Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER1983. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLM1ÐLUN HF. ! Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjúri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Rrtstjóm: SlÐUMÚLA 12—14. SÍMI 84A11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. I Sími ritsljómar: 86Ó1I. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. P rentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuöi 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Tíupútnamenn rufu friðinn Neytendum verður jafnan óglatt, þegar Framleiðslu- ráð og aðrar einokunarstofnanir landbúnaðarins tjá ást sína á þeim. Svo er einnig nú, þegar ráðið hyggst taka upp framleiðslustjóm á eggjum, auðvitað í þágu neytenda. I Tímanum benti greindur framsóknarmaður nýlega á, að neytendur hafa ekki beðið um fyrirhugaðar aðgerðir Framleiðsluráðs. Hann benti líka á, að markmið búskapar geti aldrei orðið annað en að sinna þörfum neyt- enda. Hann sagði: ,,Sé einhver þörf fyrir eggjadreifingar- stöð, er það ekki vegna þess að neytendum þyki verðlagið á eggjum of hátt, ekki vegna þess að kvartað hafi verið yfir gæðum á íslenzkum eggjum og ekki vegna þess að kvartað hafi verið yfir eggjadreifingunni. ” Hins vegar hafa neytendur oft haft ástæðu til að kvarta, yfir vörum, sem eru undir einokunarvæng Framleiðslu-1 ráðs. Skemmt kjöt hefur verið hakkað ofan í neytendur og svokölluð nýmjólk oft verið tíu daga gömul og fúl. Reynsla þjóðarinnar af svokallaðri framleiðslustjórn í| landbúnaði er með endemum. I reynd miðar hún meðalj annars að framleiðslu mjólkur sem lengst frá markaði þéttbýlisins. I því skyni er beitt verðjöfnun á mjólkur- flutningum. | Framleiðslustjómin byggist á, að hinn endanlega reikning er hægt að senda neytendum og skattgreiðend- um, jafnvel þótt undanrenna ofan í sunnlenzka kálfa sé flutt norðan úr landi á flutningskostnaði, sem er hærri en söluverðið. Elskhugar neytenda í Framleiðsluráði hafa líka misst á prent hugsjónir sínar um, að egg skuli aðeins framleidd á svokölluðum lögbýlum. Þannig eiga kinda- og kúabændur að taka við af núverandi iðnrekendum í greininni. Þessir makalaust fallega hugsandi einokunarsinnar hafa líka misst á prent hugsjónir sínar um svokallað bú- mark í eggjaframleiðslu. Það felur í sér, að stórtæk fram- leiðsla víki fyrir tíupútnaútgerð við annað hvert f járhús í landinu. Launamenn landbúnaöarkerfisins keppast um að lýsa yfir, að þeir stefni ekki að einokun á eggjamarkaðnum. En Framleiðsluráð hefur samt ekki veitt Vallá, Holtabúi, Reykjagarði og Nesbúi heildsöluleyfi. Úr því að ráðið getur ekki stillt sig um að reyna að bregða fæti fyrir þessa stórframleiðendur, sem framleiða ódýrari egg en aðrir, ber alþingi skylda til að taka leyfis- veitingavaldiö af ráðinu og það í grænum hvelli. Annað vald ber einnig að taka af einokunarstofnunum landbúnaðarins. Það er valdið til að taka kjarnfóðurgjald af duglegum framleiðendum og nota það í þágu hinna, sem eru dragbítar. Slík skömmtun er gerspillt. Ekkert er sjálfsagðara en að tíupútnamenn fái að setja upp eggjadreifingarstöð. Öfrávíkjanleg skilyrði eru þó, að ekki verði notað til þess fé úr kjarnfóðursjóði og að ekki verði hindruð umsvif hinna, sem fást ekki til að vera ómagar á neytendum og skattgreiðendum. Kominn er tími til, að neytendur og skattgreiðendur taki í karphúsið stjórnmálaflokka á borð viö Alþýðu- bandalagið og Sjálfstæðisflokkinn, sem þora ekki á lands- fundum að álykta gegn fyrirhuguðum eggjaglæp Fram- leiðsluráðs. Þá er einnig kominn tími til, að neytendur og skatt- greiðendur skeri ekki aðeins upp herör gegn eggjaeinok- uninni fyrirhuguðu heldur einnig allri núgildandi einokun í landbúnaði. Þaö er Framleiðsluráð, sem hefur rofið friðinn. Jónas Kristjánsson. Embættismenn- imir í launþega- hreyfingunni — þeir eru búnir að vera Næstu dagana fara aö hef jast hefö- bundnar einskis nýtar samninga- viðræður milli atvinnurekenda (með ríkisstjómina að bakhjarli) og emb- ættismannakerfis launþegahreyfing- arinnar. Viðbrögð þessa embættis- mannakerfis viö kjaraskerðingunum að undanfömu hafa veriö hvíslingar og þögul mótmæli, orð en engar athafnir. Og þannig hefur það lengi verið, eða allt síðan forysta laun- þegasamtakanna hætti aö taka afl sitt frá launafólki og varö að emb- ættismannakerfi sem þiggur bitlinga tilveru sinnar frá stjómmálaflokk- unum. Auövitað vilja allir þessir ein- staklingar yel. En þeir sitja pikkfast- ir í máttleysisviöjum þess kerfis sem hefur gleypt þá og geta ekki meira. Þeirembúnirað vera. Þá er komiö aö okkur, þessum ræf- ils almennu félögum, sem aldrei nennum að mæta á sýningarfundi embættismannakerfisins. Möguleiki okkar felst í því að breyta þessum fundum í sýningarfundi á óskum okkar, áliti og kröfum okkar. Útsöluprís á vinnuaflinu Almennt launafólk á sér tvö aðal- markmið sem því eru sameiginleg þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ýmsu. Hið fyrra er aö vinna þess skapi því áhyggjulausa afkomu — eðlileg peningaráð, gott húsnæði án óhóf- legrar skuldabyrði, félagslegt þjónustuöryggi án þrúgandi skatta o.s.frv. Hér skipta launataxtarnir því aðeins máli að þeir séu settir í samhengi við afkomuna í heild. Og þá skoðun skulum við ekki láta frá okkur taka aö íslenskt þjóðfélag er nógu ríkt af efnislegum gæöum og mannlegu atgervi til þess að hér eigi allir aö geta komist vel af. En ráðamenn sífra. Ráöamenn 'kveina. Þeir reyna að koma því af sér og yfir á okkur að við „höfum lif- aö um efni fram”. Hvílík firra! Auðvitað skiptast á skin og skúrir. Og nú sem stendur ge'ngur á með skúrum svo aö þeir sem hafa rekið fyrirtæki sín með mestri óforsjálni eiga á hættu að vökna meira en þeir þola. En hvar sér högg á vatni hjá þeim sem mestum fjármunum velta og mestar eignir eiga? Eru SlS og Seðlabankinn kannski að fara á hausinn? Nei, vð skulum ekki hafa neitt samviskubit. Jafnvel 50% hækkun rauntekna okkar mundi ekki ógna þessum eða öðrum risum. En hún mundi sennilega setja í hættu OGNÚÁAÐ SKIPA NEFND Undanfarið hefur umræða um eiturlyf orðiö býsna hávær í þjóðfélaginu. Astæðan til þess er lík- lega sú að enginn getur lengur lokað augunum fyrir því gífurlega vanda- máli sem þau eru orðin hérlendis, og hafa þó margir rembst viö það árum saman að komast hjá því að sjá þaö. Raunar hafa eiturlyfin hlotið nýtt og „virðulegra” heiti i umræðunni en áður fyrr, því nú heita þau fíkniefni, væntanlega til þess að fólki hrjósi ekki eins hugur við að neyta þeirra. Ekkert nema það sem vita mátti Þaö er vissulega ekkert fyndið né skemmtilegt við þessa umræðu. En ég get ekki að því gert aö mér finnst allt að því grátbroslegt að sjá upp- hlaup alls kyns aðila nú út af því hvernig ástandið er orðiö. Ætli þaö séu ekki liöin ein fimmtán ár síðan Kristján Pétursson tollvörður sat við eldhúsborðið heima hjá mér og sagði nákvæmlega fyrir um hvemig þróunin myndi verða ef ekkert' raunhæft yrði gert í málunum. Svo nákvæmlega lýsti hann henni að ef hann heföi látið mynda sig með kristalkúlu væri hann væntanlega talinn í röð meiriháttar sjáenda og spámanna. Þó sagði Kristján ekkert nema það sem hann haföi lært af samskiptum sínum við eiturlyfja- neytendur og löggæslumenn erlendis. Um svipað Ieyti gengu ýms- ir aðrir mætir menn fram fyrir skjöldu og vöruðu viö því sem var aö gerast. Þar man ég einkum eftir dr. Vilhjálmi Skúlasyni, sem var þá óþreytandi í því að útskýra á vísinda- legan hátt hver áhrif hinna ýmsu eiturlyfja væru og hvemig neytendur þeirra leituöu sífellt eftir sterkari og hættulegri eiturlyfjum. En þessir menn töluðu fyrir dauf- um eymm. Það var ákveöið að þetta vandamál væri ekki til hérlendis, og það sem meira var: að það yrði ekki til. Kristjáni var ýtt frá löggæslu- störfum á þessu sviði. Otal sögur Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjamf reðsson vom spunnar upp um harðræði hans við „blásaklaust” fólk og málin vom fengin í hendur meiri „kunnáttu- mönnum” á þessu sviði. Nú kann vel aö vera að Kristján hafi einhvern tímann hlaupið á sig í störfum sinum á þessu sviði, því maöurinn er bæði kappsfullur og skapmikill. Vafalítið er líka að honum hljóp enn meira kapp í kinn vegna þess aö hann sá hvað verða vildi, að menn vildu bíða andvaralausir þess sem hann vissi að myndi koma. En svo mikið er víst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.