Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Qupperneq 32
hverri viku 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1983. Fór út af veginum og hrapaði 70 metra: KRAFTAVERK AÐ SLEPPA UFANDI „Þaö er ekkert annaö en krafta- verk aö ég skuli hafa sloppið lifandi út úr þessu,” sagöi Valdimar V. Jónsson verkstjóri á Höfn í Homa- firöi, en bíll sem hann var í fór út af veginum í Kambaskriðum austan viö Breiödalsvik í fyrrakvöld og valt niður skriðumar og hafnaði nær 70 metrum fyrir neðan veginn. „Ég er vanur því aö vera í bíl- — segir bílst jórinn, Valdimar V. Jónsson belti en af einhverjum ástæöum setti ég þau ekki á mig núna. Ef ég heföi gert þaö væri ég ekki til frásagnar hér,” sagöi Valdimar. ,,Eg kastaðist út úr bíinum á miðri leið og þaö var mér til lífs. Eg rúllaði eitthvað um í grjótinu en slapp viö alvarleg meiösli. Eg er óbrotinn en mikiö marinn og blár.” Valdimar var einn í bilnum þegar óhappiö varö. Þar sem hann fór út- af er hættuleg, kröpp beygja á veginum og er hún ómerkt. Bíllinn stöövaðist 60 tii 70 metrum fyrir neöan veginn, en haliinn þama niður skriðumar er um 70 gráöur. Er billinn gjörónýtur eftir feröina niöur f jalliö. Valdimar gat einhvern veginn komist upp skriðumar og upp á veginn. Þar kom fljótlega að Taunus-bíll frá Neskaupstað og í honum tveir menn. „Þeir sáu mig þarna á veginum og stöövuöu bílinn en þegar ég kom aö honum óku þeir í brott án þess aö yrða á mig,” sagöi Valdimar. Varö hann því aö staulast eftir veginum að næsta bæ, Snæhvammi, sem er um 3 km frá slysstaönum. Þar fékk hann aöhlynningu en hann er nú kominn heim til sín á Höfn í Hornafirði. -klp-/Sigst. Melsteð Breiödalsvik. Bruðlað með utanferðir opinberra starfsmanna: „NÆGIR OFT AÐ SENDA BORÐFÁNA” — segir Pétur Einarsson flugmálastjórí Þaö er álit flugmálastjóra aö draga megi verulega úr utanferöum opin- berra starfsmanna án þess aö þaö komi aö sök. Sjálfur hefur hann fækkaö utanferðum starfsmanna Flugmála- stjórnar um helming frá því hann tók viö embætti. ,4slenska ríkiö tekur þátt í allt of mörgum alþjóölegum ráöstefnum og stundum viröist mér eins og við séum að rembast viö að vera ekki minni en meginlandsþjóöirnar á því sviði,” sagöi Pétur Einarsson flugmáiastjóri í samtali við DV. „Viö megum ekki gleyma því aö önnur lönd hafa sam- eiginleg landamæri og því kostnaðar- minna aö feröast á milli. Sérstaöa okkar er mikil vegna fjarlægöa og er mér ekki grunlaust um aö oft myndi gera sama gagn aö senda boröfána á alþjóölegar ráöstefnur.” Flugmálastjóri sagöi að yfirleitt væri þarflaust aö senda fleirí en tvo á sömu ráðstefnuna, 5—10 manna sendi- nefndir væru bruöl — og hvaö þá alla leið til Indlands. Sér hefði fundist sem opinberir embættismenn litu oft á ut- anferðir og ráöstefnusetur sem nokk- urs konar launauppbót og væri þar aö sjálfsögðu um mikinn misskilning aö ræöa. Einnig væri ljóst aö ráð- stefnugarpar ynnu ekki störf sín hér heima á meðan þeir væru erlendis, nokkrir dagar færu í undirbúning og jafnvel jafnmargir dagar í það aö koma sér heim. I raun og veru eru þaö aöeins þrír ís- lenskir aöilar sem nauðsynlega verða að taka þátt í reglubundnu alþjóða- samstarfi en þaö eru, eöli málsins samkvæmt, utanríkisþjónustan, Póstur og sími, vegna fjarskiptamála, og svo Flugmálastjórn,” sagöi Pétur Einarsson. „A þessum sviöum gilda engin landamæri.” -EIR. Föstudagur er mesti annadagur Mjólkursamsölunnar. t morgun voru pökkunarvélarnar hins vegar hreyfingar- iausar. Engin mjólk fór í fernur. DV-mynd: Einar Ölason. C— ,v * | ^ l\ 1 MJÓLKURSKORTUR — m jolkurfræðingar tilkynntu vinnustöðvun um óákveðinn tíma með hálfs sólarhrings fyrirvara Mjólk mun skorta í verslunum á Reykjavíkursvæðinu, Suðurnesjum og Vestmannaeyjum þegar h'ða fer á dag- inn vegna verkfalls átta mjólkur- fræöinga hjá Mjólkursamsölunni. Verkfalhö hófst í morgun. Mjólkur- fræðingar tilkynntu vinnustöövunina klukkan 17:30 í gær. Þeir krefjast þess að mjólkurfræöingar leysi af annan mjólkurfræðing á rannsóknarstofu en hann er farinn er í sumarfrí. Þeir segja aö óiönlært fólk gegni afleysing- arstarfinu á rannsóknarstofunni. Forstjóri Mjólkursamsölunnar, Guðlaugur Björgvinsson, sagði í morgun aö verkfahiö væri ólöglegt. „Við erum aö skoða okkar rétt í máhnu og sjá hvaö við getum gert,” sagði Guðlaugur. „Viö munum að sjáifsögöu reyna allt til að koma í veg fyrir að fyrirtækið og neytendur skaöist af þessari lög- leysu,”sagði hann. Skömmu fyrir klukkan tíu í morgun komu fulltrúar mjólkurfræöinga og Mjólkursamsölunnar saman til fundar. Einn verkfahsmanna sagði í morgun að þeir myndu ekki mæta til vjnnu á ný f yrr en deilan væri leyst. -KMU. Skyldi nokkur taka eftir því þótt borðfánar komi í stað annarra fána? VEXTIRNIR EINIR FJÓRIR MILUARDAR Afborganir ogvextiraf erlendum lánum taka 15% þjóðarteknanna: Afborganir og vextir af lánum sem við skuldum til langs tíma erlendis veröa 7,1 miUjaröur króna á þessu ári og nálægt 7,5 milljörðum á næsta ári, reiknað á núverandi gengi krón- unnar. Um 15% af þjóðartekjum okkar fara til þess aö borga þetta. Vextirnir einir eru meira en heimingurinn af þessum greiöslum, um 3,9 mhljarðar i ár og rúmlega 4 miUjaröar á næsta ári. I þá eina þurfum viö aö nota 8% af þjóöartekj- unum. 1 þeim drögum að lánsfjárlögum ríkisins fyrir 1984 sem til umræöu hafa veriö, er ekki reiknaö meö nema fjögurra mUljarða lántökum aUs á næsta ári, þar af ekki hærri lántökum erlendis en sem svara tU afborgana af eldri erlendum lánum. Helst þó lægri nýjum erlendum lánum og hærri innlendum lánum í staðinn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem DV hefur frá fjármálaráöuneyt- inu og Seðlabankanum er mjög tor- velt að standa við þetta markmið vegna ýmissa eldri skuldbindinga og gífurlegs þrýstings af hálfu þeirra sem standa fyrir hvers konar fram- kvæmdum. Erlend lán eru hins vegar oröin svo há að núna, þegar þjóðarframleiðsla hefur minnkað og þjóðartekjur hafa þar með lækkað, svara þessi lán til nærri 60% af þjóðartekjum ársins. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.