Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Side 34
34
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER1983.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Rokk og rabb-
stundir
I draumaskapi í desember segjum dæmigerðu bílskúrshljómsveitum.
við Dvalar eins og vera ber nú þegar Við óskum þeim góðs gengis í
senn kemur að hangikjötsátinu og framtíðinni.
jólasveinunum. Þá lítum við inn í biðskýli SVR á
Og auðvitað gleymum við ekki að Hlemmi. Þar koma margir á
bjóða ykkur góðan daginn, félagar hverjum degi, aðeins til aö hitta
og vinir, frekar en fyrri daginn. Við náungann og ræöa málin.
fjöllum aö þessu sinni um áhuga- Að lokum kíkjum við inn í Torfuna
rokkara og rabbstundir. Nokkuðsem og hittum nokkra eitilhressa Vals-
okkurfinnstfara vel saman. ara. En þeir koma þar saman í
Þarmagustarnir í Kópavogi eru hádegismatáhverjumdegi.
teknir í karphúsiö og þeir spurðir Við gerum okkur svo mat úr þessu
spjörunum úr. Hressileg hljómsveit, og setjum punktinn fræga á sinn
Þarmagustar, og ein af þessum stað.
Texti: Jón G. Hauksson
Myndir: Gunnar V. Andrésson
Þetta eru mennirnir sem leysa vandamái þjóðarinnar með ióttu ívafi i hverju hádegi, allt félagar i Fóiagi
íslenskra grjónapunga. Féiagið hefur starfað i tuttugu ár og taisverðar mannabreytingar orðið á þeim
tima. Nokkra fastagesti vantaði i þetta skiptið. Taiið frá vinstri: Þorsteinn Einarsson, Pétur Guðmunds-
son, Kari Harrý Sigurðsson, Þorsteinn Sievertsen, Jón Pétur Jónsson, Viihjáimur Kjartansson, Hermann
Gunnarsson og Haiidór Einarsson (Hann er sá sem togar i spottana i þjóðfélaginu enda með 50 sauma-
konurívinnu). DV-mynd: GVAt
„Vandamálin leyst með léttu ívafi”
í hádegismat með Félagi íslenskra grjónapunga
„Hér eru vandamál þjóðarinnar
leyst meö léttu ivafi,” sögöu nokkrir
firnahressir félagar í Félagi íslenskra
grjónapunga, FIGP, er við litum inn til
þeirra í hádegismat í veitingahúsinu
Torfunni.
Grjónapungamir segjast hafa komiö
saman í um tuttugu ár. Lengst af hafi
þeir verið á veitingahúsinu Tröð í
Austurstræti en hafi flutt sig um set
fyrir nokkrum árum.
„Við vorum í mjög góðu yfirlæti á
Tröð. Og þegar þau heiöurshjón,
Guðmundur og Kristel, hættu með
staðinn leystu þau okkur út með gjöf-
um og hringborði einu vitibomu.”
„Þar sem hringborðið var vel þungt
fómm við meö það á Hressó, næsta
veitingastað. Þar var borðið í eitt ár,
eða þar til viö fluttum það hingaö upp í
Torfuna.”
Hringborðið uppspretta
fróðleiks
„Borðinu hefur verið breytt lítillega
en viðurinn er sá sami. Og hann er enn
uppspretta mikils fróöleiks.”
Rabbstundir þeirra grjónapunga í
hódeginu hafa ávallt verið líflegar.
Þannig varðar það til dæmis brott-
rekstri ef menn eru með röfl eða í fýlu.
Enda hefur enn ekki komið til neinna
leiðinda.
„Hér er það bjartsýnin og hressleik-
inn sem ræður ríkjum og menn fara
tilbúnir í að takast á við hlutina eftir
snæðinginn.”
Tökum okkur ekki of
alvarlega
Þeir segja að alvarlega mál séu ekki
tekin til umfjöllunar. „Enda erum við
allt valinkunnir menn sem tökum
okkur ekki allt of alvarlega.”
Þótt margir Valsmenn séu í félaginu
þá er ekki svo að þetta sé útibú frá Val
heldur eru einnig mætir menn úr félög-
um eins og Fram og KR.
Áöur var meira talað um íþróttir í
hópnum en hópurinn lætur nú öll mál í
þjóöfélaginu til sín taka. Við erum
farnir að senda menn í stjórnmálin og
má geta félaga okkar Halldórs Einars-
sonar iðnjöfurs í því sambandi. Viö
leggjum sem sagt áherslu á að eiga
menn alls staöar þar sem eitthvað er
að gerast í þjóðfélaginu.”
Leikgleðin ræður ríkjum
Þeir grjónamenn sögöust hafa keppt
í alls kyns íþróttamótum. Heföu til
dæmis keppt viö riddara hringborösins
á ákveönum veitingastaö noröur á
Akureyri. „Leikgleöin ræöur aö sjálf-
sögöu ríkjum í þessum keppnum eins
og hér viö matborðið.”
Ekki vildu þeir félagar aö við færum
út án þess að við nóteruðum það hjá
okkur aö í þennan hádegismat heföi
vantað menn eins og Berg Guðnason,
Baldvin Jónsson, Ölaf H. Jónsson, Jón
H. Karlsson, Grím Sæmundsen og
síöast en ekki síst Olaf Aöalstein Jóns-
son tollvörð og Axel Sigurðsson á Póst-
stofunni.
En hvað hafa svo grjónamenn aðal-
legaímatinn?
„Hann Örn héra á Torfunni er nú bú-
inn að venja okkur við fiskinn og þaö
kunnumvið velaömeta.” -JGH
„Hingað koma
góðir menn”
— ségir Snorri Vigf ússon sem gjarnan lítur inn í biðskýli
SVR á Hlemmi til að rabba við vini og kunningja
Hingað koma bæði
háir og lágir
„Eg fer í gönguferöir tvisvar á dag,
fyrir hádegi og eftir hádegi, og lít þá
gjaman hér inn. Hingaö koma háir
sem lágir, prestar og fleiri góöir
menn.”
„Nú, og hingaö slæöist líka talsvert
af gömlum sjómönnum. Annars er
þetta engin vinna að vera á togurum
lengur. Menn koma nú varla upp á
dekk.”
„Þegar ég var á sjónum var þetta
átján tíma vinna. Staðið í átján tíma og1
sofiö í sex. Nú segja mér sjómenn aö
þeir vinni í sex tíma og sofi síðan í sex
tíma.”
Er úr Árnessýslunni
Snorri sagöist vera austan úr
Arnessýslu en heföi búiö í Reykjavík
síðastliðin 63 ár. Hann er giftur, „en
konan hefur veriö hálfslöpp og treystir
sér þvi ekki í gönguferöir”.
Lengst af var Snorri á skútum og
togurum. Hann er ekki nógu ánægöur
með vinnubrögð ungs fólks í dag.
„Mér hreint blöskrar vinnubrögöin
hjó unga fólkinu. Hugsaðu þér, ungt
fólk, sem á aö vera að vinna, og er á
besta aldri, vinnur fimm mánuöi á ári,
en er svo í fríi hina sjö. Þetta gengur
ekki.”
,,Ég á mína kunningja hér. En fer
líka víöar til aö rabba viö fullorðna
menn. Hef gaman af því. Eg ræði viö
þá um stjórnmál og annað.”
Hann var kampakátur hann Snorri
Vigfússon þegar hann mælti fyrrnefnd
orö viö okkur í biðskýli SVR á Hlemmi
fyrir stuttu. Og hann lætur það greini-
lega ekki hafa nein áhrif á sig þótt
hann sé orðinn 82 ára að aldri. Hann er
ern.
Snorri er einn af fjölmörgum sem
leggja leiö sína niöur í biöskýli SVR á
hverjum degi til að hitta vini og kunn-
ingja. Málin eru rædd og þaö umbúða-
laust. Hver og einn hefur sínar skoöan-
ir. Og þaö er ekki hvikað frá þeim.
Tek i nefið og hef gert það lengi, segir Snorri um leið og hann fær sór smá-
slurk. „Þá blöskrar mór að alþingismennirnir skuli taka fri i dag, 1. desem-
ber. Þeirhafa vistnóg friin samt."
Snorri rabbar við einn kunningja sinn. „Eg á mina kunningja hór. En fer líka'
víðar til að rabba við fullorðna menn. Hefgaman afþvi. Ég ræði við þá um
stjórnmál og annað."
DV-myndir: GVA.
Blöskrar frí alþingismanna
Þá blöskrar mér aö alþingis-
mennirnir skuli taka frí í dag, 1.
desember. Þeir hafa víst nóg fríin
samt.
Þá er ég mjög óhress meö launamis-
muninn hjá fólki. Aö þaö skuli vera til
verkamaður sem á aö sjá fyrir heimili,
og hefur aðeins 11 þúsund krónur á
mánuði.
Svo veit maöur um margar
þúsundir sem hafa um 80 þúsund og
yfir 100 þúsund á mánuði. Já, ég veit
um marga slíka. Þeir eru mörg
þúsund, og ég stend viö þaö.
Aöalbölvaldurinn hjá íslensku þjóð-
inni er þó fyrst og fremst yfirbyggingin
og óstjómin hjá því opinbera. En alls
ekki hin vinnandi stétt, til sjós eöa
lands. Þú mátt láta þaö koma vel
fram.”
Tekið lengi í nefið
Snorri haföi tekið nokkuð í nefið á
meðan á þessari rabbstund stóö. Viö
spuröum hann aö endingu hvort hann
tæki mikiöínefið.
„ Já, og hef gert þaö lengi. ”
-JGH