Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Side 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur AÐVENTU- KRANSINN BAKAÐUR er kransinn kældur, kertunum komiö fyrir og hann skreyttur meö boröum. ______-APH Jólaglögg: Yljar um hjarta- ræturnar Aö drekka glögg á tyllidögum fyrir jól er siöur sem færst hefur nokkuö í vöxt hérlendis seinustu ár og virðist leggjast vel í landsmenn. Þessi siöur hefur veriö lengi viö lýöi hjá frændum okkar í Skandinavíu. Heyrst hefur að upphaflega hafi hann oröiö til vegna vínafganga sem eftir voru eftir jólin. Tóku menn það ráö að safna saman öllum afgöngum í einn pott og settu einnig eilítiö af jólakryddi út í sem til var í húsinu. Þetta var drykkur sem þótti velgja vel í norrænum vetrar- hörkum. Síöar hefur þessi siður færst aöeins til og nú er venjan aö dreypa á glöggi fyrir jól. Þaö eru til margar aðferðir viö aö búa til þennan drykk. Nú er til í mörgum verslunum tilbúin krydd- blanda, sem blandaö er saman viö rauðvínið. Þetta gerir þaö auðveld- ara aö búa til glögg. En aö búa til glögg sjálfur getur tæplega talist flókiö verk og þaö getur einnig gert þennan siö mun skemmtilegri. Hér á eftir kemur ein uppskrift aö glöggi, en þaö er ekkert sem mælir á móti því aö menn prófi sig áfram og geri glögg sem þeim þykir best. Þaö er aldrei of seint aö búa til aö- ventukransinn. Til eru margar aö- ferðir til aö búa þá til. Við rákumst á þessa aöferö í dönsku blaði og er hún nokkuð frábrugöin hinum heföbundnu aðferðum. En þessi aöferð er fólgin í því aö baka kransinn. l/21mjólk 50 g ger 1/2 tsk. salt ll/2dlsykur 1 tsk. kard Imommudropar 100 g smjör 850 g hveiti Spéspeglar Penslaö meö hræröu eggi og skreytt meösykri. Ef notaö er pressuger þarf aö leysa þaö upp í volgri mjólkinni og síöan er saltinu, sykrinum og kardi- mommudropunum bætt út í. Bræddu smjörinu er síöan bætt út í og hveit- inu smátt og smátt blandaö saman við. Deigiö á aö vera þaö mjúkt aö þaö sé auðvelt að flétta þaö. Eftir aö hafa hnoðað deigið vel saman er því skipt íþrjá jafnahlutasemerrúllaö upp í aflangar lengjur. Lengjumar eru síðan fléttaðar saman eins og amma gamla geröi viö flétturnar í hárinu. Eftir aö hfa búiö til myndarlega fléttu er búinn til hringur eða kransinn. Hann er síðan látinn lyftast í einn tíma undir viskustykki. Aö því loknu er krans- inn penslaöur meö eggi og sykri stráð yfir. Hann er svo bakaður í ofni í 15—20 minútur við 225°C hita. Síðan Vinsamlegast ATHUGIÐ Vegna ofurálags á auglýsingadeild og íprentsmiðju nú í desember vi/jum við biðja ykkur um að panta auglýsingar og skila handritum, myndum og filmum fyrr en nú L OKA SKiL fyrir stærrí auglýsingar: VEGNA MÁNUDAGA fyrirkl. 17 fimmtudaga, VEGNA ÞRIÐJUDAGA fyrirki. 17 föstudaga, VEGNA MIÐVIKUDAGA fyrirkl. 17 mánudaga, VEGNA FIMMTUDAGA fyrirkl. 17. þriðjudaga, VEGNA FÖSTUDAGA fyrir kl. 17 miðvikudaga, VEGNA HELGARBLAÐS I fyrirkl. 17 fimmtudaga, VEGNA HELGARBLAÐS II fsem er eina fjórlitablaðið) fyrirkl. 17 föstudaga, næstu viku á undan. Auka/itir eru dagbundnir. Með jólakveðju. Auglýsingadeild LSÍÐUMÚLA 33, REYKJAVÍK SÍMI91 27022. J varhugaverðir Þaö eru margvísleg erindin sem neytendur koma meö til okkar. Mest ber á kvörtunum yfir slælegri þjónustu eöa vörusvikum aö mati neytenda. Fæst þessara mála komast hér á síöur blaðsins, vandamálin leysast mjög oft áður en til birtingar kemur. Rétt er aö taka fram aö erindi jákvæös eölis ber- ast einnig hingaö. Eitt hefur okkur borist til eyma af nokkrum aöilum sem athugandi er aö benda neytendum á. Segjum viö aðeins frá þessu til varnaðar, ekki til aö hengja bakara fyrir smiö. Okkar heimildarmenn telja fullreynt aö í sumum fataverslunum, í búnings- klefum, til dæmis þar sem viðskipta- menn máta fatnað, séu spéspeglar. I þeim speglum birtist spegilmynd viöskiptavina „íturvaxnari og grennri” en efni standi til. Þar af leiöandi veröi viðskiptavinurinn hæstánægður með flíkina sem hann mátar og sjálfan sig. En dapur raunvemleikinn birtist svo þegar heim er komiö og mátaö er aftur og litið í heimilisspegilinn. „Sölutrikk” af þessu tagi, ef þau viðgangast, eru hvimleið, vægast sagt. Hafi neytendur grun um aö þeir hafi „lést” um nokkur kíló í innkaupa- leiðangrinum er rétt aö hafa þann var- ann á aö geta skilað fatnaöinum næsta dag. Yfirleitt er þeirri málaleitan vel tekið í fataverslunum. -ÞG Orkusparnaður: Lán veitt til endurbóta húsa I seinasta fréttabréfi sem Orku- stofnun lét frá sér fara er bent á aö tvær leiöir séu til til að minnka greiöslubyröar húseigenda vegna sí- hækkandi orkukostnaðar. önnur leiðin er aö niöurgreiöa orkuna en hin aðgerðir sem miöa aö því aö minnka orkunotkunina. Seinni leiöin er talin vera skynsamlegri vegna þess aö sú fyrri er einungis skamm- tímalausn. Aögeröir sem hafa í för með sér orkuspamað hafa hins veg- ar langtímaáhrif. I könnun er gerð hefur veriö á ástandi húsa hérlendis kemur í ljós aö mörgu er ábótavant hvaö varöar ein- angrun húsa. Þaö eru margar leiöir sem húseigendur geta valiö til að minnka orkukostnaðinn og sem hafa tiltölulega lítinn kostnað í för meö sér. Húsnæðisstofnun ríkisins veitir lán til endurbóta á húsum. Og ættu sem flestir sem hyggja á endurbætur aö kynna sér þessi lán nánar. Umsóknum um slík lán ber að skila fyrir 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. októberárhvert. -APH Glögg 3 flöskur rauðvín 2 stk. heilar kanelstangir 6—7 heilir negulnaglar 1 msk. kardimommudropar 11/2 dl sykur börkur af sítrónu 1— 11/2 di koníak, viskí, vodka efta annar spíri 3 dl púrtvín efta svipaft vín lOOgmöndlur 2— 3 dl rúsínur Hitið upp hálfa flösku af rauðvíni í litlum potti og látið í kanel, negulnaglana, kardimommudropana, sítrónubörkinn (niöur rifinn) og sykurinn og látið þetta standa og trekkja í minnst einn tíma. Síöan er þetta síaö í stóran pott og rúsínunum bætt út í. Þaö fer vel á því að gera þetta í tæka tíö. Síöar er niðursöxuöum möndlunum bætt út í og afganginum af víninu. Síðan er allt hitaö upp aö suöumarki. Þaö má alls ekki sjóöa því þá gufar spírinn upp. Aö þessu loknu er drykkurinn tilbúinn og hann borinn fram í glösum með skeið í til aö hægt sé aö fiska upp möndlurnar og rúsínumar. Þessi uppskrift ætti aö duga 10—12 gestum en þaö fer einnig eftir því hversu sólgnir þeir eru í drykkinn. Þaö vínmagn sem ráðlagt er aö nota er ekki svo nákvæmt. Þaö er undir hverjum komið hversu mikið er notaö. Mikilvægast er að „uppistaöan” sé notuö, þ.e. rauövín, negulnaglar, kanill, kardimommur, möndlur og rúsínur. Glögg má einnig búa til úr óáfengu rauðvíni og sleppa sterku drykkjunum fyrir þá sem ekki vilja áfenga drykki. Einnig er hægt að nota óáfengt rauövín meö sterku drykkjunum. Oáfengt rauövín er fáanlegt í mörgum mat- vöruverslunum og er ódýrara en áfengt rauövín. Einnig er venja aö nota ódýrt rauðvíníglögg. -APH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.