Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Síða 4
4 DV.FIMMTUDÁGUR 8. DESEMBER1983. Bókalisti DV1983: Yfirlýsing vitnis í máli Skafta Jónssonar: Skrifað í skýin söluhæst Bókalisti DV, sem er nokkurs konar topp tíu í bóksölunni, hefur nú göngu sína eins og venja hefur veriö um þetta leyti síöustu ár. Eins og venjulega er fyrsti listinn ekki hundraö prósent vísbending um hvaöa bækur komi til meö aö seljast best á þessari jólavertíö vegna þess að fjöldi bóka er ekki enn kominn í verslanir eöa þá rétt nýkominn og því ekki farinn aö seljast neitt aö ráði. Að þessu sinni eru ellefu bókabúöir víöa um land sem taka saman fyrir okkur sölulista bóka. Þessar búöir eru: Penninn, Hafnarstræti, Bóka- búöir Braga, Hlemmi og Lækjar- götu, Hagkaup, Skeifunni, Bókabúö Böövars, Hafnarfiröi, Bókabúö Grönfeldt, Borgarnesi, Bókhlaöan Isafiröi, Bókabúö Brynjars, Sauöár- króki, Bókabúö Jónasar Jóhanns- sonar, Akureyri, Bókabúö Sigbjörns, Egilsstööum og Bókabúö KÁ, Sel- fossi. Viö höfum þann háttinn á aö bóka- búöirnar taka saman fyrir okkur lista yfir tíu mest seldu bækurnar og fá bækurnar stig eftir röö. Sú fyrsta fær þannig tíu stig, næsta níu og svo koll af kolli niður í eitt stig. Síöan eru stigin reiknuö saman og viö birtum svo röö þeirra tíu bóka sem flest stig hafa hlotiö. Þessa vikuna lítur listinn þannig út: 1. Skrifaö í skýin — æviminn- ingar Jóhannesar Snorra- sonar flugstjóra, Snæljós gefur út. 2. Skæruliðarnir — Alistair McLean, Iöunn gefur út. 3. Landiö okkar — Þorsteinn Jósepsson, Steindór Stein- dórsson og Páll Líndal, örn og Örlygur gefa út. 4. B j arni Benediktsson — sextán samtíöarmenn Bjarna skrifa, Almenna bókafélagið gefur út. 5. Aldnir hafa orðið — Erlingur Davíösson tók saman, Skjaldborgarútgáfan gefur út. 6. Jakobsgliman — Siguröur A. Magnússon, Mál og menning gefur út. 7. -8. Eysteinn Jónsson í eldlínu stjórnmálanna — Vilhjálmur Hjálmarsson skráöi, Vaka gefur út. 7.-8. Kyrrkjör — ÞórarinnEld- jám, Iöunn gefur út. 9. Dalalíf — Guörún frá Lundi, Almenna bókafélagiö gefur út. 10. 14, bráðum 15 — Andrés Indriðason, Mál og menning gefur út. Sem fyrr segir er líklegt aö listi þessi eigi eftir aö taka miklum breyt- ingum og þaö jafnvel þegar í næstu viku, því bóksalar segja aö salan sé rétt aö fara af stað og því veröi meira aö marka listann sem við birt- um aö viku liðinni. -SþS. Kveikt á jólatrénu á Austurvelli — i þrítugasta skipti Næstkomandi sunnudag veröa ljósin tendruð á jólatrénu á Austur- velli. Tréö er gjöf Oslóarbúa til Reykvíkinga og er þetta 30. tréö sem Oslóborg sendir niöur á Austurvöll. Hafa þau öU glatt bæöi smáa og stóra um hver jól ÖU þessi ár og aö venju verður mikiö um dýröir viö athöfn- ina á sunnudag. Lúörasveit Reykja- víkur leikur hálftíma áöur en ljósin veröa tendruö klukkan 16. Sendi- herra Norömanna hér á landi, Annemarie Lorentzen, afhendir tréð og Markús örn Antonsson, forseti borarstjómar, mun veita því viðtöku fyrir hönd borgarbúa. Þá syngur Dómkórinn jólasálma. Að athöfninni lokinni veröur bamaskemmtun á AusturvelU. -EIR. Lögreglan missti st jórn á sér — Framburður minn slitinn úr samhengi Vegna yfirlýsingar rannsóknar- lögreglu ríkisins í máU Skafta Jóns- sonar, hefur Ásta Svavarsdóttir, sem var vitni í máUnu, sent frá sér eftirfar- andiyfú-lýsingu: ,,Þaö er illt tU þess aö vita aö rann- sóknarlögregla ríkisins, sem á aö heita hlutlaus rannsóknaraöiU í kæmmáU Skafta Jónssonar, sendi frá sér frétta- tUkynningu sem svo augljóslega er skekkt öömm málsaðila í hag, m.a. meö því aö tUgreina aUs ekki framburð sjónarvotta aö handtökunni. Mmn framburður er tU aö mynda slitinn úr samhengi, augljóst dæmi um þaö hvemig nota má tUvitnanir tU að merkUigin nánast snúist í andhverfu sína. Þaö er aö vísu rétt aö ég sá ekki nema lítinn hluta þess sem gerðist í lögreglubílnum, en maöurinn hefur önnur skilningarvit en sjónina, þar á meðal heym. Og þótt þess hafi ekki verið getiö í umræddri fréttatilkynn- ingu bar ég í yfirheyrslu hjá rann- sóknarlögreglunni aö utan viö bUUin heyrði ég dynki eöa högg innan úr hon- um en þar var þá að minnsta kosti einn lögreglumaður auk Skafta. Þegar inn í bUinn kom sá ég Skafta liggjandi á maganum og handjámaöan fyrir aftan bak og yfir honum lögreglumann sem hélt honum niðri. Á leiöinni var hins vegar skuggsýnt í bUnum og auk þess skyggöi sætisbakið á höfuö Skafta og efri hluta líkamans og ég sá því ekki hvaö fram fór. Aftur á móti heyröi ég aö í hvert sinn sem Skafti reyndi aö reisa upp höfuöiö í átt til konu sinnar, sem einnig reyndi aö teygja sig í átt tU hans (og sá því betur en ég þaö sem fram fór), keyröi lögreglumaöurinn hann niöur aftur. Þessa vitnisburöar er aö engu getið í fréttatUkynningu rannsóknarlögreglunnar. Öll framganga lögreglunnar í þessu máli var hin harkalegasta og bar því auk þess vott aö hún mat ekki aðstæöur sjálfstætt í upphafi og missti bæöi stjóm á þeim og sjálfum sér. Meö því er ekkert sagt um meðvitaöar lUtams- meiðingar en er þaö eöUlegt aö maður, sem er fullkomlega rólegur þegar hann gengur frá manni, sé handtekinn formálalítiö og komi heim tveim tím- um seinna stórlega meiddur eftir viö- skipti sín við lögregluna? ” 7. desember 1983 Ásta Svavarsdóttir. Veiðiheimildum Noregs og Fær- eyja sagt upp Á rUcisstjórnarfundi á þriöjudag var ákveöiö aö segja nú þegar upp samningum viö Norðmenn og Færeyinga um veiðUieimUdir í land- helgi Islands. Hins vegar veröur samningum við Belga sama efnis ekki sagt upp. Utanríkisráðherra var faliö aö ganga frá uppsögn samninganna, en þeir eru með sex mánaöa uppsagn- arfresti. Færeyingar veiöa mest þessara þjóöa hér viö land. Á síöasta ári veiddu þeir samtals 16.277 tonn af fiski í land- helgi Islands, þar af 5.293 tonn af þorski. Norömenn veiddu á síöasta ári 1.855 tonn þar af 650 tonn af þorski. Belgar veiddu samtals 1.307 tonn, þar af 230 tonn af þorski. Leyfi Belga eru bundin viö ákveðin skip sem eru óöum aö heltast úr lestinni. Var upphaflega um 12 skip aö ræöa en á þessu ári eru 5 skip eftir sem stunda stopult veiðar hér viö land. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs höfðu Færeyingar veitt samtals 14.257 tonn í íslenskri landhelgi, þar af 4.526 tonn af þorski. Veiðar þessar eru um- talsverður hluti af heildaraflamagni Færeyinga. Er því búist viö aö þeir leiti eftir viöræöum viö íslensk stjórn- völd um áframhaldandi veiöar í íslenskri landhelgi. I samþykkt ríkis- stjórnarinnar segir hins vegar ekkert um aö samningaviðræður skuli teknar upp við þessi ríki um veiðiheimild- irnar. ÓEF I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Athyglisveröar fréttir berast frá Kristiansund i Noregi. Þar liggur fyrir akkeri skip eitt islenskt, Þyrili aö nafni, án þess aö komast aftur á bak eða áfram. Áhöfnin situr þar í káetum sínum, matar- og peninga- laus, og getur sér litla björg veitt. Norska vetrarhjálpin mun hafa séö aumur á íslensku sjómönnunum meðan útgerðarmaöurinn situr hér heima, gerir lítið úr vandamálinu og telur það leysast meö tíð og tíma. Ráöherrar vísa málinu á bug og ættingjar skipverjanna senda matarpakka með jólapóstinum. Allt er þetta allnýstárlegt og heldur óvanaleg staöa. Flestir hafa gert sér grein fyrir kreppu íslenskr- ar útgerðar og menn hafa fylgst af nokkrum óhug meö yfirlýsingum sjávarútvegsráöherra að réttast væri aö leggja skipum og þá helst þar sem þéttbýlið væri mest. Enginn hefur hinsvegar gert ráð fyrir því að vandi útgerðarinnar yrði leystur með þeim hætti að leggja skipum í erlendum höfnum og svelta skipshafnir á kostnað norrænnar vetrarh jáipar. Ef menn vilja á annaö borð taka upp þá stefnu að drepa sjó- menn úr hor, þykir það mannúðlegra að gera það í innlendum höfnum. En SVELTANDISJÓMENN því er ekki að neita að það getur verið ökónómiskara að nota til þess erlendar hafnir, enda hafnargjöld há hér á landi og veður ótryggara. Því verður heldur ekki neitað að vissulega er þéttbýli meira í Noregi en hér upp á Fróni, ef kenningu ráð- herrans á að framfylgja, um að auð- veldara sé að leysa vanda útgerðar þar sem þéttbýli og mannmergð er mest. Vitaskuld fer minna fyrir því þótt nokkrir sjómenn verði hungurdauða í Kristiansund heldur en svelta þá í hel í fámennum byggðarlögum hér heima. Nú er þess að geta að Þyrill er ekki fiskiskip, heldur olíuflutningaskip, sem ekki hefur þjakað þorskstofna með ofveiði. En auðvitað hiýtur út- gerð á olíuskipum að vera jafnmikið vandamái og útgerð til fiskveiða. Utgerðarkreppan er engum útgeröarmanni óviðkomandi, enda telst það lítil sanngirni ef útgerðar- maður olíuskips er undanþeginn, þeim forréttindum að kvarta undan siæmu árferði. Þar að auki hefur enginn vitað til þess að sjómenn þyrftu sérstaklega að hafa áhyggjur af útgerðarkreppunni. Satt aö segja er það alveg nýtt í vandamálastöðu að blanda sjómönnum í það mál. útgerðar og fiskveiða þegar verið er Hefur það komið flatt upp á menn að heyra, að áhöfn hafi verið um borð í Þyrli, þegar skipið var kyrrsett. Hvað þá að hún hafi ekki lengur í sig eða á. Hingað til hafa áhyggjur manna beinst að blessuðum út- gerðarmönnunum sem hafa átt samúð þjóðarinnar óskipta. Af þessum ástæðum var svar út- gerðarmannsins tekið sem gott og gilt, þegar hann af hugarró og still- ingu lýsti yfir því að vandamálið í Noregi mundi leysast með tíð og tíma. Menn héldu að hann ætti við skipið. En ef hann á viö sjómennina, þá er þaö sennilega lika alveg rétt. Annaðhvort fá mennirnir að éta eða þeir fá ekki að éta. Þannig leysist i málið af sjáifu sér. Annaðhvort iifa þeir eða deyja eins og annað fólk og ekkimeira um þaö. Þessi afstaða útgerðar og yfir- valda hefur sem sagt veriö rökrétt ’ afleiðing af því viðhorfi aö flóknara sé að leggja skipum heidur en sjó- mönnum. Og þar sem skip þurfa ekki á mat að halda, verður hitt að ráðast, hvort norska vetrarhjálpin sér aumur á þeim sveltandi sjómönnum í Kristiansund, sem haida að út- gerðarmanninum komi það við hvort þeir fái að borða eða ekki. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.