Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 16
'16 DV. ÞRIÐJUDAG'UR'61 DBSEMBBR1983. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Farandsalar: Fæ nógan f rið 8195—0016 skrifar: Mig langar aö skrifa nokkur orö vegna bréfs „Ibúa í blokk” er birt- ist í blaðinuþann 30. nóvembersl. Blokkarbúinn kvaöst engan friö fá fyrir farandsölum er gera honum lífiö leitt. Ja, illa er nú komiö -fyrir ís- lenskri þjóö ef ekki er nú lengur tími til aö fara til dyra ef á er knúö. Blokkaríbúi kann ef til vill ekki aö segja nei, en margir viröast nú ekki lengur kunna aö heilsa og kveöja. Ekki virðist honum hafa hugkvæmst þaö snjallræöi aö koma fyrir orösendingu til farandsalanna á dyr sínar, hvar hann afþakkar heimsóknir þeirra, því ef svo væri er víst að ró hans væri tryggö því þetta er nær undantekningarlaust kurteist fólk aö leita eftir stuðningi viö líknarmál eöa framtakssamir einstaklingar og listamenn að bjóöa sína vöru og dái ég þann dugnaö sem þar kemur fram oft á tíðum. Verö á þessum varningi er yfir- leitt sanngjarnt og er ég skrifa þessar línur veröur mér t.d. litið á einn forláta rekaviðarbút, mál- aöan af kúnst, sem margir hafa dáöst aö. Hann kom farandsali meö. Bókin sem ég er að lesa núna var líka borin aö dyrum mínum — og er sú góð. Ef ég á hinn bóginn hef ekki áhuga á vörunni eöa þörf fyrir hana, — nú eöa er bara blönk á þessum krepputímum, þá segi ég bara kurteislega: „Nei, þökk fyrir” og viti menn, — þaö tekur enga stund. Allir viröast hafa nógan tíma til aö láta mata sig á misgóöu mynd- bandaefni nótt sem nýtan dag en ekki er tími til að fara til dyra, — þó getur þar veriö komin mörg and- leg upplyftingin á þessum tímum plasthyggjunnar, t.d. í formi lágs vöruverðs eöa í hugkvæmni ein- hvers handverks- eöa andans lista- manns. Þessi mynd er frá brúOkaupi Lucy og Mitch, en brófritari viii fá þætti sem gætu slegið vinsæidum Oallas út. ÞaO mega þá vera góOir þættir. Tileru góðirþættir — jafnvel betri en Dallas 3398—3964 skrifa vegna lélegrar s jónvarpsdagskrár: Eg vildi fá að vita hvort hægt væri að endursýna gömlu grín- myndina Bleika kafbátinn. Er hugsanlegt aö fá hingað framhalds- myndaflokkinn The A team frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur hlotiö frábærar viðtökur? Sá þáttur myndi slá Dallas út. Eða jafnvel The Chinese detective? allt eru þetta mjög góöar myndir. Oska svara frá sjónvarpi. DV haföi samband viö sjónvarp- ið, en þar eru fastar reglur í gildi um endursýningar. Akveöinn listi hefur veriö saminn sem á eru myndir sem þótt hafa betri en aðrar, eru myndir þessar þá sýnd- ar annan hvern laugardag. Hug- myndinni um sýningar á framan- töldum þáttum hefur veriö visað til sjónvarpsins og mun það taka sýn- ingar á þeim til athugunar. Gunnar Gunnarsson garöyrkjumaöur: Já, ég er búinn aö því, þetta er alveg stórfínt hjá þeim. Heföi mátt koma miklu fyrr. Svo veröa vonandi spiluö fjörug lög um helgar. örn Valsson verkamaður: Jú, örlítiö, mér líst vel á. Þetta er gott framtak og svo bíður maður bara eftir að útsendingartími verði lengdur. Þessi mynd er af framkvæmdum viO Kvíslaveitu sem forstjóri Landsvirkjunar segir hafa verið ódýrasta kostinn i orkuöflun landsmanna. Ríkisútvarpið og Landsvirkjun Gunnar Gunnarsson hringdi: Mig langar til aö spyrja Andrés Bjömsson útvarpsstjóra hver hafi verið ástæðan fyrir júlíopnun sjón- varpsins og hvort afnotagjöld hafi hækkaö vegna hennar? Sagt er aö Rás 2 eigi aö standa undir sér fjárhagslega, var þá fjármagnskostnaöur tekinn meö? Hvaö kostaði uppsetning stöövarinnar og aukning á dreifibún- aöi? Finnst útvarpsstjóra réttlætan- legt aö opna Rás 2 þegar hluti lands- manna nær ekki útsendingum? Síöan eru tilmæli til Bjarna Felix- sonar um aö hann sýni góöa kafla úr viöureignum Muhammed Alis, Floyd Patterson og Ingimar Johannsson. Aö lokum vildi ég aö Halldór Jóna- tansson, forstjóri Landsvirkjunar, upplýsti hvaö er aö gerast viö Kvísla- veitu. Hvort þaö sé réttlætanlegt aö grafnir séu langir skurðir til aö ná í kvíslar sem fróöir menn telja að séu vatnslitlar? Svar: DV haföi samband við Andrés Bjömsson útvarpsstjóra og sagöi hann aö lengi hefði júlíopnunin veriö til umræöu þar sem almennar óskir voru um hana. Qpnunin hafi eölilega haft áhrif og veriö reiknuö meö í fjárhags- áætlun. Hvaö varöar Rás 2, þá hafi aö sjálfsögðu veriö reiknað meö fjár- magnskostnaði. Um réttlæti opnunar- innar er þaö að segja aö hér er þaö sama á feröinni og þegar sjónvarpið hóf útsendingar, aö stefnt sé aö aukn- ingu dreifikerfisins. Nákvæmar upplýsingar um stofnkostnaö heföi hann ekkisjálfur. Haildór Jónatansson, forstjórí Landsvirkjunar, sagöi aö meö Kvísla- veitu væri verið aö beina nokkrum þverám Þjórsár á austurbakkanum til Þórisvatnsmiölunar sem verið er aö stækka. Til þess þarf aö grafa 16 kíló- metra af skuröum og byggja 4 kíló- metra af stíflum yfir farvegi kvísl- anna. Meö Kvíslaveitu vinnst tvennt. I fyrsta lagi næst aukinn vatnsforði til miðlunar að vetrarlagi fyrir virkjan- irnar í Tungnaá og Þjórsá. I ööru lagi fellur þá meira vatn í gegnum Tungna- árvirkjanirnar við Sigöldu og Hrauneyjafoss. Vatn þetta rennur síöan gegnum Búrfellsvirkjun. Þannig nýtist vatniö mun betur en áöur þar sem þaö verður tiltækt að vetrarlagi til orkuvinnslu. Ákvörðun um Kvíslaveitu var tekin á grundvelli rannsólkna á þessu vatnasvæöi. Áætlað er að Kvísla- veita, ásamt stækkun Þórisvatnsmiðl- unar, bæti um 430 milljón kwst viö árlega orkuvinnslugetu Lands- virkjunarkerfisins og áætlast stofn- kostnaður á hverja kWst sá lægsti sem völ er á í orkuöflun landsmanna. Hefur þú hlustað á Rás 2? (Spurt 1. des.l. Siguröur Sigurösson framreiösiu- maöur: Já, og mér líst mjög vel á hana, hún heföi mátt koma fyrr. Guðný Jónsdóttir húsmóöir: Jú, ég heyröi frá henni í morgun, mér líst ljómandi vel á hana. Tónlistin er góð og það er tilbreyting í auglýsingunum. Einar Jónsson, hreingerningamaður á Hlemmi: Nei, ég hef engan tíma haft. Mér finnst þaö fáránlegt aö útvarpið eyöi fé í nýja rás á meðan hin gamla er ófullkomin. Erla Helgadóttlr húsmóðlr: Bara rétt aöeins. Mér líst ágætlega á hana, það ergott aögeta valiö milli stöövanna. ALLIR VIUA HLUSTA Karl Pálsson, Siglufiröi, hringdi: Mig langar til aö óska Reykvíking- um til hamingju með Rás 2 og öllum þeim sem ná útsendingum rásarinnar. Viö hinir vonum svo að viö fáum að heyra frá henni sem alira fyrst. DV grennslaöist fyrir um hvenær Siglfiröingar og aðrir landsmenn, sem ekki ná útsendingum Rásar 2, megi eiga von á aö ná þeim. Hjá Pósti og síma fengust þær upplýsingar aö tæknilega séö væri ekkert að vanbún- aöi. Búiö væri aö leggja fyrir áætlun um hvernig hugsanlega yrði aö því staöið aö ná til allra landsmanna og væri hægt að ljúka því á 2 til 3 árum ef nægilegt fjármagn fengist. Ríkisút- varpiö er eigandi dreifingarkerfisins og ræðst því framkvæmdahraöi af fjárhag þeirrar stofnunar. Máliö er því nú í höndum Alþingis sem ákveður f járveitingar til Ríkisútvarpsins. nýju rásina. Rás2: DV-mynd GVA. Spurningin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.