Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Page 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER1983.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF.
Stjómarformaður og úlgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aóstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjó<-ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 8M11. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. 5ÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglysingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími rrtstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. P rentun:
Árvakurhf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblað25kr.
Lögregla á glapstigum
Margir íslenzkir lögregluþjónar eru mannþekkjarar og;
lipurmenni, sem vinna störf sín óaðfinnanlega. Þeir geta
með orðum sínum og framkomu stillt til friðar milli hjóna
og sefað æsingamenn, svo sem mörg dæmi sýna.
Hitt er svo líka rétt, að ofbeldismenn sækjast eftir
störfum við löggæzlu. Það er alkunnugt vandamál um
allan heim. En hér er þaö sérstaklega erfitt viðureignar,
af því að slíkir menn hafa ekki her til að ganga í.
Brezk yfirvöld lögreglumanna hafa lagt sérstaka á-
herzlu á að halda þessum vanda í skefjum. Þau vilja
halda góðu sambandi borgara og lögreglu. Og það hefur
tekizt nógu vel til að gera brezka lögregluþjóna heims-
kunna.
En jafnvel þar verða mistök. Lögreglumenn á vett-
vangi kynþáttaóeirða brutust inn í óviðkomandi íbúðir til
að brjóta og bramla. Og konur þora vart að kæra nauðg-
un, af því að mörgum lögregluþjónum finnst hún fyndin.
I nýbirtri skýrslu Policy Studies Institute eftir f jögurra
ára rannsókn á atferli lögreglunnar í Lundúnum kemur
margt ófagurt í ljós. Áberandi er, hve hraðlygnir lög-
regluþjónar eru fyrir rétti, þegar þeir reyna að verja
hver annan.
Skýrsla þessi sýndi, að meðal lögregluþjóna var út-
breitt hatur á minnihlutahópum, konum og yfirleitt öllum
þeim, sem eru minni máttar í þjóðfélaginu. Þetta er hug-
arfar valdshyggjumanna, sem sumir eru ofbeldismenn.
Borgarinn, sem sætti misþyrmingum reykvísks lög-
regluþjóns fyrir rúmri viku, var heppinn, að vitni voru
nærstödd. Annars hefði mátt búast við, að lögreglumenn-
irnir hefðu logið hver um annan þveran um tildrög máls-
ins.
Ofbeldisárás lögreglumannsins á handjárnaðan borg-
ara sýnir, hvernig fariö getur, þegar yfirvöld lögreglu-
manna missa tök á aga og skipulagi. Þá brýzt í gegn of-
beldiseðlið, sem blundar í sumum lögregluþjónum.
Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur tekið dauflega á
þessu máli og reynt að bera blak af ,,sínum” manni.
Þessi glöp hans eru til þess fallin að telja lögregluþjónum
trú um, að þeir séu ríki í ríkinu, ofan laga og réttar.
Mörg fleiri dæmi eru um þennan agaskort. Þegar
blaðafréttir sögðu frá efasemdum læknis um meðferð lög-
regluþjóna á blóðprufum, var ekki farið að innsigla slíkar
blóðprufur, heldur höfðað kærumál á hendur blaðinu.
Hvað eftir annað eru lögregluþjónar staðnir að stór-
hættulegum eltingaleik við drukkna ökumenn. Þeir
margfalda hættuna, sem stafar af þessum mönnum.
Áberandi er, að lögregluþjónar taka yfirleitt trúanleg
orð ofbeldishneigðra dyravarða á veitingahúsum fram
yfir orð venjulegra borgara.
Yfirstjórn löggæzlu í Reykjavík er slík, að borgarar
þekkja lögregluþjóna helzt sem stimpingamenn, er reyna
að hindra fólk í að komast í búðir á vissum tímum, eða þá
sem felumenn, er reyna að gefa út ökuhraðakærur á
breiðgötum á góðviðrisdögum.
Lögreglustjórinn í Reykjavík ætti að draga sig í hlé
fyrir aldurs sakir. I staðinn þarf til skjalanna að koma
einhver, sem getur komið skipulagi og aga á liðið. . Til
dæmis sýslumaðurinn á ísafirði, sem ekki tvínónaði við
að taka á lögregluþjónavandanum þar vestra.
Alténd er orðiö tímabært að vernda borgarana fyrir
lögreglunni.
Jónas Kristjánsson.
Af innrætingu
Senn líður að jólum og enn nálgast
þau helg og há, eins og þar stendur, og
með dularfullum hætti siglir hið dökka
skip kreppunnar inn í hamingju ljóss-
ins. Og við merkjum þessa tíð með
ýmsum hætti. Ljósum fjölgar í glugg-
um, aðventuljósunum, sem er nýjasti
munaður okkar og um mánaöamótin
var ös í búðum, var mér sagt, því það
er útbreidd skoöun meðal þeirra, sem
hafa peninga, aö viss vöruþurrð verði
ávallt í verslunum, þegar nær dregur
Þorláksmessu. En svo kemur bóka-
flóöið, holskefla meö átta hundruö nýj-
um bókum, en mér hefur verið sagt, að
forlög landsins hafi látiö prenta 800
nýjar bækur á árinu, sem nú er að líða,
og obbinn af þeim selst síöan á viku
eða tíu dögum. Þetta eru bækur um hin
margvíslegustu efni, en ef frá eru tald-
ar svonefndar metsölubækur, þá fara
upplög bókamjög minnkandi á Islandi.
Bækur, sem gefnar heföu verið út í 3—
4000 eintökum fyrir tveim áratugum
eða svo, eru nú prentaðar í 800—1200
eintökum, en miklar bækur um drauga
og lífsreynslu munu nú prentaðar í 2500
eintökum. Islenskar skáldsögur seljst
illa og fyrir mun það hafa komið, að
góð skáldrit og aðrar merkar bækur
hafi aðeins farið, eöa selst í 200 ein-
tökum, meðan þýddar bækur og
ómerkilegar, eins og Ástir sóknar-
Eftir helgina
Jónas Guðmundsson
prestsins og Ljóshæröi héraðslækn-
irinn, hafa selst í þúsundum eintaka,
að ekki sé nú talað um sögur af njósn-
urum með mikil byssuleyfi. Þetta eru
þó þær bækur, sem menn yfirleitt segj-
ast ekki lesa og því síður kaupa, þegar
blöðin gjöra könnun yfir mest seldu
bækumar á jólamarkaöinum. Það
þykir víst ekki fínt lengur aö lesa
annaö en leiðinlegar bækur og þá með
réttri innrætingu, ef svo má oröa þaö.
Þaö var jólasvipur á Suðurlág-
lendinu um helgina og á Hellisheiðinni
höföu rjúpnaskyttur víða skilið bifreið-
ar sínar eftir í vegkantinum á laugar-
daginn. Norðanvindurinn murraði og
teiknaði viöeigandi vetrarmyndir í
auðnina, þar sem einvígið um jólamat-
inn, eða rjúpuna stendur, og mun
standa svo lengi, er sú eðlishvöt fylgir
manninum, að hann hefur þá náttúru
að ganga til veiða og vill hafa eigin
föng á jólaborðinu; bryðja þar sín
eigin högl með rauðkáli og brúnuðum
kartöflum, meðan þeir sem kunna
Ohræsið, kaupa sinn munaö hjá
Tómasi og hjá Sláturfélaginu.
Ur mörgu öðru er þó aö velja, til þess
að hafa til í jólamatinn. Konan ætlar að
hafa eitthvað úr Þjóöviljanum á jóla-
boröinu, en ÞjóðvÚjinn hefur í haust
veriö með afar merkar matarupp-
skriftir, og virðist nú um stundir
standa öðrum blöðum framar í upp-
skriftum. Þeir kunna því að matreiða
fleira en fréttir, eins og þaö er nefnt.
Mikil krydd og nýr munaður er þar
boðaður, viku eftir viku, en ef vel er
fylgst með, þá má þó finna í Þjóðviljan-
um eina og eina uppskrift, sem ekki
gjörir vísitölufjölskylduna gjaldþrota
á jólanóttina. Og hvað sem allri pólitík
líður, þá eru matseðlar Stalíns og
Andrópoffs góöir, hvaö svo sem menn
jeta í Gúlakkinu á jólum.
Innrás Bandaríkj
anna í Grenada
Þegar þessi grein er skrifuö er liö-
inn mánuöur frá innrás Bandaríkj-
anna í Grenada. Svo viröist sem á
nokkrum dögum hafi tekist að kæfa í
blóði þá tilraun sem þjóðin i þessu 100
þúsund manna landi hefur verið gera
undanfarin 4 ár til að skapa sér sína
eigin framtíð. Aö minnsta kosti finnst
íslenskum fréttamönnum lítils um vert
aö fjalla meira um landið. Á árunum
fyrir innrásina var nánast aldrei getið
um þetta land, hvað þá um hina miklu
uppbyggingu sem þar átti sér stað, og
nú þykir þetta ekkert spennandi leng-
ur. Niöurstaöan er sú aö allt sem við
eigum að vita um þetta land eru
bandarískar áróðursfréttir kringum
innrásina sjálfa. En allir mega vita að
slíkar fréttir eru einn mikiivægasti
hlekkurinn í hverju árásarstríði til að
koma í veg fyrir aö óánægjualda og
mótmæli magnist í öðrum löndum.
Fréttamönnum var ekki hleypt inn í
landiö fyrstu dagana eftir innrásina og
síðan var eingöngu þeim hleypt inn
sem hlutu náö fyrir augum hersins.
Þeir voru leiddir um í hóp og refsað
fyrir að skiljast frá honum.
Yfirvarpið og
raunveruleikinn
í einstaka erlendum blööum er nú
farið að reyna að skýra það sem raun-
verulega gerðist. Mótsagnirnar í
áróðursflóöi Bandaríkjanna voru
margar og ætla ég bara að greina frá
nokkrum þeirra.
Ein helsta röksemd Reagans fyrir
inm;ásinni var að stjórnin sem tók við
eftir að Bishop og margir meðrájðherr-
ar hans voru drepnir hefði verið stjóm
vinstri öfgamanna, en látið í það skína
að Bishop hafi veriö hægfara.
I einu yfirlýsingunni sem hinni nýju
stjórn tókst að koma frá sér fyrir inn-
rásina segir hins vegar að hún telji
blandað hagkerfi einkaeignar, sam-
vinnuhreyfingar og ríkisrekstrar af-
fi.rasælast og að það þurfi að efla
einkaframtakið. Auk þess að taka upp
betri samskipti viö Bandaríkin.
önnur ástæða innrásarinnar átti aö
vera sú að meö tilkomu hinnar nýju
stjómar væri Kúba að efla ítök sín á
eynni. Þetta stangast á við bá stað-
reynd að Castro fordæmdi strax aðför-
ina aö Bishop og benti jafnframt á hve
þessir atburöir veiktu stööu þjóðarinn-
ar á Grenada gagnvart innrásarhættu
frá Bandaríkjunum, sem lengi haföi
veriðyfirvofandi.
Sú ástæða aö Bandaríkin hefðu gert
innrásina til að bjarga lífi bandarískra
læknastúdenta á eynni datt um sjálfa
sig þegar skólastjóri læknaskólans
Ragnar Stefánsson
lýsti því yfir eftir innrásina að stúdent-
arnir heföu aldrei verið í neinni hættu.
Meðlimir í stjórnamefnd skólans
(situr í Bandaríkjunum) neituðu að
gefa yfirlýsingu um stúdentarnir væru
í hættu þrátt fyrir mikinn þrýsting
Bandaríkjastjómar fyrir innrásina.
Reyndar fóra 3 farþegaflugvélar frá
Grenada daginn fyrir innrásina og
læknastúdentar á engan hátt hindraöir
íaðfara meö þeim.
I samræmi viö þá ástæðu innrásar-
innar aö Bandaríkin væru að stemma
stigu við „útþenslustefnu” Kúbu, gaf
innrásarherinn út þær fréttir að hann
berðist aðeins við Kúbumenn á eynni.
Það þótti auðvitað ótrúlegt að 3000
manna innrásarher (sem fljótlega
varö 6000 manna) búinn öllum nýtísku
vopnum, studdurflugflota,skyldi eiga
í erfiöleikum meö rúmlega 700 bygg-
ingarverkamenn frá Kúbu, búna létt-
um vopnum eingöngu. Þess vegna var
Kúbumönnum fjölgað á pappírnum
upp í þúsundir. Þessari lygi sinni varð
innrásarherinn aðkyngja allri. Enginn
efast lengur um að upplýsingar
Castrós um f jölda þeirra voru réttar.
Ástæða
innrásarinnar
Þær ástæður sem Bandaríkin gáfu
fyrir innrásinni voru uppspuni. Fréttir
þeirra hluti af hernaðaráætluninni, til
þess gerðar að rugla almenningsálitið í
heiminum í ríminu.
Hin raunverulega ástæða var sú að
á Grenada var hafin uppbygging til
efnalegrar og félagslegra framfara,
sem um leiö fól í sér, að sjálfsögðu, að
Grenada var að brjótast undan oki
bandarískrar auðstéttar á svæðinu.
Og þótt beinir hagsmunir Bandaríkj-
anna á Grenada væm ekki miklir miö-
að við efnahagskerfi þeirra í heild var
Bandaríkjunum mikilvægt að sýna
öðrum þjóöum á svæðinu fram á að það
borgaði sig ekki að vera meö óhlýðni
gagnvart Bandaríkjunum, auk þess
sem framfarir í lífskjömm og mann-
réttindum munu verða öðrum fordæmi
að hrista af sér klafann.
Bandaríkin höfðu beðið heppilegs
tækifæris ámm saman til aö ráöast
þama inn. Það tækifæri bauðst þegar í
odda skarst meðal forystumanna
stjómarflokksins á Grenada, NJM.,
Hershöfðinginn Hudson Austin og
nokkrir aðrir foringjar í hemum nýttu
sér ástandið, réðu Bishop af dögum,
leistu NJM upp og settu á útgöngu-
bann og hrifsuðu völdin
Jafnvel þótt stjóm Hudson Austins
hefði leyst upp flokk Bishops NJM og
gefiö út yfirlýsingu sem studdi eflingu
einkaframtaksins þá vissu bandarísk
stjómvöld að það var stefna Bishops
og NJM sem átti hug þjóðarinnar. Því
var nauðsyn fyrir Bandaríkin aö grípa
fljótt inn í áður en sú fjöldahreyfing
hefði náð saman og skapaði sér nýja
forystu og komist aftur inn á þá braut
uppbyggingar sem hún hafði fetað
meö svo góðum árangri.