Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Síða 31
Sandkorn Sandkorn Sandkorn DV. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER1983. Fyrst pantarðu borð og svo geturðu fengið bjór. Séríslenskt fyrirbæri Það var ekki laust vlð að landinn sleikti út um þegar sá boðskapur var látinn út ganga að til stæði að opna ölkrá hér á landi. Þar yrði „létt kráarstemmnlng” og þangað gæti fólk skroppið til að fá sér eina létta öikollu og siappa af. En þarna reyndist ölið al- deilis ekki soplð þótt i könn- una væri komið. Málið mun nefnllega vera það að tll þess að komast inn á „krána” þarf að panta borð. Gestum er einníg gert að setja í sig mat- arskammt. Sem sagt, allt í gömlu góðu skorðunum. Hafa heyrst fjölmargar óánægjuraddir með þetta fyrirkomulag og þykjast menn heldur sviknir um fögur fyrirheit. Þeir sem ekki hafa farið eftir gömlu upp- skriftinni, þ.e. pantað borð, klætt sig upp á og svo fram- vegis, hafa komið að lokuðum dyrum og verið vísað frá þeg- ar þeir hafa loksins komist í kaUfæri við dyraverði. Þykir þetta að vonum hið versta mál og nú biða öiunnendur betri tíðar með blómum í haga. Tengdó Þennan tókum við traustatakí úr glænýrri og efnismikilli Viku: Tengdamóðir Sigurlása kom færandi hendi með tvö hand- klæði í jólagjÖf handa ungu hjónunum. Á annað þeirra hafði sú gamla bróderað: ,JHUN”, en á hinu stóð: „ÞAД. Sá fyrsti? Þelr eru ekki margir tslendingarnir sem hafa sér- menntað sig i fræðum er lúta að hrossarækt og hcstamennsku. Atvinnumöguleikar hér á landi munu heldur ekki teljast yör- þyrmandi. Þó höfum vér fregnað að Þor- valdur nokkur Ániason muni væntanlega á þessu ári ljúka doktorsprófi úti í Svíþjóð. Er hann, að þvi er best verður vitað, fyrsti íslendingurinn sem ver doktorsritgerð um efni er tengist hrossarækt. Þar með er þó ekki öll sagan sögð þvi sá hinn sami Þorvaldur er sagður munu setjast að i Sviþjóð og starfaþar. Jón BakMn þykk val má/hress. „Böld" Menn hafa löngum rætt um málgleði Hjörleifs Guttorms- sonar á Alþingi. Var það, eins og fróðir vita, tckið til bragðs að finna upp mælieiningu sem bregða mætti á ræðuflóð al- þingismannsins og nefnist hún „hjörl”. Er í statistik þessari gert ráð fyrir að eitt hjörl nemi fimmtán mínútum Er alþingismaðurinn sagður bregða sér leikandi létt i átta hjörl í þingsölum þegar vel liggur á honum. En nú er kallaður til sögunnar nýr þingmaður sem gjörsamlega hefur skyggt á Hjörleif. Sá talar i„böldum” en eitt bald nemur hvorki meira né minna en tuttugu mínútum. Þetta er Jón Baldvin Hannibalsson sem er sagður tala bæði oft og lengi. Segja sérfróðir aö hann ómaki sig ekki i ræðustól fyrir minna en tvö böld í senn. HjöHeifur Guttormsson. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Mynd Stjömubíós lýsir Iffi unglinga 6 betrunarheimili og þvi ofbeldi sem þar þrífst. Hór er söguhetjunni Pixote ógnað afsór eidri og harðsvíraðri gutta. Sjörnubíó— Pixote Börn á glapstigum Stjörnubfó: Pixote. Brasiiia 1980. Leikstjóri: Hector Babenco. Handrit: Hector Babenco og Jorge Duran, eftir skáldsögu Josó Louzeiro. Kvikmyndatake: Rodolpho Sanches. Aöalleikendur: Fernando Ramos Da Silva, Marilia Pera, Jorge Juliao, Gilberto Moura, Josó Nilson Dos Santos. Begin fékk friðarverðlaun Nóbels,' en samt mun mannkynssagan seint minnast hans sem einlægs friðar- sinna. Pixote hefur sópað að sér verðlaunum á kvikmyndahátíðum viða um heim. Engu að síöur er hætta á að hún falli fljótlega í gleymsku og dá. Ekki svo að skilj að Pixote sé eitt- hvað verri en gengur og gerist um kvikmyndir sem hingaö berast. Hún mundi meira að segja vera í skárri kantinum. En miðað við efnið, sem höfundar höföu úr aö moða, er út- koman engan veginn nógu góð. Pixote f jallar semsé um mál mál- anna, afbrotaunglinga. Myndin skiptist í tvo afmarkaða hluta. Ann- ars vegar lýsir hún lífinu í fangelsi fyrir afvegaleidd ungmenni og hins vegar um utangarðslíf f jögurra pilta sem tekst að strjúka úr prísundinni. Lýsingin á lífinu innan múranna og öUu því ofbeldi sem þar þrífst er nokkuö sannfærandi, hvort sem um er að ræða innbyrðis deUur pUtanna eða níöingsverk varðmannanna í þeirra garð. I síðari hluta myndarinnar er eins og leUcstjóri og handritshöfundur missi tökin á efninu og öll meðferðin verður einhvern veginn dálítið út- vötnuö, meö óþarfa útúrdúrum. margir hlutir eru þó ágætlega gerðir, einkum þó þeir sem sýna okkur að þessir Utlu töffarar, kannski marg- faldir morðingjar, eru lika böm eins og aðrir jafnaldrar þeirra. Mér kemur einkum í hug atriðið þegar söguhetjan, hinn 10 ára gamU Pix- ote, situr undir stýri á iUa fengnum bU og hamast eins og aðrir strákar með tUheyrandi burri. Það er eins með þessa mynd og svo margar aörar sem miða hátt að leikararnir bjarga henni frá falU. Strákarnir leika flestir með ólíkind- um vel, enda skUst manni aö þær persónur sem þeir leika séu þeim ekki um of framandi. Þeirra fremst- ur er þó Fernando Ramos Da SUva sem leikur Pixote. Það er engu líkara en að hann hafi verið viðloð- andi ræsið aUa sína stuttu ævi. Niðurstaða myndarinnar er æði dökk fyrir ungviðið, þegar Pixote stingur hólkinum í buxnastrenginn og heldur út í lífið, nýbúinn að kála einum í viðbót. Myndin er þó ekki al- gert svartnætti í þeim skUningi að það má hafa af henni nokkra skemmtan. Þó ekki eins mikla og við mátti búast. Guðlaugur Bergmundsson. PANTANIR SÍMI13010 HÁRGREIÐSLU8T0FAN KLAPPARSTÍG 29. f TINNA TINNA - TINNA - TINNA HÁRGREIÐSLUSTOFAN Furugerði 3. Opið á fimmtudögum til kl. 8.00. Athugið: Síminn er 32935. Pantið tímanlega fyrir jól. TINNA - TINNA - TINNA I VERSLUNIN HORN KÁRSNESBRAUT 84 KÓPAVOGI TINNA - TINNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.