Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Side 16
16
DV. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER1983.
Spurningin
Hvað langar þig
mest til að borða
á jólunum?
Helgi Júlíusson: Hamborgarhrygg
meö rauökáli og baunum og brúnni
sósu. Þaðfinnstmérsvogott.
Valgerður Ogmundsdóttir: Lamba-
hrygg með kartöflum og sósu.
Þór Kjartansson: Rjúpuog rjómasósu
með brúnuðum kartöflum, það er frá-
bærlega gott.
Þuríður Hilmarsdótti: Svin, það er svo
jólalegt, með bökuðum kartöflum. Svo
vildi ég fá ís á eftir.
Arnar 01afsson:Svinakjöt, það er svo
gott. Og með því franskar kartöflur,
sósu og salat. Og frómasís á eftir.
Agústa María Davíðsdóttir: Fyrst vil
ég hrísgrjónagraut með möndlum.
Svo rjúpur með brúnuðum kartöflum,
rjómasósu og rifsberjahlaupi. I eftir-1
réttvilégdeserteinsogammabýrtil. |
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Lögreglan ætti að
sýna virðingu
Ölafur Gunnarsson skrifar:
Eftir lestur greinarinnar um yfir-
hellingar lögreglunnar á Skafta Jóns-
syni, langar mig að taka fram eftirfar-
andi:
Er ekki kominn tími til aö sá aöili
sem kallar sig lögreglustjóra taki
starfsliö sitt til endurskoðunar ef hann
ætlar að geta talist starfi sínu vaxinn.
Þaö hefur sýnt sig í þeim fáu tilfell-
um sem skrifað hefur veriö um slík
mál eins og þessi, og reyndar enn fleiri
sem ekkert hefur verið skrifaö um, aö
ábyggilega er oft um sömu lögreglu-
þjóna aö ræða og lýsi ég furöu minni á
sh'ku ábyrgðarleysi þeirra sem eiga að
teljast stjómendur lögreglustöðvar-
innar, að slikum mönnum sé ekki vikið
úr starfi umsvifalaust, eöa þeim gefinn
kostur á að segja starfi sínu lausu.
Maöur heföi haldið að lögreglan ætti
aö sýna — og öölast virðingu en ekki að
fáfólkámótisér.
Eins og fram hefur komið í nokkrum
greinum dagblaöanna að undanfömu
er ekki hægt annað að sjá en um stór-
kostlegt stjómleysi sé að ræða á
lögreglustöðinni og þegar slíkt
hneyksli gerist eins og þetta með
Skafta, er ekki seinna vænna fyrir
lögreglustjóra að losa sig við þessa lög-
legu lögbrjóta sem reyna að fá útrás á
sadistalegum tilfinningum sínum á
hinum ágæta meðborgara. Það er
alltaf ráð fyrir slíka menn að fara til
geölæknis og reyna að fá bót á þessari
hneigð sinni.
Það er mín einlæga skoöun að Skafti
sæki þetta mál til fuilnustu og komi
þessum lögleysu þjónum borgarinnar
burt úr starfi. Eg lýsi hér með fullum
stuðningi mínum við Skafta.
Bifreiöarstjórar augna-
þjónar lögreglunnar
GRA skrlfar:
Á þéttbýlissvæði eins og hér hefur
myndast í og kringum höfuðborgina
fer ekki hjá því að löggæsla verður að
j vera virk og samanstanda af fleiri
t þáttum en þeim sem fyrrum þóttu
I nægja.
I umferðinni virðist sem lögregian
þurfi að eyða sínum dýrmæta tíma til
(aö koma á vettvang þegar árekstrar
' eiga sér stað, skrifa upp bílnúmer og
teikna afstöðumyndir á vettvangi.
Einnig er títt aö sjá lögreglubíl
1 staösettan við gatnamót eða hringtorg
og fylgjast með umferðinni úr kyrr-
stæðri bifreiðinni.
Varðandi afskipti lögreglu af
árekstrum er þetta oft til lítils fyrir þá
j er í árekstrum lenda nema um slys á
I fólki sé að ræða, en þau verða ekki
, nema í broti af þessum tilfellum.
Nær væri að kalla í aöila frá viökom-
andi tryggingafélagi til þess að kanna
vettvangsaöstæöur strax og spara
þannig tíma fyrir alla aöila. Ef um tvö
! tryggingafélög er að ræða kæmu aðilar
1 frá báðum á vettvang. — Lögreglan
tekur hvort eð er enga afstöðu til eftir-
mála vegna áreksturs, eins og sumir
virðast þó halda og ætla að fá úrskurð
um rétt sinn eða órétt á slysstað.
: Nógumþað. Hitt er verra að íslensk-
j ir bifreiðarstjórar eru aö verða eitt alls-
herjar vandamál í umferðinni vegna
síbrota í akstri og dæmalausrar augna-
þjónkunar við lögreglu ef þeir vita af
henni í námunda.
Sem dæmi aö taka má sjá, miklu
oftar en ekki, að ökumenn setja ekki á
stefnuljós við beygjur, eða þá allt of
seint. — Þetta hefur orsakað marga
óþarfa árekstra. Kæruleysi ökumanna
í sambandi við vanbúnar bifreiðar,
(slitin dekk, biluð ljós, oil.) er einnig
: landlægt.
I þessum málum er nauðsyn tafar-
Lögreg/an þarfa að eyða dýrmætum tima sinum iað gera skýrsiur um ðrekstra sem aðilar frá viðkomandi
tryggingafélögum gætu séð um, segir GRA ibrófi sínu.
lausrar breytingar og mun áhrifa-
ríkara eftirlits lögreglu og um leið
margfalt hærri sektarákvæða við brot
af því tagi sem hér hafa verið nefnd.
Þótt bifreiðarstjórar telji ekki þörf á
því að nota stefnuljós, nema þegar þefr
sjálfir telja aö næstu bifreiðar hafi af
því gagn, er það bara ekki bifreiðar-
stjóra að ákveða slíkt. Þetta eru lög og
skyldur hvers einasta bifreiðarstjóra
að fara eftir þeim. Til þess er verið að
skoða stefnuljós, jafnt og önnur ljós
bifreiða. — Eða er það ekki?
Þetta þurfa ekki að vera verri bif-
reiöarstjórar í sjálfu sér og ef þessir
menn aka erlendis þá þora þeir ekki
annað en hlýða reglum því þar er eftir-
litiö mun strangara sem og sektar-
ákvæði.
En þaö er fyrirlitningin á lögum og
reglu sem er landsmönnum í blóð borin
og þar sem Islendingar geta komist
hjá aðhlýða lögum gera þeir það.
Þetta er auðvitaö mun víðtækara
vandamál en í akstri bifreiða og ann-
arra farartækja og á rætur að rekja til
þess aö hér er ekki og hefur aldrei
veriö neins konar þegnskylda. Þar sem
herskylda er, og hún er reyndar alls
staðar nema á Islandi, eru agabrot af
þessu tagi nær óþekkt. Kurteisi og til-
hliörunarsemi í almennum samskipt-
um á mannamótum eru meö allt
öörum hætti en hér tíökast.
En umferðarmenninguna verður að
bæta, hún tekur of stóran toll nú þegar,
bæði í mannslífum og eignum. Lög-
gæslan verður að vera raunhæfari en
húner.
Auglýsendur:
Gefið upp verð á vörunum
Hafdís Hannesdóttir hringdi:
Þetta eru þriðju jólin í röð sem ég
geri mál þetta að umfjöllunarefni. I
auglýsingaflóöinu, sem hellist yfir
landsmenn síðasta mánuðinn fyrir jól,
gefa auglýsendur ekki nægilega oft
upp verð á vöru sinni. Sérstaklega á
þetta við um bókaútgefendur, sjaldan
eða aldrei er gefið upp verð á bókum.
Þetta er sérstaklega bagalegt fyrir þá
sem einhverra hluta vegna geta ekki
farið í verslanirnar aö athuga verð
hverrar vöru. Ekki væri til mikils
ætlast aö fara fram á að bókaútgef-
endur og fleiri sem auglýsa vörur sínar
í blöðum gefi upp verð vöru sinnar, það
mundi spara mörgum margt sporið.
DV hafði samband við bókaforlag og
bókabúö,. þar fengust þau svör að
auglýsendum væri í sjálfsvald sett
hvort þeir gæfu upp verð í sínum
auglýsingum eöa ekki. Bókaforlögin
gerðu þaö yfirleitt ekki en það gerðu
búðirnar oftast. Innan skamms mun
koma út auglýsingablað frá Félagi
íslenskra bókaútgefenda þar sem verð
á öllum þeim bókum, sem út hafa
komiö á árinu, er gefið upp. Það verð
sem þar er gefið upp gildir fyrir allt
landið.
Hver sta/ grindinni?
Steinþór Jónasson hringdi:
Eg var svo óheppinn að láta stela
frá mér grind á afturrúðunni á
Daihatsuinum minum. Hann stóö
fyrir utan Holtsgötu 6 þann 1. desem-
ber, klukkan hálftíu eða þar um bil,
þar hafa einhverjir pörupiltar tekið
grindina en gleymt festingunum
þannig aö einhver hlýtur að hafa séð
til þeirra þar sem þeir luku ekki
verkinu. Þeir sem gætu hafa séö til
piltanna eru vinsamlega beðnir að
hafa samband við Steina í síma
75599.