Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Síða 6
6
DV. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER1983.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Verðkönnun Verðlagsstofnunar á rafhlöðum:
Yflr 70 prósenta verðmunur
— á Hellesens (gold) og Philips (super)
„I átta tilvikum af sextán er dýrasta
vörumerki meira en 50% dýrara en
þaö ódýrasta. Sem dæmi eru HeUesens
gold rafhlööur 72% dýrari en Philips
super, báðar tegundir henta til
almennranota.
Annaö dæmi eru algengar alkaline
rafhlööur, svokölluð „pennastærð” á
Wonder alkaline og Duracell alkaline
er munurinn 61%, dýrari er Duracell.”
Þetta eru meöal annars niðurstöður
verökönnunar Verölagsstofnunar sem
birtar eru í 11. tbl. „Verðkynningar
Verðlagsstofnunar”.
I könnuninni er boriö saman verö á
nokkrum algengum geröum af raf-
hlööum, endurhlaöanlegum rafhlöðum
og hleðslutækjum. Auk þess er svo
borið saman verö á ljósaperum til
heimilisnota.
Verösamanburöur á rafhlöðum er
erfiöur fyrir hinn almenna neytanda,
mörg vörumerki eru hér á markaði í
fjölmörgum stæröum og geröum.
Verökönnunin staðfestir aö
verulegur verömunur er milli
einstakra vörumerkja bæði á raf-
hlöðum og ljósaperum. Endingin getur
hins vegar veriö mismikil á einstökum
vörumerkjum, en í þessari könnun er
ekki lagt mat á gæði frekar en í öðrum
sem Verðlagsstofnun hef ur gert.
Fleira vekur athygli í niöurstöðum
þessum, meöal annars aö í einu tilviki
er hæsta verð helmingi hærra en
lægsta verö. Þaö er á litlum alkaline
rafhlööum sem eru í laginu eins og
tala. Þær rafhlööur eru einkum not-
aðar í vasareiknivélar. I þeim flokki
eru ódýrastar National rafhlööumar á
33 krónur en dýrastar eru Varta á 72,35
krónur.
Endurhlaðanlegar rafhlöður á
markaönum eru frá tveimur fyrir
tækjum Sanyo og Varta. Minni verö-
munur er á þeim, 4—17%. Verömunur
á hleðslutækjum er meiri eöa yfir 60%.
Verökönnun þessi fór fram seinni-
part nóvembermánaöar. -ÞG.
Frá hverjum rafhlöðuframleiöanda
eru margar stæröir og ekki síöur
margar gerðir af sömu stærö, auð-
kenndar með mismunandi litum og
heitum (super, gold, heavy, duty,
power o.s.frv.). Þaö er þess vegna
erfitt fyrir þann sem ekki þekkir því
betur tii aö bera saman verð á sam-
svarandi rafhlööum frá hinum ýmsu
framleiðendum.
Þaö hefur veriö gefinn út alþjóðlegur
staðall um stæröarmerkingu á raf-
hlöðum. Algengastar eru sívalar raf-
hlööur. Eru þær tii í nokkrum stæröum
til ýmissa nota. Odýrustu geröirnar
eru fyrir tæki sem nota h'tinn straum,
svo sem vasaljós og feröaútvörp, en
þær dýrari fyrir straumfrek tæki eins
og segulbönd og rafknúin leikföng.
Einnig eru á boöstólum litlar, flatar
rafhlöður, í laginu eins og tölur, og eru
þær einkum notaðar í myndavélar,
vasareiknivélar, tölvuspil og arm-
bandsúr.
Skýringar á toflum
Á meöfylgjandi töflum er rafhlööum
skipt í flokka eftir stærö og notkunar-
möguleikum og er getið þar um staöal-
heiti (stærðamúmer) hverrar raf-
hlöðu. Rafhlööum af algengustu stærö
Rafhlöðurnar flokkaðar
er skipt upp í fjóra undirflokka eftir
notkunarmöguleikum og gæöum.
FLOKKUR A er ódýrasti flokkurinn.
Þessar rafhlööur eru einkum ætlaðar í
vasaljós, útvörp og önnur tæki sem
nota lítinn straum.
FLOKKUR B er heldur dýrari en
flokkur A og notkunarsviö er mjög
svipaö en endingin heldur meiri. Þess
má geta aö rafhlöður í flokki A og B
nýtast ekki aö fullu við straumfrek
tæki en þó eru hér undantekningar og
má þar nefna National gold.
FLOKKUR C, í honum eru raflilööur
sem einkum ber aö nota í straumfrek
tæki (segulbönd, rakvélar, rafknúin
leikföng o.fl.) auk þess sem nota má
þær í útvörp og vásaljós. Þær gefa
sterkari straum á stuttum tíma en raf-
hlöður í flokki A og B (eru meö meiri
rýmd).
FLOKKUR D, í honum eru svonefndar
alkaline rafhlööur sem nota má á
sama hátt og rafhlöður í flokkum A, B
LITTU
INN
Okkar verð Leyft verð
Blandaðir ávextir í heildósum 74,95 87,65 kr.
Blandaðir ávextir í hálfdósum 42,00 48,40 kr.
Perur í heildósum 59,90 70,75 kr.
Perur í hálfdósum 34,80 41,90 kr.
Ferskjur í hálfdósum 33,60 41,00 kr.
Kaffi 24,35 28,50 kr.
Kakómalt 1/2 kíló 58,00 66,70 kr.
Rúsínur 1 kíló 119,00 154,00 kr.
Hveiti 5 lb 47,10 57,70 kr.
Flórsykur 1/2 kíló 11,50 13,70 kr.
Púðursykur 1/2 kíló 14,50 18,00 kr.
Síróp 500 grömm 59,95 73,80 kr.
ORA grænar baunir, hálfdós 17,50 21,95 kr.
ORA bakaðar baunir 34,10 42,80 kr.
Gevalia-kaffi 27,95 31,10 kr.
Blönduð sulta 1/2 kíló 36,95 42,70 kr.
Sveskjusulta 49,90 57,90 kr.
Klementínur 49,00 58,95 kr.
YSrslunin
„i U'9ur
9lí'
og C en eru einkum notaðar í mynda-
vélar og leifturljós, reykskynjara, tal-
stöövar og vasareiknivélar. Alkaline
rafhlööur eru einu rafhlööurnar sem
gefa frá sér fullan straumstyrk í miklu
frosti og þola allt aö 40°C frost þó aö
þaö sé misjafnt eftir vörumerkjum.
Alkaline rafhlööur eru hins vegar mun
dýrari en venjulegar rafhlööur.
Rafhlööur í töflu 4 eru einkum not-
aöar í myndavélar, talkerfi, klukkur,
vasareiknivélar og tölvuspil. Þetta eru
alkaline rafhiööur, aö undanskildum
rafhlööum með staöalnúmer MR 52
sem eru úr kvikasilfri.
Varhugaverðar fyrir börn
Tvær af þessum rafhlööum eru litlar
og eins og tölur í laginu. Sérstök
ástæöa er tii aö vara viö aö börn hafi
slíkar rafhlöður undir höndum enda
hafa orðið banaslys af þeirra völdum í
nágrannalöndunum þegar böm hafa
sett slíkar rafhlööur upp í sig og í ógáti
kyngt þeim.
Endurhlaðanlegar
rafhlöður
I töflu 5 eru þau tvö vörumerki af
endurhlaöanlegum rafhlööum sem
flutt eru inn hingað til lands, auk þess
sem sýnt er verö á hleöslutækjum.
Ástæða er til aö benda sérstaklega á
aö ekki er hægt aö endurhlaða raf-
hlööur nema þær séu sérstaklega
framleiddartil slíks.
Úrarafhlöður
I töflu 6 má sjá hvaö úrarafhlööur
kosta hjá úrsmiöum á höfuöbörgar-
svæðinu. Innifaliö í verðinu er, auk raf-
hlaöanna, ísetning, stilling og fleira. I
þessari töflu er ekki getiö um tegundir
af rafhlööum enda kom ekki í ljós
verðmunur eftir því hvaöa tegund er
notuð.
Ljósaperutaflan
I töflu 7 er getiö um verö á ljósa-
perum sem hér eru á markaöi. Kannaö
var verö á venjulegum ljósaperum,
kúluperum og kertaperum og er í
ölium tilvikum birt verð á 40 w perum,
en verðmunur reyndist í flestum til-
vikum ekki vera á perum af mismun-
andi styrkleika.
Frjáls verðlagning
Verölagning á rafhlööum er frjáls,
en í flestum tilvikum gefa innflytj-
endur út leiðbeinandi smásöluverðlista
sem verslanir selja eftir, þó eru nokkr-
ar verslanir sem selja á hærra verði en
leiðbeinandi smásöluveröi. I könnun
þessari er birt leiöbeinandi smásölu-
verö, nema á Eveready og Ray-O-Vac
rafhlööum, en þar er miðaö viö meöal-
smásöluálagningu í þeim verslunum á
höfuðborgarsvæöinu sem selja
áöumefnd tvö vörumerki.
Álagning á Ijósaperum
Hæst er leyfilegt aö leggja 34% á
ljósaperur í smásölu. I könnuninni er
miöaö viö heildsöluverð innflytjenda
aö viöbættri hámarkssmásöluálagn-
ingu og söluskatti og sést þar hver
verömunur er milli einstakra vöru-
merkja. Verö getur verið lægra í
verslunum sem nýta ekki aö fullu
heimilaöa smásöluálagningu.
Athugasemdir
Neöst á töflunni má sjá tvær athuga-
semdir. Sú fyrri getur þess aö Wonder
top rafhlöður í flokki B á töflu 1, sem
kosta 23 krónur stykkið, fari af mark-
aðnum.
I síðari athugasemdinni eru
mótmæli frá Hellesensverksmiðjunum
í Danmörku. Þar er mótmælt aö Varta
high performance rafhlöður séu taldar
í flokki C, heldur beri aö telja þær meö
flokki A eöa B. Vartaverksmiöjumar í
Þýskalandi hafa svo aftur mótmælt
þessari athugasemd og telja þessa teg-
und rétt flokkaöa. Verölagsstofnun
leggur ekki mat á framangreint, en
þess skal getiö aö þessi könnun, sem er
mjög umfangsmikil, hefur veriö flókin
í vinnslu og unnin í samráöi viö fram-
leiðendur og innflytjendur.
-ÞG.
Rafhlöður í úr
Verö var kannað í þessari verökönnun á tveimur tegund-
um af úrarafhlööum hjá úrsmiðum á höfuöborgarsvæðinu.
Innifalið í veröinu, eins og þaö birtist í „Verðkynningu”, er
auk rafhlöðunnar, ísetning, stilling og fleira. Áberandi er
aö verölagning er svipuð hjá flestum úrsmiöum, 210—220
krónur, en verðlagning er frjáls á rafhlöðunum.
Þó er yfir 55% verömunur á lægsta verði og hæsta á SR 54
rafhlöðunum. Lægsta verð er 175 krónur hjá Ur og klukkur
en hæsta verö hjá Paul E. Heide úrsmiö, 272 krónur. A SR
41 rafhlöðunum er yfir 46% verðmunur á lægsta og hæsta
verði.
Odýrastar eru þær hjá Stáltækni sf. á 150 krónur stykkið
en dýrastar hjá þremur úrsmiöum á 220 krónur stykkið.
-ÞG
Verðmunur mikillá
kúlu- og kertaperum
Verömunur á ljósaperum í könnun Verölagsstofnunar
reyndist mestur vera 34% á venjulegum ljósaperum. Á
kúlu- og kertaperum var munurinn meiri eða 72 %.
Targetti 40w ljósaperurnar kostuöu 20 krónur stykkiö en
Lum 26,75 krónur stykkið. Sama tegund, Targetti kúlu- og
kertaperur, voru í ódýrasta flokknum, 23 krónur stykkið.
Þær dýrustu voru GEC kúlu- og kertaperur á 39,65 krónur
stykkiö.
-ÞG
HAMRABORG 8
Matvöruverslun sem fólk kann að meta
TAFLA 6:
Verðsamanburður á rafhlöðum í úr
-innifalið í verði er rafhlaða, ísetning, stilling og fl.
m
SR 54 SR41
Carl A Bergmann Skólavörðustíg 5 210 210
Garðar Ólafsson Lækjartorgi 220 220
Franck Michelsen Laugavegi 39 229 198
Gilbert Laugavegí 62 210 210
Guðm. Hermannsson Lækjargötu 2 210 210
Guðm. Þorsteinsson Bankastræti 12 220 220
Helgi Guðmundsson Laugavegi 82 2101)
Helgi Sigurðsson Skólavöröustíg 3 220 210
Ingvar Benjamínss. Háaleitisb. 58-60 229 198
Jóhannes Norðfjörð Hverfisgötu 49 210
Jón og Óskar Laugavegi 70 210 210
Klukkan Hamraborg, Kóp. 210 210
Kornelíus Jónsson Skólavörðust. 8 180 180
Magnús Ásmundsson ingólfsstr. 3 200 200
Magnús E. Baldvinsson Laugav. 8 220 220
Paul E. Heide Glæsibæ 272 221
Stáltæki s.f. Þingholtsstr. 1 150
Tímadjásn Efstalandi 26 226 186
Úr og klukkur Laugavegi 49 175 175
Valdimar Ingimarss. Austurstr. 22 210 210
1) Uppgefið verð er miðað við Etic rafhlöður. Ef
notaðar eru hins vegar rafhlöður af gerðinni Ucar,
kostar sama þjónusta 220 kr.
TAFLA 7: Ljósaperur
Ljósaperur - 40W
Targetti 20.00
Tungsram 21.85
Silvanía 22.50
Philips 23.90
Osram 24.20
GEC 25.15
Luma 26.75
Kúluperur - 40W
Targetti
Tungsram 25.00
Luma
Philips
Silvanía 29.95
Osram
GEC
Kertaperur - 40W
Targetti
Tungsram
Philips
Osram
Silvanía
Luma
GEC 39.65