Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Síða 30
,s3Gí naaMaaaa .8HUOAaui,aifl4 .vc DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER1983. Viðskipti Viðskipti 30 Viðskipti Viðskipti Það nýjasta er: Þurr- geymir Pólar hf., sem í þrjátíu ár hefur annast sölu og viöhald rafgeyma, er nú aö setja þurrgeymi á markaö hér, en erlend vísindarit nefna þessa geyma gjörbyltingu á rafgeymasviö- inu. Grímur Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Póla, lýsir geymunum þannig aö þeir séu algerlega þurrir, sem sagt án sýru eöa vökva. Þeir þola mjög vel titring og slæma vegi og eru allt aö 40 prósent minni aö rúmmáli en eldri gerðir miðaö við sömu orku. Þeir eru mjög sterkir og viöhaldsfríir, enda bjóöa Pólar tveggja ára ábyrgð þótt Grímur reikni meö því aö þeir endist í allt aö sex ár. Þá gefa þeir snögga gang- setningu, sem sparar startarann. Þróun rafgeymisins hefur veriö til- tölulega hæg í þau 120 ár sem liðin eru frá uppfinningu hans. Hér er því að veröa tímamótabreyting á þon- um. Verö Ultra Start geymanna er enn nokkru hærra en venjulegra geyma, en búist er viö að þaö lækki meö aukinni framleiöslu. Chloride verksmiöjurnar framleiða Ultra Start, en undir því merki eru starf- andi 128 verksmiöjur um allan heim. Apótekara- skipti í Austurbæjar- apóteki — ognýtt apótek á Seltjarnarnesi Laust eftir áramót verða apótekarskipti í Austurbæjar- apóteki. Karl Lúðvíksson er orðinn 75 ára og hefur lyfsöluleyfið því ekki lengur. Olafur Olafsson núverandi lyfsali á Húsavík, fær leyfi Karls en DV er ekki kurmugt um hver fær lyfsölu- leyfiöáHúsavík. Þá er verið aö opna nýtt apótek á Seltjamamesi sem heitir Nes- apótek. Á Nesinu var fyrsta apótek á, Islandi en þaö var flutt til Reykjavíkur og hefur ekki verið apótek á Seltjarnamesi í 150 ár. Rósa Tómasdóttir cand pharm fékk lyf- söluleyfiö á Nesinu og veröur apótek- iö opnaö bráðlega við Eiöistorg.' Rósa hefur verið lyfjafræöingur viö Apótek Vesturbæjar sL 20 ár. Patreksfirðingar yf irtaka verslun á Tálknafirði Kaupfélag Tálknafjaröar hefur hætt verslunarrekstri og hefur veriö gengiö svo frá aö Kaupfélag Vestur- Barðstrendinga á Patreksfirði yfir- taki reksturinn. Keypti kaupfélagiö á Patreksfiröi vörubirgöir, tók verslunarhúsnæðið á leigu og hefur opnað þar útibú. Félögin hafa þó ekki veriö sameinuö og ekki hefur veriö stofnuð deild í Kf. V-Barðstrendinga á Tálknafirði. Góður staifsgrund- völlur á íslandi — segja portúgalskir verktakar og framleiðendur eftir íslandsheimsókn Eins og fram hefur komiö sýna Portúgalir mikinn áhuga á að selja okkur Islendingum meira af hvers- konar vamingi þar sem viö seljum þeim saltfisk fyrir mun hærri upp- hæöir en viö kaupum af þeim. Til aö leita nýrra viöskiptasam- banda hér voru tveir fulltrúar frá stórfyrirtækinu SEPSA í Portúgal í almennri kynningar- og upplýsinga- heimsókn hér fyrir skömmu. Komu þeir í kjölfar þess aö Bílaleigan hf. hefur gerst einkaumboösaöili fyrir- tækisins hérlendis. Magnús Jón Ámason er framkvæmdastjóri Bíla- leigunnarhf. Þeir kynntu sér starfsemi Lands- virkjunar, Rafmagnsveitna ríkisins, fjölda verktakafyrirtækja í stál- og rafiðnaði, starfsemi skipafélaganna og áttu auk þess viöræöur viö full- trúa iðnaöar- og viðskiptaráðuneyt- is. SEPSA er 30 ára fyrirtæki sem hefur 120 þúsund fermetra umráöa- svæði í úthverfi Oporto, þar af 35 þúsund fermetra undir þaki og er starfsmannafjöldi aö jafnaöi 1.500 manns. Fyrirtækið hefur selt vömr sínar til og tekiö þátt í verkum í Brasilíu, Búlgaríu, Angóla, Kanada, Túnis og Svíþjóö, svo eitthvað sé nefnt, auk þess að vera stórverktakar á heima- markaöi. Fyrirtækið framleiöir m.a. genera- tora og túrbínur fyrir virkjanir auk starfsemi á sviöi þunga-stáliönaðar. Hefur fýrirtækið m.a. áhuga á aö gera tilboö í vélbúnað Blöndu- virkjunar þegar þar aö kemur og eru gestirnir nú væntanlega að vinna að frekari hugmyndum í ljósi kynna sinnaaf Islandi. Þeim leist mjög vel á sig hér og undruðust hvað viö getum margt sjálfir á sviöi stáliönaðar. Þá telja þeir íslenska iönaöarmenn bæði góða verkmenn og duglega og sýnist sem hér sé líka nægilegt framboö mennt- aðra tæknimanna til aö vinna aö hugsanlegum verkum SEPSA hér. Loks sýndist þeim góður starfs- grundvöllur hér fyrir fyrirtæki sitt. Talið frá vlnstri eru Jorge Guedes, vélaverkfræðingur og framkvæmdastjóri stáliðnaðardeildar SEPSA, Magnús Jón Ámason, framkvæmdastjóri Bílaleigunnar hf. og Eduardo Alves De Só, rafmagnsverklræomgur og framkvæmdasijóri 'rafdeildar SEPSA. DV-mynd: GVA. Reagan með Sambandsá klæði í einkaþyriunni Þeir hjá Sambandsverksmiöjun- um á Akureyri fylgjast stundum meö framleiðslu sinni alveg á áfangastaö þótt umboðsmennimir hjá Kvadrat sjái um dreifingu. Hér koma svo tvö ný dæmi um notagildi Sambands- áklæða. I Bandaríkjunum álitu menn í Hvíta húsinu, aö nú þyrfti að taka einkaþyrlu Reagans forseta í gegn og endumýja alla bólstrun og fyrir valinu varö Sambandsáklæðið. Um svipað leyti uröu ráöamenn á SAS-hótelinu Scandinavia í Kaup- mannahöfn, hugsi vegna húsgagn- anna þar. Þetta er aö vísu eitt af glæsilegustu lúxushótelum í Evrópu, |en lengi er hægt aö gera betur. Ákveöiö var aö endumýja húsgagna- áklæði á sex hæðum hótelsins, og hvaö varö fyrir valinu annaö en Sam- bandsáklæöi. Ráðstefna um starfsmannahald Þeir sem sinna starfsmannamál- um í stórum sem smáum fyrirtækj- um sakna þess oft aö geta ekki boriö saman reynslu sína við önnur fyrir- tæki. Nemendur á 4. ári í viðskipta- deild og kennari á námskeiöinu „stjórnun starfsmannamála” hafa löngun til aö bæta úr þessu. Nem- endur hafa undir umsjón kennara samið lýsingu á meöferö einstakra þátta starfsmannamála í 17 fyrir- tækjum og vom eftirtaldir þættir teknirfyrir: Tengsl milli stæröar og starfs- mannahalds, þjálfunarmál, ráðning- ar, launamál, velferöar- og hlunn- indamál, sveigitími. Hópurinn býöur til ráöstefnu á morgun, miövikudaginn 7. des. kl. 13 í Norræna húsinu. Þar veröa niður- stöðurnar kynntar og boðið upp á óformlegt sp jall á eftir þar sem tæki- færi gefst til skoðanaskipta. Ráö- stefnan er sérstaklega ætluö þeim sem fara meö starfsmannamál. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist í síma Háskóla Islands fyrir miövikudag. Viljum meira en núll A nýafstöönu Fiskiþingi voru ítrek- aöar fyrri samþykktir um aö horfið verði frá þeirri núllafkomustefnu sem fylgt hefur veriö í sjávarútvegi á undanförnum árum. I staö þess veröi miðað við að vel rekin fyrirtæki skili eölilegum arði. Segir aö heföi þetta veriö gert fyrr heföi sjávarút- vegurinn nú haft svigrúm til aö mæta afleiöingum minnkandi afla og versnandi viöskiptakjara eftir upp- gangsárin ’79 til ’81 þegar allt var látið ganga á svarta núlli. ! „Varast verður að hraða- og nýtingarkapphlaup gangi út í öfgar.” Sjávarafurðadeild Sambandsins: Handbók fyrir frystihúsfólk A þessu ári hefur Fiskeftirlit Sjávarafuröadeildar Sambandsins gengist fyrir fjölmörgum fræöslu- fundum meö starfsfólki víðsvegar um land þar sem rætt hefur veriö um vöruvöndun og vörugæði. Fundirnir leiddu m.a. í ljós nauösyn þess aö til séu í einu aögengilegu riti ýmis grundvallaratriði er varöa hreinlæti og góða umgengnishætti. Því hefur Sjávarafurðadeildin nú gefiö út litprentaöan bækling upp á 16 blaðsíður í A—4 broti er nefnist Handbók fyrir starfsfólk í frystihús- um. Líklegt má telja aö bæklingur þessi verði til góös gagns því aö út- gefendur hafa ekki fallið í þá gryf ju aö fylla hann of mikið af þungum texta. Samspil aögengilegra texta og ágætrar myndskreytingar ætti að geta laðaö fólk til aö lesa bæklinginn. Veriö er aö dreifa honum í öll Sam- bandsfrystihús. Þetta er þriðja upplýsingaritið, sem Sjávarafurðadeildin gefur út á þessu ári. Hin tvö eru á ensku og ífjalla um þær afurðir sem fram- leiðendur deildarinnar framleiða. Sigurður B jömsson yf irmaður matvöru- deildar Miklagarðs Siguröur Björnsson er yfir- maöur matvörudeildar Mikla- garðs og er þar með einn mesti matvörukaupmaður landsins þessa stundina. Siguröur út- skrifaðist frá Samvinnuskólan- um að Bifröst áriö ’65 og hóf aö því loknu störf hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga, fyrst sem full- trúi framkvæmdastjóra en síö- an sem verslunarstjóri. Hann átti m.a. sæti í hreppsnefnd Hvammstanga í fjögur ár. Sig- urður er37ára. Guðmundur Sigþórs-1 son skrifstofust jóri landbúnaðarráðu- neytisins Guömundur Sigþórsson hef- ur tekið við skrifstofustjórn í landbúnaöarráöuneytinu. Að loknu landsprófi hóf hann und- irbúningsnám í Danmörku und- ir konunglega landbúnaðar- og dýralækningaháskólann þar. Þaöan varö hann landbúnaöar- hagfræöingur ’69 og réðst til Efnahagsstofnunar, sem síöar varð Framkvæmdastofnun, og var þar til ’73 aö hann starfaði í eitt ár hjá Framleiðsluráði landbúnaöarins. 1974 hóf hann störf í landbúnaöarráöuneytinu sem fulltrúi, síðan deildarstjóri og nú skrifstofustjóri. Hann er 43ára. Ásgeir Kristinsson skrifstofu-og f jár- málast jóri Bílaleig- unnarhf. Ásgeir Kristinsson hefur tekiö I viö skrifstofu- og fjármálastjórn I Bílaleigunnar hf. viö Smiðjuveg í I Kópavogi. Ásgeir lauk verslunar-1 prófi frá VI og starfaði síðan sem I aöalgjaldkeri i átta ár i Spari-1 sjóði Kópavogs. Næstu tvö og I hálft árið var hann fram-1 kvæmdastjóri byggingafyrir-1 tækisins Blikaness og síðan ( rekstrarstjóri húsgagna- verslunarinnar Heimiliö við I Sogaveg í þrjú og hálft ár. Ásgeir | er35ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.