Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Side 26
26
DV. MANUDAGUR 29. AGUST1983.
íþróttir
íþróttir
íþrótt
íþróttir
M
0 Brad Miley.
Miley
byrjaður að
þjálfa
Keflvíkinga
Körfuknattleikskappinn Brad
Miley, fyrrum leikmaöur Keflvík-
inga, er kominn til Kefiavikur.
Miley mun þjáifa Keflavíkurliöið í
vetur, en hann má ekki ieika með
því þar sem bann hefur verið sett á
erlenda leikmenn. Keflvíkingar
hafa orðið fyrir bióðtöku þar sem
Axel Nikulásson hefur ákveðið að
fara til Bandarikjanna til náms og
hann mun einnig leika körfuknatt-
leik þar.
-SOS
Tapí
Finnlandi
Íslenska kvennalandsliðið í
knattspyrnu mátti þola tap 0:3
gegn Finnum í Finnlandi. Finnsku
stúlkurnar fengu óskabyrjun er
þær skoruðu mark eftir aðeins 120
sekúndur og þar með voru þær
búnar aö taka leikinn í sínar
hendur.
Þórsstúlk-
urnar lögðu
Hött að velli
Þórsstúlkurnar frá Akureyri
tryggðu sér sigur í 2. deildarkeppni
kvenna í knattspyrnu þegar þær
unnu Hött frá Egilsstiiðum 2:0 í úr-
slitaleik. Þór og Höttur höfðu áður
tryggt sér rétt til að leika í 1. deild.
ísafjörður og FH þurfa að ieika
aukaleik um sæti í 1. deild en
ákveðið hefur verið að fjölga um
tvö lið í deildinni. Þau verða því
átta næsta keppnistímabii.
-SOS
Eins og markvörður
Coventry væri með
fjórar hendur...
— þegar Coventry vann Watford 3:2
Hollendingurinn Arnold Miihren átti stórgóðan leik með
Manchester United þegar bikarmeistararnir léku á als
oddi og unnu öruggan sigur, 3:1, yfir nýliðunum QPR á
Old Trafford. Miihren stjórnaði leik liðsins og þá skoraði
hann tvö mörk. United var búið að senda knöttinn tvisvar
í netiö hjá Lundúnaliðinu eftir aðeins 17 mín. Miihren
skoraði á 10. mín. — úr vítaspyrnu sem Mike Duxbury
fiskaði, og síöan skoraði Frank Stapleton glæsilegt mark
með skalla.
Ray Wilkins átti allan heiðurinn af
markinu því að snilldarsending hans
rataði rétta leið. Stapleton skoraði meö
skalla af sex metra færi og átti Peter
Hucker, markvöröur QPR, ekki mögu-
leika á að verja. Gestirnir gáfust ekki
upp og Clive Allan náði að minnka
muninn í 2:1 meö fallegu marki á 55.
mín., en síðan kom það í hlut Miihrens
að innsigla sigur United.
Það er greinilegt að United verður
sterkt í vetur og þegar Remi Moses
byrjar að leika að nýju á miðjunni
veröur leikur liösins mun beittari.
230 handteknir
í London
Táningurinn Tony Cottee var á skot-
skónum þegar West Ham vann stórsig-
ur, 4:0, yfir Birmingham á Upton Park
í London. Þessi smávaxni leikmaður
skoraði tvö mörk en hin mörkin
skoruðu þeir Alvin Martin og Dave
Swindiehurst.
Áhangendur Birmingham voru ekki
ánægðir með leik sinna manna sem
áttu aldrei möguleika gegn „Hamm-
ers”. Lögreglan þurfti að handtaka 230
stuðningsmenn Birmingham — fyrir
skrílslæti.
Tvö sjálfsmörk
Watford
Bobby Gould, framkvæmdastjóri
Coventry, brosti breitt eftir að
strákarnir hans höfðu lagt Watford að
velli, 3:2, í London. Þeir fengu góða
hjálp leikmanna Lundúnaliðsins því aö
þeir Ian Bolton og Pat Rice skoruðu
sjálfsmörk og komu Coventry á
bragðið, 0:2. Bolton skoraöi eftir
aðeins 9 mín. — sendi knöttinn í eigið
net, eftir skot frá Terry Gibson, og
síðan skoraöi Pat Rice með skoti af 30
m færi á 55. mín. John Barnes minnk-
aöi muninn í 1:2 á 60. mín. en það dugði
skammt. Terry Gibson, sem Coventry
keypti frá Tottenham, skoraöi 1:3 áður
en varamaðurinn David Johnson
skoraði fyrir heimamenn 2:3 á 89 mín.
Hinn ungi markvörður Coventry,
Enska
knattspyrnan
Perry Suckling, sýndi snilldarmark-
vörslu og það var oft eins og hann væri
með fjórar hendur. Gary Daly átti
góðan leik á miðjunni og var nær búinn
aðskora tvö mörk.
Markaflóð
á Villa Park
Já, það var sannkallaö markaregn á
Villa Park, þar sem leikmenn Aston
Villa lögöu WBA að velli 4:3 í f jörugum
leik. Romeo Zondervan skoraði fyrsta
mark leiksins — 0:1 fyrir Albion á 5.
mín., en Alan Evans jafnaði fyrir
heimamenn og síðan kom Reymond
Walker þeim yfir 2:1. Gery Thompson
jafnaði 2:2. Gary Shaw skoraöi 3:2, en
fyrir leikhlé jafnaöi Cyrille Regis 3:3
fyrir Albion. Það var svo Brendan
Ormsby sem tryggði Aston Villa sigur í
seinni hálfleik. Tony Barton, fram-
kvæmdastjóri Villa, var að sjálfsögðu
ánægður með sigurinn. Hann sagðist
þó ekki hafa átt von á aö sínir menn
þyrftu að skora fjögur mörk til að
sigra.
Þrenna hjá
Christie
Trevor Christie hjá Notts County
varð fyrstur til aö skora þrjú mörk í
leik. Hann vann það afrek þegar
County vann góðan sigur, 4:0, yfir
Leicester á Filbert Street. Það var
Martin O’Neill sem skoraöi fyrsta
mark leiksins — í sínum fyrsta leik
fyrir County.
• Peter Shilton bjargaði Dýrlingun-
um frá Southampton frá tapi á City
Ground, þar sem hann lék gegn sínum
gömlu félögum hjá Nottingham
Forest. Danny Wallace skoraði eina
mark leiksins — 1:0 fyrir Southampt-
on. Nær allan seinni hálfleikinn sóttu
leikmenn Forest að marki Dýrling-
anna en Shilton var fastur fyrir og
varði hvað eftir annað mjög glæsilega.
• Graeme Sharp tryggöi Everton
sigur, 1:0, yfir Stoke á Goodison Park.
• Keith Bertschin skoraði fyrir Nor-
wich á Roker Park í Sunderland, en
Colin West jafnaði fyrir heimamenn,
1:1.
Tottenham
fékk skell
Leikmenn Tottenham sóttu ekki gull
í greipar leikmanna Ipswich á Port-
man Road. Ipswich-liðið, sem hefur
misst fjóra snjalla leikmenn undanfar-
in ár — Mike Mills, Amold Muhren,
Frans Thijssen og Alan Brazil — vann
3:1. Glenn Hoddle og Mike Hazard
fengu nóg að gera á miðjunni þar sem
þeir þurftu að taka á öllu sem þeir áttu
til að verjast ágengni leikmanna Ips-
wich. Eric Gates, sem lék að nýju með
Ipswich eftir meiösli — hefur ekki
leikið síðan í janúar, átti frábært
„come-back” og skoraði hann tvö
mörk — á 37. mín. og 47. mín., en Paul
Mariner skoraði þriðja markið á 89.
mín. Steve Archibald, sem var klaufi
að skora ekki þrjú mörk í leiknum,
skoraöi mark Tottenham á 55. mín.
-SOS.
PjTrevor Christie — fyrstur tll að
skora þrennu.
Skólaritvélar
Olympla ritvélarnar eru allt í senn
skóla-, ferða- og heimilisritvélar. Ódýrar og
fáanlegar í mörgum gerðum.
CarinaS áreiðanleg vél, búin mörgum
vinnslum sem aðeins eru á stœrri ritvélum.
Trave]lerdeLuxe fyrirferðaiítn
og léttbyggð vél sem þolir auðveldlega hnjask
og ferðalög.
Regma C rafritvél með leiðréttingar-
búnaði. Fisléttur ásláttur auk annarra kosta
stórra skrifstofuritvéla þótt Regina sé
bœði minni og ódýrari.
Leitið nánari upplýsinga
KJARAIVI
ÁRMULI 22 - REYKJAVÍK - SÍMI 83022
mmm
Arnold Miihren — skoraði tvö mörk
fyrir United.
URSLIT
Urslit urðu þessi í ensku knattspym-
unni á laugardaginn:
1. DEILD:
Arsenal-Luton 2—1
Aston Villa-WBA 4—3
Everton-Stoke 1—0
Ipswich-Tottenham 3—1
Leicester-Notts C. 0—4
Man. Utd.-QPR 3—1
Nott. For.-Southampton 0—1
Sunderland-Norwich 1-1
Watford-Coventry 2—3
West Ham-Birmingham 4—0
Wolves-Liverpool 1—1
2. DEILD:
Barnsley-Fulham 3—0
Blackburn-Huddersfield 2—2
Carlisle-Cambridge 0—0
Charlton-Cardiff 2—0
Chelsea-Derby 5—0
C. Palace-Man. City 0-2
Grimsby-Shrewsbury 1—1
Leeds-Newcastle 0—1
Oldham-Brighton 1-0
Portsmouth-Middlesb. 0—1
Swansea-Sheff. Wed 0—1
3. DEILD:
Bolton-Wimbledon 2—0
Bournemouth-Preston 0—1
Brentford-Mill wall 2—2
Exeter-Walsall 0—1
Hull-Burnley 4—1
Newport-Bristol R. 2—1
Orient-Bradford 2—0
Oxford-Lincoln 3—0
Plymouth-Wigan 0—0
Port Vale-Scunthorpe 0-0
Sheff. Utd.-Gillingham 4—0
Southend-Rotherham 2—2
4.DEILD:
Aldershot-Hereford 1-4
Blackpooi-Reading 1-0
Bristol C.-Mansfield 4—0
Chester-Northampton 1—1
Chesterfield-Swindon 1—0
Dariington-Coichester 0—2
Doncaster-Wrexham 3—0
Halifax-Torquay 2—2
Petersborough-Hartlepool 3—1
Rochdale-Crewe 1—0
Stockport-York 0-2
Tranmere-Bury 1—1
íþróttir