÐVORUNAR-—, ÞRlHYRNINGI tí^SHW1 Ferðalög Sumarleyfisferðir Ferðafé- lagsins: 1. 12,—17. ágúst (8 dagar); Landrnannalaug- ar—Þórsmörk. Uppselt. 2. 12,—21. ágúst (9dagar): Egilsstaðir—Snæ- fell—Kverkfjöll—Jökulsárgljúfur—Sprengisand- ur. Gist í tjöldum/húsum. 3. 18.—21. ágúst (4 dagar): Núpsstaðaskóg- ur—Grænalón. Gist í tjöldum. 4. 18.—22. ágúst (5 dagar): Hörðudalur—Hít- ardalur—Þórarinsdalur. Gönguferð með við- leguútbúnað. 5. 27,—30. ágúst (4 dagar): Norður fyrir Hofs- jökul. Gist í húsum. Upplýsingar um ferðirnar á skrifstofu F.I., Öldugötu3,s. 19533 ogll798. Ferðafélag íslands. Útivistarferðir Mlðvlkudagur 10. ágúst, kl. 20: Kvöldganga út í blálun. Verð kr. 150,- frítt f. böm. Létt ferð fýrir alla. Brottför frá bensínsölu BSI. SJá- umst. 80 ára veröur á morgun, mlöviku- daginn 10. ágúst, frú Ingibjörg Slguróardóttír fró Neakaupstaö. Eigin- maður hennar er Eyþór Þóröarson kennari. A afmælisdaginn tekur hún á móti gestum sínum á heimili dóttur þeirra hjóna og tengdasonar á Hliðar- vegi2íKópavogi. Bella Ertu alveg viss um, að þú hafir ekki misst linsuna á gólfið, þegar viö vorum aö dansa? VEITINGAMENN — MÖTUNEYTISSTJÓRAR Til sölu er Vollrath hitaborð, 4ra hólfa, ásamt 25—30 stálbökk- um, Bjorn-Varimixer, 60 1 hrærivél ásamt grænmetiskvörn, Dagard kæliklefi, 2200 1. og Meiko uppþvottavél. Upplýsingar í síma 10312. RAFSUÐUKAPLAR MED ÁL- EÐA KOPARLEIÐURUM, einnig rafsuðutangir, hjálmar, kúplingar og fleira til rafsuðu, öryggis- og hlífðarbúnaður ýmiss konar. FJALAR HF. Ægisgötu 7, Reykjavik, simar 17975 og 17976.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.