Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Síða 8
8 dvi'fimmtudágurb; desember \mr Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Öryggistækin voru til en ekki komin í gagnið — f lugslysið á Madridf lugvelli vekur umræðu um öryggisbúnað hans „Þaö var eins og vélin hefði klofnaö í tvennt,” sagöi egypskur lögfræðingur, sem var meðal þeirra 42 er komust lífs af úr flugslysinu á Madridflugvelli í gær. 92 fórust þegar Boeing 747 þota frá Ibería-flugfélaginu á leiö til Rómar rakst á DC-9 þotu frá Aviaco sem ekiö var í veg fyrir hana í flugtaki. Enginn komst lífs af úr Aviaco-vélinni. „Þetta var mín flugbraut! Þetta var mín flugbraut! ” sagði einn flugmanna Boeingþotunnar þegar hann kom skjögrandi út úr brakinu beint í fangiö á einum starfsmanna flugvallarins. Tíu dögum fyrr höföu 181 farist meö Júmbóþotu sem hrapaöi fjórum km frá. Svartaþoka var á flugvellinum en flugumsjónarmenn höföu ekki ratsjá til þess aö fylgjast meö umferðinni á flugbrautunum, eins og víðast er þó á alþjóðaflugvöllum. Urðu þeir ekki varir við þegar Aviaco-vélinni var ekið í óleyfi inn á flugbraut Boeingþotunnar frá Ibería sem komin var á fulla ferö þegar áreksturinn varö. Bensíngeymar DC-9 þotunnar sprungu viö áreksturinn og varö hún samstundis eitt logandi eldhaf. Skyggni var aðeins 300 metrar og var völlurinn lokaöur til aöflugs en op- inn fyrir brottferð. Mörgum í flughöfn- inni fannst sem skyggni hefði veriö jafnvel enn lakara, 30 til 40 metrar. Þokan spillti björgunarstarfinu. Umræöur hafa vaknað eftir þessi tvö slys um, hvort Barajas-flugvöllur sé nægilega tryggur. Spænska blaöiö „E1 País” gaf út aukablaö síðdegis í gær meö leiöara á forsíöu, þar sem for- dæmdur var skortur á skipulagi og öruggri stjórnun á Barajas-flugvelli. — „Viö höfum nú sannanir fyrir því aö Barajas er ekki öruggur,” sagði í leiöaranum. Slysinu svipar í flestu til árekstrar- ins á Tenerife-flugvelli á Kanaríeyjum 1977 þegar 585 manns fórust. I umræö- um eftir Tenerifeslysiö var þess kraf- ist aö ratsjárbúnaöur yröi í flugturn- um og haföi fé verið veitt til kaupa á slíkum búnaöi fyrir Barajas en dregist aö hrinda því í framkvæmd aö koma slíkum tækjum upp. Verða Sovétmenn á ólympíu- leikunum í Los Angeles? Sovétmenn vilja ekki segja af eða á um hvort íþróttamenn þeirra muni sækja ólympíuleikana í Los Angeles næsta sumar. í Suður-Kaliforníu reyna samtök manna að koma í veg fyrir að Sovétmenn fái að taka þátt í leikunum vegna skotárásarinnar á S-Kóreuflugvélina 1. september. Stjornmálamaður myrtur á N-írlandi Séð að kvöldlagi inn á höfnina í Trípólí með eldtungurnar í baksýn í einni orrahrið Arafatsmanna við uppreisnar- skæruliða innan PLO en Arafat ætlar að sleppa úr umsátrinu s jóleiðina. Arafat vill herskip til að komast burt úr Trípólí-umsátrinu Mikil ólga er á Norður-Irlandi eftir aö einn af stjómmálamönnum mót- mælenda og leiðtogaefni var myrtur fyrir utan Queens-háskólann, þar sem hann kenndi lög. Edgar Graham (29 ára) var lögfræö- ingur og talsmaður stærsta stjóm- málaflokks mótmælenda á N-lrlandi. Var hann eindregið fylgjandi harð- fylgi réttvísinnar við að halda uppi lögumogreglu. Fyrir tveim vikum haföi hann fréttir af því aö hann væri efstur á lista þeirra sem hryöjuverkasamtökin IRA vildu feiga en afþakkaöi þá lífvörslu lögregl- unnar. Moröingjamir tveir, sem skutu hann viö hliðið aö háskólalóöinni, komust undan á hlaupum. Með Graham hafa 25 menn verið drepnir á N-Irlandi á síðustu tveim mánuöum, allir my rtir hver í sínu lagi. Útlönd Yasser Arafat, leiðtogi Palestínuar- aba, hefur óskaö þess aö honum veröi sendur fjölþjóöafloti til þess að flytja hann og 4 þúsund skæruliöa hans burt sjóleiöina frá Trípólí, þar sem þeir em umkringdir uppreisnarskæmliöum innan PLO. Talsmaöur Arafats sagöi að þeir þyrftu skipanna meö til þess aö vernda menn Arafats fyrir árásum Israels- manna þegar þeir sigldu til Túnis og Noröur-Jemen. Arafat mun hafa beöiö Frakka, Grikki og Sovétmenn um aö leggja honum til herskip til verndar viö brott- flutninginn. Hann hefur þegar oröið sér úti um f jögur skip grísk til þess aö flytja mannskapinn og veröa þau undir fána Sameinuöu þjóðanna. Það hefur veriö haft eftir Arieli Sharon, fyrrum vamarmálaráðherra og nú ráðherra án ráöuneytis í ísra- elsku stjórninni, aö ekki ætti að sleppa Arafat lifs frá Trípólí því aö þaö mundi leiða til endurskipulagningar PLO sem nú er klofin. — Lét Sharon þessi orö falla eftir aö sprengja í strætisvagni í Jerúsalem varð fjórum aö bana og særöi 43 á þriðjudaginn. PLO lýsti verkinu á hendursér. Viöræöum Arafats og umsátursliðs- ins um brottflutningin á liði Arafats er ekki lokið. Aðalágreiningurinn er um hverjir stjórna skuli í flóttamannabúö- unum Baddawi og Nahr al-Bared. Guðmundur Pétursson Nýjarnærbuxur semgetnaðar- vörn karlmanna Sex karlmenn eru tilraunadýr vegna nýrra getnaöarvarna karla og ganga um í sérstökum nær- buxum, sem bæði halda þeim heitum og ófrjóum meö því að þrengja að á viðkvæmum stöðum. Þetta er árslöng tilraun og segja hinir kanadísku aöilar sem að til- rauninni standa aö hitinn og þrengslin af nærbuxunum eigi að draga úr sæðisframleiðslu eist- anna. Buxunum fylgja kláöi og óþægindi fyrst sem venst þegar frá líður. Fer Ubýa í kafbátahernað gegn Bandaríkjunum? Kafbátur, sem Líbýumenn eiga og gera út, veldur Miðjaröarhafsflota Bandaríkjanna nokkrum áhyggjum en hann hefur sést sniglast í kringum bandarísku herskipin í austurhluta Miöjarðarhafsins. Þetta mun vera disilknúinn kafbátur sem borið getur 22 tundurskeyti. Síöast sást til hans norður af Kýpur og þykir hann þar kominn óvenjulangt aö heiman. Hefur bandaríski flotinn af því áhyggjur aö milli Líbýu og Sýr- lands er mikil samvinna en Sýrlend- ingar hafa hótaö sjálfsmorðsárásum á bandarísku herskipin undan strönd Libanon. Danskir hamborgarhryggir? Að vísu ekki, en Kostakaups- hryggir eru framleiddir með danskri aðferð og dönskum efnum. KOSTAKAUP HF. Reykjavíkurvegi 72 - Hafnarfirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.