Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 16
16 • DV. ÞRIÐJUDAGUR13. SEPTEMBER1983: Spurningin Finnst þér að f æra ætti skoðun bif reiða frá Bif reiðaeftirlitinu til einkaaðila? Hildigunnur Friðjónsdóttir húsmóðlr: Já, og ég tel að þá gengi fljótar að fái bílinn skoöaðan. Unnur Gréta Ketilsdóttir húsmóðir: Eg hef bara ekki hugsað út i það, ann- ars tel ég að hún væri betur komin hjá bifreiöaverkstæðum. Ragnar Sigurjónsson sjómaður (Hvammstanga).: Já, það á aö gera, bílarnir yröu athugaðir betur ef verk- stæðin fengj u að gera þetta. Ásta Möller hjúkrunarfræðingur: Já, að sjálfsögðu, ég tel að þeir sem reka verkstæðin geti gert þetta alveg eins vel og fljótar en málum verður að haga svo að þeir beri ábyrgð á því sem þeir; gera. Sigurjón Einarsson húsasmlður: Nei.j Ég er hræddur um að það yröi erfittí þegar bílar eru hálfónýtir hjá fólki ogi peningamálin fara að spila inn í þá held ég að verkstæðunum sé vart treystandi. Björn Sveinbjörnsson, starfsm. Iðn-j tæknistofnunar: Alveg spuminga- laust, það myndi auðvelda aUa af-, greiðslu. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur LÖGREGLANí ÓLAFSVÍK SKAUT HUND- INN MINN — og mér sárnar það m jög Einar Þór Einarsson, HeUisbraut 13, HeUissandi, skrifar: j Fimmtudaginn 1. september skaut llögreglan í Ólafsvík hundinn minn án nokkurrar ástæðu. Forsaga þessa voðaverks er sú, að við eigendurnir týndum honum á há- degi þennan fimmtudag. Hann hafði farið í næsta þorp, Ólafsvík, en þar var tík á lóöaríi sem nokkrum sinnum hafði verið komiö með tU HeUissands. Síðdegis þennan dag mun hafa verið hringt tU lögreglunnar í Olafsvík og henni tjáð aö hundur væri laus þar í j bænum. Síöar um kvöldið, um kL 21, var aftur hringt til lögreglunnar og sagt að hundur hefði bitið dreng. Fór þá lög- reglan af staö, sá hundinn minn og var hann umsvifalaust tekinn í bU lögregl- unnar og skotinn, síðan hent beint á haugana. Viö eigendumir vissum ekkert um þetta og leituðum hundsins allan fimmtudaginn, föstudag og laugardag. Við þorðum aUs ekki aö hringja í lög- regluna vegna þess að við vorum svo hrædd um aö hún myndi taka hann og skjóta enda varð sú raunin á. Við vor- um minnug þess að fyrir um það bil ári höfðu þeir lokkað tU sín lítinn hvolp og skotið hann strax. En á laugardeginum vorum við orðin úrkula vonar um aö finna hundinn svo við hringdum í lög- regluna. Þeir þóttust ekki hafa séð hann. Stuttu seinna hringdu þeir þó og sögöust hafa skotið stóran gulan hund, mjög líkan labrador. Sögðu þeir að hann hefði bitið dreng svo þurft hefði að flytja hann tU læknis. Einnig að hundurinn hefði verið aö hræða börn á gæsluveUinum. En sannleikurinn er sá að hundur- „Hundurínn minn var vinsællaf öllum sem umgengusthann,"skrifar Einar Þór Einarsson, Heiiissandi. inn var aldrei á gæsluveUinum og hræddi þar af leiðandi engan þar. Það var heldur aldrei farið meö drenginn til læknis. Við höfum fjölda vitna sem hafa séð hendur drengsins og geta vott- að að þar voru engin för, hvorki eftir bit né glefs. Höfum við undir höndum myndir sem sanna þetta. Enda hafði engin kæra borist frá foreldrum drengsins sem átti aö hafa verið bitinn. Eg er afskaplega sár yfir þessum atburði. Hundinn hafði ég átt í sjö ár og bæði mér og öllum sem umgengust hann þótti mjög vænt um hann. Þetta var í fyrsta skipti í árin sjö sem hann komst í hendur lögreglu enda hafði hann aldrei gert neinum eitt né neitt. Aö lokum vil ég geta þess að málinu er ekki lokið því ég ætla að kæra lög- regluna fýrir verknaðinn. DV hafði samband við lögregluna í Olafsvík sem staðfesti að kæra hefði borist en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. AÐ BYRJA Á ÖFUGUM ENDA — f rystihús nauðsynlegra en banki á Raufarhöfn Garðar Björgvinsson, útgerðar- ' maður á Raufarhöfn, skrifar: , Um þessar mundir er verið að byggja sjálfstæðan banka á Raufarhöfn ásamt einbýlishúsi fyrir bankastjóra með til- heyrandi húllum-hæi. Hús þessi eru gerð úr steineining- um, aðfluttum, sem settar eru upp af aðkomumönnum í nætur- og helgidaga- vinnu. Það er Landsbanki Islands sem stendur fyrir þessum framkvæmdum. En ég kalla þaö aö byrja á öfugum enda að hef ja rekstur banka í þorpinu á undan byggingu nýs f rystihúss. Á Raufarhöfn er frystihúsið Jökull. Það er gamalt og fyrir löngu úrelt enda rekið á framlengdum undanþágum. Þar eyðileggst hráefni í allstórum stíl vegna alls ófullnægjandi aöstæðna. Tel ég rekstur frystihúsa sem Jökuls allhættulegan þjóðarhag því gæða- stimpill á fiskafurðum, seldum erlend- is, mun nú vera okkar eina hálmstrá í harðnandi samkeppni á þessu sviði. Þess skal getið að þrátt fyrir alls óviðunandi ástand frystihússins og heilsuspillandi aðstæður hefúr fisk- vinnslufólk á Raufarhöfn hlotið viður- kenningar fyrir góða vinnu og vandaða vöru. Þetta fólk á skilið að fá mann- sæmandi vinnuaðstöðu. Skreiðarverkun Jökuls er fram- kvæmd í ryðguðum bárujámsskúrum, sem komnir eru að falli og gætu reynst fólki hættulegir í miklum stormi. Eg stórefa að þeir menn sem standa fyrir þessari bankabyggingu á Raufarhöfn séu með öllum mjalla, ef þeir hugsa Frá Raufarhöfn. sér að grundvalla rekstur bankans á ónýtu frystihúsi og ryðguðum báru- járnsskúrum. Lífsbarátta er hörð á Raufarhöfn. Eg tala af reynslu því ég hefi saman- burð. Vörur em dýrari en annars stað- ar þekkist og orka til húshitunar fjár- frek á löngum vetrum. Jöfnun á húshit- unarkostnaöi var lofaö fyrir seinustu alþingiskosningar, af öllum flokkum nema Bandalagi jafnaðarmanna, ef ég man rétt, en allir kannast við efndirn- aráþvísemööru. Á Raufarhöfn er starfrækt bankaaf- greiðsla í tengslum við Landsbankann á Akureyri. Hefur svo verið um nokk- urra ára skeið og gefist vel, enda stendur fyrir henni traustur maður á staðnum, sem þekkir fólkið og allar að- stæður. Sé ég engra breytinga þörf þar á. Eg geri mér Ijóst að Landsbankinn er sjálfstæð stofnun, en við erum ein þjóð, Islendingar, og allir vita hve er - lendar skuldir em miklar á hvert höfuð í landinu. Höfum við efni á eða leyfi til að haga okkur eins og fífl í fjármál- um? BEIÐISIM- ANUM í 38 MÍNÚTUR Heimir Gíslason, Drangsnesi, hrbigdi: Eg var að reyna að ná sambandi við Bílaborg — varahlutaafgreiðsluna. Stúlkan á skiptiborðinu bað mig að bíða og þaö gerði ég — frá kl. 13.22—14. Þá voru liðnar 38 mínútúr og þolin- mæði mín gjörsamlega þrotin. Mér datt þá í hug að kvarta við ykkur. Þeir hjá Bílaborg tóku að vísu númerið mitt og ætla aö hringja í mig seinna, blessaöir vinimir! En ég held þeir séu alltof fáliðaðir i varahlutaafgreiðslunni. Þetta er að vísu ekki í fyrsta sinn sem ég verð var viö það. Mazda eru einhverjir mest seldu bílar landsins — og þeir verða að fjölga starfsfólki í varahlutaþjónust- unni í samræmi við það. Það er svekkjandi að þurfa aö biöa lengi i simanum hringt e r milli landshluta. — ekki sist þegar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.